Morgunblaðið - 13.05.1959, Side 22

Morgunblaðið - 13.05.1959, Side 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. maí 1959 Prófessor Rott stjórnar Betlistúdentínum Yfir 100 manns taka þátt í sýningunum Barna- og miðskólanum í Sfykldshólmi slitið Blómlegt félagslíf í skólanum sl. vetur STYKKISHÓLMI, 3. maí. EFTIR hálfan mánuð verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu óper- ettan Betlistúdentinn eftir Carl Millöcker. — Sl. föstudagskvöld kom hingað til lands hinn þekkti leikstjóri, próf. Adolf Rott frá Vín, en hann hefur verið fenginn til að setja Betlistúdentinn á svið hér. Óperetta þessi er mjög íburðarmikil og yfir 100 manns taka þátt í sýningunni, söngvar- ar, leikarar, ballettdansarar o. fl. — Þegar söngleikir eru ann- ars vegar, verður maður að fleygja peningum út um glugg- ann og svo koma þeir aftur inn um dyrnar, segir gamall þýzkur málsháttur, sagði próf. Rott, er fréttamenn áttu tal við hann og Þjóðleikhússtjóra í gær. Hann er aðalleikstjóri við Burgtheater í Vínarborg og jafnframt leikhús- stjóri þar. Auk þess hefur hann sett á svið söngleiki og óperur víða í Evrópu. Nú síðast setti hann upp óperuna Hollending- inn fljúgandi eftir Wagner í Scalaóperunni í Mílanó og í Vín- aróperunni. Sannkölluð Vinarópera Próf. Rott hefur sett Betli- stúdentinn upp víða áður, t. d. í Vín, Hamborg, Helsingfors, Stokkhólmi og Ósló. Er uppsetn- ing sú er hann notar 10 ára gömul. Leiktjöld og búninga hef- ur próf. Walter von Hoesslin frá Vín teiknað og er það fengið hingað að láni frá Stokkhólmi. Þetta er því sannkölluð Vínar- óperetta, þar eð höfundur henn- ar, sviðsetjari og leiktjaldamál- ari eru allir Vínarbúar. Kom strax í ljós er próf. Adolf Rott tók til við æfingar, að uppsetn- ing hans er ákaflega skemmtileg og lífleg. Óperettan Betlistúdentinn fjall ar um uppreisnina í Póllandi gegn Ágústi hertoga, og auðvitað er heilmikið fjallað um ástina, eins og í öðrum söngleikjum. — 0 Sneru bök- um saman FRUMVARPIÐ um útflutnings- sjóð var til 3. umræðu í efri deild í gær. Það gerðist markvert við afgreiðslu þess, að Framsóknar- menn og Alþýðubandalagsmenn sneru bökum saman til að koma fram breytingum við frv. og voru samþykktar tvær breytingartil- lögur, önnur frá Björgvin Jóns- syni og Birni Jónssyni og hin frá Alfreð Gíslasyni. Var frv. síðan með áorðnum breytingum endur- sent til neðri deildar. Millöcker samdi þessa óperettu árið 1882, en hann er einn þekkt- asti fulltrúi Vínaróperunnar við hlið Strauss og Suppé. Hljómsveitarstjóri er Hans Andolitsch og hefur hann æft kór og söngvara síðan í byrjun apríl. í óperettu þessari koma fram 15 söngvarar og leikarar, 24 manna kór, 14 ballettdansarar, 24 statistar og tæplega 30 manna hljómsveit. Guðmundarnir og Þuríður í aðalhlutverkum Sönghlutverkin eru í höndum Guðmundar Guðjónssonar, Guð- mundar Jónssonar, Þuríðar Páls- dóttur, Sigurveigar Hjaltested, Nönnu Egilsdóttur, Kristins Halls sonar, Sverris Kjartanssonar, Ævars Kvaran og Dóru Reindal. Nanna syngur nú í fyrsta sinn í óperettu hér, en hún hefur sungið í söngleikjum í Þýzka- landi og víðar. Af leikurum má nefna Bessa Bjarnason, Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinns- son. Sven