Morgunblaðið - 13.05.1959, Page 17

Morgunblaðið - 13.05.1959, Page 17
MORCVTSBL AÐIÐ 17 Miðvikudagur 13. maí 1951 148 nýir stýrimenn Frá uppsögn Stýrimannaskólans UPPSÖGN stýrimannaskólans fór fram laugardaginn 9. þ.m. að viðstöddum allmörgum gestum, aðallega fyrrverandi nemendum skólans, sem færðu honum veg- legar gjafir við þetta tækifæri. Skólastjóri minntist í upphafi ræðu sinnar hinna miklu sjó- slysa á s.l. vetri og skýrði frá, að samtals hefðu farizzt 49 íslenzkir sjómenn á þeim tíma, sem liðinn er af þessu skólaári. 6 þeirra voru fyrrverandi nemendur skólans. Einnig minntist skólastjóri nokk- urra þekktra skipstjóra, sem lét- ust á sóttarsæng á þessu tíma- bili, og höfðu sumir verið starfs- menn við próf í skólanum í nokk ur ár. Viðstaddir minntust hinna látnu sjómanna með því að rísa úr saetum. I>á skýrði skólastjóri í stuttu máli frá störfum skólans á þessu skólaári. 87 nýir nemendur komu í stýrimannaskólann auk 67 manna, sem lásu á námskeiðinum skólans á ísafirði og í Neskaup- stað. Nemendur frá fyrra ári og eldri voru 40, svo að samtals voru 127 nemendur í skólanum, þegar flest var. Kennarar voru samtals 14, þar af 8 stundakenn- arar, auk þeirra, sem kenndu leikfimi, sund, björgunaræfingar og meðferð talstöðva og dýptar- j HINN 14. apríl síðastliðinn var mæla, en sú kennsla fer að mestu j jarðsungin á Þingeyri í Dýra- fram utan skólans. | firði, Guðrún Benjamínsdóttir, Samtals útskrifaði skólinn 148 , fyrrverandi kennari við barna- stýrimenn á þessu skólaári, 110 . skólann þar. Andaðist hún í með hinu minna fiskimannaprófi, ! sjúkrahúsi hér í Reykjavík hinn annica í 24 bindum. Guðmundur Gíslason, skipstjóri í Boston, Mass., sem var hér á ferð í fyrra haust, færði skólanum að gjöf vandaðan sextant til minningar um gamla skipsfélaga hérlendis, áður en hann fluttist af landi burt. Þá höfðu skólanum borizt skipamyndir frá Eimskipafélagi íslands og skipadeild S.f.S. Þakkaði skólastjóri þá vin- semd og ræktarsemi í garð skól- ans, sem allar þessar gjafir bera vitni um, og sagði skólanum slit- ið fyrir þetta skólaár. Nöfn prófsveina Farmenn: 1. Ásmundur Hallgrímss. Rvík 2. Bjarni Ásgeirsson Rvík 3. Dagbj. Einarsson Grindavík 4. Leon Karlsson Rvík 5. Lúðvík Ágústsson Rvík 6. Ólafur Valur Sigurðss. Rvík 7. Sigurður Hannesson Rvík 8. Svanur Jóhannsson Flateyri 9. Tryggvi Sveinsson Rvík 10. Valsteinn Guðjónsson Rvík Fiskimenn: 1. Baldur Viðar Guðjðnss. Rvik 2. Björn E. Ingimarss. Hnífsdal 3. Bragi Emilsson Djúpavogi 4. Grétar Þórðarsson Hnífsdal 5. Guðm. L. Guðm.ss. Sandgerði 6. Guðm. Pétursson Keflavík 7. Guðm. Sigtrygsson ísafirði 8. Gunnar Magnús Guðmanns- son Dysjum Garðahreppi 9. Gunnar B. Jóhanns. Akureyri 10. GunnarE.Svavarss. Ólafsfirði 11. Hafsteinn Guðm.ss. Sandgerði 12 .Halldór I. Hallgrímss. Rvík 13. Hjörtur Árnas. Neskaupstað 14. Hörður S. Jónss. Eyrarbakka 15. Hörður Skarphéðinss. Bildud. 16. Jóhann Ægir Egilsson Rvík 17. Jóhann H. J. Jóhann. Rvík 18. Jón H. Wíum Mjófirði 19. Marínó Friðjónsson Dalvík 20. Nikulás M. Brynjólfss. Rvík 21. Reynir Guðmundsson Sel- tjarnarnesi. 22. Sig. G. E. Njálsson Akranesi 23. Skúli Þór Kjartansson Rvík 24. Snorri Friðriksson Hofsósi ,25. Viðar Karlsson Rvík 26. Viðir Guðmundss.Tálknafirði 27. Þórður Ingibergsson Rvík 28. Þorv. Guðmundss. Akranesi Guðrún Benjamínsdóttir Minningarorb þar af 45 á ísafirði, 17 í Neskaup- stað og 48 í Reykjavík. Ennfrem- ur 28 með fiskimannaprófi og 10 með farmannaprófi. Hæstu eink- unn við farmannaprófið hlaut Ásmundur Hallgrímsson, Reykja vík, 7,48' í meðaleinkunn, og hæstu einkunn við fiskimanna- prófið hlaut Þorvaldur Guð- mundsson, Akranesi, 7,49 í meðal einkunn. 