Morgunblaðið - 10.05.1959, Page 8

Morgunblaðið - 10.05.1959, Page 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunmidagur 10. maí 1939 Kirkjuvígsla í Borgarnesi Á UPPSTIGNINGARDAG var hin glæsilega kirkja í Borgarnesi vígð, eins og frá var skýrt í blaðinu á miðvikudag. Biskup Islands, herra Ásmundur Guðmundsson, vígði kirkjuna. Forseti íslands og frú hans svo og margir prestar voru viðstaddir vígsluna, þar á meðal prófastur Mýraprófastdæmis, séra Bergur Björnsson í Stafholti. Haildór H. Jónsson arkitekt, teiknaði kirkjuna. Vígsluathöfnin Vígsluabhöfnin hófst klukk-an tvö og stóð um það bil tvær stund- | ir. Var athöfnin öll mjög hátíð-1 leg og kirkjan fullskipuð. Sóknai'presturinn, séra Leó Júlí Usson prédikaði, en þeir séra Bergur Björnsson prófastur í Staf holti, séra Einar Guðnason í Reyk íholti, séra Björn Magnússon, séra Þorsteinn L. Jónss., sr. Óskar Finn bogason, séra Sigurjón Guðjóns- son prófastur í Saurbæ, séra Jón Guðjónsson, Akranesi og séra Magnús Guðmunlsson í Ólafsvík, aðstoðuðu við vígsluna. Kirkjukór Borgarness söng undir stjórn Stefaníu Þorbjarnar- dóttur. Kirkjusmíðin Að vígsluathöfninni loikinni tók Arinbjörn Magnússon sóknarnefnd armaður til máls og gerði m. a. grein fyrir gjöfum, sem borizt ihöfðu til kirkjubyggingarinnar. Sagði Arinbjörn að fyrsta gjöf in, sem kirkjunni barzt hefði ver- ið frá Thor heitnum Jensen og konu hans, sem um all-langt skeið bjuggu í Borgarnesi. , Þá sagði sóknarnefndí.rmaður- inn að Þorbergur Þorbergsson, veikamaður og Halldór Hallgríms son klæðskerameistari í Borgar- nesi hefði látið sér mjög annt um kirkjubyggingamálið og lagt bygg ingamálinu mjög mikið lið. Mangir aðrir hafa gefið góðar gjafir til kirkjunnar og bygging- arsjóðs. — Að lokum færði Arinbjöm Hall dóri H. Jónssýni arkitekt, alúðar þakkir fyrir frábært verk hans við kirkjuteikninguna og alla aðra aðstoð, sem hann hafði í té látið. Ræða formanns byggingar- nefndar Þá tók til máls Halldór Sigurðs son sparisjóðsstjóri í Bo. garnesi. Er hann formaður byggingar- nefndar kirkjunnar. Sagði hann meðal annars: „Kvöld eitt seint í maí, eða nán ar tiltekið þi'iðjudagskvöldið 26. maí, árið 1953, safnaðist all- margt fólk saman á hæðina vestan Skallagrímsdals í Borgarnesi, óbyggða og hrjóstruga hæð, sem r c 1 m Halldór Sigurðsson formaður byggingarnefndar valin hafði verið til þess að byggja á kirkju. Sóknarprestur- inn flutti ávarp. kirkjukórinn söng, prófasturinn flutti bæn, stakk svo eina skóflustungu og lýsti yfir, að kirkjubygging væri hafin í Borgarnesi. , í dag, h. u. b. 6 árum síðar erurn við aftur stödd á þessum sama stað, — ekki undir berum himni eins og þá, heldur innan veggja glæsilegrar kirkju, er bisk up landsins hefur vígt í dag. Milli þessara tveggja maí-daga er sex ára byggingarsaga. Þá sögu er ekki þörf að rekja til hlítar. En aðalatriðum verða hér nokkur ! skil gerð. Hvenær fyrst er rætt um kirkju byggingu í Borgarnesi veit sjálf- sagt enginn. En á árunum 1920 til 1930, er starfandi hér Fram- farafélag Borgarness. Á fundum þess er mál þetta rætt oftar en Þessi mynd eraf bakhliðinni af hinum nýja hökli Borgarnes- kirkju. Er hann teiknaður og saumaður af frú Sigrúnu Jóns- dóttur kennara. Hökullinn er gerður úr handofnu ull og silki- efni. Útsaumurinn er saumaður úr sama þræði. — Þegar hreyting var gerð á Bessastaðakirkju fyrir nokkrum árum var frú Sigrúnu falið að sjá um teikningar og viðbót á altaris- kiæði og dúk fyrir kirkjuna. — í Borgarneskirkju saumaði og teiknaði frá Sigrún einnig altarisklæði, altarisbrún og dúk á altarið. — einu sinni, og 4 fundi í félaginu hinn 10. marz 1927, er Kirkju- byggingarsjóður Borgarness stofn aður mxð 22 króna framlagi