Morgunblaðið - 13.05.1959, Síða 16
16
MORCVNBLAB1Ð
MWviltudagOT 13. m»i 195*
Mosaik-plötur
á veggi og gólf, fyrirliggjandi
í miklu úrvali.
J. Þorláksson & Norðmann hf.
Bankastræti 11
Beykvíkingar - Nærsveilarmenn
Takið eftir
Til 1. júní n.k. seljum við öll bólstruð húsgögn með
jöfnum afborgunum mánaðarlega.
Tækifæri til að eignast húsgögn
með léttu móti.
Bólsfurgerbin hf.
Skipholti 19. (Nóatúnsmegin) Sími 10388.
Bifreið til sölu
Bifreið mín R-1236, sem er af Austin 10 gerð
er til sölu nú þegar.
PAU, ÞORK EBSSON, Málningaverkstæði Ræsir h.f.
Skúlagötu 59.
SÖLUSKATTUR
Dráttarvextir falla á söluskatt og útflutningssjóðs-
gjald, svo og farmiða- og iðgjaldaskatt samkv. 40. — 42.
gr. laga nr. 33 frá 1958, fyrir 1. ársfjórðung 1959, svo
og vangreiddan söluskatt eldri ára, hafi gjöld þessi ekki
verið greidd í síðasta lagi 15. þ.m.
Að þeim tíma liðnum verður stöðvaður án frekari að-
vörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafi þá skilað
gjöldunum.
Reykjavík, 11. maí 1959.
TOIXSTJÓRASKRIFSTOFAN,
Arnarhvoli.
Sérleyfisferðir
í Rangárvallasýslu
BEYKJAVlK — MtíLAKOT:
10. maí—31. maí, þrjár ferðir í viku:
Frá Reykjavík þriðjudaga, fimmtudaga og laugar-
daga kl. 14.
Frá Múlakoti sömu daga kl. 9.
1. júní—31. ágúst, fjórar ferðir í viku:
Frá Reykjavík mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga
og laugardaga kl. 14.
Frá Mnlakoti sunnudaga kl. 17, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 9.
1. september—31. október, þrjár ferðir í viku:
Frá Reykjavík mánudaga, fimmtudaga og laugar-
daga kl. 14.
Frá Múlakoti sunnudaga kl. 17, fimmtudaga og laug-
ardaga kl. 9.
BEYKJAVÍK — HVOESVÖLLUR:
10. maí—31. október, ein ferð í viku:
Frá Reykjavík föstudaga kl. 19,30.
Frá Hvolvelli mánudaga kl. 10.
REYKJAVÍK — LANDEYJAR:
Ein ferð í viku:
Frá Reykjavík þriðjudaga kl. 11.
Frá Hallgeirsey miðvikudaga kl. 8,30.
BEYKJAVlK — EYJAFJÖLL:
Ein ferð í viku:
Frá Reykjavík fimmtudaga kl. 11.
Frá Skógum föstudaga kl. 8.
Kaupfélag Rangœinga
■—■■ . .iM. ... ■ ■ ...
— Spánarstyrjöldin
Framh. af bls. 10
arsvegar og Rússa hinsvegar. f-
hlutun Þjóðverja og ftala varð
aldrei nema hernaðarleg. Rússar
hlutuðust einnig til um stjórnmál
lýðveldisins og það hafði ægileg
áhrif í för með sér. Þetta er eitt
af meginatriðunum í sambandi
við borgarastyrjöldina á Spáni, þó
því væri ekki veitt verðug at-
hygli á sínum tíma.
Að sjálfsögðu bauð hið óstöð-
uga stjórnmálaástand í lýðveld
inu fremur upp á stjórnmálaíhlut
un, heldur en hin styrka stjórn
Rússa. Þó var sama freistingin
þeim megin til að setja þau skil-
yrði að spænskir fasistar skyldu
fyrst og fremst sitja fyrir vopna
og vistasendingum. Við og við
komu háttsettir embættismenn í
Þýzkalandi og Ítalíu fram með
tillögur um slíkt. En slíkum til-
lögum var þegar í stað vísað á-
kveðið frá. Hitler og Mussolini
komu furðulega rétt og áreiðan-
lega fram við Franco og héldu sig
við milliríkjareglur. Þeir sendú
honum vopn og herlið og vildu í
staðinn fá námuréttindi og her-,
stöðvar, en Franco vék sér jafn-
vel þá undan slíkum kröfum með
undraverðri leikni. Varð það und-
anfari stærri vonbrigða Þjóðverja
og ítala síðar. Þeir kröfðust aldrei
aukinna valda til handa spænsk-
um fasistum. Þeir reyndu aldrei
að segja Franco fyrir verkum við
stjórn landsins og jafnvel ekki
við hernaðaraðgerðir.
