Morgunblaðið - 13.05.1959, Síða 3
Miðvik'udagur 13. rriai 1959
UORGV1SBLAÐIÐ
3
Byrjab verbi ab steypa fjöl-
förnustu vegina þegar á
næsta ári
Alþingi samjpykkir þáltill. jbess efnis
Á FUNDI sameinaðs Alþingis
sl. mánudag var tekin til einnar
umræðu svo hljóðandi þáltill.
frá fjárveitinganefnd um að
steypa fjölfarna þjóðvegi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta í samráði við
vegamálastjóra undinbúa fynir
næsta þing framkvæmdaáætlun
um að steypa fjölförnustu þjóð-
vegi á næstu árum. Verði jafn-
framt gerðar tillögur um fjár-
öflun til framkvæmdanna og
stefnt að því, að vegagerð með
þessum hætti geti hafizt á næsta
ári.
Magnús Jónsson hafði fram-
sögu í málinu af hálfu fjárveit-
inganefndar. Skýrði hann svo
frá, að á öndverðu þessu þingi
hefði verið vísað til fjárveitinga
nefndar tveimur tillögum þess
efnis að hafin yrði undirbúning-
ur að vegagerð úr steinsteypu.
Önnur þeirra hefði verið flutt
af þm. Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, Ólafi Thors. Hefði þar ver
ið lagt til, að Alþingi fæli rík-
isstjórninni að láta gera fullnað-v
aráætlun um lagningu stein-
steypts vegar frá Hafnarfirði
yfir Keflavík og Garð til Sand-
gerðis. Hin frá Ingólfi Jónssyni
þess efnis, að Alþingi feli veg-a-
málastjóra að láta fara fram
rannsokn á því hvort fært þyki
að hefja vegagerð úr steinsteypu
með því að fá sement frá Sem-
ents^erksmiðju ríkisins með
niðursettu verði.
Leigubílstjóri sviptur
ökuleyfi sínu ævilangt
HÆSTIRÉTTUR hefur svipt
leigubílstjóra ökuleyfi ævilangt,
en hann hafði í undirrétti verið
sviptur ökuleyfi sínu í tvö ár.
Hafði leigubílstjóri þessi verið að
aka brunaverði vegna brunaút-
kalls er maður varð fyrir bílnum
og beið sá bana af.
Mál þetta höfðaði ákæruvaldið
gegn leigubílstjóranum Kristjáni
Högnasyni, Rauðarárstíg 11 hér
í bænum.
Dauðaslsy þetta varð árla
morguns 23. nóv. 1957, á Hring-
brautinni á móts við Brávalla-
götu. Var Kristján Högnason þá
í bíl sínum á leið vestur á Sel-
tjarnarnes með brunavörð, er
var að fara þangað vegna útkalls
slökkviliðsins. Kristján hafði á
fyrrnefndum stað allt í einu séð
mann framundan bílnum. Krist-
ján snarhemlaði, en slysinu varð
eigi afstýrt og varð maðurinn
fyrir bílnum. Var hann fluttur
meðvitundarlaus í Slysavarðstof-
una en síðan í Landakotsspítala
og þar lézt hann af afleiðingum
þessa slyss. Hér var um að ræða
Harald Thorsteinsson Hamar,
sem var vistmaður á elliheimil-
inu Grund.
1 undirrétti segir m. a. svo í
forsendum dómsins, að ákærði
„hafði. viðurkennt að hafa ekið
með 40 km hraða er umrætt slys
varð og vitnin hafa borið, að
hann hafi ekið hratt. Þykir
þannig sannað, að ákærði hafi
ekið með ólöglegum hraða og allt
of hratt miðað við aðstæður. Þá
lítur dómarinn svo á, að ákærði
hafi átt að geta séð til ferða Har-
aldar heitins yfir götuna þar sem
ekkert skyggði á hann og þannig
komið í veg fyrir slysið. Verður
að telja, að ákærði eigi með um-
ræddri óaðgætni sinni sök á slys-
inu“.
Sem fyrr greinir dæmdi undir-
réttur Kristján Högnason til öku-
leyfismissis í tvö ár, en að auki
var hann dæmdur í 5000 kr. sekt.
Dómendur í Hæstarétti voru
ekki á einu máli um dómsniður-
stöður og skiluðu tveir dómend-
anna sératkvæði. Meirihluti
dómenda taldi að refsing hins
ákærða leigubílstjóra sé hæfi-
lega ákveðin 7000 kr. sekt til
ríkissjóðs og komi 45 daga varð-
hald til í stað sektarinnar verði
hún eigi greidd innan fjögurra
vikna. Þá staðfesti Hæstiréttur
ævilanga ökuleyfissviptingu
ákærða. Ákærða var gert að
greiða málskostnað.
