Morgunblaðið - 13.05.1959, Qupperneq 24
VEÐRIÐ
Sunnan- og suðaustan kaldi
— þokuloft
OT£iml»Xaíiiií>
105. tbl. — Miðvikudagur 13. maí 1959
Rceða Péfurs Ottesen
Sjá bls. 13
Fulltrúaráð Sjálfsfœðisfélaganna í Rvík
Fulltrúaráðsfundur
í kvöld kl. 8.30
I KVÖLD klukkan 20.30 heldur Fulltrúaráð Sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavík fund í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni
er, að kjörnefnd Fulltrúaráðsins leggur fram tillögur sínar
um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við
næstu alþingiskosningar.
Fulltrúaráðsmeðlimir eru minntir á að sýna fulltrúa-
ráðsskírteini sín við innganginn.
Skóræktoiiél. Eyíirðinga gróður-
setti 80 þús. plöntur s.I. ór
i
AKUREYRI, 12. maí. — Aðal-
fundur Skógræktarfélags Eyfirð-
inga var haldinn 7. maí sl. Mættir
voru 26 fulltrúar frá 8 félögum í
sýslunni. — Formaður, Guðmund
ur Karl Pétursson, yfirlæknir,
stýrði fundi. Las hann skýrslu um
störf félagsins á árinu. Höfðu þau
að mestu farið fram eftir áætlun.
Taldi formaður þau naumast
mundu hafa tekizt vegna fjár-
skorts, ef Kaupfélag Eyfirðinga
hefði ekki veitt félaginu 20 þús.
kr. styrk. Þakkaði formaður þann
góða stuðning.
Formaður kvað sjálfboðavinnu
hafa verið með mesta móti, enda
vel skipulagða. — Framkvæmda-
stjóri félagsins, Ármann Dal-
mannsson fór víða um héraðið,
bæði einn og með erindreka Skóg
ræktarfélags íslands. Gerðu þeii
mælingar á árssprotum í skógar-
reitum.
Félagar voru um áramót 614, og
hafði þeim fjölgað um 12 á árinu.
Harmaði formaður, að félags-
menn skyldu ekki vera orðnir
fleiri. — Aðeins einn fulltrúi gat
mætt á aðalfundi Skógræktarfé-
lags Islands, enda var fundurinn
haldinn á óhentugum stað, hvað
samgöngur héðan snertir, á ísa-
firði.
Gróðursett hafa verið á félags-
svæðinu samtals um 80 þús. plönt-
ur á árinu. Úr gróðrarstöð félags-
ins voru afhentar 36.783 plöntur.
Sáð var í 524 ferm. lands. — Sú
nýjung var upp tekin að potta
plöntur til gróðursetningar. Var
vél keypt til þess verks.
Þá las framkvæmdastjóri reikn
inga félagsins, sem samþykktir
voru í einu hljóði. Hrein eign í
árslok er kr. 82.887,70. Þá var
lögð fram fjárhagsáætlun og hún
samþykkt. Niðurstöðutölur henn-
ar eru 266 þús. kr. Talsverðar
umræður urðu um önnur mál, en
að lokum fóru fram kosningar.
Úr stjórn áttu að ganga Ármann
Dalmannsson, Benjamín Kristjáns
son og Helgi Eiríksson, en voru
allir endurkjörnir. — Þá fór einn
ig fram kosning fulltrúa á aðal-
fund Skógræktarfélags íslands.
Að síðustu voru sýndar skugga-
myndir o. fl. — vig.
Nœr 13 milljón lítrar af
mjólk bárust til KEA 458
AKUREYRI, 12. maí. — Aðal-
fundur Mjólkursamlags KEA var
nýlega haldinn, og sóttu hann
240 fulltrúar og gestir. — Fram-
kvæmdastjóri, Jónas Kristjáns-
son, flutti ársskýrslu. Á árinu
bárust samlaginu samtals 12.849,-
071 ltr. af mjólk. Meðalfitumagn
mjólkurinnar var 3,6%. 97% af
mjólkurmagninu fóru í fyrsta og
annan gæðaflokk.
Mjólkurframleiðsla í Eyjafirði
er margfalt meiri en svo, að næg-
ur markaður sé fyrir neyzlu-
mjólk innanhéraðs, Seljast aðeins
um 21% þannig. Hitt fer til
vinnslu, smjör, skyr, ostar, kasein
o. fl. Á sl. sumri hóf samlagið að
blanda skyr með vítamíni, og á
hvert kg. nú að innihalda um
4000 einingar af D-vítamínum.
Samanlagður framleiðslu- og
sölukostnaður hjá samlaginu
jókst á árinu um ca. 15% og var
60 aurar á mjólkurlítra. Endan-
legt verð til framleiðenda varð
348,6 aurar á lítra, mjólkin kom-
in á vinnslustað. Sala fram-
leiðslu samlagsins gekk vel á ár-
inu.
Talsverðar umræður urðu að
lokinni skýrslu forstjórans, bæði
um byggingarmál samlagsins og
mjólkurflutningamálin. — Þá
skýrði Ólafur Jónsson, nautgripa
ræktarráðunautar, frá nautgi-ipa-
ræktarstarfinu á samlagssvæð-
inu og afkvæmatilraunum hjá
búfjárræktarstöðinni að Lundi
við Akureyri. — vig.
Lokadagurinn á vetrarvertíðinni var á mánudagtnn. — Víða hefur vertíðin reynzt betri en i fyrra,
þótt ilia horfði í fyrstu — þar á meðal í Vestmannaeyjum. Og aflakóngur vertíðarinnar varð enn
einu sinni hinn fengsæli Benóný Friðriksson í Vestmannaeyjum — Binni í Gröf, eins og hann er
nefndur í daglegu tali. — Myndin hér að ofan, af Benóný og skipshöfn hans á vélbátnum Gull-
borgu, var tekin siðustu daga vertíðarinnar.