En Rússar gerðu einmitt það.
Þeir sáu um það að rússnesku
vopnin færu fyrst og fremst til
kommúnistadeildanna í hinum
marglita lýðveldisher. Þeir heimt
uðu frá byrjun að fá að hafa hpnd
í bagga með hernaðaraðgerðum.
Þeir bönnuðu sumar sóknir og
fyrirskipuðu aðrar. Þeir létu reka
liðsforingja og skipuðu aðra. Og
þeir stjórnuðu áróðrinum, Hers-
höfðingjar og stjórnmálamenn,
sem þeim féllu í geð urðu á einni
nóttu heimsfrægir. Aðrir menn
sem ekki voru kommúnistar
fengu á sig illt orð í heimsfrétt-
unum eða hurfu úr þeim.
Rússar voru líka stöðugt að
gefa pólitísk ráð og framfylgdu
þeim stundum með því að stöðva
vopnasendingar. Um það er lauk
voru það líka Rússar sem réðu
hverjir yrðu ráðherrar og felldu
og létu mynda ríkisstjórnir.
Ekki svo að skiija að ráðin,
sem Rússar neyddu iýðveld-
ismenn til að taka, hafi alltaf
verið siæm. Sum þeirra voru
vissulega skynsamleg. í byrjun.
lögðu þeir til, svo dæmi sé tekið,
að aftökum af handahófi yrði
hætt. Þeir lögðu til að reynt væri
að vinna fylgi bænda og lægri
borgarastéttar með því að ábyrgj
ast þeim persónulegt öryggi og
eignarréttindi. Þeir vildu sýna
gætni og drógu úr hinu hálf-
trúarlega ofstæki fyrstu bylting-
ardaganna. Þeir gáfu lýðveldinu
yfirbragð sem minnti á svip hins
frjálslynda lýðveldis og það
nægði til þess að frjálslyndir
menn á Vesturlöndum sannfærð-
ust um að hér væri enn við lýði
hið gamla frjálslynda, umburð-
arlynda þingræðisríki.
En á sama tíma sáu Rússar
fyrir því, að allar raunverulegar
valdastöður, fyrst hernaðarlegar,
síðan stjórnmálalegar væru í
höndum kommúnista, eða komm
únískra leppa. Það var aðeins ein
staka sinnum sem þeir gripu til
harðýgislegra og beinna aðgerða
eins og í hinni.blóðugu hreinsun
Trotskíísta í Kátalóníu í maí 1937.
Venjulega fóru þeir hægt og bít-
andi í sakirnar. En árangurinn
varð æ meiri áhrif kommúnista
í lýðveldinu.
Allan tímann 1937 og 38 var
þetta ríki að taka á sig á yfir-
borðinu æ meiri virðuleika og
borgarasvip, en á meðan voru
kommúnistar að ná æ meiri ítök-
um og áhrifum í kjarna ríkisins.
Það var eins og lítið dýr, sem
fluga hefur verpt eggjum sínum
í. Smásaman voru lirfurnar að
éta upp innanfrá. Aftökurnar
voru færri, en þeir sem voru tekn
ir af lífi voru ekki andstæðingar
vinstri aflanna, heldur andstæð-
ingar innan vinstri aflanna.
Fórnardýrin voru nú jafnaðar-
menn og anarkistar, eða jafnvel
eftir að hreinsanirnar hófust í
Rússlandi ótryggir kommúnistar.
Ástandið var gerbreytt frá byrj
un styrjaldarinnar, þegar hún
var villt og spennandi bylting.
Haustið 1938 hvíldi þung mara
yfir lýðveldinu fuli af harmi, svik
um og ótta.
Þetta eitt hefði í sjálfu sér ekki
þurft að leiða til falls lýðveldis-
ins. Ríki geta lifað iengi þótt
illgirni og hatur ráði þar löndum.
En lýðveldis-Spánn var nú orð-
inn algerlega háður Rússum, —
hann var að verða leppríki og
einmitt þegar verst gegndi dvín-
aði áhugi Rússa á Spáni og þeir
sneru sér að öðrum stærri vanda
málum. Það var hvorki neitt
hernaðarlegt né stjórnmálalegt
atvik heima á Spáni, sem olli úr-
slitum í spænsku borgarastyrjöld
inni. eldur var það fundurinn í
Miinchen.
Eftir Miinchen-fundinn endur-
skoðuðu Rússar alla utanríkis-
stefnu sína. Þeir sáu að allherjar
styrjöldin var að skella á og þeir
ákváðu að beina henni frá sér
til Vesturveldanna. Stefna Litvi-
novs um bandalag við Vestur-
veldin gegn Þýzkalandi féll nið-
ur og byrjað var að undirbúa
samninginn milli Hitlers og
Stalins. Það þýddi að Rússar
urðu að gefa upp alla hagsmuni
sína á Spáni, þar sem þeir höfðu
teflt gegn Þjóðverjum. Rússar
slepptu Spáni eins og hann væri
glóandi járn.
