Morgunblaðið - 13.05.1959, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.05.1959, Qupperneq 20
20 MORCVrtBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. maí 1959 Léandre, til Armands Borni, öðru nafni Czerniawski, til hans ljóshærðu Kenée — og til „Læð- unnar“. Fjórtán ár eru nú liðin síðan, en stundum finnst mér eins og það hefði allt gerzt í gær. „Eigum við ekki að fara þeg- ar á hælana á liðna tímanum“, skýt ég inn í. Það er ekki nema smá-sprettur í bifreið héðan til Montmartre, til Rue Villa Lé- anóre. Það er ekki nema „kattar stökk“. Ijóshærðu undirforingja Halbe. Það var hún, sem með frekju, dirfsku og ófyrirleitni lék sér að lífshættunni og hafði kitlandi nautn af þvi að vera elt, hötuð og valda ótta, en vera jafnframt elsk uð. Mánuðum saman hafði allt gengið vel. „Læðan var orðin ör- uggari og öruggari, en jafnframt sjálfbyrgingsleg og beinlínis létt- úðug. Hún hafði gert ráð fyrir öllu nema einu. Það var mannþekk- ing, glöggskyggni og kænska þýzks undirforingja, Hugos nokk urs Bleicher, sem hafði snúið hinum þumbaralega starfsmanni við geymastöðina, Emile Meure, ginnti hina fögru frú Bouffet, gat sannfært hinn hugdjarfa her- mann Pál Kiffer, losaði um mál- beinið á hinum dula Orsival og hafði nú einnig leikið á hina af- brýðissömu litlu frú Renée. Snjóflóðið frá Cherbourg var nú komið að „Læðunni". Ennþá hafði hún ekki veður af glötun- inni, sem vofði yfir henni. Hafði hún misst hið óbrigðula skyn sitt á yfirvofandi hættu, — eða —? Klukkan er um það leyti ell- efu fyrir hádegi, og það er ekk- ert skemmtilegt um að lítast á Rue Antoinette í París þennan hráslagalega nóvembermorgun. Þeir fáu, sem eru á gangi, flýta sér heim og inn úr vætunni. Það er aðeins fyrir utan húsið nr. 9, að maður nokkur ranglar fram og aftur og veit auðsjáanlega ekki hvað hann á af sér að gera, en virðist vera að bíða eftir ein- hverju. Þessi maður hefur ekki augun af útidyrum hússins og um- hverfi þess. Hann hefur nánar gætur á dökkri bifreið, með frönsku merki, sem lagt hefur verið við gangstéttarröndina og í aftursæti hennar situr ljóshærð ung kona og hallar sér aftur. Maðurinn er Hugo Bleicher og hann lítur á úrið sitt órólegur. — „Læðan“ hlýtur nú að koma á hverju augnabliki. Loksins mun hann hafa fyrir sér þessa leynd- ardómsfullu konu, sem hefur valdið þýzka hernum svo miklum hrellingum í heilt ár. _Og konan úti í vagninum er engin önnur en Renée Borni, sem féllst á það með ánægju að fara með honum, til þess að benda á „Læðuna", og selja þennan hataða keppinaut sinn Þjóðverjum í hendur. Nú — loksins! Bleicher gefur nánar gætur. Þarna kemur hún, smástíg í göngulagi, grönn kona með áberandi rauðan hatt á kol- svörtu hárinu, sem er klippt i drengjakoll. Læðan gengur í gildruna. Hugo Bleicher lítur snöggvast spyrjandi á Renée. Hún kinkar kolli. Þá lyftir Bleicher . upp hendinni, án þess að á því beri, kveikir á vindlingakveikjara og kveikir sér í vindling. Það var umtalað merki. Allt í einu um- kringja nokkrir menn, sem virt- ust koma upp úr jörðinni, kon- una með snotra, rauða hattinn. Áður en „Læðan“ getur náð Hinar marg- efiirspurðu svissnesku Sól- og regn- KÁPUR eru komnar Rauðarárstíg 1. sér eftir undrun sína, hafa mennirnir — það voru óeinkenn- isklæddir menn úr GFP — látið hana inn í hinn opna vagn með vægilegu, en ómótstæðilegu afli. Nú skilur „Læðan“ að hún er fangi. Hún þekkir Ijóshærðu kon una, sem situr hjá henni aftur í vagninum og hún veit undir eins, hvern þátt Renée hefur átt í handtöku hennar. Áður en Bleicher og GFP-mennirnir geta komið í veg fyrir