Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. maí 1959 Rússar senda ekki mannaða eldfiaug en eftir 3-5 ár fyrr HINGAÐ til lands er komin.-. rússneskur stjörnufræðingur, Dimitri Martynov, að nafni. — Hann er prófessor við Sternberg stjarnfræði stofnunina í Moskvu og jafnfrarpt forstöðumaður henn ar, en þar má segja að sé mið- stöð stjarnfræðirannsókna og geimrannsókna Hússa. Martynov er nafntogaður maður og á að baki sér langan feril í vísinda- grein sinni. ★ ★ Blaðamenn áttu í gær tal við hann og inntu hann eftir því nýi- asta, sem er að gerast í geim- rannsóknum Rússa. Það, sem einna mesta athygli vakti, voru ummæli hans þess efnis, að Rúss- ar mundu áreiðanlega ekki geta sent mannaða eldflaug út í geim- inn fyrr en eftir 3—5 ár. Hann taldi, ð tök myndu á að senda eldflaug til tunglsins innan árs, flest tæknileg vandamál varð- andi ferðalög út í geiminn væru leyst. Tekizt hefði að smíða nægi- lega stórar eldflaugar til þess að bera menn og allan þann útbún- að, sem þeim fylgdi. Hins vegar 'hefði enn ekki tekizt að leysa vandamálið viðvíkjandi endur- komunni inn í gufuhvolf jarðar. Sem sakir stæðu væru það hreint og beint sjálfsmorð fjrrir Rússa að fara með eldflaug út í geim- ★ ★ Martynov hefur að mestu fja’il- að um „breytilegar stjörnur" á undanförnum árum. Hann hefur Kaffisala Kvenfélags Laugarneskirkju Á MORGUN (uppstigningardag) efnir Kvenfélag Laugarnessókn- ar til kaffisölu í kirkjukjallaran- um. Hefst hún kl. rúmlega þrjú, að lokinni guðsþjónustu séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups í kirkjunni. Við guðsþjónustuna, sem byrjar kl. 2 e.h. mun Krist- inn Hallsson óperusöngvari syngja einsöng. Þessi árlega kaffisala kvenfé- lagsins er einn liðurinn í því, að afla fjár til þeirrar margháttuðu starfsemi, sem félagið hefir með höndum, og er kaffisalan áreið- anlega einn skemmtilegasti lið- urinn. Þarna er alltaf þröng á þingi, kaffiilmur í lofti og gleðisvipur á öllum. Þarna má ár eftir ár sjá sömu stóru fjölskyldurnar, sem alltaf koma aftur og aftur. Þarna koma ungar meyjar og piltar úr flest- um bæjarhlutum, og þarna má sjá einstaklinga úr flestum stétt- um þjóðfélagsins, leika og lærða. En það sem mér hefir þótt einna ánægjulegast að sjá er hve eðlilegt kvenfélagskonum hefir verið það, að taka þannig á móti hverjum einstökum gesti, að hann hlaut að finna það, að ein- mitt hann var alveg sérstaklega velkominn. Verið velkomin í kaffið. Hittumst á morgun í kirkju- kjallaranum. Garðar Svavarsson. Dagskrá Alþingis DAGSKRÁ efri deildar Alþingis miðvikudaginn 6. maí 1959, kl. 1% miðdegis. Stjórnarskrárbreyting, frv. — 3. umr. Tekjuskattur og eignar- skattur, frv. — Ein umr. Dagskrá neðri deildar Alþingis miðvikudaginn 6. maí 1959, kl. 1% miðdegis. Útflutningssjóður o.fl., frv. — Frh. 3. umr. (Atkvgr.) Virkjun Sogsins, frv. — 3. umr. Sýsluvega sjóðir, frv. — 2. umr. Kornrækt, frv. — 3. umr. Happdrætti há- skólans, frv. — 2. umr. /Ef leyft verður/. ritað margar greinar og bæklinga um vísindaleg grein sína, aðal- lega ljósbreytingar á stjörnum. Varðandi ferðir til annarra hnatta sagði hann, að Mars og Venus kæmu fyrst og fremst til greina — og rauninni engir