fjögurra manna: Ingólfs Gíslason ar læknis, Magnúsar Jónssonar gjaldkera. Gottskálks Björnssinar, trésmiðs og Magnúsar Þorbjarnar sonar söðlasmiðs. í árslok sama ár er sjóðurinn orðinn 296 krónur og í árslok 1930 eru þessar fyrstu 22 krónur orðnar 3.850,00. ,Vöxtur sjóðsins var ekki með neinum ævintýrablæ fyrstu árin, og raunar aldrei, en margir viku honum þá þegar upphæðum, sem þótt lágar finnist á nútíma mæli- kvarða, voru ekki minna en hálf og heil daglaun verkamanna. Annan mann verður og að nefna, er mjög kom við þessa sögu nokkru eftir að Þorbergur féll frá, en það er Halldór Hallgríms- son klæðskerameistari. Bæði var það, að hann gekk ötullega fram í að safna fé til byggingarinnar og svo hitt, að hann gaf til kirkj- unnar ýmsa gripi, sem áður hef- ur verið skýrt frá. Má segja, að hann hafi komið af stað mikilli hreyfingu í kirkjubyggingarmál- inu, þótt ekki entist honum aldur til að koma því í höfn. Hann var fyrsti formaður kirkjubyggingar- nefndar, er sett var á laggirnar 1942, og gegndi því starfi þar til hann lézt í árslok 1946. Á 1. fundi nefndarinrar, hinn 1. febr. 1942 eru lagðar fram myndir af kirkjulíkönum, er Hall- dór H. Jónsson, arkitekt, hafði gert. Á 4. fundi nefndarinnar 10. júní sama ár, er arkitektinn beð- inn að gera uppdrætti eftir ákveðnu líkani. Og á 5. fundi, sem ekki er haldinn fyrr en 7. ág. ári' síðar, var tillöguteikning Halllórs samþykkt og honum falið að full- gera hana. Byggingarnefnd var þá skipuð þessum mönnum: Hall- dóri Hallgrímssyni, sem var form., Jóni Björnssyni frá Bæ, Magnúsi Jónssyni, Gottskálk Björnssyni, Guðjóni Bachmann, Gísla Magnús syni og Þorkeli Teitssyni. — Auk þess starfaði sóknarpresturinn sr. Björn Magnússon á Borg, alltaf með nefndinni. Var hann mikill áhugamaður um bygginguna og mun hafa átt frumkvæðið að myndun Borgarnesssóknar úr Börg arsókn, nokkrum árum áður. Fyrsta sumarið er grunnur kirkjunnar steyptur og forkirkj- an. Annað árið er hún gerð fok- held. Þriðja árið er turnspíran reist, en lítið annað aðhafst vegna f járskorts. Fjórða og fimmta árið, 1956 og 1957 er einangrun lokið, raflögn og málningu að mestu leyti. Á síðastliðnu ári eru smíðað ir bekkir og frá áramótum 1958— ’59 hefur svo verið lokið því er eftir var. , Bæði áður en bygging hófst og meðan hún stóð yfir, bárust kirkj unni ýmsar góðar gjafir, munir og peningar. Formaður sóknar- nefndar hefur skýrt frá munum þeim er gefnir hafa verið, en‘ hér verður skýrt frá öðrum gjöfum, mjög takmarkað þó. Séð inn kirkjuna. Biskup fslands fyrir altari Ber fyrst að nefna þau mörgu gjafadagsverk er unnin voru að- allega á fyrsta og öðru ári bygg- ingarinnar, af fjölda manns, börn um, unglingum, konum og körlum. Þar að auki hafa ótal margir gef- ið smærri og stærri upphæðir, sumt minningargjafir, sumt áhait ig sumt venjulegar gjafir, allt frá fáeinum krónum til margra þús- unda króna. Hæstu upphæðina krónur 15 þús. gáfu þau hjónin Margrét og Thor Jensen, Re.ykjavík, fyrir 20 árum og skal henni varið til orgel kaupa. Nokkrum árum síðar gáfu þau enn 10 þúsund kr. til kirkj- unnar. Daníel Eyjólfsson í Borgar nesi hefur gefið 10 þúsund kr. til kirkjunnar til minningar um látna eiginkonu sína, frú Þóru Jónsdóttur. Skal fénu varið til kaupa á altaristöflu. Hjónin Sig- ríður Þorvaldsdóttir og Þórður Jónsson hafa gefið 10 þúsund kr. til minningar um látna ástvini þeirra. Jón Guðmundsson gaf 10 þúsund krónur á sextugsafmæli sínu og hafði áður gefið mörg dagsverk. Frú Guðrún Jónsdótt- ir rithöf. gaf 8 þús. krónur til minningar um föður sinn Jón Helgason úrsmið, og frú Júlíana Sigurðai'dóttir hefur gefið 5 þús- und krónur til minningar um eig- inmann hennar Þorkel Teitsson, símstjóra og