það, hefur „Læðan" íæst í klónum. Fjórar langar, blóðugar rákir liggja þvert yfir andlitið á uppljóstrar- anum eftir hinar hvössu neglur „Læðunnar”. Renée Borni rekur upp hátt hljóð af hræðslu og sársauka, og hún lítur inn í tvö hatursfull, leiftrandi augu. „Ég skal gera út af við þig, falska úr- þvættið þitt“, hvæsir „Læðan“, og ræðst aftur á Renée. Karlmennirnir verða að beita afli til þess að skilja konurnar. Hugo Bleicher undirforingi, sem náði í „Læðuna“, selur nú bændum og borgurum vindla í draumfögrum smábæ nálægt Bodenvatninu. Enginn skyldi trúa, að það væri hann, sem hefði flett ofan af djörfustu konunni, sem stundaði njósnir í síðari heimsstyrjöldinni, og orðið mikil vægasta persóna þýzka hersins í Frakklandi og sá maður, sem frönsku andspyrnuhreyfingunni „Résistanc“, stóð mest ógn af. Þessi tóbakssali, Hugo Bleic- her, situr á fögrum sumardegi árið 1955 ,ásamt höfundi þessar- ar bókar, á svölum kaffihússins Monte Carlo í Avenue Wagram og drekkur gætilega glas af hinu góða og ódýra franska rauðvíni. „Vitlausa veröld“, tautar Bleicher og dreypir á víninu. — „Ég er að hugsa um það, að eins og við sitjum hérna í dag, sátu þeir Páll Kiffer og Orsival líka eitt sinn við þetta sama borð og voru að drekka eitthvað. Og svo horfðu þeir skyndilega hissa inn í skammbyssuhlaupin ökkar. Bleicher hugsar sig um stund- arkorn, áður en hann heldur áfram. Héðan lá slóðin þá beina leið til hússins nr. 8 í Rue Villa, „Hvaða gagn haldið þér, að þér hafið af því?“ „Það er aldrei að vita“. Ég yppti öxlum. „Líklega á frú Blavette þar ennþá heima með dóttur sinni. Ef til vill segir hún okkur eitthvað frá þeim leyni- legu atburðum, sem urðu þá, ár- ið 1941, í húsi hennar. Ef til vill heyrum við eitthvað meira af munni hennar í dag, en hún kærði sig um að segja þ' ákveðn um undirforingja í þýzka hern- um. Blecher hikar. Uppástungan var vissulega freistandi. Hver er sá, sem ekki myndi hafa gaman af því, þegar mörg ár eru liðin og allt öðru vísi er ástatt, að koma aftur á þá staði og sjá aft ur það fólk, sem er í órofa sam- bandi við mikilvægan þátt í ævi vorri. „Játaði frú Blavetti það þá fyr ir yður?“ spurði ég, „að hún vissi, að leynilegt senditæki væri í húsi snu?“ „Sei, sei, nei“, sagði Bleicher, „hún neitaði að hafa haft minnsta grun um það“. „Þá skal ég veðja um það við yður, Bleicher, að hún er nú op- inberlega viðurkenndur þátttak andi í andspyrnuhreyfingunni, þar sem hún hafi þá vitandi vits falið hjá sér leynilegt sendi- tæki“. Víst var um það, að heimsókn til frú Blavetti í Rue Villa Lé- andre væri skemmtilegur áfangi á þessu ferðalagi inn í fortíðina. En — hvernig myndi hún taka á móti okkur, þessi kona, sem Hugo Bleicher hafði eitt sinn valdið svo miklu mót- læti, þegar Armand Borni, öðru nafni Czerniawski, og leynisend irinn hans voru teknir í húsi hennar og fluttir á brott. Skyldi frú Blavetti reka okkur á dyr, skyldi hún kalla á lögregluna, valda uppistandi, eða....? En þá tók herðabreiði maður- inn með dökku hornspangargler- augun, ákvörðun. Það voru þó liðin fjórtán ár frá þessari við- burðaríku nótt, og þessi ár höfðu sett mark sitt á andlit hans. Ef til vill myndi hann ekki þekkjast aftur, en til þess að Nýkomnir Knaltspyrnuskór með gúmmí-sólum No. 36—39 Kr. 200. — _ 40—46 — 217. — Verzl. Hans Petersen h.f. Sími 1-32-13. a r L á ó 1) Ég skil ekki hvers vegna Stína varð svona miður sín, Markús. Er eitthvað athugavert við þennan búning? Ég býst við, að henni hafi bara ekki geðjazt að honum, Róbert. 2) Heyrðu, Markús, veizt þú hvað gengur að henni Stínu. Ef þú veizt það, þá segðu mér það, í guðs bænum! 