Þeir dómenda Hæstaréttar,
sem sératkvæði skiluðu, Árni
Tryggvason og Gizur Bergsteins-
son, vildu þyngja refsingu leigu-
bílstjórans og í forsendum að
dómsorði þeirra segir m. a. svo:
„Maður sá, er varð fyrir bif-
reið ákærða og hlaut bana af,
kom gangandi suður yfir Hring-
braut og átti aðeins ófarið eitt
skref eða svo að syðri gangstétt-
arbrún, er ákærði ók á hann. Er
ljóst, að mjög hefur skort á, að
ákærði hafi beitt nægilegri
athygli að ferðum mannsins og
að hann hefur ekið of hratt. Með
þessum akstri sínum hefur
ákærði brotið gegn þeim ákvæð-
um laga og lögreglusamþykktar,
sem greind eru í héraðsdómi, sbr.
2. gr. laga nr. 19/1940, og þykir
refsing ákærða hæfilega ákveðin
varðhald þrjá mánuði. Þá ber og
að svipta hann ökuleyfi ævilangt,
sbr. 81. gr. laga nr. 26/1958“.
Magnús Jónsson kvað nefnd-
ina hafa leitað umsagnar vega-
málastjóra um þetta mál og
hann hefði sent greinargott er-
indi um það. Þar gerði vega-
málastjóri grein fyrir því, hve
mikilsvert væri ef hægt væri
að steinsteypa fjölförnustu veg-
ina. Með sérstöku tilliti til þess
hve hér væri um stórtæka breyt
ingu að ræða hefði orðið sam-
komulag um það í fjárveitinga-
nefnd að leggja til við Alþingi,
að fyrrgreindar tillögur yrðu af
greiddar með samþykkt tillög-
unnar frá fjárveitinganefnd.
Hefðu flm. fyrrgreindra tillagna
tjáð sig samþykka þeirri af-
greiðslu málsins fyrir sitt leyti.
Tillagan var samþykkt með
40 samhljóða atkvæðum og af-
greidd til ríkisstjórnarinnar sem
ályktun Alþingis.
8TAKSTEIHAR
„Beitti Hermanni fyrir“
Alþýðublaðið segir í gær um
samvinnu Hermanns Jónassonar
og Finnboga R. Valdimarssonar:
„ — — — iétu kommúnistar
Finnboga leika þannig á sig, að
hann beitti Hermanni fyrir sig
til að fyrirbyggja að Einar Ol-
geirsson yrði ráðherra, á svipað-
an hátt og Hermann einu sinnl
bolaði Jónasi Jónssyni frá for-
sætisráðherrastól.---— völd
Finnboga Rúts náðu hámarki.
Hann bolaði Einari Olgeirssynl
öðru sinni frá og settist sjálfur i
stöðu bankastjóra,------“.
\
VOGAR, blað Sjálfstæðismanna
í Kópavogi, ræðir 9. maí um af-
leiðingar makks þeirra félaga
fyrir þjóðina og fylgdu myndirn-
ar t-vær:
Sporin hræða
Norrœnir leikarar heið-
ursgestir hjá Leiktélaginu
ANNAÐ kvöld sýnir Leikfélag
Reykjavíkur sjónleikinn „Allir
synir' mínir“ sem félagið sýndi
við mjög góða dóma á sl. hausti.
Sýning þessi er til ágóða fyrir
Fél. ísl leikara og heiðursgestir
á sýningunni verða erlendu leik-
Þingmenn efri deildar
kvöddust 1 gærdag
Koma saman til fundar i dag
ararnir sem hér eru staddir á
vegum Fél. ísl leikara á Norrænu
leikaravikunni.
Eins og allir muna fékk leikur-
inn „Allir synir mínir" einróma
lof og meðferð leikenda L. R. var
mjög rómuð. Er því ekki að efa
að margir munu vilja nota þetta
síðasta tækifæri til að sjá þennan
sjónleik. Myndin er af Helgu Val-
týsdóttur sem Kate og Jóni Sigur-
björnssyni sem Chris en þau fara
með aðalhlutverk leiksins.
ER fundastörfum var lokið á
fundum efri deildar Alþingis í
gær tók forseti deildarinnar, Bern
harð Stefánsson, til máls og kvað
þetta að öllum líkindum síðasta
fund deildarinnar og vildi hann
því þakka öllum þingdeildarmönn
um samstarfið í vetur og ágæta
samvinnu við sig sem forseta.
Sérstakar þakkir kvaðst hann
vilja færa varaforsetanum og
skrifurum. Nú hefði Alþingi sam-
þykkt lög um breyting á stjórnar-
skránni og þing hefði verið rofið
og því óvíst hverjir af þingmönn-
um ættu eftir að hittast í deild-
inni eða á Alþingi framar. Vildi
hann þakka ágæt kynni, sem
hann hefði haft af þingdeildar-
mönnum og ætti það ekki sízt við
um aldursforseta þingsins, en þeir
hefðu setið saman á Alþingi frá
því þeir komu þangað fyrst. Ilefði
þá aldrei greint á persónulego, en
þar sem aldursforseti þingsins
hefði lýst því yfir, að hann mundi
ekki koma til næsta þings vildi
hann nota tækifærið og þakka
honum alla samveruna. ,4ð lokum
óskaði deildarforseti þingdeildar-
mönnum utan Reykjavíkur góðr-
ar heimferðar.