Bunch semur og æfir dansana ,og dansar sjálfur, ásamt 14 dansmeyjum. Betlistúdentinn verður frum- sýndur 29. maí og er ætlunin að halda sýningum áfram út júní. Allar óperur og óperettusýning- ar, sem Þjóðleikhúsið hefur sett á svið, hafa verið sýndar 25—30 sinnum, alltaf fyrir fullu húsi, og er ekki að efa að svo verði einnig um þessa. Á FUNDI sameinaðs Alþingis í fyrradag var samþykkt einróma að lokinni síðari umræðu þáltill. um skipun nefndar til að vinna með ríkisstjórninni að framgangi handritamálsma. Tillagan, sem var flutt af Pétri Ottesen og Svein birni Högnasyni, er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa 5 manna nefnd til þess, undir forustu rík- isstjórnarinnar, að vinna að end- urheimt íslenzkra handrita frá Danmörkm. Nefndin skal þannig skipuð, að þingflokkarnir tilnefna sinn manninn hver, en fimmti maður skal tilnefndur af heimspekideild háskólans. Nefndin kýs sér sjálf formann Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði Nýr flugstjóri hjá Loftleiðum NÝLEGA fékk Ragnar Kvaran flugmaður réttindi til flugstjórn- ar á millilandaflugvélum Loft- leiða og er hann 12. flugmaður- inn, sem félagið veitir þessa stöðu. Ragnar fór í fyrstu ferð sína með flugvélina Heklu frá Reykja vík til Lundúna 28. f.m. Ragnar lauk flug- og siglingafræðinámi í Englandi árið 1949. Árið eftir lauk flug- og siglingafræðinámi Bandaríkjunum og starfaði síðan á Keflavíkurflugvelli hjá flug- málastjórninni til ársins 1953, en þá réðist hann til Flugfélags ís- lands. Hann flaug innanlands í tæpt ár, en réðist svo til Loft- leiða og hefir síðan verið flug- leiðsögumaður og aðstoðarflug- maður í millilandaflugi félagsins. Fyrri flutningsmaður tillög- unnar, Pétur Ottesen, hafði fram- sögu um málið af hálfu fjárveit- inganefndar. Kvað hann samkom- lag hafa orðið í fjárveitinganefnd um að mæla eindregið með því að tillagan yrði samþykkt. Fjár- veitinganefnd liti svo á, að með skipun þessarar nefndar væri lagður grundvöllur að nýrri sókn í málinu, sem væntanlega yrði ekki látið linna fyrr en við hefð- um endurheimt handritin frá Danmörku. Ríkisstjórninni væri að því mjög mikill styrkur að hafa slíka nefnd sér til fullting- is í baráttunni fyrir endurheimt handritanna. Tillagan var samþykkt með 35 samhljóða atkvæðum og afgreidd til ríkisstjórnarinnar sem álykt- un Alþingis. Barna- og miðskóla Stykkishólms var slitið í dag. Fór athöfnin fram í kirkjunni hér, og var hún þéttskipuð. Prófasturinn sr. Sig- urður Ó. Lárusson, flutti bæn, minntist bænadags þjóðkirkjunn- ar sem bar upp á þennan dag, og las einnig ritningarorð. Skóla- stjórinn, Ólafur Haukur Árna- son, flutti síðan skólaslitræðu. Var ræða hans mjög ýtarleg skýrsla um starfsemi skólans í vetur. Einnig talaði hann til nem- enda, talaði um vorið, sem nú færi i hönd, og vorið, sem æ þyrfti að ríkja í mannsálunum. Heilsufarið í skólanum var ágætt. Íþróttalíf var með meira móti. Axel Andrésson sendikenn- ari ÍSÍ hafði námskeið í kerfi sínu í byrjun skólaársins, frjáls- íþróttir voru vel stundaðar, svo og badminton cg körfuknattleik- ur. Kennsla fór fram í skíðaíþrótt inni, og leikfimi var stunduð af kappi. Fór fram leikfimisýnir.g, og var almenning