Upp úr október 1938 fóru
birgðaflutningar Rússa til
Spánar að minnka og „sjálfboða-
liðar“ voru kallaðir heim. Það
fór meira að segja að draga veru
lega úr áróðrinum á alþjóðavett-
vangi. Állt í einú varð spænski
málstaðurinn léttvægur fundinn.
Spæn'ska lýðveldið, hvort seni
það var kommúnískt eða ekki,
var ófurselt örlögunum.
Engin tilkynning var gefin út
til Spánverja um þetta, en eftir
nokkrar vikur vissu allir það.
Mótspyrnuþrekið bilaði. Upp-
gjöf og vonleysi breiddist út
meðal manna. Þegar Franco hóf
sókn sína í Katalóníu um jóla-
leytið 1938 brast vörnin. Sókn
in var á engan hátt meiri né
betur skipulögð, heldur en fyrri
sóknir, þar sem berjast þurfti
um hverxi þumlungs lands. En
nú gátu hersveitir hans gengið
áfram mótspyrnulaust.
Það var gert út um stríðið,
þegar leifar hins sigraða lýðveld
ishers Katalóníu þrömmuðu
gegnum snæviþakin fjallskörð
Pyreneafjallgarðsins inn í
Frakkland þar sem þeirra beið
kyrrsetning, hin ömurlega fram-
tíð útlagans. Þó áttu undur eft-
ir að gerast.
IMadrid og umhverfi borgar-
innar stóð enn uppi miðher
lýðveldisins, sem hafði varið
höfuðborgina í meira en tvö ár.
Þeir voru orðnir alvanir bar-
dagamenn, þreyttir, illa vopnað-
ir, yfirgefnir en ósigraðir. Hvað
átti her þessi að gera? Bíða eftir
lokasókninni og láta bugast
eins og Katalóníuherinn ? Eða
gefast upp
Miðherinn gerði hvorugt. í
byrjun marz-mánaðar reis hann
upp gegn þeirri lýðveldisstjórn
sem kommúnistar höfðu tögl og
hagldir í og gegn kommúnista-
deildunum. Allt í einu brauzt
út niöuroælt stolt og blossaði
upp gamalt hatur, rétt áður en
hinir sigursælu og hefnigjörnu
hægrime.nn gætu tekið völdin í
: ar hendur. Kommunistar og
dkommúnistar í vinstri fylk-
ingunni gerðu upp sakirnar hver
vio aðra á strætum, virkjum og
jí neðanjarðarbrautum Madrid.
Síðasti þáttur hamleiksins,
borgarastyrjöld innan borgara-
styi’jaldar var spegilmynd af
því, hvernig styrjöldin hafði
byrjað. Það voru götubardagar
fullir af ósjálfráðri grimmd og
æði. Þeir sem höfðu verið fé-
lagar og nágrannar daginn áður
urðu nú dauðlegir fjandmenn.
Og mannslífið varð lítdvirði í
loga blindrar sannfæringar,
hetjuskapar og haturs.
Er það ekki undarlegt, hvern-
ig mannlegar tilfinningar, sem
oft hræöilegar geta flökt til frá
einu viðíangsefninu til annars?
Eða var hann ekki undarlegur
þessi eftirmáli, þessi síðasti bar
dagi borgarastyrjaldarinnar, al-
veg eins og forleikuvinn sera
gerðist á sömu strætum þreniur
árum áður.
Eftir sex daga bardaga gáfust
kommúnistar upp og skömmu
síðar leystist lýðveldið upp.
Spænsku borgarstyrjöldinni var
lokið.
(Óbserver — Öll réttindi áskil-
iin).
Lokað á lauyardbgum
Skrifstofur okkar og vörugeymsla verður lokað á
laugardögum yfir sumarmánuðina, frá miðjum maí
til miðs sept.
Kristjánsson hf.
Borgartúni 8. — Sími 12-800
VOLGA - bifreið
Smíðaár 1958, ekin 8 þús. km. til sýnis
og sölu á Víðimel 35.
Einbýiishús
HÖFUM TIL SÖLU á fallegum stað í Kópavogi, sérstak-
lega glæsilegt einbýlishús, sem er 6 herb. og kjallari
imdir hálfu húsinu. Bílskúr og lóð standsett.
FASTEIGNASALA & LÖGFR/EÐISTOFA
Sigurður Reynir Pétursson, hrl.,
Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. Isleifsson, hdl.,
Bjöm Pétursson: Fasteignasala.
Austurstræti 14, II. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78