Jóhann Þ. Jósefsson kvaddi sér
hljóðs. Kvaðst hann efast um að
þetta yrði síðasti fundur deildar-
innar að sinni og hefði hann fyrir
sitt leyti kosið að ekki væri lokað
fyrir störf í deildinni. Þá kvaðst
hann vilja fyrir sína hönd þakka
deildarforseta alla þá kynningu,
sem hann hefði af honum haft,
en virðing sín fyrir forseta deild-
arinnar og vinátta við hann hefði
vaxið með árunum. Fyrir hönd
þingdeildarmanna kvaðst Jóhann
Þ. Jósefsson vilja þakka forseta
deildarinnar árnaðaróskir og óska
honum og fjölskyldu hans alls
góðs. — Tóku þingdeildarmenn
undir þessi orð með því að rísa
úr sætum.
Bernharð Stefánsson þakkaði
árnaðaróskir og sagði, að ef deild-
in þyrfti að ljúka frekari störfum
væri ekkert því til fyrirstöðu að
boða þar fund.
Er fundur boðaður í deildinni
í dag og hefur því grunur Jó-
hanns Þ. Jósefssonar reynzt rétt-
ur og kveðjuathöfnin ekki verið
tímabær.
Barna- og ungl-
ingaskólanum
í Höín slitið
HÖFN, Hornafirði, 12. maí. —
Barna- og unglingaskólanum hér
í Höfn var slitið síðastliðinn
sunnudag. — Knútur Þcrsteins-
son, skólastjóri, flutti skólaslita-
ræðu. Þá flutti Óskar Helgason
erindi formanns skólanefndar,
Gunnars Snjólfssonar, sem eigi
gat verið 'viðstaddur athöfnina.
Einnig afhenti Óskar verðlaun,
sem félag áfengisvarnanefnda í
sýslunni veitti fyrir ritgerðir uin
áfengismál.
í skólanum voru í vetur 105
nemendur. — Hæstu einkunnir
hlutu tveir nemendur úr ungl-
ingadeildum, þau Ólöf Óskars-
dóttir, 9,07, og Stefán Arngríms-
son, 9 stig.
í haust var tekin í notkun efri
hæð nýs barnaskólahúss, sem nú
er í smíðum hér. Verður það hið
glæsilegasta skólahús, er það
verður fullgert. — Gunnar.
Pólitískir fóstbræður
Þetta eru aðalhöfundar hinnar
svoköllfuðu Vinstri . stjórnar.
Aldrei hefur verið lagt út í ann-
að eins pólitískt æfintýri og gert
var með myndun V-stjórnarinn-
ar, enda fór allt eftir því. Engin
stjórn á íslandi á sér annan eins
feril sem V-stjórnin. Stjórn Her-
manns Jónassonar fyrir 1940
ekki undanskilin.
V-stjórnin var grundvölluð á
loforðum, sem fyrirfram mun
hafa verið ákveðið að svíkja.
V-stjórnin var mynduð til að
þjóna valdadraumum og duttl-
ungum pólitískra æfintýra-
manna.
V-stjórnin ætlaði að ná þessu
takmarki með þvi að útiloka
Sjálfstæðisflokkinn frá áhrifum
á þjóðmálin. Það átti að víkja
Sjálfstæðisflokknum til hliðar.
V-stjórnin lofaði mikliu, en
efndi ekkert af því.
V-stjórnin lofaði að kaupa 15
togara.
Efndirnar urðu þær, að ekki
var farið að semja um smíði á
einum einasta þeirra, þegar
stjórnin gafst upp.
V-stjórnin lofaði að leysa
vanda efnahagsmálanna þannig,
að almenningur í landinu yrði
ekki fyrir óþægindum.
Efndirnar urðu þær, að fyrir
beinan tilverknað V-stjórnarinn-
ar jókst verðbólgan mánaðarlega
og var loks orðin svo geigvæn-
leg, að algjört hrun blasti við,
er stjórnin fór frá. V-stjórnin
þóttist ætia að láta fram fara út-
tekt á þjóðarbúinu, og fékk til
þess innlenda og erlenda sér-
fræðinga. Lofað var að birta al-
menningi niðurstöður þessara
rannsókna. Ekki einu sinni það
var efnt frekar heldtur en annað,
sem lofað var.
V-stjórnin lofaði að láta her-
inn fara.
Hverjar urðu efndirnar? Allir
vita það. Hinsvegar mun stjórn-
inni hafa þótt gott að fá lán hjá
bandamönnum okkar í NATO.
V-stjórnin lofaði að láta endur-
skoða stjórnarskrána. Allir vita,
hverjar efndir urðu á því lof-
orði.
Þannig mætti lengi telja.
Það verður að teljast /urðuleg
óSkammfeilni, ef höfundur V-
stjórnaræfintýrisins hafa sig frek
ar í frammi í íslenzkum stjórn-
málum. Allt, sem þeir lofuðu,
svikiu þeir, og þegar þeir höfðu
siglt öllu í strand, þá hlupu þeir
í frá öllu saman, og eiga ekkl
1 aftui-kvæmt".