Morgunblaðið - 10.05.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 10.05.1959, Síða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 10. maí 1959 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FORDÆMIN FRÁ ÖÐRUM LÖNDUM i FRAMSÓKNARMENN hafa nú uppi mikinn og öflug- an áróður í kjördæma- málinu víðs vegar um land. Þeir hafa legið á því laginu að hóa þar saman ýmsum fundum, sem flestir munu þó vera mjög mann- fáir og láta þá fundi síðan sam- þykkja „ályktanir“ á móti kjör- dæmamálinu, en þessar „álykt- anir“ eru svo aftur birtar í Tím- anum. Þetta er aðeins einn lið- urinn í áróðrinum. Annar þátturinn af mörgum er svo sá, að segja beinlínis ósatt til um staðreyndir í sambandi við málið á margan hátt. Eitt af því sem ósatt er sagt til um, í Framsóknaráróðrinum úti á landi, er það, hvernig kjördæma- skipun og kosningafyrirkomulag sé í nágrannalöndum okkar og ýmsum öðrum fjarlægari lönd- um. í því sambandi hafa Fram- sóknarmenn eða áróðursmenn þeirra ekki hikað við að fara gersamlega rangt með stað- reyndir og er áróður þeirra að því leyti ekki ósvipaður þeim áróðri, sem Bretar hafa nú í frammi á hendur okkur í sam- bandi við tiltekna atburði, sem gerzt hafa út af landhelgisgæzlu íslendinga, þar sem Bretar gera hvítt að svörtu og svart að hvítu. í þessu sambandi er sér- stök ástæða til þess að benda á þá ræðu, sem Gunnar Thorodd- sen borgarstjóri hélt á Alþingi í sambandi við kjördæmamálið, en útdráttur úr henni birtist hér í blaðinu í gær. 1 áðurnefndri ræðu rekur Gunnar Thoroddsen kosninga- fyrirkomulagið, eins og það er í ýmsum löndum og verður niður- staðan sú, að mest ber þar á hlutfallskosningum. Norður- landaþjóðirnar allar byggja kosn ingakerfi sitt á hlutfallskosning- um. Norðmenn lögleiddu þær fyrir tæpum 30 árum og eru 150 þingmenn kosnir til stórþingsins, í 29 kjördæmum, eða 8 í hverju. Það er sérstök ástæða til að benda á þetta, vegna þess að vitað er, að Framsóknarmenn hafa einmitt reynt að skrökva til í áróðri sínum um kosninga- fyrirkomulagið í Noregi. í Sví- þjóð voru hlutfallskosningar lög- leiddar fyrir 40 árum til neðri deildar þingsins og er landinu skipt í 28 kjördæmi, sem eru í höfuðdráttum eins og lénin, sem síðan aftur svara til amtanna í Danmörku, fylkjanna í Noregi og fjórðunganna hér. í Svíþjóð er svo reiknað út á 4 ára fresti, hvað hvert lén á rétt á mörgum þingmönnum miðað við íbúatölu. I Danmörku voru hlutfallskosn- inngar lögleiddar árið 1915 og var þá horfið frá einmennings- kjördæmum þar í landi, í þeirri mynd, sem þau voru ,en landinu skipt í þrjú stór kjörsvæði en smærri kjördæmi innan hvers kjörsvæðis. í stjórnarskrá Dana eru svo ákvæði, sem tryggja jafnan rétt kjósanda og fer end- urskoðun á því máli fram á 10 ára fresti. í Finnlandi voru hlut- fallskosningar lögleiddar ÍSOS, og var landinu skipt í 14 stór kjördæmi og eru 8—32 þingmenn kosnir í hverju kjördæmi. Þing- mannatalan í hverju kjördæmi er ákveðin fyrir hverjar kosningar. Þannig er þetta þá á Norður- löndum. Norðurlöndin fjögur hafa öll haft hlutfallskosningar um mjög langt skeið og tekur G. Th. fram í ræðu sinni, að hann hafi ekki heyrt að þar séu uppi neinar raddir um að breyta kosningafyrirkomulaginu frá því sem er. Á þessar þjóðir er oft bent sem fyrirmynd meðal lýð- ræiðsþjóða og veldur kosninga- fyrirkomulagið þar vafalaust miklu. Ef leitað er til annarra landa, svo sem Hollands, Belgíu og Sviss, má benda á að þar eru hlutfallskosningar ,og ef vikið er til Frakklands, þá voru eftir styrjöldina árið 1946 teknar upp hlutfallskosningar þar í landi. Síðan var því breytt 1951 og höfuðreglan hefur eftir það verið einmenningskjördæmi og meiri- hlutakosningar á langflestum stöðum, þangað til de Gaulle breytti því fyrirkomulagi nú fyr- ir skömmu. Framsóknarmenn hafa haldið því mjög fram, að