Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 1
24 síður 46. irgangur 111. tbl. — Föstudagur 22. maí 1959 Prentsmiðja Morgunblaðslm Herter var hvassorður við Cromyko Dró til úrslita á leynilegum fundi i gær GENF, 21. maí. — Á fundi utanríkisráðherranna í dag var Herter hvassorður í garð Gromyko. Bandaríski utan- Jóhonnes Loxdnl í Tungn í kjöri fyrir Sjúlfstæðisflokkinn í Suður-Þingeyjnrsýslu 1RÚNAÐ ARM ANNAFUNDUR Sjálfstæðismanna í Suður-Þing- eyjarsýslu hefir cinróma ákveðið að fara þess á ieit við Jóhannes Iaxdal, hreppstjóra og óðalsbónda í Tungu á Svalbarðsströnd að hann verði í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar í sýslu í íhönd far- andi kosningum. Hefir Jóhannes Laxdal nú gefið svar við beiðni trúnaðarmannanna og fallizt á að verða við þessum tilmælum. Jóhannes Helgason Laxdal er fæddur 5. júlí 1891 í Tungu á Svalbarðsströnd sonur Helga Jónssonar Laxdal, bónda og odd- vita í Tungu. Jóhannes nam í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1907—8. Við lát föður síns árið 1918 tók hann við búsforráðum hjá móður sinni og hafði þau á hendi þar til hann árið 1920 stofn setti eigið bú í Tungu. Jóhannes Laxdal hefir alla jafna mjög látið til sín taka ýmis félagsmál og hagsmunamál bænda. Hann hefir verið hrepp- stjóri Svalbarðstrandahrepps frá því 1931. Þá hefir hann verið í stjórn Bændafélags Þingeyinga. í stjórn og lengi formaður Bún- aðarfélags sveitarinnar, í stjórn Kæktunarsambandsins og auk þess í skólanefnd, fræðslunefnd og sóknarnefnd. Þá hefir Jóhannes Laxdal allt frá unglingsárum verið einlægur samvinnumaður og virkur þátt- takandi í félagssamtökum þeirra, m. a. afgreiðslumaður kaupfélags ins á Svalbarðseyri um allmörg ár. Ungmennafélagi var hann öll sín æskuár og lengi formaður. Þrátt fyrir hin miklu afskipti Jóhannesar Laxdals af félagsmál- um hefir höfuðverkefni hans alla tíð verið starf bóndans. Ein- yrkjabóndi hefir hann verið, eða því næst, alla sína búskapartíð, Tunga var vel setin af föður hans, og hann hefir gert sér far um að halda henni við. Hann hefir slétt- að tún og ræktað er nemur 50— 60 dagsláttum og byggt upp hvert hús á jörðinni. Með öllum þess- um störfum þarf langan vinnu- dag til þess einnig að vera mjög virkur þátttakandi í opinberum störfum. Jóhannes Laxdal er eldheitur áhugamaður að hverju sem hann gengur. Eitt af baráttumálum hans nú fyrir hag sveitar sinnar er framræsla og uppþurrkun mýrlendisins í Vaðlaheiði, sem er mjög víðlent. Með því fást bættir hagar og aukið ræktar- land, það sem næst er býlunum. Þetta, ásamt öðru, sýnir áhuga og framsýni dugandi bónda og sveitarhöf ðingj a. Sjálfstæðismenn í Suður-Þing- eyjarsýslu fagna því að fá þenn- an kraftmikla athafnamann til framboðs fyrir flokk sinn. 19 handteknir BERLÍN, 21. maí. — Alls hafa 19 V-Þjóðverjar verið handteknir í V-Berlín og V-Þýzkalandi und- anfarna 5 daga grunaðir um njósnir fyrir kommúnista. Allir eru þeir meðlimir kristilega demokrataflokksins. Handtökurn ar hófust, er háttsettur yfirmað- ur a-þýzku öryggislögreglunnar flúði yfir til V-Berlínar. Hafði hann meðferðis lista yfir alla þá meðlimi kristilega demokrata- flokksins, sem unnið hefðu fyrir kommúnista. , Nýtt lyf gefur raun LONDON, 21. maí. — Brezka læknisfræðiritið „Medical Journ- al“, skýrir svo frá í dag, að brezk um vísindamönnum hafi tekizt að setja saman lyf, sem fyrstu til- raunir benda til að vænta megi góðs af í baráttunni við krabba- meinið Var þetta lyf reynt við 34 sjúk- linga, sem höfðu krabbamein í brjósti — og bar það sýnilegan árangur á 30 þeirra. Lyf það, sem hér um ræðir, hindrar vöxt frumunnar