5 piltar, Ásmundur Hallgríms. son, Halldór í. Hallgrímsson, Ólafur Valur Sigurðsson, Viðar Karlsson og Þorvaldur Guð- mundsson hlutu verðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar, skólastjóra, og" Guðmundur Sigtryggsson, ísa- firði, hlaut verðlaun fyrir ágæta kunnáttu í sjórétti. Að skýrslu sinni lokinni ávarp- aði skólastjóri nemendur og af- henti þeim skírteini og verðlaun. Ræddi hann aðallega um ráð- stafanir til varnar slysum á sjó og hvatti nemendurna til árvekni og aðgæzlu í þeim efnum. Sæmundur Auðunsson skip- stjóri, framkvæmdastjóri h/f Fylkis, kvaddi sér hljóðs og færði skólanum að gjöf fyrir hönd eig- enda félagsins vandað líkan af tógaranum „Fylki“, sem fórst sem kunnugt er í nóvember 1956 með þeim hætti, að tundurdufl sprakk í neti togarans, þegar ver- ið var að innbyrða það. Er líkan þetta hin veglegasta gjöf. Einnig ávarpaði Sæmundur hina nýju stýrimenn og árnaði þeim heilla. Ingólfur Möller, skipstjóri, hafði orð fyrir 25 ára prófsvein- »»m skólans og færði skólanum að gjöf frá þeim skólafélögun- um mikla og forkunnarvandaða bók, til þess gerða, að safna í hana ljósmyndum og eiginhand- arnöfnum nemenda stýrimanna- skólans í næstu aldir. Einnig mælti hann hvatningarorð til hinna nýju stýrimanna og árnaði þeim heilla. Guðmundur Oddsson, skip- stjóri, afhenti skólanum gjöf frá prófsveinunum frá 1933, sem til- kynnt var um við síðustu skóla- uppsögn. Er það kvikmyndasýn- ingarvél af vönduðustu gerð ásamt hátalara. Skólastjóri þakkaði hinar verð mætu gjafir og skýrði frá öðrum, sem skólinn hafði fengið á þessu tímabili. Halldór Þorsteinsson, skipstjóri, Háteigi, gaf skólanum rerðmæta bók um skipasmíðar, en hafði áður gefið honum al- fræðiritið Encyclopædia Brit- 6. sama mánaðar, eftir langa og erfiða -sjúkrahússvist. Fór kvenðjuathöfn fram hér í Foss- vogskirkju, en lík hennar var flutt til sæskustöðvanna. Guðrún Benjamínsdóttir var fædd að Gerðhömrum í Dýra- firði 13. maí 1876. Foreldrar henn ar voru Benjamín Bjarnason skipstjóri og bóndi í Múla í Dýra firði og kona hans Guðbjörg Pét- ursdóttir. Ólst hin unga mær upp í föðurgarði til fullorðinsára. Hneigðist hugur hennar snemma að bókum og námi. En á þeim ár- um voru engir barnaskólar í Dýrafirði. Varð því heimafræðsl- an að nægja fyrst um sinn. Þegar hún fór úr föðurgarði, réðst hún til kaupmannshjónanna á Bíldudal í Arnarfirði, Péturs J. Thorsteinssonar og konu hans, frú Ásthildar Guðmundsdóttur. Tengdist hún þar varanlegum vináttuböndum við þá fjölskyldu. Rættist nú úr fyrir námslöngun Guðrúnar, svo að hún komst til náms í kvennaskólann á Ytriey, og stundaði þar nám árin 1897— ’99. Auð þess var hún á kennara- námskeiði 1909, enda hafði hún mikla löngun til kennslustarfa. Hóf hún fyrst kennslu sem heim- iliskennari í Dýrafirði, en réðst svo sem kennari við barnaskól- ann á Þingeyri. Hafði hún þann starfa á hendi frá 1908 til 1923. Varð hún þá að láta af því starfi vegna heilsubrests. Næstu ár hafði hún svo á hendi kennslu til munns og handa fyrir ungar stúlkur, og þá einnig skrifstofu- störf. Samhliða því hafði hún mikinn áhuga fyrir