hlutfallskosn- ingar hafi orðið til þess að steypa lýðræðinu af stóli í Frakklandi, en slíkt er gersamlega rang- færsla á staðreyndum. Eins og G. Th. benti á í ræðu sinni, eru 50 ár síðan hlutfalls- kosningar voru teknar upp í bæj- arstjórnarkosningum hér á landi og það er ekki vitað að það fyr- irkomulag hafi nokkurs staðar orðið til þess að skapa upplausn. Benda má í því sambandi á dæmi Reykjavíkur, þar sem sami flokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn í full 30 ár. 1 síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum skapaðist einnig hreinn meirihluti í ýmsum bæjum á landinu, þó hlutfallskosningar væru viðhafðar. í lok ræðu sinnar vék G. Th. að því, að allir þegnar ættu að vera jafnir fyrir lögunum og væri slíkt höfuðregla í hverju lýðræð- isríki. Kosningaréttur væri nú orðinn almennur, en hann væri hins vegar ekki eins jafn eins og hann ætti að vera, en megin sjón- armiðið hlyti að vera það, að fólk hefði jafnan kosningarétt án tillits til þess hvar það sé búsett á landinu. Framsóknarmenn hafa mjög haldið því uppi, að það sé einasta ráðið, að hnekkja hlut Reykvíkinga þannig að gera kosn ingarétt þeirra sem minnstan í hlutfalli við aðra landsmenn en sá óréítur, sem Reykvíkingum er þannig gerður sé aftur dreifbýl- inu að gagni. En óréttur getur aldrei orðið nokkrum að gagni og sízt til lengdar en svo er einnig hér. Það sem tilvera sveitanna byggist á er ekki óréttur í kjör- dæmaskipuninni, heidur það, að sem bezt skilyrði til búskapar skapist í hinum dreifðu byggðum iandsins. Viðhald byggðarinnar getur aldrei orðið grundvallað með órétti í kc ningafyrirkomu- laginu, þannig að þegnamir séu ójafnir fyrir þeim lögum. Sjálf- stæðismenn vilja varðveita byggð landsins með skynsamlegum ráð- stöfunum í atvinnumálum og fjár málum og á ýmsum sviðum ný- sköpunar og nýmæla í atvinnu- háttum landsmanna, vegna þess að þeir telja að slíkt sé hið eina ráð sem dugi. UTAN UR HEIMI Tilvonandi konungur Spánar hylltur — með samþykki Francos Talið, að samkomulag hafi náðst um valdatöku hans — „ jbegar timi er til kominn" FRANCO einvaldsherra stóð á ræðupallinum. Flokkur flugliðsforingjaefna þramm- aði fram hjá í langri röð, og í fylkingarbrjósti fór ungur, hávaxinn maður, Juan Carlos prins. Þetta var einn þáttur- inn í hátíðahöldum þeim, sem fram fóru, til að minnast þess, að 20 ár voru liðin frá því að borgarastyrjöldinni á Spáni lauk. Og það merkileg- asta við þennan þátt hátíða- haldanna var það, hve inni- lega hinn ungi prins var hylltur af mannfjöldanum. — Konungssinnar höfðu útdeilt dreifimiðum meðal fólksins, sem viðstatt var hersýning- una, þar sem skorað var á það að sýna hug sinn til konungs- ættarinnar með því að hylla Juan Carlos — og hvatning- unni var hlýtt. Og í þeirri hrifningaröldu, sem þannig var vakin, veittu fáir athygli dreifimiðum þeim, sem fal- angistar höfðu útbýtt, þar sem skorað var á fólkið að „sýna andstöðu sína við fyr- irætlanir konungssinna um nýja borgarastyrjöld“. ★ Þessir atburðir voru raunar fyrirsjáanlegir. Sú staðreynd, að Franco leyfði prinsinum samt sem áður að verða miðdepill há- tíðahaldanna (en í einræðisríki eins og Spáni gerist ekkert án þess að einvaldinn hafi gefið sam þykki sitt), hlýtur að Vera vitni þess, að Franco hafi viljað láta hylla prinsinn — og e.t.v. gefur það einnig vísbendingu um það, að konungdæmi verði endur- endurreist á Spáni fyrr en marga grunar. Konungssinnar klofnir Það hefir lengi verið grunnt á því góða milli Francos og þess manns, sem gerir tilkall til ríkis- erfða á Spáni, greifans af Barce- lona, hins 45 ára gamla Juans Carlos, en hann býr í „útlegð“ í Portúgal. Franco hefir fyrir löngu lýst því yfir, að er hann dragi sig i hlé, eða falli frá, skuli Spánn verða konungdæmi — „en halda skuli því ríkisformi, sem komið hafi