Morgunblaðið - 10.05.1959, Page 23

Morgunblaðið - 10.05.1959, Page 23
Sunnudagur lO. 'ittáí 1959 MÖRGUNBLAÐIÖ 23 Glœsileg íþróttamiðsföð hjá Val á Hiíðarenda Efnt til happdrœttis til að hraða fram- kvœmdum í DAG eru liðin 20 ár síðan knatt- spyrnufélagið Valur eignaðist jörð þá við Öskjuhlíð þar sem félagsheimili og vellir félagsins standa. Jarðakaupin voru á sín- um tíma eitt mesta mál er félagið hefur ráðist í og ullu tímamótum í allri starfsemi þess. Minnast Valsmenn í dag tveggja afmæla — 20 ára afmælis Hlíðarenda í þeirra eigu og 48 ára afmælis félagsins sem er á morgun. El opið hús í félagsheimili Vals í dag milli kl. 3 og 5. Mikið fyrirtæki Sveinn Zoega núverandi form. Vals skýrði Mbl. svo frá í gær að það hafi kostað mikil átök innan Vals þegar gera átti út um lóða- kaupin. Nauðsynlegt var fyrir félagið á þeim tíma að tryggja sér samastað því félagið hafi misst hvern völlinn af öðrum er það hafði haslað sér. Hlíðarenda- jörðin var þá föl af dánarbúi Guðjóns Guðlaugssonar alþm. frá Ljúfustöðum. Var kaupverðið 30 þús. krónur og skyldu 5 þús. kr. greiðast út. Samkvæmt þeirra tíma verð- gildi var þetta mikil upphæð fyr- ir févana félag og risu miklar deilur um kaupin. Töldu sumir þau glapræði. En þáverandi stjórn Vals undir forystu Ólafs Sigurðs- sonar fór með sigur af hólmi og vegna trúar fjölmargra manna á framtíð félagsins og síðar vegna breyttra og bættra aðstöðu íþrótta félaga á öllum sviðum m. a. vegna styrkja frá ríki og bæ, fór svo að Hlíðarendakaupin reyndust Val eitthvert happadrýgsta fyrir- tæki sem félagið hefur lagt í. Framkvæmdir En fátæktin var svo mikil að leigja varð jörðina út fyrstu 5 árin sem félagið átti hana. En 1944 hófust Valsmenn handa um að breyta hlöðu jarðarinn ar í félagsheimiii og var því lokið 1948. Sama ár var byrjað á malárvallargerð og hann vígður í sept. 1949. I*á hófst undirbúningur grasvallargerð- ar og var hann tilbúinn 1954. Hefur Valsmönnum reynzt grasvöllurinn sérlega vei og gerð hans að öllu leyti tekizt mjög vel. Síðar var byrjað á byggingu íþróttahúss. I»að hef- ur nú verið tekið í notkun en smíði ekki að fullu lokið utan salarins sjálfs sem er sá stærsti í Reykjavík af íþrótta- sölum. Happdrætti Þannig er að rísa glæsileg íþróttamiðstöð að Hlíðarenda. Hefur draumur brautryðjend- anna fyrir 20 árum fagurlega rætzt. Enn er þó margt ógert og til að hraða fullkomnu íþróttahúsi og til að ljúka fleiri framkvæmdum að Hlíð- arenda, efna Valsmenu nú til happdrættis. Er það „Ferða- happdrætti" — vinningar flug- ferðir um allar jarðir, utan- lands sem innan. Verður dreg- ið 29. júni nk. Binda Valsmenn miklar vonir við þetta happ- drætti til stuðnings fram- kvæmdum að Hlíðarenda. Lokað vegna jarðarfarar milli 12 og 4 mánudaginn 11. maí. Bókaverzlun Slgfúsar Eyintsndssonar h.f. » Utan úr heimi Framh. af bls. 12 og mjög fær skíðamaður — vatnaskíði þar ekki undanskilin. Árið 1954 hittust þeir Franco og ríkisarfinn á landareign greif- ans í Ruisenadas. Þar var gert einhvers konar samkomulag um það, að Franco viðurkenndi kon- ungdæmið sem framtíðarstjórn- skipulag Spánar, og að hann, Franco, sæi um, að hinn ungi Juan Carlos fengi „uppeldi" og menntun til þess að gera hann færan um að setjast í hásæti Spánar „þegar tími væri ti kom- inn“. Svo hófst skólaganga prinsins, en á skólaárunum hefir hann eign azt marga vini, enda fær hann orð fyrir að vera góður og skemmtilegur félagi og ánægju- legur og fjörmikill persónuleiki. — Hann hefir lifað mjög reglu- bundnu lífi — og allströngu. Dag urinn byrjar kl. 7:45 með bæna- stund á heimili hans (sem tveir lögregluþj ónar standa vörð um dag og nótt). Síðan má segja, að liver stund dagsins sé fyrirfram skipulögð — og í rúmið skal hann vera kominn kl. 11 að kvöldi. Prinsinn ungi hefir oft barmað sér yfir því að fá aldrei tóm til að fara á dansleik eða í kvik- myndahús eins og annað ungt fólk. En reglur eru reglur — ekki sízt hjá konungsbörnum. Hörmulegur atburður, sem hafði þroskandi áhrif Prinsinn hefir eytt öllum frí- dögum sínum og leyfum hjá for- eldrum sínum í Estroil. Eitt sinn, er hann var staddur þar 1956, varð hann vitni að hörmulegum atburði, sem hafði djúp áhrif á hann. Yngri bróðir hans beið bana af voðaskoti — og lengi á eftir var Juan Carlos ekki mönn- um sinnandi. Sá orðrómur komst jafnvel á kreik — og mun hafa haft við rök að styðjast — aðhann hyggðist ganga í klaustur — en það hefði að sjálfsögðu eyðilagt allar framtíðarfyrirætlanir Fran- cos. Prinsinn náði sér þó um síðir eftir þetta ófall, og