„Eiturlyfjamál" hjá
sóknarlögreglunni
rann-
í GÆR fékk rannsóknarlögreglan
til meðferðar frá götulögregl-
unni, „eiturlyfjamál“, en á laug-
ardagskvöld og aftur á sunnudags
kvöldið, hafði götulögreglan ver-
ið kölluð til aðstoðar stúlkum
tveim sem voru meira og minna
ósjálfbjarga á götum úti.
Rannsóknarlögreglan hafði í
gærdag ekki yfirheyrt stúlkur
þessar, og ekki heldur aðra þá að-
Lœkka flugfarmgjöld
verulega ?
KAUPMANNAHÖFN — Fast-
lega er búizt við því, að á næsta
ári muni flugfarmgjöld lækka í
Vesturálfu — og á næstu árum
muni þau lækka verulega. Ástæð
an er sú, að farþegaþotumar,
sem stóru flugfélögin taka nú í
notkun eitt af öðru, hafa meira
burðarþol og eru fljótari í för-
um. Flugfélögin munu því fús til
þess að lækka farmgjöldin í
Kosningaskrifstofa
Sjálfstœðisflokksins
i Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti 6 II. hæð, er opin alla
virka daga frá kl. 10—6 e .h.
Sjálfstæðisfóik, hafið samband við skrifstofuna og gefið
henni upplýsingar um fólk, sem verður fjarverandi á kjör-
dag innanlands og utan.
Símar skrifstofunnar eru 12757 og 1356 0.
þeirri vissu, að flutningarnir
aukist að sama skapi. Hefur þeg-
ar komið til tals hjá SAS að
lækka farmgjöld á þeim flug-
leiðum, sem þotur félagsins
fljúga nú á.
Þá mun og vera í ráði að inn-
rétta eitthvað af gömlu farþega-
flugvélunum eingöngu til vöru-
flutninga, en rekstur þeirra verð
ur þá mun ódýrari.
Þetta mun af sjálfsögðu hafa
mikil áhrif á rekstur þeirra flug-
félaga, sem einungis hefur
byggzt á vöruflutningum, en þau
eru fjölmörg, flest lítil félög.
Gæti samkeppni sem þessi af
hálfu stóru flugfélaganna orðið
þessum fyrrgreindu flugfélögum
hættuleg.
AKRANESI, 12. maí — Herpi-
nótabáturinn Bjarni Jóhannesson
landaði hér í dag 260 tunnum
síldar, og reknetjabátarnir tveir
lönduðu samtals 100 tunnum. —
Trillubátarnir fiskuðu lítið í dag.
— Oddur
ila, sem hér eiga hlut að máli.
Það var á laugardagskvöldið
milli klukkan 11 og 12, sem lög-
reglumenn voru kallaðir vestur í
Knoxbúðir við Kaplaskjólsveg.
Var þar stúlka sem svo virtist í
fyrstu vera ofurölvi. Lögreglan
hafði flutt hana í læknavarðstof-
una. Var það álit lækna þar, að
ekki væri um ölvun að ræða,
heldur afleiðing neyzlu eiturlyfja,
að því er lögregluskýrslan herm-
ir.
Á sunnudagskvöldið laust eftir
miðnætti, var lögreglan kvödd
vestur á Hofsvallagötu. Þar lá
stúlka ósjálfbjarga í götunni.
Einnig var hún flutt í læknavarð
stofuna. Að því er lögregluskýrsl-
an hermir, þá hafði læknavarð-
stofulænum þótt allar líkur benda
til þess að stúlkan hefði neytt
eiturs.
í lögregluskýrslunni kemur það
og fram, að þessar stúlkur báðar
höfðu verið gestkomandi í skála
einum í Knoxbúðum, þar sem ís
lenzkt fólk eru húsráðendur. Af
skýrslunni, virðist sem ráða megi
að stúlkurnar hafi komizt í þetta
rúsástand í skála þessum. Það er
tekið fram, að meðal þeirra sem
þarna voru hafi verið hermenn
sunnan af Keflavíkurflugvelli, en
ekki er þess getið að þeir hafi
annazt veitingar.
Sem fyrr greinir hafði rann-
sóknarlögreglan ekki hafið rann
sókn máls þessa í gær.
Fundír Sjálfstæðis
manna í Dalasýslu
Fundur trúnaðarmanna Sjálf-
stæðisflokksins í Dalasýslu verð-
ur haldinn í Búðardal n.k. laug-
ardag 16 maí kl. 2 sd. Á fund-
inum verður tekin ákvörðun um
framboð flokksins í höndfarandi
alþingiskosningum.
Sama dag verður haldinn al-
mennur kjósendafundur Sjálf-
stæðisftokksins í Dalasýsliiu og
hefst hann í Búðardal kl. 4 sd.
Á fundinum mæta, alþingismenn-
irnir, Friðjón Þórðarson og
Magnús Jónsson.
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
EFNT verður tii ferðar á Snæfellsnes um hvítasunnuna og ^
gengið á Snæfellsjökul. Lagt verður af stað á laugardag s
kl. 2 e. h. og komið til baka á mánudagskvöld. Væntanlegir ■
þátttakendur hafi samband við skrifstofu félagsins í Valhöll S
við Suðurgötu, sími 17102. Farseðlar óskast sóttir ekki síðar •
en á fimmtudag. s
Ferðadeild
Heimdallar