Morgunblaðið - 10.05.1959, Page 24
VEÐRIÐ
Hægviðri — léttskýjað
með köflum
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13.
103. tbl. — Sunnudagur 10. maí 1959
Ólafur
Pétur
Kjartan
' jf
Sigurður
Eldhúsdagsumrœður á
Alþingi mánudags- og
þriðjudagskvöld
ANNAÐ kvöld og á þriðjudags-
kvöldið fara fram útvarpsumræð-
Ur frá Alþingi. Eru það almenn-
ar stjórnmálaumræður, eldlhús-
dagsumræður. Hefjast unræðurn-
ar kl. 20,10 þæði kvöldin og lýkur
um miðnætti.
Af hálfu Sjálfstæðisflokksins
taka þátt í umræðunum ann-að
kvöld, formaður flokksins, Ólafur
Thors, þm. Gullbringu- og Kjósar
sýslu Pétur Ottesen, þm. Borgfirð
inga, Kjartan J. Jóhannsson, þm.
Isfirðinga og Sigurður Ágústsson,
þm. Snæfellinga.
Síðara kvöldið t-ala af hálfu
Sj álfstæðisfiokksins, Bj arni B ene-
diktsson, 1. þm. Reykvíkinga, Sig-
urður Óli Ólafsson, 2. þm. Árnes-
inga, Friðjón Þórðarson, 11. land-
kjörirm þingmaður og Sigurður
Bjarnason, þm. Norður-lsfirðinga.
Hver þingflokkur hefur til um-
ráða 55 mínúiur hvort kvöldið. —
1390 leikíiúsgestir
í Þjóðleikhúsinu
á eimim degi
SL. fimmtudag var barnaleikrit-
ið „Undraglerin" sýnt í 20. sinn
og var það næst síðasta sýning á
leikritinu. Uppselt var á þá sýn-
ingu. Um kvöldið var sýndur
gamanleikurinn „Tengdasonur
óskast“ og seldust allir miðar á
þá sýningu á mjög skömmum
tíma. Um 1300 leikhúsgestir voru
því í Þjóðleikhúsinu á einum og
sama degi, og má það kadast góð
leikhúsaðsókn í bæ, sem er ekki
stærri en Reykjavík er.
Hvítasunnuferð
Heimdallar
svo sem áður hefur verið aug-
lýst efnir Ferðadeild Heimdallar
til ferðar vestur á Snæfellsnes
um Hvítasunnuna og verður geng
ið á Snæfellsjökul-ef veður leyfir.
Þeir sem ætla sér að taka þátt í
ferðinni eru vinsamlega beðnir
að láta skrifstofu Heimdallar vita
hið fyrsta og sækja farseðla eigi
síðar en nk. fimmtudag. Skrifstof
an er í Valhöll við Suðurgötu,
sími 17102. Verð farmiða er kr.
300,00.
10 ára afmæli
„lofthrúarinnar64
V-BERLÍN, 9. maí. — V-Berlín-
arbúar minnast þess með hátíða-
höldum um helgina, að 10 ár eru
liðin frá því að Vesturveldin
brutu á bak aftur með „loft-
brúnni“ svonefndu 9 mánaða sam
göngubannið við Berlín 1948—
1949. Aðalhátíðahöldin verða á
mánudaginn, sama 9hg og utan-
rikisráðherrar austurs og vest-
urs koma saman í Genf til þess
að ræða Berlínarmálið og önn-
ur ágreiningsmál austurs og vest-
urs.
Fyrra kvöldið verða tvær u.mferð
ir, 30 og 25 mín. Röð flokkanna
verður þá þessi: Framsóknarflokk
ur, Alþýðubandalag, Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðuflokkur.
Síðara kvöldið verða þrjár um-
ferðir, tvisvar sinnum 20 mín. og
15 mín. Röð flokkanna verður þá:
Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis-
flokkur, Alþýðuflokkur og Al-
þýðubandalag. ,
f ráði að kaupa
tvo stóra togara
til Akraness
AKRANESI, 9. maí — f ráði er,
að Sildar. og fiskimjölsverk-
smiðjan hér á Akranesi kaupi tvo
nýja togara á næstunni, og munu
þeir verða smíðaðir í Þýzkalandi.
— Mun ríkisábyrgð þegar vera
fengin fyrir skipunum, en tog-
arar þessir munu eiga að verða
þriðjungi stærri en togarar bæj-
arútgerðarinnar.
Stjórnarmenn Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunnar, þeir Stur-
laugur Böðvarsson, Jón Árna-
son og Guðmundur Sveinbjörns-
son, eru nú á förum utan til
undirbúnings og samningavið-
ræðna í sambandi við hin vænt-
anlegu togarakaup. Fóru þeir
þremenningarnir suður til
Reykjavíkur með vélbátnum Ver
snemma í morgun og ætluðu að
leggja af stað frá Reykjavík kl.
11 árd. með LoftleiðaflugvéL
Minningarsjóður stofn-
aður um Hauk Snorrason
NOKKRIR VINIR og vandamenn Hauks Snorrasonar ritstjóra, sem
lézt þennan dag fyrir ári síðan, hafa ákveðið að stofna sjóð, er beri
nafn hans. Verði honum varið til styrktar ísl. blaðamönnum og í
nánum tengslum við Blaðamannafélag íslands.
Framlag í sjóðinn mun jafnan ur talið stofnfé hans. Eftir þann
þakksamlega þegið, en það fé sem dag verður gengið frá stofnun
safnast fram til 1. júlí n.k. verð- sjóðsins og honum settar reglur
og stjórn.
