Morgunblaðið - 10.05.1959, Page 6

Morgunblaðið - 10.05.1959, Page 6
MORGUNBLAÐ1Ð Sunnurtagur 10. maí 1959 f á u m o r ð u m a g t Talað við Þórarin á Melnum, sem hefur flotið gegnum þykkt og þunnt ÞÓRARINN á Melnum varð ní- ræður á föstudag. Hann er elzti verkamaðurinn á Eyrinni, en ekki sá lakasti. — Ég hafði mikinn áhuga á því að hitta Þórarin að máli sem snöggvast í tilefni af þessu merkisafmæli hans, þvl ég hafði heyrt af honum margar skemmtilegar sögur, enda er mað- urinn skyggn, draumspakur og forvitri. Hann er auk þess ber- serkur til vinnu og með afbrigð- um frár á fæti, enda kom það sér vel í gamla daga, þegar hann elti okkur strákana upp og niður Hofsvallagötu. Ég sagði við Þórarin strax og við hittumst: — Mér er sagt þú fljótir. Hann svaraði: — Já, eins og kefli. — Hefurðu sannprofað það. — Já, ég er nú hræddur um það. Þegar ég var á kútter Clar- inu, datt ég útbyrðis í Látraröst og flaut á sjónum upp undir klukkutíma, meðan þeir voru að venda skipinu og ná mér. Ég held nú það. — Varstu ekki syndur, spurði ég. — Nei, en ég flaut samt. Svo náðu þeir mér loksins með krók- stjaka. Þá var ég kominn með hálfgert óráð, hélt það væri kom- inn hákarl í fæturna á mér og sleit af mér hattinn til að hafa betra svigrúm, þegar ég kæmi of- an í kvikindið, og braust um á hæl og hnakka. Svo var ég inn- byrtur og hér stend ég. — Hefurðu reynt það síðar, hvort þú fljótir? — Já, já, og það er alveg það sama. Einu sinni vorum við að skipa upp fiski á bryggjuna hjá Geir gamla Zoega. Þá féll ég líka fyrir borð og flaut á eftir bátnum án þess félagar mínir vissu af. En ég held þeir hafi verið dálítið kenndir. Geir gamli stóð á bryggj unni og kallaði til þeirra: — Sjáið þið ekki manninn sem hefur dott ið og flýtur á eftir ykkur? Þá litu þeir við og björguðu mér upp í bátinn. Þá vorum við komnir rétt upp að bryggjunni. — Og þú flýtur enn? — Já, ég flýt enn og ég hef flotið gegnum þykkt og þunnt. Aldrei komið sjór niður í mig. Maður flýtur, get ég sagt þér, ef trúin er nógu sterk. Maður flýtur með guðs hjálp. Ég er nú svona gamaldags. Ég hafði ekki talað lengi við Þórarin, þegar ég fann, að þetta var rétt hjá honum. Hann er dá- lítið gamaldags. Hann er einþykk • ur og ómannblendinn, en þegar hann er byrjaður að rabba i góð- um hóp, er hann bæði skemmti- legur og ræðinn. Hann hefur reynt margt. Hann svalt í æsku, hann hrökklaðist frá foreldrum sínum 8 ára gamall og hraktist um sveitina. 'Síðan var hann seldur til Reykjavíkur bókstaf- lega talað. Það er ekki laust við, að hann sé gamaldags í fleira skilningi en einum. Hann hefur meira að segja rotað sel eins og Sæmundur fróði. — Hafði kölski tekið sér bólfestu í honum, spurði ég. Hann svaraði brosandi: — Það veit ég ekki, ég var ekki að hugsa um, hver væri í honum. Ég var að hugsa um, hvort það væri hægt að éta hann. Við höfð- um ekki séð matarbita dögum saman og við átum hann, get ég sagt þér. Þegar ég hafði drepið hann, hljóp ég heim rennvotur og þá munaði litlu, að ég væri bar- inn. En þegar ég hafði stunið upp fréttunum, gleymdist hýðingin, því ég hafði unnið stórsigur á hungrinu: Við höfðum að éta í hálfan mánuð. Það rekur