Morgunblaðið - 13.05.1959, Side 1

Morgunblaðið - 13.05.1959, Side 1
24 siður Sjálfstœöisflokkurinn markar raunhœfa viðreisnar- og uppbyggingarstefnu V-stjórnin óvirti Alþingi verkalýðssamtökin Fra eldhúsdagsumrœðunum í gœrkvöldi ELDHÚSDAGSUMRÆÐUNUM á Alþingi lauk í gærkvöldi. Hélð'l ræðumenn Sjálfstæðisflokksins þar áfram þeirri sókn, er fulltrúar flokksins hófu strax í upphafi umræðnanna. Deildu þeir í senn á V-stjórnina og gerðu grein fyrir stefnu flokksins og afstöðu í þeim málum, sem varða þjóðina mestu. Framsóknarmenn vildu helzt ekki um annað tala en kjördæmamálið og héldu þar fram hinum mestu firrum, eins og t. d. þeirri, að hlutfallskosningar mundu leggja sveitirnar í eyði! Allir flokkar V-stjórnarinnar héldu einnig áfram að rífast um það, hver þeirra hefði svikið mest meðan þeir sátu saman í stjórn. Bjarni Benediktsson, 1. þm. Reykvíkinga, talaði fyrstur af hálfu Sjálfstæðismanna. Ræddi hann m. a. þá óvirðingu, sem Hermann Jónasson hefði sýnt Alþingi með því að draga úr höndum þess það vald, sem því samkvæmt stjórnskipunarlögum er einu ætlað. Hann kvað kjördæmamálinu hafa verið tryggður framgangur og vilji þjóðarinnar í málinu væri ótvíræður. Hún vildi koma á réttlátari kjördæmaskipun. Sigurðwr ÓIi Ólafsson, 2. þm. Árnesinga var annar ræðumaður Sjálfstæðisflokksins. Minntist hann m.a. á margskonar tjón, sem V-stjórnln hefði bakað bændum landsins. Ennfremur sýndi hann fram á það með skýrum dæmum, hvernig hin nýja kjördæma- skipun mundi verða til liagsbóta fyrir strjálbýlið. Friðjón Þórðarson, 11. landkjörinn þ.m., var þriðji ræðumaður Sjálfstæðisflokksins í umræðunum. Ræddi hann fyrst og fremst um raforkumálin og forustu Sjálfstæðisflokksins um tíu ára raf- væðingaráætlunina. Kvað hann V-stjórnina hafa dregið mjög úr hraða framkvæmdanna og valdið strjálbýlinu með því miklu tjóni. Sigurður Bjarnason, þm. N-ísfirðinga talaði síðastur af Sjálf- stæðismönnum. Svaraði hann ýmsum staðhæfingum Framsóknar- manna og kommúnista. Hann kvað þjóðina fyrst og fremst draga þá ályktun af ferli og falli fyrrverandi ríkisstjómar, að vinstri flokkarnir hefðu fengið sitt tækifæri, en fallið á prófinu. Nú yrði að fá nýjtum mönnum forustuna og freista nýrra úrræða til að kom- ast út úr verðbólguöngþveitinu og marka raunhæfa viðreisnar- og uppbyggingarstefnu. og lítilsvirti Bjarni Benediktsson kvað það hafa verið ætlun Hermanns Jón- assonar við stjórnarmyndunina 1956 að draga valdið úr höndum lögmætra aðila. Þeir hefðu sagzt ætla að hafa samráð við fulltrúa verkalýðsins, en það hefðu þeir heldur ekki gert, hvorki við af- greiðslu „Bjargráðanna", né við ASÍ-þing í nóv. 1958. Hermann hefði ekki lagt tillögur sínar fyr- ir það þing heldur aðeins beðið það um frest. Alþingi hafi þann- ig verið óvirt og þeim aðilum, sem áttu að koma í þess stað sýnd lítilsvirðing. Lítil valdaklíka hafi viljað hafa öll völd í sínum hönd- um. Þá ræddi Bjarni Benediktsson um sívaxandi fylgistap Framsókn arflokksins, og hvernig flokkur- inn hefði brugðið á það ráð, að svipta sig fylgi til að geta vélað út völd á Alþingi. í stað stjórn- málabaráttu hefði flokkurinn tek ið upp valdabrask, sem hann hefði ætlað að halda uppi í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar. Eftir stofnun „Hræðslubanda- lagsins“ hefðu allir gert sér Ijóst, að kjördæmabreyting var óhjá- kvæmileg. Nú hefði orðið samkomulag um kjördæmabreytingu milli þriggja þingflokka og málinu væri tryggður framgangur. Her- mann Jónasson hefði játað það í þessum umræðum, að Framsókn- arflokkurinn gæti ekki fengið meirihluta til að varna framgangi málsins. Vilji þjóðarinnar í kjör- Framlh. á bls. 2. Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, á í dag 65 ára afmæli. Deilt og þjarkað — allt í óvissu: Upphaf Cenfarfundarins lofar engu góðu Bjarni Benediktsson talaði af hálfu Sjálfstæðisflokksins í fyrstu umferð. Kvað hann stjórnmála- vandræði síðustu ára eiga rætur sínar að rekja til þess, að horfið hefði verið frá undirstöðum þeirra stjórnarhátta, sem lengi hefðu vel gefizt með þjóðinni. Rakti ræðumaður í glöggu og ít- arlegu máli óhappaferil V-stjórn- arinnar. Lýsti hann því, er Her- mann Jónasson baðst lausnar fyr- ir stjórn sína, tilkynnti að engin samstaða væri innan stjórnarinn- ar um lausn efnahagsvandamál- anna og ný verðbólgualda væri skollin yfir. Vegna ósamkomulags