Morgunblaðið - 13.05.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 13.05.1959, Síða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 13. maí 1959 Rússar gerðu spœnska lý&veldiö aÖ lepp- ríki og sviku þaö síÖan Örlög Spánar voru ráÖin á vettvangi alþjóða- stjórnmála Seiitni grein um spœnsku borgara- styrjöldina eftir Sebastian Haffner í FYRRI grrein um Borgara- styrjöldina á Spáni, sem birt- ist i blaðinu sl. miðvikudag var greint frá aðdraganda styrjald- arinnar og frá fyrsta og blóð- ugasta þætti hennar sem stóð i tvo mánuði. Þegar hér er kom ið sögu hefur Spánn skipzt næstum til helminga milli styrjaldaraðilja og menn sjá fram á langt, leiðigjarnt stríð. Með öðrum þætti borgarastyrj aldarinnar fara báðir aðiljar að Ieita eftir aukmim stuðn- ingi erlendis frá. ÞAÐ voru atburðir á alþjóða- vettvangi, sem réðu endan- lega úrslitum styrjaldarinnar. Samt var það greinilegt frá byrj- un og út allt stríðið, að Þjóðern- issinnar höfðu pólitískan ávinn ing á heimavígstöðvunum. Má vera að slíkt hljómi undarlega í eyrum eldri manna, sem minnast þess sem þeir lásu í blöðum Vest- ur Evrópu á þessum tíma. Af blaðagreinum þá var helzt að skilja, að nær allur Spánn væri vinstri-sinnaður að hugsunahætti en að Franco hershöfðingi byggði vald sitt aðeins á litlum hópi landeigenda og afturhaldssamra presta. Sannleikurinn er sá, að þetta var áróður. Áhangendur hægri og vinstri aflanna á Spáni voru hér- umbil jafnmargir og báðir jafn ofstækisfullir. Báðir höfðu líka aðstöðu pólitískt. Báðir voru full ir af byltingareldmóði og báðir voru sín á milli skiptir í marga flokka. Fyrir borgarastyrjöld- ina voru 18 stjórnmálaflokkar á Spáni. En hægri mönnum tókst betur, þegar leið á styrjöldina að koma í veg fyrir flokkadrætti og halda við sameinuðu átaki. Til þess lágu ýmsar ástæður. Ein helzta ástæðan var sú að hægri menn voru heppnari en vinstri menn, að eignast einn ó- umdeildan foringja. Franco hers höfðingi var í byrjun aðeins einn af fjórum hershöfðingjum í her- foringjaklíku, sem hófu bylting- una. Hann var hvorki elztur þeirra né áhrifamestur, en hinir þrír fórust voveiflega snemma í styrjöldinni. Hershöfðingjarnir Sanjuro og Mola fórust í flugslysi og Goded hershöfðingi var skot- inn af aftökusveit anarkista í Barcelona. Franco stóð þannig einn uppi og þó hefði það lítið haft að segja, ef hann hefði ekki frá upphafi komið á óvart með óumdeilanleg- um stjórnmólahæfileikum sínum. Hann barst ekki mikið á, en stóð þéttur og fastur. Hann var harð- skeyttur, slægur, óþreytandi, ger- hugull og kaldrifjaður. Hann tók valdið ,sem honum hafði fallið í skaut, föstum tökum og sleppti því aldrei. f rauninni urðu honum aldrei á nein alvarleg mistök. Vinstri öflin eignuðust aldrei neinn foringja, sem jafnaðist á við Franco. Þegar bezt lét var valdið og stefnuákvörðunin í höndum sex forustumanna, sem voru sundurþykkir sín á milli enda fulltrúar jafn margra ólíkra stj órnmálaf lokka. Það ríkti líka ágreiningur milli hægri flokkanna og ekki síður en milli vinstri flokkanna. En yfir vinstri flokkunum var ekkert og var alráður á styrjaldartím- um. Þess vegna tókst hershöfð- ingjanum eftir sex mánaða íhug un og athugun að sameina alla flokkana miskunnarlaust í eina fylkingu. Stjórnmáladeilur milli konungssinna, embættismanna, kaþólskra og fasista voru bannað- ar þar til eftir styrjöldina. ið afrek, að það skyldi takast að fá þá til að fallast á tímabundið vopnahlé sín á milli og að sam- eina þjóðvarnarlið þeirra að minnsta kosti á yfirborðinu í einn sameiginlegan agaðan lýðveldis- her. Og jafnvel þó það tækist reyndist vopnahlé og sameining herliðsins ótryggt. Sérhver deild hersins hafði sinn pólitíska blæ, sem allir vissu um og hver flokk- ur átti sín styrjaldarmarkmið og sína hernaðaráætlun. Er hér þó styrjöldin á Spáni er mjög aug- ljóst dæmi um þessa mjög svo eðlilegu tvöfeldni. Ekkert stórveldanna vildi fara út í heimsstyrjöld 1936, þegar borgarastyrjöldin á Spáni brauzt út, oð allra sízt vildu þau fara í stríð út af Spáni. Þau voru því öll fús til að fallast á samning um bann við íhlutun. Þó að sá samn- ingur hafi verið harðlega gagn- rýndur og hæðst að honum sem einskis nýtu plaggi, þá gegndi Þýzku „sjálfboðaliðarnir“ snúa heim að lokinni styrjöld. Myndin var tekin í hafnarbænum Vigo á Norður-Spáni. Á Spáni vinstri-manna hefðu slíkar aðgerðir verið óhugsandi. Vinstri-flokkarnir, sem mynduðu lýðveldi borgarastyrjaldarinnar, jafnaðarmenn, anarkistar, komm- únistar og trotskíistar voru hverj sleppt að ræða þá erfiðleika sem spruttu meðal lýðveldismanna vegna skilnaðarstefnu Baska og Katalóníumanna, en ekkert slíkt þurfti Franco að glíma við. Af þessum ástæðum varð Spánn sameiningarafl og hver þeirra hafði sinn einkaher. í Spáni hægri flokkanna stóð herinn, sem Franco stjóraði yfir flokkunum ir um sig eins og sértrúarflokkar og höfðu sinn einkaher. Fyrir ofan þá var ekkert sameiningar- afl. Það þótti meira að segja mik- Skömmu eftir að styrjöldinni var lokið hélt Franco mikla sigurhátið í Madrid. Myndin var tekin 19. maí 1939, þegar 300 þúsund hermenn gengu fylktu liði fyrir foringja sinn. I byrjun styrjaldar var Franco setuliðsstjóri í Marokkó. Márar, sem sjást hér á myndinni. voru meðal öruggustu hermanna hans. Francos eftir tveggja ára borgara- styrjöld miklu samheldnari held ur en Spánn lýðveldissinnanna og hafði því betri aðstöðu til að þola langa styrjöld, jafnvel þótt engir utanaðkomandi aðiljar hefðu blandað sér í málið. En að sjálfsögðu komu aðrir inn í spil- ið og úrslit styrjaldarinnar urðu ákveðin á alþjóðavettvangi. Það er varla hægt að ímynda sér að nokkur borgarastyrjöld geti staðið í mörg ár án utanaðkom- andi íhlutunar. Þetta er svo að segja lögmál í alþjóðastjórnmál- um. Báðir aðiljar borgarastyrj- aldarinnar sem eru að berjast fyrir lífi sínu hljóta að leita eft- ir aðstoð erlendis frá og stórveldi þeirra tíma munu svo að segja alltaf finna að þau hafi einhverra hagsmuna að gæta og það gera þau með því að styðja annan aðilj ann. Hins vegar er það ólíklegt, að stórveldin vilji lenda í allsherj arstyrjöld vegna einhverra deilna í öðru landi, á tíma og stað, sem þau telja sér óhentugan. Afleið- ingin verður því sú, að stórveld- in eru fús að gera samning um bann við íhlutun til að hindra að styrjöldin breiðist út og brjóta svo þann samning að því marki sem þau telja sér óhætt. Borgara- hann þó þvi hlutverki, sem hann átti að gegna. Hann kom í veg fyr ir að borgarastyrjöldin breiddist út og ylli heimsstyrjöld. Ekkert stórveldi skarst í leikinn sem styrjaldaraðili á Spáni með öll- um herafla sínum. Þó að samningurinn um bann við íhlutun væri þannig aldrei rofinn fullkomlega, var honum þó heldur ekki hlítt full- komlega. Þýzkaland, Ítalía og Rússland voru stöðugt að skerða hann og Frakkland við og við. Þessi stórveldi gerðu það ekki af einum saman hugsjónaeldi, held- ur fyrst og fremst vegna þess, að þau töldu sig hafa hagsmuna að gæta. Þýzkaland vonaðist til að geta sett Frakkland í úlfakreppu. Ítalía vildi fá flotabækistöð á Balear-eyjum. Rússland ætlaði sér þann minnsta ávinning að koma Þjóðverjum og Frökkum í hár saman og þann mesta á- vinning að koma sér upp komm- únísku leppríki í hinum enda Evrópu. Öll misreiknuðu þau sig og fengu engin laun fyrir fyrir- höfn sína. Þýzkaland og Ítalía hjálpuðu Franco. Rússland og Frakkland hjálpuðu lýðveldinu. Þessi hjálp fólst í vistum, herþjálfurum, ráð- gjöfum og „sjálfboðaliðum". „Sjálfboðaliðarnir“, sem komu frá Þýzkalandi og Ítalíu voru að- eins dulbúnar sveitir þýzku og ítölsku herjanna. „Sjálfboðalið- arnir“, sem Rússar sendu, voru Alþjóðafylkingin, það voru flótta menn, sem höfðu flúið ofsóknir fasista, atvinnulausir, saklausir hugsjónamenn. Engir þeirra voru Rússar og þeir voru jafnvel ekki allir kommúnistar, en allir örugg- lega undir stjórn kommúnista og á bandi Rússa. í rauninni voru „sjálfboðalið- arnir“ veigaminnsti þáttur hinnar erlendu aðstoðar. Þeir urðu að- eins fremur fámenn en gagnleg viðbót við meginheri styrjaldar- aðljanna. Vistasendingarnar voru miklu þýðingarmeiri og báðir aðiljar urðu æ háðari þeim. En meðan báðir aðiljar fengu álíka mikið af vopnum og vistum breytti það ekki jafnvæginu. Sú íhlutun erlendra ríkja, sem varð afdrifaríkust var ihlutun á stjórnmálasviðinu. Og einmitt þar kom í ljós grundvallarmunur á afstöðu Þjóðverja og ítala ann- Framh. á bls 16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.