svo virðist sem hinn hörmulegi atburður hafi haft þroskandi áhrif á hann, þegar frá leið. Að hinn ungi Juan Carlos var hylltur nú á dögunum, svo sem raun ber vitni, var vegna þess, að Spánverjar fundu til þess í hjörtum sínum, að þar færi fram tíð þjóðarinnar. Afmælisleikur K.H. LISIN 1 DAG í DAG kl. 4 verður afmælisleikur KR á Melavellinum. Báðir aðilar, KR og Akranes, hafa valið liðin og verða þau þannig: AKRANES: Helgi Daníelsson Guðmundur Sigurðsson Helgi Hannesson Sveinn Teitsson Jón Leósson Hafsteinn Elíasson Ríkharður Jónsson Helgi Björgvinsson Ingi Elísson Þórður Þórðarson <a KR: Gunnar Guðmundsson Þórólfur Beck Helgi Jónsson Hörður Felixson Ellert Schram Sveinn Jónsson Bjarni Felixson Hreiðar Ársælsson Heimir Guðjóusson Þórður Jónsson Örn Steinsen Garðar Árnason Fyrir leikinn verður forleikur í og hefst hann kl. 3.30. 4. flokki milli KR og Þróttar Undirbúningur að vígslu Laugardalsvallar ÞESSA dagana er verið að hefja undirbúning vígslumóts Laugar- dalsvallarins, en hann verður vígður með fjölbreyttum íþrótta- sýningum og íþróttakeppnum í sumar. Æfingar skólanemenda fyrir hópsýningar þeirra hefjast í byrjun vikunnar og hefur undir- búningsnefndin beðið blaðið fyr- ir eftirfarandi orðsendingu til þeirra: Þátttakendur í leikfimisýning- um vígsluhátíðarmóts Laugar- dalsvallar mæti til viðtals og fyrstu æfingar sem hér segir: Stúlkur úr barnaskólum mæti í leikfimisölum skóla sinna kh 5 n. k. mánudag 11. mai. Ath.: Stúlkur úr Háagerðis- skóla mæti í Hálogalandi. Stúlkur úr gagnfræðaskólum og öðrum framhaldsskólum mæti í leikfimisölum viðkomandi skóla kl. 8 n. k. mánudag 11. maí. Piltar úr barnaskólum mæti I leikfimisölum skóla sinna kl. 5 n. k. þriðjudag 12. maí. Ath.: Piltar úr Háagerðisskóla mæti í Hálogalandi. Piltar úr gagnfræðaskólum, framhaldsskólum og félögum mæti í einhverjum eftirtalinna sala kl. 8 þriðjudaginn 12. maí: Hálogaland Gagnfræðaskóli Austurbæjar KR-húsið Laugarnesskólinn Miðbæ j arskólinn. Fundur þjálfara félaganna í dag, sunnudag, verður fund- ur með þjálfurum íþróttafélag- anna í íþróttahúsi Háskólans kl. 13.30. Mun Benedikt Jakobsson íþróttakennari kynna þjálfurun- um æfingaskrá hópfimleikasýn- ingar íþróttafélaganna á mótinu. Eru þjálfarar allra greina ein- dregið beðnir að mæta. . Nýkonmir. Kiistján Siggeirsson Laugavegi 13. Reykja*ík. Sími 13879. Faðir okkár, tengdafaðir og afi, SIGFÚS VALDIMARSSON prentari andaðist föstudaginn 8. maí. Börn, tengdabörn og barnabörn Faðir okkar JÖN JÓNSSON verður jarðsunginn mánudaginn 11. maí frá Fríkirkj- unni. Athöfnin hefst kl. 3. Blóm og kransar afbeðnir, þeim, sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Árni Jónsson, Guðmundur Jónsson, Ellert Árnason. Systir mín SIGRÍÐUR ÁGÚSTA MAGNÚSDÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. maí kl. 1,30 e.h. Kristín Thorberg Útför móður okkar ÞURÍÐAR GUÐNADÓTTUR ' Þórisstöðum, fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ þriðjudag 12. þ.m. og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu kl. 12,30. Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hennar er bent á sjúkrahús Akraness eða krabbameinsfélagið. Minningarsjöld sjúkrahússins fást í bókaverzlun Andrés- ar Níelssonar, Akranesi. Börnin Útför KRISTJÁNS Ö. KRISTJÁNSSON AR fyrrv. skipstjóra og fornbóksala, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 12. maí kl. 2. Þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsamlega beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Sigurlaug Traustadóttir, Rakel Kristjánsdóttir. Móðir okkar ELlSABET BENEDIKTSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. þ.m. kl. 1,30. Sigurður Ölafsson, Jón Ólafsson. Öllum þeim sem sýnt hafa vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar KRISTJÁNS ÞÖRÐARSONAR stöðvarstjóra, Ólafsvík, flytjum við alúðar þakkir. Ágústa I. Sigurðardóttir og börn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför BORGHILDAR MAGNÚSDÖTTUR frá Arabæ Magnús Jónsson, Magnea S. Magnúsdóttir, Unnur Haraldsdóttir, Haraldur Magnússon, Ásthildur Magnúsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og aðstoð við andlát og jarðarför SVEINBJARNAR SVEINSSONAR frá Giljahlíð. Aðstandendur Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð hjálpsemi og vinarhug í veikindum við andlát og jarðarför kon- unnar minnar og móður okkar ÖNNU M. OLGEIRSDÓTTUR Við biðjum að blessun guðs og verncThvíli yfir ykkur. Karvel Ögmundsson og börn. ■SMal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.