Þeim, sem vilja heiðra minn-
ingu Hauks Snorrasonar með því
að leggja skerf til þessarar sjóð-
stofnunar, skal bent á, að fram
til 15. júlí n.k. veita framlögum
viðtöku í Reykjavík, ritstjórarn-
ir Sigurður Bjarnason, Morgun-
blaðinu og Þórarinn Þórarinsson,
Tímanum. En á Akureyri, Erling-
ur Davíðsson ritstjóri og Júlíus
Jónsson bankastjóri.
Sílcl til Akraness
AKRANE.SI, 9. maí: — Rúmar
400 tunnur af síld bárust hing-að
til Akraness í dag. — Herpinóta-
báturinn Bjarni Jóhannesson land-
aði hér í dag 143 tunnum síldar,
og reknetjabátarnir báðir fengu
síld í nótt, Svanur 200 tunnur og
Sveinn Guðmundsson 75 tunnur.
, — Oddur.
Horfur á að vertíðin
verði með fádœmum
í Ólatsvík
ÓLAFSVÍK, 9. maí — Hér hafa
verið gífurlegar annir undanfar-
ið, því bátarnir hafa dag hvern
komið með 12—25 tonn af einnar
náttar netafiski. Þó unnið hafi
verið nótt með degi, hefur ekki
tekist að hafa undan og sem
dæmi má nefna að í dag hófst
vinna hér kl. 7,20, en þá hafði
verkafólkið unnið sleitulaust til
kl. 5.
Þetta er að verða skínandi ver-
tíð hér í Ólafsvík og hér eru nú
komin á land á áttunda þúsund
tonn af fiski, miðað við óslægðan
fisk. Um síðustu mánaðamót var
heildaraflinn 6400 tonn, en síð-
an hefur sem fyrr greinir verið
mjög góður afli alla daga, en bát-
arnir eru 14, sem héðan róa.
Um síðustu mánaðamót voru
hæstu bátarnir, Jökull með 713
tonn í 76 róðrum og Bjarni Ólafs-
son með 707 tonn í 77 róðrum.
Mjög erfitt er að koma fisk-
inum undan vegna mikils skorts
á vinnuafli og þá bætir það ekki
úr skák að 40—50 Færeyingar,
sem hér hafa verið á vertíð, eru
nú á förum héðan.
Undanfarna vikur hafa verka-
menn sem við fiskframleiðsluna
starfa haft 2500—3000 kr. á viku,
en þeir hafa líka lagt hart að
sér við vinnu. f dag er allt fullt
af fiski í fiskmóttökusölum frysti
húsanna og um þessa helgi verð-
ur unnið eins lengi og fólkið sem
í fiskinum starfar vill og getur.
Myndin er af klukkunni, sem Johan Faye hefir gefið Skál-
holts kirkju.
Skálholtsdómkirkju berst
gjöf frá Noregi
BISKUPINN yfir íslandi, herra
Ásmundur Guðmundsson, hefur
veitt viðtöku fornri kirkju-
klukku sem Norðmaður að nafni
Johan Faye hefur gefið til Skál-
holtsdómkirkju. Á stríðsárunum
fann Johan Faye þessa klukku
hjá manni, sem hafði hana til
sölu og kvað hana komna frá ís-
landi. Faye keypti klukkuna og
fór síðan að leita fyrir sér um
virðulegan stað fyrir þennan
forna helgigrip._ Eftir að hafa
rætt málið við Árna G. Eylands,
sem dvelst í Noregi um þessar
mundir, komst Faye að þeirri nið
urstöðu, að bezt færi á að klukk-
an yrði í framtíðinni í því landi,
þar sem hún hefur lengst verið,
og tók síðan þá ákvörðun að
gefa hana Skálholtsdómkirkju.
Klukka þessi er fremur lítil,
38 cm á hæð og 29 cm víð, með
fallega lagaðri krónu á kollin-
um. Á henni eru engar áletranir
en til skrauts er einfalt tíglanet
greypt í bolinn og ér þetta fá-
gætt einkenni. Klukkan hefur
fagran og einkennilegan hljóm.
Af allri gerð klukkunnar verður
ráðið, að hún sé frá síðari hluta
12. aldar, en svo gamlar kirkju-
klukkur eru fágætar á Norður-
löndum og þykja gersemar. Er
það mikið vinarbragð og göfug-
mennska af hálfu Johans Faye
að géfa íslandi þennan fornhelga
grip.
SIGLFIRÐINGAR hér í Reykja-
vík og þeir, sem nú eru búsettir
hér á Suðurlandi, ætla að efna til
mikils Siglfirðingamóts 20. þ.m.
og verður það haldið í Sjálfstæð-
ishúsinu.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstœðisflokksins
í Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti 6 II. hæð, er opin alla
virka daga frá kl. 10—6 e .h.
Sjálfstæðisfólk, hafið samband við skrifstofuna og gefið
henni upplýsingar um fólk, sem verður fjarverandi á kjör-
dag innanlands og utan.
Símar skrifstofunnar eru 12 7 5 7 og 13 5 6 0.
Listkynning Mbl.
Kristinn Jóhannsson
LISTKYNNING Mbl. hóf um
þessa helgi sýningu á málverk-
um eftir Kristin Jóhannsson list-
málara. Hann er Eyfirðingur að
ætt lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri ár-
ið 1956, en hefur síðan stundað
myndlistarnám. Var hann um
skeið í Handíða- og myndlistar-
skólanum í Reykjavík en síðan í
College of Art í Edinborg.
Kristinn hefur haldið 3 sjálf-
stæðar sýningar á Aknireyri og
hafa verk hans vakið þar athygh.
Myndirnar, sem hann sýnir nú
á vegum listkynningar Mbl. eru
allar málaðar tvo sl. vetur í
Edinborg. Eru það allt vatnslita-
myndir. Tvær þeirra eru til sölu
hjá afgreiðslu blaðsins, en hinar
eru í einkaeign.