alltaf eitthvað á fjörur þeirra, sem hafa sterka trú. Það er alveg áreiðan- legt. — Ferðu oft í kirkju? — Ég fór altaf áður fyrr með- an ekkert útvarp var en nú sit ég við útvarpið, hlusta á messuna og tek vel eftir öllu, sem fram fer. Það er einn kostur við að geta setið heima hjá sér og hlustað á messu. Veiztu hver hann er? — Nei, það veit ég ekki. — Þá þarf maður ekki að skipta um föt. Ég kann illa við mig í sparifötunum. Ég vil helzt vera 1 gallanum. Þá tek ég ekki eins vei eftir iðjuleysinu, þegar ég sit inni í stofu. — Ég get ímyndað mér að þú kunnir bezt við þig niðri á Eyri. — Já, þar kann ég vel við mig. Ég kunni líka vel við mig hjá kindunum mínum áður fyrr, með- an ég var og hét. Nú á ég aðeins þrjár kindur uppi í Sélási. — Hefur ekki margt skemmti- legt komið fyrir á Eyrinni? — Skemmtilegt? Ójú. Ekki fyr- ir ýkjalöngu áttum við fjórir karlar að binda á bíl, sem fara skyldi til Keflavíkur: — Hvern andskotann eruð þið að gera, sagði ég við þá, eruð þið að binda á bíl, sem er á hvolfi? — Þú lýg- ur því, sögðu þeir hann er ekki á hvolfi. Svo fer bíllinn á stað suðureftir, en tuttugu mínút- um síðar er hringt á kranabíl: Vörubílnum hafði hvolft á leið- inni(!) Karlarnir urðu reiðir við mig, því þeir héldu ég væri að gera grín að þeim, en bílstjórinn hélt víst að ég væri göldróttur og var ekkert um mig gefið á eftir. — Hvað hefurðu verið lengi á Eyrinni? — Frá því ég var í Bakkakoti á Seltjarnarnesi. Þar bjuggum við hjónin fyrst. — Hvað er langt síðan? — Það eru nokkur ár. Ætli þau séu ekki orðin sextíu, kannski fleiri. Þá gekk ég alltaf fram á Seltjarnarnes og hér inn í Reykja vík til vinnu og kom aldrei of seint. Það þætti erfitt núna, en þá var að duga eða drepast, ekkert einasta handtak á þeim árum frá septemberbyrjun og fram á vor. — Hvað var þá borðað í Bakka- koti? — Nóg af kartöflum og soðn- ingu. — Soðningu? — Já, kinnar og gellur og ýmis- legt tros. Ég hef alla mína ævi borðað mest af kartöflum og soðningu og ég get ekki betur séð en það hafi farið vel í maga. Stundum líka dálítið af kjöti, er: ekki mikið. — Vilhjálmur S. Vilnjálmsson hefur skráð ævisögu þína. — Já, hann er ágætiskarl. En hann sagði ég væri Bjartur í Sum arhúsum Reykjavíkur. — Líkaði þér það ekki vel? — Nei. — Nú? Hvers vegna ekki? — Vegna þess ég er Þórarinn á Melnum. — Ég sé af ævisögunni, að þú hefur verið alinn upp í dæma fárri fátækt. — Já, það máttu bóka Foreldr- ar mínir sögðu við mig, þegar ég var barn, að það væri nóg að haía bara guð á vörunum. Ekki þótti manni það góð latína, þegar ekkert var í maganum nema vind ur og kveinstafir og sulturinn svo óskaplegur, að mann langaði mest til að grenja frá morgni til kvölds. En þetta virtist duga og ég hef séð það síðar, ekki einu sinni heldur í hvert skipti, sem á hefur þurft að halda að sterk trú getur unnið bug á öllum erf- iðleikum. Og hún er líka góð í magann. Sn heyrðu, hefurðu gert þér grein fyrir því, hvað ég er orðinn gamall? — Nei, ætli það. — Það var merkilegt með hann Sigurfara. Ég var að vinna niðri á Bakka á sunnudaginn var. Þá sá ég hann og sagði við karlana: — Á þessu skipi var ég einu sinni. Þeir sögðu það gæti