Morgunblaðið - 13.05.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.05.1959, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 13. mal 1959 JMftYgttttltifofr * ^ Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavflc. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. TÍMI UPPGJÖRSINS ER KOMIN RAMSÓKNARMENN reyna hvað þeir geta til að draga athyglina frá stjórnarháttum vinstri stjórnar- innar, undir forystu Framsóknar, uppgjöf hennar og viðskilnaði með stórum slagorðum og „álykt- unum“ um kjördæmamálið, sem sí og æ eru að birtast í Tíman- um, en þó er sjaldnast getið um, hve margir kjósendur standa á bak við þessar ályktanir. Framsóknarmönnum mun ekki takast að fá kjósendur til að fara að dæmi strútsins og stinga höfð- inu í sandinn. Þótt samþykkt sé á Alþingi og lagt fyrir þjóðina réttlætismál eins og kjördæma- málið, sem Framsókn hefur stimpast gegn svo lengi sem auð- ið var, þá felst vitaskuld ekki í slíku nein syndakvittun til handa Framsóknar út af rekstri þjóðarbúsins, síðan stjórn Her- manns Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins, tók við völdum 1956. Þá var lofað upp- gjöri, en það uppgjör fór aldrei fram. En nú er hins vegar komið að því að kjósendur til Alþingis fá tækifæri til slíks uppgjörs og munu þeir vissulega hafa þann þátt landsmálanna í huga við kosningarnar 28. júní, þrátt fyrir það þó Framsóknarmenn reyni að draga athyglina frá liðinni hörmungatíð, sem bar stimpil forystu þeirra sjálfra. Það er engin ástæða til þess að halda að kjósendur gleymi stjórnarferli stjórnar Hermanns Jónassonar, þótt kjördæmamálið sé á dag- skrá. ★ Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hélt á Alþingi í fyrradag merka og glögga yfir- litsræðu um stjórnmálaástandið, eins og það nú blasir við kjós- endum. Þessi ræða var heyrð og verður lesin um allt land og er því óþarfi að rekja hana í meg- indráttum hér, en bent skal á að C. Th. gleymir sízt af öllu þeim þætti landsmálanna, sem lýtur að reynslunni af forustu Framsókn- ar í hinni svonefndu „vinstri stjórn.“ Ó. Th. rekur stuttlega hin stóru loforð frá 1956 um að „brjóta blað í íslenzkum stjórn- málurn" og koma á „alhliða við- reisn efnahagslífsins", sem m. a. átti að fela í sér afnám á niður- greiðslum, sem Framsóknar- flokkurinn þá taldi „svikaleið". Sköttum skyldi aflétt, skuldir greiddar og risið kröftuglega gegn verðbólgunni. Erlent varn- arlið skyldi heldur ekki vera í landinu og voru höfð um það mörg og hátíðleg orð. Eftir að Ó. Th. hafði rakið stuttlega hin stóru loforð frá 1956, sagði hann svo í ræðu sinni: „Hefst nú löng saga vanefnda, niðurlægingar og vonbrigða. Er hún öllum kunn. Menn vita, að niðurgreiðslur og uppbætur fóru síhækkandi. Sköttum var ekki af- létt, heldur álagðir 1090 millj. kr. nýir árlegir skattar, auk stóreignaskatts, er nemur um 130 millj. kr. Ýerðbólgan hjaðn- aði ekki, heldur óx hún um 24%%. Erlendar skuldir lækk- uðu ekki, heldur hækkuðu um 436 millj. kr. Og allt þetta skeði í augsýn hersins, því hann fór ekki, heldur sat sem fastast eins og ormur á því erlenda gulli, sem hingað streymdi í beinu sambandi við áframhaldandi dvalarheimili hans á Islandi. Sveið mörgum góðum íslend- ingi sárast, að betlilánin voru órjúfanlega tengd rétti vinaþjóð- ar til að verja ættjörð okkar, ef nauður rekur til. Lá heiður ís- lands eftir á þeim blóðvelli. Her- mann Jónasson sannaði áðan, að hann er stoltur af þessari þjóð- arskömm. Rek ég þetta ekki frekar að sinni. Sögulokin þekkja menn. Hermann Jónasson féll í glím- unni við verðbólguna. Hann taldi