Morgunblaðið - 13.05.1959, Síða 14
14
MORCVNBLAÐItí
Miðvikudagur 13. maí 1959
FRÁ GOÐABORG
SKOIFÆRI
RIFFLAR
HAGLABYSSUR
í MIKLU ÚRVALI
Einkaumboðsmenn:
I
Krossvibur — Einangrunarkork
NÝKOMIÐ:
Furðukrossviðn
203x80 cm.
Einangrunarkork
1” — 1%” — 2”
Mikil verðlækkun
Eikarkrossviður
Veggspónn 2 tegundir
WISA-pIötur
(plasthúðaðar)
Orðsending frd
Knottspyrnusombandinu
Knattspyrnuþjálfara vantar í sumar á ýmsa staði
utan Reykjavíkur. Þeir, sem kynnu að vilja taka að
sér þjálfunarstörf, lengri eða skemmri tíma, jafnvel
í sumarfríum sínum, eru beðnir að hafa samband
við skrifstofu okkar Vesturgötu 29, sími 24079,
sem allra fyrst.
Stjórn K. S. L
Bókasöfn
óskast til kaups
Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Bóka-
söfn — 4477“.
Sumarbústaður
við Þingvallavatn óskast til kaups. Tilboð sendist
afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m. merkt: „Þingvallavatn —
4476".
Qlufui fl, Guðjónsson — Minning
ÓLAFUR A. Guðjónsson starfs-
maður hjá Eimskipafélagi íslands
lézt með sviplegum og óvæntum
hætti 13. f.m. eins og félags-
bræðrum hans, ástvinum og
skylduliði barst til eyrna. Sönn
uðust þar eins og oftar hin sí-
gildu orð sálmaskáldsins:
Fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkum grafar reit
mitt er hold til moldar hnigið
máske fyrr en af ég veit.
Heilsa máttur; fegurð, fjör,
flýgur burt sem elding snör.
Hvað er lífið? Logi veikur,
lítil bólá, hverfull reykur.
góðra vina. Þannig þekki ég
hann, og ég veit, að þannig muna
hann vinir hans og ástvinir.
Á hádegi ævidagsins var hann
héðan kvaddur, og á sumri ævi-
dagsins skyggðu skýin skyndi-
lega fyrir hina skæru sól, er
skuggarnir bárust skyndilega og
óvænt að og breyttu ljósinu í
myrkur. En huggunin er sú, að
„eftir lifir mannorð mætt, þótt
maðurinn deyi“. Aðra hugg-
un er erfitt að veita eftirlifandi
ástvinum Ólafs heitins Guðjóns-
sonar. Og vér samferðamennirn-
ir á lífsleiðinni vitum, að þegar
góður dréngur hefur kvatt oss og
er horfinn yfir móðuna miklu
einmitt, þegar sumar ævidagsins
er að ganga í garð, eigum vér
eftir minningarnar, og þær munu
Sá, sem þetta ritar, getur að
vísu litlu bætt við hina greinar-
góðu ræðu Síra Óskars J. Þor-
lákssonar, annars prestsins við
Dómkirkjuna, um Ólaf heitinn,
er hann var jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju, mánudaginn 20. apríl
s.l. Eigi að síður finn ég hvöt
hjá mér til þess að festa á blað
þessi kveðjuorð, því Ólaf heit-
inn reyndi ég jafnan að hlýleik
og prúðmennsku, er ég mætti
honum á lífsleiðinni eins og ger-
ist, en ekki mætir oss slíkt ávalt,
því mennirnir eru misjafnir að
gæðum og mannkostum.
Mig vildi Ólafur ávallt gleðja
en ekki græta, og munu fleiri
taka undir þessi orð mín. Hygg
ég, að vorið og sumarið hafi jafn-
an verið í fylgd með honum, þó
hann kæmist, sem aðrir dauðlegir
menn, ekki undan næðingum og
vorhretinu, sem ávalt mætir oss
eins og hið blíða og bjarta á veg-
ferð lífsins. Sá ég, að fögnuður
bjó í sál Ólafs, er hann tók þátt
í gleði annara á fagnaðarstund
- Utan úr heimi
Framh. af bls. 12
— Ég sá til tíu grímuklæddra
og vopnaðra manna draga blóði
drifinn og æpandi negra út um
bakhlið fangelsisgarðsins. Þeir
héldu um fætur hans og drógu
hann þannig. Ég sá, að hann barð-
ist um af öllum mætti, er þeir
ætluðu að draga hann inn í bíl
-— en þá sá ég þann kost vænst-
ann að hypja mig í burtu . . .
Nokkrum dögum síðar fannst
Parker. Lík hans rak á Iand í
ríkinu Louisiana. Líkinu hafði
verið misþyrmt hrottalega. —
4733. aftaka án dóms og laga í
Bandaríkjunum síðan árið 1882
Smánarblettur nr. 4733.
★
• Þessi atburður hefur valdið
miklu umróti í Bandaríkjunum.
Menn höfðu gert sér vonir um, að
slík ódæðisverk væru úr sögunni
— en svo gerðist þetta . . .
Forseti Bandaríkjanna hefur
lýst því yfir, að allt muni gert,
sem unnt er til þess að hafa hend
ur í hári ódæðismannanna. — En
hvað um konuixa?
— Ég fyllist hryllingi af að
hugsa til þess. Ég óskaði aðeins,
að hann yrði látinn svara til saka
fyrir löglegum rétti.