boðið að sjá hana. Voru áhorfendur mjög hrifnir af frammistöðu nemend- anna. Skák var mikið iðkuð í vetur, og voru stöðugar æfingar allan veturinn og keppni, er leið að1 skólaslitum. Skákmeistari mið- skólans varð Jón Bjarnasoh, en skákmeistari barnaskólans varð ' Ellert Kristinsson, en hann tók sem kunnugt er þátt í fjöltefli hér í vetur við Friðrik Ólafsson skák- meistara og gerði jafntefli við hann. Þá komu félagar úr Tafl- félagi Stykkishólms í skólann og tefldu við nemendur og leið- beindu þeim í skák. Foreldrafundir voru haldnir, og bókasafn skólans var opið regiu- lega allan veturinn. Á skólinn mjög gott bókasafn, svo sem áður hefir verið frá skýrt. Er skrán- ingu þess að mestu lokið, og munu vera um 4000 bindi í safn- inu, allt góðar bækur. Bættust því allmargar bækur á vetrinum. Ljósböð voru stunduð og einnig lýsisgjafir. Ýmsir gestir komu í skólann og fræddu og töluðu við nemend- ur og í vetur var byrjað á verk- námi, þótt enn sé langt í land, að STYKKISHÓLMI, 3 maí. — Tog- arinn Þorstemn þorskabítur kom af veiðum til Stykkishólms föstu- daginn 1. maí og var með um 250 tonn af fiski sem hann landaði í Fiskiðjuverunum hér. Má þetta heita góður afli. í kvöld fór tog- arinn áleiðis til Reykjavíkur þar sem hann hyggst taka menn til I viðbótar í næstu veiðiför. það verði eins og vonir standa til. Próf í öllum bekkjum nema landprófsdeild voru háð dagana 14. til 27. april og gengu 175 undir próf. 21 lauk barnaprófi, og hlutu 2 ágætiseinkunn. Jóhann Víkings- son hlaut 9,1 stig 16 nem. luku unglingaprófi, og var hæst Sigur- munda Svala Lárusdóttir með 8,51 í aðaleinkunn. 6 nem. hlutu verðlaun fyrir stundvísi og góða hegðun. Rotaryklúbbur Stykkishólms veitti tveim nemendum verðiaun fyrir að skara fram úr í námi og afhenti forseti klúbbsins C. Zim- sen lyfsali þau, en Jóhann Víkings son og Sigurmunda Svala hlutu þessi verðlaun. í skólanum voru í vetur 191 nemandi, 144 í barnaskólanum en 47 í miðskólanum. 6 nem. fóru brott á vetrinum, 2 luku ekki prófi. Við skólann kenndu auk skóla- stjórans, 5 kennarar. Að lokinni skólauppsögn í dag var öllum boðið að sjá handa- vinnusýningu skólabarnanna. sem var í barnaskólanum. Var hún mjög fjölbreytt og tilkomumikil, og er óhætt að segja, að hún sé sú bezta, sem hér hefir enn sézt, og sjaldan eða aldrei verið eins yfirgripsmikil. Bátabryggjan á Ólafsfirði lengd með steinkeri ÓLAFSFIRÐI, 12. maí. — Sl. föstudag var byrjað að ryðja snjó af Lágheiði, en hún hefir verið lokuð frá því 8. des. Er áætlað, að verkinu verði lokið á morgun. — Lágheiði er fjallvegurinn milli Ólafsfjarðar og Fljóta og eina leiðin ,sem tengir kaupstaðinn við akvegakerfi landsins. Hefir því verið samgöngulaust landleiðina til Ólafsfjarðar í rúma 5 mánuði. f gær kom vélbáturinn Húni frá Skagaströnd með steinker, sem steypt hefir verið þar fyrir hafnargerð Ólafsfjarðar. Er fyrir hugað að lengja bátabryggjuna hér um 15 metra með þessu keri, en það er 10x7,5 m. og er áætlað að hafa 6 metra uppfyllingu á milli bryggjunnar og steinkers- ins. Er vinna þegar hafin við að koma kerinu fyrir, undir stjórn Sveins Jónssonar, verkstjóra. í gær kom togarinn Norðlend- ingur af Nýfundnalandsmiðum með fullfermi og landaði hér 150 smál. af karfa, en fór síðan til Húsavíkur með afganginn. l!