óþarft að ræða málið við Al- þingi Islendinga. Hann gafst upp. Hann lét nægja að tilkynna Al- þingi hinn 4. des síðastl., að hann hefði beðizt lausnar, vegna þess að: „Ný verðbólgualda væri skollin yfir“ — og að innan stjórnar hans væri „engin samstaða", heldur hver höndin upp á móti annarri. Dánarvottorð líflæknis ríkis- stjórnarinnar hljóðaði þannig: „Þjóðin er að ganga fram af brúninni". Það var undirritað af sérfræð- ingi ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, Jónasi Haralz, ráðu- neytisstjóra." ★ . Þannig fórust Ó. Th. orð um feril V-stjórnarinnar og endalok hennar. Ætla má að Framsókn hafi reist sér óbrotgjarnan minn- isvarða í íslenzkum stjórnmál- um, þar sem er svikaferillinn undir forystu hennar og það má einnig ætla að sá minnisvarði verði legsteinn yfir hroka og ofstopa þessa flokks, sem öll- um lýðum má fyrir löngu vera orðinn ljós. ★ Framsóknarmenn tala um „þjóðarvakningu, sem sé að rísa“. Hér er það að athuga, að til þess að einhver vakni, þarf hann að hafa sofið og er sízt af öllu þörf á mörgum orðum um svo ein- falda staðreynd. Til þess að þjóð- in eigi nú að „vakna“ við her- blástur Framsóknarmanna, þyrfti hún að hafa sofið, en það er alls ekki svo. Þjóðin hefur vakað og fylgzt með svikaferli vinstri stjómarinnar frá upphafi til enda og sífellt fleiri hafa áttað sig til fulls á því fyrirbæri. Það sýndu meðal annars bæjar- og sveitarstj órnarkosningarnar 1958, sem voru bláköld vantraustsyfir- lýsing af hálfu þjóðarinnar vinstri stjórninni til handa. Og þjóðin hefur heldur ekki sofið í kjördæmamálinu. Segja má að dregizt hafi of lengi að koma skynsamlegri skipan á það mál, en þjóðin hefur aldrei sofið í þessu máli, þannig að mjög al- mennur skilningur hafi ekki verið fyrir hendi á því, að við óréttláta og úrelta kjördæma- skipun yrði ekki búið til fram- búðar. Framsóknarmenn biðja um „þjóðarvakningu". Þess þurfa þeir ekki. Þjóðin vakir og lúðra- þeytarar Framsóknar eiga ekk- ert erindi til hennar. Verður það síðasta aftaka án dóms og laga í Bandaríkjunum? Negrinn Mack Parker fyrsta tórnardýr siðan 1955 - 4733. frá jbw 1882 NAFNIÐ Mack Charles Park- er (23 ára) hefir verið skrif- að í svarta bók í Tuskegee Institute í Alabama í Banda- ríkjunum, og við nafnið stend ur númerið 4733 — talið frá árinu 1882. Síðast var nafn fært inn í þessa bók árið 1955 — nr. 4732. Þessi 4733 nöfn eru nöfn fólks, sem tekið hefir verið af lífi án dóms og laga í Banda- ríkjunum síðan 1882. Sumt af þessu fólki hafði brotið lands- lög, annað ekki, en á það allt sameiginlegt að hafa ekki fengið mál sín útkljáð fyrir löglegum dómstóli. Hinir 4733 hafa verið drepn- ir án dóm — „lynched“, eins og Banndaríkjamenn nefna það óhugnanlega fyrirbæri. • Tuskegee Institute er þekkt- ur blökkumannaskóli. Árið 1882 var þar byrjað að skrásetja nöfn þeirra maana, sem drepnir voru án dóm og laga. Þeir, sem stóðu fyrir þessu, gerðu það til þess að geta sýnt mönnum svívirðing- una, svarta á hvítu — til þess að vekja samvziku almennings. Menn þeir, sem skráð hafa hin- ar dapurlegu staðreyndir í þessa bók, eru negrar, en það eru alls ekki eingöngu blökkumenn, sem orðið hafa blindum hefndarþorsta lýðsins að bráð, Árið 1892 voru t. d. 69 hvítir menn myrtir þannig í nafni „réttlætisins", og sama ár týndu 162 negrar lífi, án þess að fá sagt orð sér til varnar. Þetta er „löglausasta" ár í sögu Banda- ríkjanna að þessu leyti. Ár eftir ár voru nöfn færð samvizkusamlega inn í hina svörtu bók — en til allrar ham- ingju fór þeim fækkandi jafnt og þétt. Og árið 1952 tilkynntu