án þess þó að skadda beinmerginn, en hingað til mun ekki hafa tekizt að búa til slíkt lyf, sem ekki hef- ur haft meiri eða minni áhrif á beinmerginn, en í mergnum myndast hvítu blóðkornin. Segir í forystugrein tímarits- ins, að hér sé um mjög merkan áfanga að ráeða. Nýja lyfið heitir hvorki meira né minna en Triet- hylene Thiophosphoramide. ríkisráðherrann flutti ekki langa ræðu, en var harðari en nokkru sinni fyrr á utanrík- isráðherrafundinum. Sagði hann, að margt það, sem Gromyko hefði sagt, hefði bezt verið ósagt. Fullyrðing- ar um, að Atlantshafsbanda- lagið væri stofnað til árása og annað þvílíkt væri ekki falln- ar til að auka samkomulags- horfur. Ef Gromyko vildi kanna sögu síðustú 10 ára — þá kæmist hann vafalaust að því hvers vegna þetta banda- lag hefði verið stofnað. Það hefði einungis verið stofnað frjálsum þjóðum til varnar gegn árásarhættunni. ^ Gromyko talaði einnig á fund- inum í dag og sagði, að því fyrr sem Vesturveldin hættu öllu þvaðri um frjálsar kosningar í Þýzkalandi, því betra. Murville, utanríkisráðherra Frakka kvað það mestu fjarstæðu að Vesturveldin vildu ekki gera friðarsamning við Þýzkaland. En samninginn vildu þau gera í einu lagi — fyrir allt Þýzkaland, en ekki í tvennu lagi. Herter, uanríkisráðherra Banda ríkjanna, hefur hvað eftir armað gefið það í skyn, að Eisenhower Bandaríkjaforseti mimi ekki sækja ríkisleiðtogafund nema ut- anríkisráðherrarnir komist að ein hverju grundvallarsamkomulagi. í kvöld var svo að heyra á full- trúum Bandaríkjanna og Frakk- lands, að líklegast væri, að fund- inum mundi ljúka án samkomu- lags, hann mundi sem sé fara út um þúfur — og hvorugur aðilinn virtist syrgja það svo mjög, segir í Reutersfrétt — þar eð nú hefur sýnt sig, að Rússar eru enn við sama heygarðshornið og einskis árangurs að vænta af ríkisleið- togafundi. En Bretar eru mjög vonsviknir — og Lloyd, utan- ríkisráðherra Breta reyndi að brúa bilið á fundinum í dag með því að segja, að í rauninni viður- kenndu bæði Vesturveldin og Rússar, að ástandið væri óviðun andi. f kvöld bauð Herter til kvöld- verðar og þar munu utanríkisráð herrarnir ræðast við fyrir lukt- um dyrum. Fréttamenn eru sam- mála um það, að yfir kvöldverð- inum muni draga til úrslita. Ann haf leynilegra viðræðna að ræða, eða þá að utanríkisráðherrafund- urinn fari út um þúfur. Úrslitin verði ráðin í kvöld. Formælandi V-Þýzkalands lét svo ummælt í dag, að V-Þjóð- verjar mundu ekki gera neina sér samninga við kommúnistaríkin. Allir samningar yrðu innan ramma friðartillagna Vesturveld anna. En ef tillögurnar næðu fram að ganga væri ekki óhugs- andi, að V-Þjóðverjar gerðu grið- arsamning við A-Evrópuríkin, ef þess yrði sérstaklega óskað. —Reuter. að hvort muni þar verða um upp- Forskrift fyrir rithöfunda LONDON, 21. maí. — Rússneskir rithöfundar sitja nú á ráðtsefnu í Moskvu og í dag flutti Georgi Markov þar ræðu og skoraði á rithöfunda Sovétríkjanna að gefa í verkum sínum fyllri og gleggri svipmyndir af samtíma kommún- istaforingjum. Hvatti hann rit- höfunda til þess að halda áfram á braut sósíalrealisma og berj- ast gegn áhrifum burgeisa og heimsvaldasinna. Rithöfundar ættu að tengja fólkið bókmennt- um oð listum á hinn eina og rétta hátt. Endurskoðunarstefnuna sagði Markov hættuna, sem steðj aðj að bókmenntunum. Rithöf- undar yrðu að vera vakandi — jafnt fyrir þeirri hættu sem kreddunum, ruddamennsku og trúflokkum. Rognor Lórusson frnmbjóðandi Sjólfstœðlsfl. í Strundosýslu Á FUNDI trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins í Stranðasýslu, er haldinn var á Hólmavík 15. þ. m. var einróma samþykkt að skora