Morgunblaðið - 10.05.1959, Qupperneq 15
Sunnudagur 10. máí 1959
MORGUNBLAÐIÐ
15
Van Cliburn, píanóleikarinn
ungi, sem vann það afrek að fá
Tjaikovskiverðlaunin í Moskvu í
fyrra og einnig að koma Mikoyan
til að tárfella í Ameríkuferðinni
fyrir skömmu, getur nú aðeins
leikið með níu fingrum. Hann
fékk fyrir skömmu slæma ígerð
í löngutöng á hægri hendi. Fimm !
sérfræðingar unnu í hálftíma við
að ná fyrir meinsemdina, en ár-
angurinn varð ekki meiri en svo,
að hann verður nú að hvíla sig
í þrjá mánuði í hlýju loftslagi,
eftir að hann er laus af sjúkra-
húsinu. Öllum hljómleikum hans
hefur verið aflýst. Síðasta verk-
ið, sem hann lé'k opinberlega var
„Nocturne fyrir vinstri hendina“
eftir Schriabine. Þar sem Van
Cliburn er frægur piltur, vilja
allir hafa hann, og honum hefur
verið boðið að koma til Sikil-
eyjar, Spánar, Portugal og Ari-
zona, meðan hann er óvinnufær.
Frú Chrií&hill var óheppin á
afmælisdaginn sinn, þegar hún
varð 74 ára, fyrir skömmu. Nótt-
ina áður komst innbrostþjófur
inn í hús þeirra hjóna við Hyde
Park Gate nr. 28 með því að reisa
stiga upp að svölunum. Enginn
var heima og þjófurinn hafði á
brott með sér einn minkapels,
herðaslá úr hreysikattarskinni,
skartgripi (að verðmæti 24 millj.
punda) og þrjá kassa af sérstakri
tegund af Havanavindlum (yfir
30 sm á lengd). Þegar Churchill
var sagt frá þessu í síma, svaraði
hann: „Það gerir ekkert til með
vindlana". En starfsmenn Scot-
land Yard voru alveg yfir sig
hneykslaðir: „Þessi innbrostþjóf-
ur er sýnilega enginn heiðurs-
maður. Hingað til hafa það verið
óskráð lög í þeirra hópi, að koma
ekki nálægt húsi Churchill-hjón-
anna“, sögðu þeir.
Ramon Novarro, kvikmynda-
leikarinn frægi úr þöglu kvik-
myndunum, leikur nú aftur í
kvikmyndinni með Sophiu Lor-
en. Margir munu enn minnast
hans í hetjuhlutverkinu í Ben
Hur. Þegar talmyndirnar komu á
markaðinn, hélt hann út á búgarð
sinn í Kaliforníu, en hefur tvisv-
ar sinnum komið aftur til Holly-
wood síðan, til að afla fjár, þegar
illa hefur gengið þar. í þetta sinn
fékk hann lítið hlutverk. „Það
skiptir ekki máli“, segir hann.
„Nú er ég enn einu sinni byrj-
andi, þó ég sé orðinn sextugur.
í fréttunum
Hún er ekki sérlega prinsessu-
leg, þessi unga stúlka með hvítu
svuntuna, en hún er samt elzta
dóttir greifans af París, og beinn
afkomandi Lúðvíkanna í Frakk-
landi. Þetta er ísabella Frakk-
landsprinsessa, sem í 6 mánuði
hefur gætt barna á barnaheimili
einu í Vínarborg. Hún fer á fæt-
ur kl. 6 á morgnana, gætir barna
til hádegis, og heimsækir geð-
veikrahæli og fjölskyldur, sem
veitir henni rétt til að vinna að
þurfa hjálpar með, síðdegis. í
júnímánuði tekur hún próf, sem
mannúðarmálum, á barnaheim-
ilum eða hvers konar hælum.
%
LESBÓK BARNANNA
Njúlshrenna og hefnd Kára
51. — Fer hann nú, þar til
er hann kemur til fimmtar-
dómsins. Þar mætti hann
Grími hinum rauða, frænda
Flosa, og jafnskjótt sem þeir
fundust, lagöi Þórhallur til
hans spjótinu, og kom í
skjöldinn, og klofnaði hann
í sundur, en spjótið hljóp í
gegn um hann, svo að oddur-
inn kom út á milli herðanna.