félags. og menning- armálum héraðsins. Þegar kven- félagið Von var stofnað á Þing- eyri, árið 1907, gerðist hún ritari félagsins og hafði það starf á hendi til ársins 1945. Hin síðustu ár ævi sinnar hefur Guðrún átt við erfiða vanheilsu og þrautir að búa, eins og áður er um getið. En nú er þvi stríði lokið. Guðrún Benjamírjsdóttir var gáfuð kona og mikilhæf. Hún þráði fræðslu og menntun, en óskaði jafnframt og þráði að geta ávaxtað það pund sitt í sál- um hinnar uppvaxandi kynslóð- ar, enda átti hún þess kost um langt skeið. En kennslustofuna mun hún hafa kvatt með miklum söknuði. Og nú hefir sál hinnar mikl- hæfu konu lyft vængjum og svif- ið yfir landamærin, þar sem fæð-' ing til nýs lífs beið hennar. Læt ég hug minn flytja þessari ferm- ingai’systur minni hugheilar ósk- ir yfir á ströndina, sem bíður okkar allra. Kristján Sig. Kristjánsson. Athugasemdir við fréttir um undrasýningu er eykur trjávöxt. VIÐ undirritaðir sem hvorugir vorum viðstaddir á fyrsta fræðslu fundi Garðyrkjufélags íslands, viljum vegna stöðugra fyrir- spurna um svonefnda Gaberael- sýru, er Einar Sigurgeirsson magister. mun hafa minnzt á í erindi því, er hann ílutti á fund- inum, koma eftirfarandi á fram- færi. ■ Sýra þessi, sem réttu nafni mun heita Gibberallinsýra eða Gibb- erellicsýra, hefur nokkur undan farin ár verið reynd víðs vegar á tilraunastöðvum, en þó aðal- lega í Bandaríkjunum Er henni ætlað að hafa örfandi áhrif á vöxt og blmgun plantna, og til- heyrir flokki þeim. er nefnist vaxtarhvatar. Hvati þessi hefur ekki verið reyndur á opinberum vettvangi hér á landi, svo vitað sé til, hins vegar höfum við ekki ástæðu til að rengja það, sem haft er eftir Einari Siggeirssyni af hans eigin reynslu um þetta efni. Þó þykir rétt að skyra frá því, að þær athuganir sem þegar nafa verið gerðar með gibberellinsýru dag bárust þær fregnir frá á tilraunastöðvum, eru enn svo skammt a veg komnar að til- Kommúnistar króaðir af NÝJU DELHI, 11. maí. — í Tíbet, að Khamba-menn hefðu króað af kínverskar her sveitir í Tíbet og haldi þeim í herkví. — Kínverskar flug- vélar hafa verið sendar þang- að sem Kínverjarnir eru af- króaðir og vistum og matvæl- um kastað til Kínverjanna. raunastofnanir hafa ekki viljað mæla með notkun sýrunnar á al- menningsvettvangi að svo komu, beldur varað fólk við að láta ginnast af því mikla veðri, sem gert hefur verið úr sýrunni, sam fara allskyns auglýsingabrellum, er fraf hafa komið í ýmsum blöð- um og tímaritum upp á síðkastið. Þótt nokkur jákvæður árangur Þórarinn Kr. Öl- afsson — Kveðju- orð F. 25. júlí 1885. D. 11. april 1959. Þitt sæti er autt það fyllir enginn framar, finn ég nú bezt, hvað átt ég hef og misst. Minningar gleðja mig pá sorgin lamar, því margt hefur gerzt frá því við sáumst fyrst. Þú baðst um það að mega fyrri fara fengin er þessi kæra óskin þín, og ráðgjafinn telur mig hæfari að hjara, hérna um tíma, fremur en þig án mín. Þig kveðja og þakka ástvinirnir allir, umhyggjan þin hún var svo dásamleg, nú er þín leið um himins dýrðar hallir, hjartkærir synir fara um sama veg. Vertu nú sæll, já sæll um eilífð alla, ávalt þig leiði Jesú kærleiks mund. Ég veit að bráðum klukkurnar mig kalla, kemst ég þá aftur, vinur, þinn á fund. Sigurrós Guðmundsdóttir. Ólafur Snorrason — Kveðja frá fósturmóður F. 13. júlí 1926. D. í febrúar 195$. Ég græt þig elsku Óli minn, sem okkur varst svo kær, þín