3) Ertu frá þér! Stína er aðeins barn. — Af hverjum ætti hún svo sem að vera ástfanginn? Sigga — það er deginum ljós- ara, Róbert, segir Markús. hafa vaðið fyrir neðan sig, þá mátti har.n ekki heita Hugo Bleicher. „Komið þér — við ökum þang að“, var allt og sumt, sem hann sagði. Og nú mun svo virðast dá- litla stund, sem klukkan hafi gengið fjórtán ár aftur á*bak og tóbakskaupmaðurinn frá Tettn- ang hafi breytzt aftur í undirfor ingjann í hernum, í þann Hugo Bleicher, sem klófesti „Læðuna". Skömmu síðar stöndum við Hugo Bleicher fyrir framan fram mjóa húsið nr. 8 í Rue Villa Lé- andre. Hinn vanhirti forgarður er girtur smíðajárnsgirðingu með gömlu lagi. Mjótt steinþrep ligg- ur upp að útidyrunum. Hugo Bleicher hikar andartak, en síðan þrýstir hann ákveðinn á bjölluhnappinn. Hvellur bjöllu hljómurinn heyrist um húsið. — Nokkrar sekúndur er allt þögult inni fyrir. Það heyrist ekki ann- að en tilbreytingarlaust lag frá spilakassa í Place Blanche, sem ér nálægt. Loksins heyrist fótatak og sá, sem kemur, dregur fæturna á eft ir sér. Lykli er snúið í skránni, svo að smellur í. Það er r.ákvæm lega eins og þá var, flýgur Bleicher í hug, en honum gefst ekki tóm til frekari hugleiðinga, því hurðin er opnuð hægt. — í hálfrökkri kvöldsins sjáum við gráhærða, gamla konu, en að baki hennar er ung kona, sem horfir yfir öxl hennar, á gest- ina með undrandi og kynlega fjarrænu augnaráði. Ég hneigi mig og spyr: „Er þetta frú Blavetti?“ „Já, hvers óskið þér?“ Ég skýri fyrir henni í fáum orð um ástæðuna til heimsóknar okkar, en nefni ekki nafn Bleic- hers. Ég segi henni, að ég sé þýzkur blaðamaður og hafi áhuga á örlögum „Læðunnar", og mig langi til að vita hið sanna um þá atburði, sem urðu fyrir fjórtán árum og leiddu til þess, að upp komst um hina miklu njósnasamtök „Interalliée" og til fangelsunar þeirrar konu, sem nefnd hafi verið Mata Hari síðari heimsstyrjaldarinnar. Ég kveðst vilja vita hið sanna og þá eink- um af munni þeirra, sem þá voru sjónarvottar að atburðunum, eins og einmitt eigi sér stað um frú Blavetti. Því að í hennar húsi muni það hafa verið, sem pólski höfuðsmaðurinn Czerniawski, foringi „Interalliée", var hand- tekinn á sínum tíma. ailltvarpiö Miðvikudagur 13. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna“: Tón leikar af plötum. 19,00 Þingfrétt ir. — Tónleikar. 20,30 Þýtt og endursagt: Ofjarl brezka flotans (Jónas St. Lúðvíksson). — 21,00 Tcnskáldakvöld: Helgi Pálsson sextugur 2. maí. a) Erindi (Bald ur Andrésson kand. theol.). b) Tónverk eftir Helga Pálsson. — 21,45 íslenzkt mál (Ásgeir Blön- dal Magnússon kand. mag.). — 22,10 Garðyrkjuþáttur (Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri). 22,25 íslenzkar danshljómsveitir: — Stratos-kvintettinn leikur. Söngv ari: Jóhann Gestsson. — 23,00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 14. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó mannaþáttur (Guðbjörg Jónsdótt ir). 19,00 Þingfréttir. — Tónleik- ar. 20,30 Erindi: Séð og heyrt í sjúkrahúsi, eftir Þórgný Guð- mundsson bónda (Þóroddur Guð mundsson rithöfundur flytur). 20,55 Úr hljómleikasal: Irmgard Seefrid syngur lög eftir Schu- bert, Moussorgskij og Bartók; Erik Werba leikur undir á pía- nó (segulband). 21,35 Útvarps- sagan: „Úr ösku í eld“ eftir Dag- finn Sveinbjörnsson; II. (Ævar Kvaran leikari). 22,10 Garð- yrkjuþáttur: Ole P. Pedersen garðyrkjufræðingur talar um ræktun í kirkjugörðum. — 22,25 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23,05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.