Þórhallur kastaöi honum
dauðum af spjótinu.
52. — Kári Sölmundarson
gat séð þetta og mælti við
Ásgrím: „Hér er kominn
Þórhallur, sonur þinn, og
hefir þegar vegið víg, og er
þetta skömm mikil, ef hann
einn skal hug til hafa að
hefna brennunnar,\
„Það skai og eigi vera**,
segir Ásgrímur, „og snúum
vér nú að þeim“.
Var þá kall mikið um allan
herinn, og síðan var æpt
heróp.
Þeir Flosi snerust þá við,
og eggjuðust nú fast hvorir
tveggja.
53. — Kári Sölmundarson
sneri nú þar að, er fyrir var
Árni Kolsson og Hallbjörn
»hinn sþtrki. Og þegar er
Hallbjörn sá Kára, hjó hann
til hans, og stcfndi á fótinn,
en Kári hljóp í loft upp, og
missti Hallbjörn hans. Kári
sneri að Árna Kolssyni og
hjó til hans, og kom á öxlina
og tók í sundur axlarbeinið
og viðbeinið og hljóp allt of-
an í brjóstið. Féll Árni þegar
dauður til jarðar.
54. — Þorgeir Skorrageir
kom þar að, er fyrir var
Hallbjörn hinn sterki. Þor-
geir lagði til hans svo fast
með annarri hendi, að Hall-
björn féll fyrir og komst
nauðulega á fætur og sneri
þegar undan.
Þá mætti Þorgeir Þorvaldi
Þrumketilssyni og hjó þegar
til hans með öxinni Rimmu-
gýgí, er átt hafði Skarphéð-
inn. Þórv&ldur kom fyrir sig
skildinum.
Þorgeir hjó í skjöldinn og
klauf allan, en hyrnan sú
hin fremri rann í brjóstið
og gekk á hol, og féll Þor-
valdur þegar og var dauður.
Frœkinn flugmaðu r
„Allt,“ svaraði ókunni
maðurinn, „og þess vegna
langar mig til að semja
við þig. Hvað segir þú um
að láta flugvélinni hlekkj
ast á? Engan mundi
gruna neitt, því þessi
gamli sápukassi getur
hvort sem er alltaf dottið
í sundur. Þú getur auð-
veldlega stokkið út í fall-
hlíi.“
„Hvers vegna ætti eg
að láta flugvélina steyp-
ast niður, ef eg má
spyrja?“ sagði Jón.
„Þig gæti til dæmis
langað að vinna þér inn
dálitla peningaupphæð“,
sagði maðurinn. „Þú færð
1000 dollara strax og 3000
í viðbót, þegar við höfum
náð gullinu úr vélinni.
Þú þarft ekki að eiga
neitt á hættu, því----
Lengra komst náunginn
ekki, því í sömu svipan
skall krepptur hnefi Jóns
á hökunni á honum svo að
hann datt endilangur á
götuna.
í því heyrðist skothvell
ur úr húsasundi og Jón
fann til sviða í hand-
leggnum. Tveir menn
hlupu fram og stefndu til
hans.
Jón sá strax, að við of-
urefli var að etja. Hann
tók sprettinn niður eftir
götunni, árásarmennirnir
eltu. En hann var snarari
í snúningum en þeir, og
þegar hann kom á lög-
reglustöðina voru þeir
fyrir löngu hættir eftir-
förinni og búnir að forða
sér. Jón skýrði lögreglu-
stjóranum frá því, sem
gerzt hafði. Hann hlust-
aði með athygli og sagði
síðan: Þetta er áreiðan-
lega ræningjaflokkurinn,
sem Rauði-Bill er foringi
fyrir. Það þýðir ekki að
reyna að elta þá í kvöld,
þeir eru á góðum hestum
og sloppnir til fjalla. Nú
skulum við gera að sári
þinu og síðan læt eg lög-
regluþjón fylgja þér
heim.
Sem betur fór var sárið
lítið meira en skinn-
spretta og olli Jóni ekki
miklum óþægindum. Um
leið og hann fór heim,
kom hann við á flugvell-
inum og lét setja vopnaða
verði til að gæta flugvél-