aðrir, nema ef vera skyldi tunglið. — Samkvæmt rannsóknum vísinda- manna væru þar beztu skilyrði að finna fyrir menn utan jarð- arinnar. Hann fór nokkrum orðum um samvinnu stórveldanna í sam- bandi við alþjóðalega jarðeðlis- fræðiárið — og kvað góða sam- vinnu hafa verið með Rússum annars vegar og Bretum, Frökk- um og Bandarikjamönnum hins vegar. Sagði hann Bandaríkja- menn jafnan senda upplýsingar um gervitungl Rússa, því að Bandaríkjamenn gætu fylgzt vel með ferðum þeirra. Prófessor Martynov mun halda hér fyrirlestra um vísindagrein sína og rússnesku gervituglin. — Hann mælir á þýzku. 10 ára afmælis Evr- ópu ráðsins minnzt f GÆR voru 10 ár liðin frá því Evrópuráðið var stofnað. Hefur þess þegar verið minnzt í Strass- borg, þar sem Evrópuráðið hefur aðsetur, með margvíslegum há- tíðahöldum þann 20. apríl sl. við setningu 11. ráðgjafarþings og 24. fundar ráðherranefndarinnar. Að alhátíðahöldin fóru þó fram í Lundúnum í gær, en þar var stofn samningurinn undirritaður 5. maí 1949. Grundvöllur að stofnun Evrópu ráðsins var þó lagður ári fyrr í maí 1948 þegar um 1000 fulltrú- ar frá 19 Evrópulöndum komu saman í Haag og töldu óhjá- kvæmilegt að Evrópuríkin bynd- ust nánum samtökum _ til að hindra fleiri styrjaldir. í janúar 1949 komu utanríkisráðherra Bretlands, Frakklands og Bene- lux-landanna siðan saman til fundar og urðu ástáttir um stofn un Evrópuráðs. Fyrir stofnfund bættust í hópinn Noregur, Sví- þjóð, Danmörk, írland og Ítalía og enn síðar hafa bæzt í hópinn ísland, Grikkland, Tyrkland, Vestur-Þýzkaland og Austurríki og eru þátttökuríkin nú 15. f fréttaauka ríkisútvarpsins í gær flutti Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri, ávarp frá Guðm. í. Guðmundssyni, utanríkisráð- herra í tilefni 10 ára afmælis Evrópuráðsins. Þar komst ráð- herrann m.a. svo að orði: „Evrópuráðið berst ekki mikið Reykvíkingiir hlaut 100 þús. kr. f GÆR var dregið í 5. flokki Vöruhappdrættis S.Í.B.S. Dregið var um 300 vinninga. Hæstu vinningarnir eftirtalin númer: komu á Kr. Kr. 100.000.00 27626 50.000,00 17523 Kr. 10.00,000 6358 13513 23776 24809 27676 33272 41725 63438 Kr. 5.000,00 2244 2763 3109 6220 21776 24509 38529 50870 51276 52599 Hún dró þorskinn AKRANESI, 5. maí: — Það er ekki ofsögum sagt af því, að sjó- mennskan er þeim í blóð borin, sem eru af vestfirzku bergi brotn- ir. Þennan dýrmæta eiginleika hafa bæði kynin tekið að erfð- um. Þótti það ásannast á sunnu- daginn, er ungfrú hér í bænum, upprunnin af Vestfjörðum, reri til fiskjar á einum trillubátana. Dró ungfrúin þorskinn engu síður en hinir og suma væna. Hún fann ekki til sjóveiki, þar sem hún stóð við færið í hnéháum stígvélum í rauðri plastkápu, og víst mun hún kunna áralagið, ef í það færi. —Oddur. á og þær raddir heyrast þvi oft, að það sé lítið annað en málskrafs samkunda. Vilja sumir telja, að tilgangslítið sé fyrir oss íslend- inga að taka þátt í störfum þess. Ég tel á hinn bóginn, og_ byggi það á reynslu, að fátt sé íslend- ingum nauðsynlegra en að fylgj- ast, sem allra bezt með störfum ráðsins, bæði á fundum ráðherra- nefndar og á ráðgjafarþinginu. Fyrir smáþjóð sem íslendinga, er það mjög þýðingarmikið, að eiga sæti á þingi