ý sókn hafin í handritamáiinu Nefnd verður skipuð til aðstoðar rikisstjórninni Bílasölur í Firðinum Landslið íslands í hand knattleik kvenna valið HAFNARFIRÐI — Fyrir nokkru var opnuð hér bílasala að Strand- götu 4 undir nafninu Bílasala Hafnarfjarðar. Standa að henni bræðurnir Ingvi og Ragnar Jó- hannessynir, sem eru miklir á- hugamenn um allt, er að bílum lítur og fengizt hafa mikið við akstur. — Eins og aðrir bílasal- ar, svo sem í Reykjavík, en þar eru þeir eins og kunnugt er all- fjölmennir, kváðust þeir hafa til sölu alls kyns bíla og af ýmsum árgöngum. Á stofunni hjá þeim, sem opin er frá 9—7 alla virka daga, liggur frammi f jöldi mynda blaða af njýustu bílategundun- um, nú og svo auðvitað skýrslur og sitthvað anr.að, sem viðkemur bílakaupum. Þeir segja bílasöl- una hafa gengið vel það sem af er og eru hinir bjartsýnustu um á- framhaldið. Auk þessarar bílasölu, er tekin hér til starfa bíla- og íasteigna- sala, sem er áfast við Fiskhöll- ina. Muiju þessar tvær bílasölur vera hinar fyrstu sinnar tegund- ar í bænum, en t.d. í Reykjavík eru þær orðnar allmargar á seinni árum og virðast blómgast mögj vel . — G.S. Árásum Krúsjeffs svarað HELSINGFORS, 12. maí. — Sós- íaldemókratíski flokkurinn í Finnlandi birti í dag yfirlýsingu þar sem vísað var á bug árásum Krúsjeffs á leiðtoga flokksins. — Pravda birti fyrir nokkrum dög- um ummæli Krúsjeffs þess efnis, að finnskir sósíaldemókratar reyndu að spilla vináttu Finna og Rússa, heimsvaldasinnar hefðu þennan finnska flokk á mála. LANDSLIÐSNEFND Handknatt leikssambandsins hefur valið landslið það í kvennaflokki sem leika á í Norðurlandameistara- móti kvenna sem háð verður í Noregi í júnímánuði n.k. Lið nefndarinnar er sem hér segir. Gerða Jónsdóttir KR; Guðlaug Kristinsdóttir KR; Helga Emils- dóttir Þróttur; Hrönn Péturs- dóttir KR; Ingibjörg Hauksdótt- ir Fram; Katrín Gústavsdóttir, Þróttur; Liselotte Oddsdóttir, Ármann; María H. Guðmunds- dóttir KR; Ólína Jónsdóttir, Fram; Perla Guðmundsdóttir KR; Rut Guðmundsdóttir Ármann; I Sigríður Kjartansdóttir Ármann; Sigríður Lútersdóttir Ármann; Sigríður Sigurðardóttir Valur; Steinunn Annasdóttir Í.B.Í. Víðavangshlaup í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 3. maí. — Víðavangshlaup u. m. f. Snæfell í Stykkishólmi var háð í dag og tóku 6 keppendur þátt í því. Hann es Gunnarsson varð sigurvegari. Er þetta í 3. sinn í röð sem hann sigrar og hlaut nú til eignar bik- ar, sem gefinn var til verðlauna í þessu skyni. Veður var gott Þórður Þórðarson rúmliggjandi AKRANESI, 11. maí. — Hinn kunni knattspyrnukappi í liði Akurnesinga, Þórður Þórðarson, er nú rúmliggjandi heima hjá sér, vegna meiðsla er hann hlaut. í leiknum í Reykjavík á sunnudag- inn. Hafði hann og markmaður KR-inga hlaupið saman af mikilli hörku, en við mikið högg á fót Þórðar hafa sinar í tám slitnað. Eigi hafði Þórður þó dregið sig í hlé í leiknum og ekki leitaði hann læknis fyrr en knattspyrnuliðið var komið hingað heim á sunnu- dagskvöldið. Setti læknirinn fót Þórðar í gibs og verður hann að liggja í rúminu dálítinn tíma. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.