og úr- ræðaleysis hefði stjórn Hermanns flúið af hólmi án þess að leggja nokkrar tillögur fyrir Alþingi. Hér hefði verið um að ræða brot á þingræðislegri skyldu, því hin rétta þingræðislega meðferð væri RÚSSNESKIR herflokkar eru nú komnir til Tíbets og hafa lagzt á sveif með herj- um kínverskra kommúnista um að brjóta andspyrnu Tíbet búa gegn yfirráðum Kínverja á bak aftur. Þessar fregnir sú, að forsætisráðherra legði til- lögur sínar fyrir Alþingi svo því gæfist kostur á að segja álit sitt á þeim. Þetta hefði Hermann Jón- asson líka gert árið 1938 og tekið því, er Haraldur Guðmundsson sagði sig úr stjórninni af þeím sökum. Hið sama hefði ó'.afur Thors gert er ósamkomulag hefði orðið innan stjórnar hans. 1946. Sú spurning hlyti þvi að vakna, hvers vegna Hermann hafi ekki lagt tillögur sínar fyrir þingið. Hann hafi sjálfur svarað því á flokksþingi Framsóknarmanna í marz, og sagt að það hefði verið brot á stjórnarsáttmálanum. Ef það væri rétt hjá Hermanni, væri þar um þau eindæmi að ræða að hann hefði skuldbundið sig til að setja aðra aðila hærra en Alþingi. Hefði hann með því framið full- komið glapræði og alvarlegt em- bættisbrot. eru hafðar eftir áreiðanlegum indverskum heimildum. Fregnir hafa borizt af rúss- neskum herflokki í Gyantse- héraði í Suður-Tíbet. Mun þar um að ræða 250 rússneska her- menn, sem fyrst fréttist af á þessum slóðum hinn 22. apríl. Þá eru að berast fregnir nm rúss- neska hermenn á fleiri stöðum í Tíbet. Skömmu áður en Rússarnir Genf, 12. maí. FYRSTI umræðufundur utan ríkisráðherra fjórveldanna var í dag — og honum lauk án þess að samkomulag næð- ist um umræðuefnið. — Gro- myko, utanríkisráðlierra Ráð- stjórnarinnar, har í upphafi fram kröfu um að utanríkis- ráðherrar Póllands og Tékkó- komu til Gyantse-héraðsins ger- eyddu Khamba-menn stórum j herflokki Kínverja í fjallsgili skammt frá smábænum Gopshe. Khamba-menn króuðu Kínverj- ana af í gilinu, lokuðu öllum undankomuleiðum. Mikill ótti grcip Kínverjana, er þeir sáu, að þeir höfðu gengið í gildru. — Gengu Khamba-menn hart fram og felldu hvern einasta Kín- verja, flesta með sveðjum sínum, segir hinn indverski heimildar- maður, sem nýkominn er frá Tíbet. slóvakíu fengju að taka þátt í fundinum sem fullgildir að- ilar. ★ Hafði Gromyko rætt málið við franska utanríkisráðherrann, Maurville, áður en fundur hófst Skutu utanríkisráðherrar Vestur- veldanna þá á fundi og sam- þykktu, að fulltrúar Tékka og Pólverja gætu fengið aðgang að fundinum þegar rædd yrðu mál, sem kæmu þessum tveimur ríkj- um beint við. Kröfðust Vesturveldin þess þá, að utanríkisráðherra Italíu fengi að sitja fundinn á sömu forsend- um. Auk þess töldu Vesturveld- in, að fulltrúi Norðmanna og annarra þeirra nágrannaríkja Þýzkalands, sem hefðu orðið að þola ok nazista ú styrjaldarár- unum, ættu að fá aðgang að fundinum — einnig á sömu for- sendum, ef gæta ætti „stjórn- málalegs réttlætis", eins og Gro- myko hafði orðað það í kröfum sínum um aðild Póllands og Tékkóslóvakíu. ★ TASS-fréttastofan sendi frá sér ræðu Gromykos nokkrum mínút- um eftir að hinum hálfrar ann- arrar stundar fundi lauk — án samkomulags. Taldi Gromyko, að útkljá bæri þetta mál áður en önnur málefni yrðu tekin til um- ræðu. Það væri skilyrðislaus krafa, að þessi tvö ríki, sem orð- ið hefðu fyrst fyrir barðinu á Hitler, fengju að ræða um Þýzka landsmálið og Berlínardeiluna á sama hátt og stórveldin. Sagði Gromyko jafnframt, að hann væri ekkert hissa á því þó fleiri ríki hefðu áhuga á aðild að fundinum, en þessi tvö ættu þó mestan rétt, óskoraðan rétt ★ Herter, utanríkisráðherra Bandaríkj anna, tók til máls næst- ur á eftir Gromyko. Kvaðst hann Framh. á bls. 23. ★---------------------------★ Miðvikudagur 13. maí. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Byrjað verði að steypa þjóðvegi 1960. — 6: Engin málamiðlun í landhelgis- deilunni. — 8: Grafið og plægt (Á.G.E.). — 10: Spánska borgarstyrjöldin (Sfð- ari grein). — 12: Forystugreinin: Tími uppgjört- ins er kominn. Aftaka án dóms (Utan úr heimi). — 13: Kjördæmabreytingin er réttar- bót (Ræða Péturs Ottesen á Al- þingi). — 15: Er Ægir tók fyrsta togarann innan 4 mílna. — 17: 148 nýir stýrimenn. — 22: íþróttir. ★---------------------------★ Rússneskir hermenn komnir til Tíbet Kalkútta, 12. maí. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.