a Ragnar Lárusson, forstjóra, að vera í kjöri fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í sýslunni í kosningum þeim, er framundan eru. Hefur Ragnar orðið við þeirri áskorun og er framboð hans því ákveðið. Ragnar Lárusson er löngu þjóð kunnur maður fyrir afskipti af opinberum málum og ýmsum fé- lagsmálum. Hefur hann í hart- nær fjórðung aldar starfað að bæjarmálum í Reykjavík og einnig gengt ábyrgðarmiklum trúnaðarstörfum á vegum ríkis- ins. Var han í atvinnumálanefnd ríkisins á sínum tíma og í lána- deild smáíbúða meðan hún starf- aði, en síðan hefur hann átt sæti í húsnæðismálastjórn. Þá hefur Ragnar tekið mjög virkan þátt í starfsemi Sjálf- stæðisflokksins og gengt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Var hann m. a. um sjö ára skeið formaður Varðarfélagsins. Þá hefur hann einnig starfað mikið að íþróttamálum. Ragnar Lárusson hefur rakt öll sín störf af miklum dugnaði og samvizkusemi. Hann hefur verið í framboði fyrir Siálfstæð- isflokkinn í Strandasýslu í tvennum síðustu kosningum og hyggja Sjálfstæðismenn í Strndasýslu gott til framboðs hans nú og eru ráðnir í að vinna ötullega að kosningu hans. Handritakröfur Norð- manna og íslendinga ekki sambœrilegar KAUPMANNAHÖFN, Sl. maí. —• Einkaskeyti til Mbl. — Danski ríkisskjalavörðurinn Aa- kjær segir í viðtali við Dagens Nyheder í dag, að handritakröf- ur Norðmanna og íslendinga séu ekki sambærilegar. Sagði hann, að Norðmenn óskuðu einungis eftir ríkisskjölum* frá 17. og 18. öld varðandi sérstök norsk mál- efni, en þeir hefðu ekki gert kröfur til u. þ. b. 100 norskra handrita frá miðöldum úr Árna- safninu og Konungsbókhlöðunni. Prófessor Bröndum Nielsen, formaður Árna Magnússonar- nefndarinnar, segir í viðtali við sama blað: — Ég þekki enga færa danska vísindamenn á þessu sviði, sem vilja láta handritin af hendi við íslendinga. Ég er nú í meiri andstöðu en nokkru sinni áður við afhendingu handrita til Islands, því að við vinnum nú af fullu kappi við handritin. Tæp tvö ár eru liðin síðan hin sérlega Árna Magnússonar-stofn- un var sett á laggirnar í háskól- anum — í eigin húsnæði. — Jón Helgason veitir stofnuninni for- stöðu af miklum myndarbrag — og Ole Widding stjórnar starfinu við forn-íslenzku orðabókina. Stofnunin hefur einnig með hönd um ljósmyndun handritanna og varðveizlu. Ef öll handritin, eða hluti þeirra, yrði afhent, mundi allt fara í mola — og varla væri hægt að ljúka þessu verki til fullnustu annars staðar. Prófessorinn var spurður að því hvort ljósmyndun handrit- anna breytti ekki allri afstöðu b"að afhendingunni viðkæmi. — Hann svaraði: — Ef til vill, en þó veit ég ekki gjörla. Við mynd- um nú tíu sinnum breiðár fen fyr- ir nokkrum árum og eftir nokk- ur ár munum við e. t. v. mynda tíu sinnum breiðar en við gerum nú — og þá verður að mynda allt upp aftur. — Páll. Verður Erhart hlutskarpastur? BONN, 21. maí. — Adenauer kanslari og Heuss, forseti, áttu tal saman í dag. ViffræSur t%rra ollu miklum bollaleggingum um þaff hver yrffi forsætisráðherra- efni kristilegra demokrata — og hallast flestir á þá skoffun, að Erhart, efnahagsmálaráffherra, verffi hlutskarpastur. Föstudagur 23. maí. Efni blaðsins er m.a.: BIs. 2: Bæjarstjórn ræðir skiptivinnu á vörubílavinnu. — 3: Fræðsluferðir tU íslands f sam- bandi við alþjóðaþing land- fræðinga og jarðfræðinga. — 6: Hvað vilja Rússar mikið til vinna? Erlend grein. — 10: Kvikmyndir. — 11: Æskulýðssíða. — 12: Ritstjórnargreinin: Það, sexn um verður kosið. — 13: Myndasíða vikunnar. —• 14: Minningarorð um Ólaf B. Björnsson, — 22: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.