þar sem við get- um hreyft deilumálum okkar og vandamálum og hlustað á vanda mál annarra. Hefur og okkar mikla mál, landhelgismálið oftar en einu sinni borið á góma á fund um ráðgjafarþingsins og hafa margir mikilsmetnir fulltrúar frá nágrannaþjóðunum og öðrum löndum Vestur-Evrópu tekið þar til máls og léð islenzka málstaðn- um lið. Sökum þess, hversu fáir vér erum og lítilsmegnandi að eigin rammleik er það oss lífsnauðsyn að taka þátt í samstarfi þjóða og sýna, að þar séum við gjaldgeng- ir aðiljar. Með því móti getum við bezt tryggt virðingu annarra fyrir sjálfstæði voru og tilveru- rétti.'Til þessa bjóðast oss fá tæki færi betri en einmitt innan Evrópuráðsins, sem ekki er tak- markað við úrlausa mála á til- teknu sviði, heldur hefur sam- kvæmt yfirlýsingu aðildarríkj- anna verið valið það hlutverk að vera hinn almenni vettvangur evrópskrar samvinnu“. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu í Keflavíkurhöfn, á ein- um mesta afladegi vertíðarinnar. Það er rélbáturinn Þor- steinn sem er að koma úr róðri, hlaðinn sem síldarbátur á vertíð nyrðra. Er Þorsteinn 38 tonna bátur, en úr honum hafði verið landað í þessum róðri 40 tonnum af fiski. (Ljósm. Birgir Guðnason). Auknar varnir nauðsyn- legar gegn mœðiveikinni á Vestfjörðum Tillaga Sigurðar Bjarnasonar rœdd Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var tekin til umræðu þings- ályktunartillaga Sigurðar Bjarnasonar um skjótar varnarráðstaf- anir gegn útbreiðslu mæðiveiki á Vestfjörðum. Fylgdi flm. tillög- unni úr hlaði með stuttri ræðu. Sigurður Bjarnason hóf mál sitt með því, að þingsályktunartil- laga þessi skýrði sig sjálf og væri ekki þörf að fara um hana mörgum orðum. Lagt væri til, að Alþingi ályktaði að skora á íikisstjórnina að fela sauðfjársjúkdómanefnd að gera nú þegar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu mæðiveiki á Vestfjörðum, en sá landshluti hefði átt ríkan þátt í að tryggja íslenzkum landbún- aði heilbrigðan fjárstofn. Eins og kunnugt er, hélt ræðu- maður áfram, spurðust þau ótíð- indi rétt fyrir páskana, að mæði- veiki hefði orðið vart á Reyk- hólum í Barðastrandasýslu. Það lætur að líkum, að þessar fregn- ir hafa vakið mestan ugg á Vest- fjörðum, en Vestfirðir hafa um áratug verið svo til eini lands- hlutinn, sem ekki hefur orðið fyrir ágangi mæðiveikinnar fyrr. í Reykhólasveit hefur veikinnar ekki orðið vart áður, en nú hef- ur komið á daginn að því er lækn ar telja, að veikin er þar á fleiri bæjum en Miðhúsum. Þá er einn- ig nokkur samgangur við féð í Reykhólasveit af fé úr Stein- Kommúnistar krefjast setu í stjórn Iraks BAGDAD, 5. maí. — (Reuter). — írakskir kommúnistar herða nú róðurinn fyrir því að fá sæti í ríkisstjórn Kassems. Eini stjórnmálaflokkurinn sem nú á Kaffisala kven- stúdenta í Sjálf- stæðishúsinu KVENSTÚDENTAFÉLAG fs- lands hefur kaffisölu í Sjálfstæð- ishúsinu á morgun, uppstigning- ardag. Markmið félagsins með þessari kaffisölu er að afla fjár til styrktar íslenzkum kvenstúd- ent, sem stundar nám við Há- skóla fslands. Fyrri kaffisölur Kvenstúdenta félagsins, sem efnt hefur verið til í svipuðu augnamiði, hafa verið mjög vel sóttar og þannig aflazt fé til