son þeirra Jón Teit, Einnig ber þess að geta, að ekkja Jóns Björnssonar frá Bæ og af- komendur þeirra hjóna haf-a gef- ið andvirði eins bekkjar í kirkj- Tvelr kirkjugestir, Magnús Ólafsson og Albert Jónsson. unni til minningar um hann, og hið sama hefur gert Björn G. Björnsson, forstj. til minningar j um föður sinn ' Guðmund Björns- son, sýslumann. | ,Þótt ekki verði tímans vegna tal- j ið lengra, skal hinna minnst með j jafmiklu þakklæti, er voru lægri j að krónutölu, en stundum jafnstór ar samt. Eftir er þó að geta þess t að nokkrar konur í kauptúninu hafa undanfarin 5 ár safnað fé j með bazar. Almennt hafa konur bæjarins tekið öflugan þátt í þess I ari starfsemi og ber að þakka þeim öllum. Fyrir það fé, er þann ig hefur safnast hefur verið unnt að kaupa: dregil á gólf, áklæði ; og svampdýnur á bekki, rafhita- ofna undir bekki og ljósakrónur í kirkju og forkirkju. Þá skal byggingu lýst nokkuð: Teikningar að kirkjunni sjálfri, bekkjum, alt-ari o. þ. h. gerði Halldór H. Jónsson, arkitekt., eins og fyrr hefur verið sagt. Eru teikningar og öll vinna H. H. J. og aðstoð, gjöf hans til kirkjunnar. Yfirsmiður við bygginguna var Sigurður Gíslason, húsasmíða meistari í Borgarnesi. Rafiögn teiknaði frk. Petrína Jakobsson, Reykjavík. Einnig teiknaði hún ljósakrónurnar, sem smíðaðar voru hjá Fog og Mörup í Kaup- , mannahöfn, en lampi í forkirkju er smíðaður hjá Stálhúsgögn í Reykjavík, eftir teikn. Petrínu. Raftækjaverksmiðjan, Hafnar-, smíðaði hitunartæki en Reynir Ásberg rafvjmeistari í Borgarnesi annaðist alla raflögn. Málningu örnuðust Einar Ingimundarson og Arinbjörn Magnússon málara- meistarar Boi'garnesi. Ástráður Proppe húsgagnasmíðameistari, Akranesi, smíðaði bekki, altari og innihurðir, en Ágúst Helgason húsgagnabólstrari, s. st., sá um bólstrun. Útihurð er smíðuð á vinnustofu Hjálmars Þorsteins- sonar í Re/kjavík en Bifi'eiða & trésmiðja Borgarness h.f., smíðaði alla glugga í bygginguna, handrið á svalir o. fl. Nýja blikksmiðjan í Reykjavík annaðist'lagningu eir þaks á turnspíru og aluminium- þaks á kór. Enn vantar nokkuð á, að kirjan sé fullbúin hið innra. Kirkjuklukk u_- vantar og skírnarfont. Enn- fremur prédikunarstól og altaris- töflu, en úr því hefur verið bætt, til bráðabirgða. Þá er ógerður gar.gstígur heim að kirkjunni og lóðin hefur ekki verið skipulögð. ,Að öðru leyti stendur kirkjan hér tilbúin td notkunar og starfi bygg ingarnefndar má því heita lokið. Fyrir hönd nefndarinnar færi ég öllum þakkir, sem hér hafa á ein hvem hátt komið við sögu: Arki- tekt, byggingarmeistara, íagmönn um, verkamönnum og öllu aðstoð- arfólki, unglingum og börnum, — jafnt þeim er byggðu hina ramm efldu steinboga, er bera bygg- ing’una uppi, sem þeim er flfeygðu til steinum í grunninum. Nálega hver íbúi þessa bæjar hefur á einhvern hátt gefið kirkj- unni. Við metumst ekki á um gjaf irnar eða dæmum um stærð þeirra heldur þökkum þær allar jafnt og af heilum huga, og trúun, því, að kirkjan gefi öllum eitthvað í stað inn. Við trúum því, að hinn mikli höfuðsmiður hafi verið í verki með okkur, eða öllu heldur, að við höfum fengið að vera í verki með honum, því að „ef Guð byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til einskis“. „ , Megi svo kii'kjan verða okkur og niðjum okkar til heilla og blessunar". Að vígslu lokinni, bauð sóknar nefndin til 'kaffidrykkju að Hótel Borgarness. Þar flutti séra Björn Magnússon ræðu. Síðar um daginn safnaðist fólk kirkjunnar til þess að skoða hana og umhverfi hennar. Eru Borgnesingar að vonum ánægðir með hina myndarlegu kirkju sina og vænta þess að hún verði grundvöllur að blómlegu kirkjulífi í Borgarnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.