verið á undir forystu falang- ista“. — Hann hefir jafnframt lengi haft augastað á hinum unga prinsi, Juan Carlos ,sem kon- ungsefni og hefir á undanförnum árum séð um, að hann hlyti við- eigandi menntun. Þannig hefir prinsinn t.d. stundað nám við alla þrjá háskóla spánska hersins — og hefir nú lokið prófi frá þeim öllum. Hinn rétti ríkisarfi, greifinn af Barcelona, hefir þó til þessa hald ið fast fram rétti sínum til krún- unnar — og sonur hans, hinn ungi Juan Carlos, hefir látið þau orð falla, að hann vilji ekkert gera gegn vilja föður síns. Spænsku konungssinnarnir, sem í seinni tíð hafa harðnað í and- stöðu sinni við einveldið og feng ið æ meiri pólitísk áhrif, hafa verið klofnir í þessu máli. Hinir eldri og fastheldnari hafa fylgt greifanum af Barcelona og vilja setja hann í hásætið, en yngri mennirnir hafa fylgt sér um son hans. í marzmánuði s.l. gerðist nokk uð athyglisvert, enda þótt það virtist þýðingarlítið á yfirborð- inu. Það var boðið til tedrykkju í „Giralda", húsi ríkisarfans í Estroil í Portúgal. Greifinn bauð konu Francos, Carmen Franco, að drekka með sér te síðdegis einn fagran dag. Samkomulag bak við tjöldin? Það fór ekki hjá því, að þetta vekti allmikla athygli, og varð mönnum hugsað til þess í því sam bandi, að greifinn hafði á stríðs- árunum lýst stuðningi sínum við bandamenn — í von um að hljóta stuðning þeirra til þess að setjast í hásæti á Spáni — og síðan hafði hann iðulega látið að því liggja, að hann mundi aldrei ganga til til neins samkomulags við Franco. — Þessi tedrykkja var talin merki þess, að á bak við tjöldin hefði náðst samkomulag og einnig með konungsættinni og Franco — og satt að segja bendir margt til, að svo sé í raun og veru. Ef málum er þannig varið, liggur næst að ætla, að sá, er sezt í hásæti Spánar, þegar Franco telur slíkt timabært, verði hinn 45 ára gamli ríkisarfi af Barcelona — en að líkindum að- eins til þess að eftirláta krún- una innan skamms syni sínum, eða þegar hann nær 25 ára aldri. — Sagt er og, að ríkisarfinn hafi látið af kröfu sinni um, að kon- ungdæmið verði endurreist í sínu gamla formi. Hann kvað nú hafa gengizt inn á, að einungis smávægilegar breytingar verði gerðar á því skipulagi, sem kom- ið hefir verið á undir stjóm Francos. Síðasti konungur Spánar Alfons konungur XIII var síð- asti liður konungsættar Búrbóna sem ríkti á Spáni. Stjórn hans á landinu var að nokkru þingbund- in og að nokkru einveldi á árun- um 1902 til 1931. Kosningarnar á því ári gáfu ótvírætt til kynna, að þjóðin vildi koma á fót lýð- veldi. Og konungurinn fór land- flótta, án þess þó að segja form- lega af sér. Hann átti sex börn, þar af fjóra syni. Tveir þeir elztu misstu réttinn til krúnunnar við það að kvænast „niður fyrir sig“, og sá yngsti lézt eftir bifreiða- slys, sem hann lenti í, þegar hann var staddur í Sviss. — Þá var aðeins eftir næstyngsti af kon- ungssonunum, Juan Carlos. Og þegar Alfons fyrrverandi kon- ungur lá á banabeði í Róm 1941, útnefndi hann þennan son sinn til ríkiserfða á Spáni. En á þessu tímabili höfðu mikl- ir atburðir gerzt á Spáni. Eftir nokkur órróleg ár varð fullkom- in upplausn í hinu unga lýðveldi — og að lokinni blóðugri borgara- styrjöld stóð Franco hershöfð- ingi með pálmann í höndunum, studdur af hinni fasisku falang- istahreyfingu sinni. Uppeldi konungsefnisins Hinn ungi prins,Juan Carlos, sem nú stendur á tvítugu, fædd- ist í Rómaborg 5. janúar 1938. Frá föður sínum, sem dvalizt hefir langdvölum í Englandi og er mikill aðdáandi alls, sem i enskt er, hefir hann erft áhuga sinn á hvers kyns íþróttum. Hann er mikill hestamaður, góð skytta - Framh. á bls. 23. Ríkisarfinn, greifinn af Barcelona, og sonur hans, hinn ungi prins, Juan Carlos, sem Franco vill setja í hásæti Spánar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.