námsstyrkja fyrir bæði ís- lenzkan kvenstúdent við háskóla nám erlendis og erlendan kven- stúdent, sem stundaði nám við Háskóla íslands. Veitingar verða bornar fram í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 2 til kl. 5 og mun hljómsveit hússins leika /yrir kaffigestL fulltrúa í stjórninni ér hinn hæg- fara Þjóðlegi demókrataflokkur. Kommúnistablaðið Saut al Ahrar birtir í dag áskoranir frá mörgum einstaklingum og sam- tökum, þar sem þess er krafizt að kommúnistar fái sæti í stjórn- inni til þess að styrkja lýðveldið og í forustugrein blaðsins er því lýst yfir, að stjórnarþátttaka kommúnista myndi verða trygg- ing fyrir því að lýðveldið sigri alla óvini sína. Kassem forsætisráðherra lagð- ist hins vegar ákveðið gegn því að stuðlað væri að myndun flokka og sérstakri þátttöku þeirra í ríkisstjórn. Taldi hann að slíkt myndi aðeins leiða til sundrungar. Leiðrétting f MINNINGARGREIN um Jón Guðmundsson í Valhöll, í blaðinu í gær, féllu niður tvö nöfn, þeg- ar talin voru systkini hans og voru það: Kjartan Guðmundsson, fæddur 31. maí 1885, dáinn 15. nóv. 1950, ljósmyndari og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og María Guð- mundsdóttir, fædd 21 jan. 1893 og dáin næsta dag. grímsfirði og Nauteyrarhreppi við Isafjarðaidjúp. í Steingríms- firði hefur mæðiveiki orðið vart áður en aldrei við norðanvert ísafjarðardjúp, og ekki vestan Kollafj arðar girðingar. Ég skal ekki fullyrða, hvaða ráðstafanir eru heppilegastar í þessu máli, sagði Sigurður Bjarnason. í greinargerð fyrir tillögunni bendi ég á nauðsyn þess, að treysta sem bezt varnar- girðingunan úr Kollafirði í ísa- fjörð og verja þannig allan vest- urhluta Vestfjarða. í öðru lagi að girða Reykhólasveitina af. Bænd- ur á Reykjanesi hafa sett fram þá skoðun, að ekki sé heppilegt að girða aðeins sjálft Reykjanes- ið af, því þá missi þeir af nauð- synlegum beitilöndum. 1 þriðja lagi kemur svo til greina að efla varnargirðingu úr Berufirði í Steingrímsfjörð. Vel má vera að fleiri ráðstafanir komi til greina, sagði þingmaðurinn. Það er kunnugt, að sauðfjár- sjúkdómanefnd er nú þegar að undirbúa ráðstafanir, sem að gagni megi koma. Enda þótt lok- ið sé afgreiðslu fjárlaga vona ég að ríkisstjórn og sauðfjár- sjúkdómanefnd sjái sér fært að gera víðtækari ráðstafanir en þær, sem takmarkast af því litla fé, sem í þessu skyni er veitt á fjárlögum. Má minna á það, að Vestfirðirnir hafa á undanförn- um árum bjargað sauðfjárstofni íslendinga og er >ess því að vænta, að einskis verði látið ó- freistað til að stemma stigu fyrir útbreiðslu veikinnar þar nú. Að lokum lagði Sigurður Bjarnason til, að tillögunni yrði vísað til fjárveitinganefndar. Sigurvin Einarsson, þm. Barð- strendinga, kvaddi sér hljóðs. Kvaðst hann vonast til að tillag- an yrði samþykkt, en sér sýndist eitt aðalatriðið í þessu máli, að ekki yrði skorin við nögl fjár- veiting til að gera nýjar varnar- línur og væri ekki úr vegi í því sambandi, að gera nýtt hólf vest- an þess, sem veikin væri nú komin upp í. Kvaðst hann að lokum leggjast eindregið með því, að tillagan yrði samþykkt. Atkvæðagreiðslu um tillöguna var frestað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.