En Mack Parker fékk ekki
tækifæri til að bera hönd fyrir
höfuð sér. Harmsögunni um nr,
4733, sem skráð er i hina svörtu
bók blökkumannaskólans, verður
ekki haggað. — En um gervöll
Bandarikin hljómar nú hin sama,
einarða hvatning:
__ Látum aldrei þurfa að skrá
nr. 4734 í hina svörtu boK..'
lengi varpa birtu fram á veginn.
Ólafur heitinn var fæddur i
Reykjavík 12. ágúst 1916 og voru
foreldrar hans hjónin Guðjón
Jónsson, fisksali í Reykjavík og
Elísabet Guðmundsdóttir. Eru
þau bæði látin en fimm systkini
hans lifa og syrgja hann látinn,
enda var ástríki mikið með Ólafi
og þeim.
Um ekki eldri mann en Ólaf
hæfa ekki löng eftirmæli, þótt
vissulega eigi hann þau skilið.
Slíkt missir hér marks og oss nú-
tímamönnum er vissulega margt
betur gefið en að lesa og hlýða
á langt mál. En það er bæn mín
og ósk, að geti þessi fáu orð mín
veitt eftirlifandi ástvinum ein-
hverja huggun í sorginni, séu
þau ekki að ófyrirsynju rituð,
þótt í ófullkomleika sé eins og
öll verk vor manna.
Vona ég, að góður Guð láti
hinum framliðna laun lofi betra.
Aðra huggun er ekki á færi vor
manna að gefa.
Blessuð sé minning Ólafs Guð-
jónssonar vor á meðal.
Ljómi sumarsól yfir leiði þínu
vinur.
Vinur.
Vtuioi afgieiðsluslúlkui
vantar nú þegar.
f/ f K Keflavík
w a n Sími 89>
*
Ibúðarhæð á Melunum
vera laus til íbúðar strax. Mikil útborgun.
vera laus ^il íbúðar strax. Mikil útborgun.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl.
Málflutningsskrifstofa— Fasteignasala
Norðurstíg 7. — Símbi 19960.
Ltsölumaður
Morgunblaðið vantar útsöiumann í Sandgerði frá
n.k. mánaðarmótum að telja.
IJpplýsingar gefur Axel Jónsson, kaupmaður
Sandgerði.
— Ræða Péturs
Ottesen
Framh. af bls. 13.
búa, ekki tryggt áhrifavald sitt
til hlítar á gang stjómmála með
öðru móti en því að hafa að-
gang að samstarfi við fólkið, sem
í þéttbýlinu á heima. Og því
nánari sem þessi tengsl eru, því
betur er sveitafólkið á vegi statt,
til þess að koma , vilja sínum
fram.
Þeim, sem í sveitum búa, er
það mikil nauðsyn að geta haft
sem nánast samstarf við stjórn-
málaflokk, sem gerir sér ljósa
grein fyrir þýðingu og gildi
landbúnaðarins í þjóðarbúskap
vorum og hve þjóð vor á mikið
undir því nú og í framtíðinni, að
hann geti vaxið og dafnað. En
jafnframt þarf flokkurinn að eiga
rík ítök og sterkar stoðir í fólk-
inu, sem í þéttbýlinu býr. Þessi
skilyrði uppfyllir Sjálfstæðis-
flokkurinn allra flokka bezt.
Hann er stærsti stjórnmálaflokk-
urinn í landinu. Hann er flokk-
ur allra stétta, frjálslyndur,
víðsýnn og raunsær umbóta-
flokkur. Það verður ekki séð, að
Framsóknarflokurinn hafi upp á
nein slík sambönd við þéttbýlis-
fólkið að bjóða. Vitað er, að
sáralítið gætir áhrifa hans þar.
Þá er hitt alþekkt, hvemig hon-
um gengur samstarfið við aðra
flokka. Væri þó synd að segja, að
hann hefði ekki alla tilburði til
þess að stofna til slíks samstarfs
hvenær sem færi gefst, enda'
mun hann hafa flestra tækjanna
leitað í þeim efnum. Skárst hef-
ur þo gengið samstarfið við Sjálf-
stæiðsflokkinn. Helzt hefur sá
flokkur komið einhverju tauti
við Framsóknarflokkinn. Sam-
starfi Framsóknarflokksins við
aðra flokka en Sjálfstæðisflokk-
inn hefur ávallt lokið með skelf-
ingu, eins og síðustu stjórnarslit
gerst sanna. Og sizt af öllu þarf
að gera því skóna, að slíkt sam-
starf Framsóknarflokksins við
aðra flokka, þótt hafíð yrði að
nýju, tækist betur, meðan flokk-
urinn velur sér þá foringja, sem
nú sitja þar undir stýri.
Ég skal taka það fram, að það
er fjarri því, að það sé af neinni
minnimáttarkennd fyrir hönd
landbnúaðarins, miðað við hlut-
verk það, sem hann gegnir í
þjóðfélaginu, að ég hvet sveita-
fólkið svo mjög til samstarfs við
aðrar stéttir, heldur á þetta rót
sína að rekja til þess, að ég tel
það búmannshyggindi að loka
ekki augnum fyrir þeirri stað-
reynd, að sveitafólkið er, eins og
nú er komið, í minni hluta í
landinu.
Það er sannfæring mín, að
kjördæmaskipun sú, sem nú hef-
ur verið samþykkt, leiði til góðs,
bæði í sveit og við sjó, og að
þessi réttarbót og það aukna
samstarf, sem þar er efnt til,
styrki og efli starisemi vora á
, öllum sviðum þjóðlífsins.