mæta bernsku minningin að mínu hjarta nær. Og svo var allan aldur þinn. þó okkur skildi um sinn, þú varst alltaf jafn velkominn, sem værir sonurinn. Þú áttir meira en margur á af manndóm ró og tryggð, og allir vissu er vannstu hjá það var af trú og dyggð. ; Þín sakna barnabörnin mín I og bræður og systurnar, sem áttu samleið æsku þín og ótal minningar. i Þig syrgjum öll en vitum vel, að völdin eru hans sem velur úr, þá helkalt hel fá hetjur þessa lands. Þig syrgir mæta móðir þín og maður og þeirra börn, þau vita að ást Guðs aldrei dvin né eilíf náðarvörn. Ég fel þig góðum Guði á vald, hann gleðji þína sál, að trúrra þjóna takir gjald, 'við teljum öruggt mál. Sigurrós Gumundsd. hafi komið í ljós á ýmsum þeim í jurtum er athuganir hafa verið gerðar á, hefur gibberellinsýra almennt ekki reynzt eins vel og | í upphafi var vænzt og sízt af öllu á trjákenndum gróðri. Að gibberellinsýra auki vöxt er ekki allskostar rétt. Það sem á sér stað er, að frumur plantn- anna togna, rúmmálsmagn plönl- unnar eykst. Það skeður engin frumaukning og þurrefnismagmð eykst því ekki. Aðallega hefur jákvæður árangur sýnt sig á sumum grænmetistegundum og blómj.urtum. T. d. hefur reynst unnt. að fá tvíærar jurtir til að blómgast á fyrsta ári. Getur slíkt komið til með að hafa þýðingu í sambandi við frærækt. Sýran virðist ennfremur vera gædd töluverðum mætti til að rjúfa eðlilegan dvala plantna, og kann það atriði að hafa töluvert að segja fyrir ylræktun á ýms- um plöntum gróðurhúsa s. s. lauka og hnýðisjurtir, en vafa- samt er, hvort mikill fengur sé í slíku gagnvart ræktun hjá al- menningi. í tilraunum með kartöflur, sem enn eru á frumstigi í Noregi, hefur þó greinilega komið fram, að útsæði sem látið er standa nokkrar mínútur í veikri upp- lausn af gibberellinsýru álar hratt og myndar þróttmiklar spír- ur. Grasfletir verða einnig fyrr grænir á vorin sé úðað yfir þá með sýruupplausn. Hæpið má þó telja að sú aðgerð borgaði sig sig hér, þar sem kulda og nætur- frosta og næturfrosta má vænta fram eftir öllu vori. Hraður vöxtur og skjót blómg- un eru að sjálfsögðu atriði, sem mikilsverð mega teljast hérlend- is, þar sem vaxtartími er stuttur en hins vegar má teija vafamál, hvort sú vaxtartognun er -kann að koma fram við notkun gibber- ellinsýru verði í öllum tilfellum til bóta. Rétt er því fyrir almenn- ing að bíða átekta, unz endanlég- ar tilraunaniðurstöður liggja fyr- ir um raunhæfa hagnýtingu gibb- erellinsýru. Óli V. Hannsson Garðyrkjuráðunautur Búnaðar- félags íslands. Hafliði Jónsson Ga.dyrkjustjóri Reykjavíkur- bæjar. \flafrétlir að vestan ÍSAFIRÐI, 8. maí — f aprílmán- uði var afli ísfirzku bátanna, sem hér greinir: Gunnvör 182 tonn 1 23 róðrum, Guðbjörg 179 tonn 1 24 róðrum, Gunnhildur 174 tonn 24 róðrum, Ásúlfur 127 tonn í 23 róðrum, Már 118 tonn í 18 róðr- um. Þessi afli bátanna er mið- aður við slægðan fisk. Þá hafði Ásbjörn fengið 161 tonn í 23 róðr- um og Sæbjörg 173 í 21 sjóferð, en afli þessara báta er miðaður við óslægðan fisk. Aflinn er að mestu leyti steinbitur. Þrír bátar eru gerðir út frá Hnífsdal og er Mímir með 164 tonn í 21 róðri, Rán og Páll Páls- son voru með net og er Páli með rúmlega 95 tonn, en Rán 126. Undanfarna daga hefur reyt- ingsafli, mest þorskur, en nú eru vertíðarlok á næstu grösum, Uk- lega í lok næstu yiku. — Guðjó*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.