umsjónarmenn bókarinnar sigri hrósandi: — í fyrsta sinn, frá því við byrjuðum að halda skrá yfir af- tökur án dóms og laga, hefur ekk- ert slíkt gerzt í ár — ekkert nafn hefur bætzt í bók okkar. Og vonir vöknuðu um að mann- úð og umburðarlyndi hefðu þar með unnið endanlegan sigur. ★ • Hinar ólöglegu aftökur hafa löngum verið smánarblettur á Bandaríkjunum — smánarblett- ur, sem allir ærlegir Bandaríkja- menn hafa fundið sem svíðandi brennimark á enni sér. — Upp- hafið? Enginn getur frá því sagt, en á landnámsárunum var lög- gæzla víða í molum og sums staðar svo slæleg, að menn tóku lögin æði oft í eigin hendur — kváðu upp sína dóma og full- nægðu þeim. Þetta vandamál hefur verið tekið til meðferðar í fjölmörgum banadrískum kvikmyndum. Við könnumst við sviðið: Karlmenn- irnir í litla landnemabænum sam ankomnir við barinn. í fangels- inu, sem er þar rétt hjá, situr maður, sem taiinn er hafa stolið hestum nágrannans. Mennirnir við barinn ræða málið — og verða enn æstari. Nokkrir eru þar fremstir í flokki og brýna rödd- ina — hrópa á hefnd. Og fjöld- inn hrífst með. Einstakar mót- bárur drukkna í hinum háværu hrópum. Múgurinn lætur til skar- ar skríða. — Hefnd — hefnd — hefnd! Síðan er haldið til fangelsis- ins og með miklum fyrirgangi. Fangelsisdyrnar eru sprengdar upp og fanginn dreginn út af ómjúkum höndum. Snara, tré, snöggur kippur — og hefndin er fullkomin . . . Atriði úr kvikmynd, en jafn- framt atriði úr lífi veruleikans, par sem lægstu tilhneigingar mannsins leika lausum hala o| miskunnarleysi „réttlætiskennd- ar“ mannsins er dregið hroll- vekjandi skörpum dráttum. Aftaka án dóms og laga — morð í nafni réttlætisins. • í Suðurrríkjunum hafa fórn- ardýrin langoftast verið blökku- menn. Blökkumenn, sem hinir hvítu töldu, að ekki mundu hljóta nógu strangan dóm fyrir löglegum rétti — blökkumenn, sem þeir litu alls ekki á sem mennska menn, er ættu kröfu til að fá mál sitt rannsakað ~>g útkljáð fyrir dómstóli. Á árunum 1882 til 1901 voru að meðaltali 150 manns teknir af lífi án dóms og laga í Banda- ríkjunum. Frá 1904 fór talan að lækka ár frá ári. Umburðar- lyndi, mannúð og réttlætiskennd voru í framsókn. — Eða var hinum óopinberu böðlum aðeins ekki eins hægt um vik og áður? Áður fyrr tóku yfirvöldin frem- um miklum höndum á þeim, en nú er það breytt. Nú eiga slíkir menn engrar vægðar að vænta. ★ 0 Árið 1955 var 14 ára gamall blökkudrengur, Emitt Till, num- inn á brott af tveimur hvítum mönnum, J. Milam og Roy Bry- ant. Emitt hafði flautað á eftir konu annars mannsins. — Viku síðar fannst afskræmt lík negra- drengsins í fljóti einu — og mennirnir tveir voru dregnir fyrir rétt. Réttarhöldm stóðu marga daga — og mennirnir voru sýknaðir af ákærunni um mann- dráp. — Kviðdómurinn var skip- aður hvítum mönnum eingöngu. Ári síðar var opinberlega haft eftir Milam: — Ég ætlaði aðeins að lemja strákkvikindið, en svo sýndi hann mér ljósmynd af ungri, hvítri stúlku, sem hann geymdi i veski sínu. Hvað átti ég að gera? Það var ekki hægt að láta hann ná fullorðinsaldri .... Milam er enn frjáls maður. ★ 0 Þetta gerðist árið 1955. Árið eftir var enginn tekinn af lífi án dóms í Bandaríkjunum — ekki heldur 1957 og 1958. Vonirnar fengu byr undir báða vængi. — En svo kom 1959. Mack Parker var afbrotamað- ur. Hann hafði ráðizt á hvíta konu og svívirt hana. Hann var handtekinn og hafður í varð- haldi. — Tveim dögum áður en hann skyldi koma fyrir rétt, var hann numinn á brott. Eina vitnið að atburðinum var 63 ára gamall bóndi. Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.