ekki verið. Þá fann ég skipstjórann og segi við hann: — Hvernig fer þetta skip í sjó? — Agætlega, svarar hann. — E;' þetta ekki gamalt skip, spyr ég. — Jú, svarar hann. — Var það á Seltjarnarnesi, spyr ég. — Já, svarar hann og bætir við: — Þetta er happaskip. Ég þekkti það aftur eftir öll þessi ár. Ég hafði verið á því tvær vertíðir, þegar ég bjó í Bakkakoti. Það var eftir að ég fór frá Guðmundi í Nesi. Þegar ég var á Sigurfara fyrir 70 árum, fékk ég lungnabólgu. Þá lét skipstjórinn, Einar Einarsson, sigla með mig í land og upp á spítala. Guðmundur Björnsson læknir kom niður í skip og spurði: — Hvar er þessi sjúklingur, segir hann. — Hann er þarna í kojunni. — Nú, eru engir til að hjálpa honum fram úr kojunni, spyr hann. Þá settu þeir mig í körfuna og fluttu upp á Landa- kot. Skipstjórinn fór í land með mér og spyr áður en hann kveður hvenær hann megi vitja mín aftur: — Komdu eftir sex daga, segi ég. Svo ber ekkert til tíðinda, þar til skipið kemur inn aftur eftir nákvæmlega sex daga. Þá hafði sjórinn tekið Einar skip- stjóra í millitíðinni, en ég fór um borð, eins og ákveðið hafði veiið. Það veit enginn hver annan gref- ur. Menn ættu ætíð að hafa það hugfast. Þórarinn á Melnum: Elztur á Eyrinnl. — Þú minntist á félaga þína áð- an og sagðir að þeir hefðu verió kenndir. — Ha?, já, já. Það voru margir kenndir á þeim árum. Og þeir voru ekki að líta við, þó maður dytti fyrir borð. — Hefur þú orðið kenndur, Þór- arinn? — Nei, ég hef aldrei orðið kenndur. Mér þykir samt gott að smakka það. En tóbak hef ég ekki brúkað á minni ævi. — Aldrei? — Ja, það er nú kannski ekki alveg rétt. — Ég get sagt þér söguna af því, góði minn, ef þú vilt. Ég hef einu sinni bragðað tóbak. Þá var ég þriggja ára. Sið- an hef ég látið það vera. Og þið hefðuð líka látið það vera, ef þið hefðuð fengið aðra eins hýðingu og ég fékk þá. Hún er svo fðst í huga mínum, að ég gleymi henni aldrei — nei, get ekki gleymt henni. Ungviðið hefði gott af að heyra þetta. Ég tók tóbakspung- inn frá móður minni, — já, hún tók í nefið, kerlingin, gamla öld- in sko. Ég tók tóbakspunginn frá móður minni og fór með hann út í gluggatótt. Þar fann hún mig, tók mig og setti á kné sér og hélt mér þar meðan hún tók í nefið. Þá hélt ég, að ég væri alveg sloppinn. En því var ekki að heilsa. Hún fletti tpp um sig og tók einisópinn, sem hún bar allt- af undir svuntunni og náði frá maga og upp undir höku. Síðan leysti hún niður um mig og flengdi mig, þangað til broddarn- ir stóðu fastir í rasskinninni. Hún Framh. á bls 16. skrifar úr dagEego lífinu , Ekkert griðland MÝSLA litla, vinkona Velvak- anda, lenti í miklum hætt- um dag einn í síðustu viku, er hún að vanda var í könnunar- ferð um höfuðborgina Hún valdi indælan góðviðris- dag, því í þetta sinn ætlaði hún að skoða eitt af þessum nýju hverfum í útjaðri bæjarins og ef ekki er þurrt um, getur vegfar- andi af hennar stærð beinlínis þurft að synda eftir endilangri götunni í kolmórauðu feni á þeim slóðum. Litla músin skauzt inn í stræt- isvagn á torginu og kom sér fyrir úti í horni. Farþegarnir héngu í loftslánni, hver aftur af öðrum, og þaðan sem mýsla lá, litu þeir út eins og tígulmyndaðir drumb- ar, efsta hornið á tíglinum mynd- að af hærri öxlinni og mjóa horn- ið að neðan af fótunum. Hún skauzt út úr strætisvagnin- um, eftir langa ökuferð og lagði af stað meðfram húsveggjunum. Sólin skein í heiði og lífið var indælt. Allt í einu fékk hún því- líka vatnsdembu á kollinn að hún saup hveljur. Hún deplaði aug- unum í sólskinið og leit upp. Hátt uppi yfir henni hékk kona út urn gluggann í furðulegum stelling- um. Skyldi þetta vera ein af fim- leikakonunum úr kabarettinum hans Carlsens minkabana að æfa sig? hugsaði músin. En svo kom hún auga á skaptpottinn í hend- inni á henni og þá skildi hún, að þarna var bara komin ein af þe.sj- um hreinlegu húsmæðrum, sem ekki hika við að leggja líf og limi í hættu til að fjarlægja hvert korn af gluggunum hjá sér og afla sér með því mikils orðstírs meðal nágrannakvennanna. Litla músin vildi endilega kynn ast nánar þessari lipru húsfreyju. Allar dyr stóðu upp á gátt, svo ekki virtist mikill vandi að kom- ast inn í íbúðina til hennar. Rétt á undan mýslu þrömmuðu karl- mannaskór nr. 44. Þegar inn var komið, tóku þessir stóru skór að æða fram og aftur um gólfið, og brátt heyrðist þrumurödd: „Hver fjárinn er orðinn af öllum stólun- um á heimilinu. Verður maður að lesa blaðið standandi?11 Nú komu slitnir háhælaðir skór og leggir í verkamannabuxum á vettvang. “Allir stólarnir eru úti, og þú tekur ekki svo mikið sem upp dagblað fyrr en þú ert búinn að berja þá — og gólfteppin líka“. „Nú það er einn af þessum dög- um“, svaraði karlmannsröddin og stundi þungt. Hún rejmdi ekki einu sinni að malda í móinn. Ferðalag út í úthverfin 0O þá dundu hætturnar fyrst fyrir alvöru yfir litla músar- krílið. Hún skauzt undir legu- bekkinn, sem í flestum húsum er svona sæmilega öruggur staður, en áður en hún vissi af var búið hún stóð berskjölduð. Þá flúði hún inn í skáp, en fyrr en varði var skápurinn orðinn freyðandi í sápulöðri og gólfskrúbbur farinn að hamast þar fram og aftur. Það munaði minstu að þarna endaði músin líf sitt, kramin upp við vegg. Ekkert er hún jafn hrædd við og konur með skrúbb í hönd- um. Þær geta átt það til að hætta við að stökkva upp á stól og ráð- ast í þess stað gegn gestum. Mýsla var þó svo heppin í þetta sinn að sú sem um skrúbbinn hélt, vissi ekki af henni og því heppnaðist henni að bjarga sér yfir í opna skúffu, og koma sér þar fyrir innan í mjúkri angórapeysu. Vissi hún ekki fyrri til en peysubunk- inn hófst á loft og næst þegar hún þorði að gægjast út um erm- ina, var hún komin út á svalir, þar sem gnæfðu himinháir staflar af fatnaði innan um aðskiljanleg húsgögn og uppi yfir bíöktu gaml ir ballkjólar og veiðigallinn af húsbóndanum. Mýsla litla forðaði sér sem fæt- ur toguðu. Á flóttanum heyrði hún þung jöfn högg og í hvert sinn fylltust vitin á henni af ryki. Þar stóð húsbóndinn og barði tepp in. Það var ekki undarlegt þó hann styndi við, þegar hann komst að því að það var „einn af þessum dögum“ á heimilinu. Bá átti sér líklega ekki stórt griðland úr því lítil mús, sem ekki fer þó meira fyrir en þetta, gat hvergi fundið rólega smugu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.