Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 22
22
MORGVNBLAÐ1Ð
Föstudagur 22. maí 1959
»éHa4rétti* ÍHúhi
' .4
lafaiHA '
IfiLr ' • • •■ • "■•■. >:--l. -> ■
J8 áhorfendur sáu ísland
vinna í Svendborg með 70
gegn 30
KÖRFUKNATTLEIKSLANDS-
LIÐIÐ hefur nú lokið þremur
leikjum sínum í Danmörku, lands
Ieik og tveimur aukaleikjum.
Liðið tapaði Iandsleiknum og hin
um síðasta er fram fór á miðviku
dagskvöld í Höfn gegn dönsku
nieisturunum. Leik er fram fór
í Svendborg vann hins vegar ísl.
liðið með yfirburðum. Hér á eftir
fer bréfkorn frá Boga Þorsteins-
syni flugumferðarstjóra, sem er
aðalfararstjóri í förinni.
Við töpuðum landsleiknum
41:38 eftir að staðan í hálfleik
var 16:11 Dönum í vil. Gífurlega
sterk dönsk vörn og taugaóstyrk-
ur isl. landsliðsins sem ég tel að
hafi leikið langt fyrir neðan
styrkleika orsakaði tapið.
Dönsku blöðin höfðu spáð því
að Danir myndu sigra með yfir-
burðum, því körfuknattleikur,
væri á frumstigi á íslandi og ís-
land gengi nú til fyrsta landsleiks
sins í þessari grein. Eftir leikinn
sögðu sömu blöð að íslendingar
hefðu komið mjög á óvart og leik
ið betri körfuknattleik heldur en
danska landsliðið, því leikur
Dana hefði einkennst af hand-
knattleik.
Dómarar voru báðir danskir
og dæmdu ekki jafn strangt og
við erurrj vanir heima, einkum
slepptu þeir skrefum dönsku
leikmannanna og leyfðu of harða
vörn. Þetta afsakar þó ekki að
við töpuðum leiknum. En ég tel
ísl. liðið sterkara og ef taugarn-
ar hefðu verið í lagi átti leikur-
inn að vinnast auðveldlega.
Okkar menn eru t.d. áberandi
öruggari á löngum skotum.
Eftir dásamlega hvíld á hvíta-
sunnudag í glaða sólskini og 25
stiga hita var farið á 2. hvíta-
sunnudag til Svendborg á Fjóni
og keppt við Svendborg Basket-
bold Klub.
Connolly setur
enn heimsmet
BANDARÍSKI sleggjukastarinn
og heimsmethafinn Harold Conn-
olly, setti nýtt heimsmet í grein
sinni um hvítasunnuna, í San
Diego í Kaliforníu. Connolly
kastaði 68,92 metra, en gamia
met hans var 68,68.
Við sigruðum auðveldlega
70:30. Leikið var í Badminton
Hallen fyrir 18 áhorfendur, enda
gott veður og allir úti í sveit eftir
því sem okkur var sagt.
Nú léku þeir af okkar mönnum
sem ekki fóru inn á völlinn í
landsleiknum. Liðið náði mjög
góðum leik á köflum og var stað-
an 39: í hálfleik.
Birgir, sem var slappur í lands-
leiknum átti ágætan leik núna
og skoraði 17 stig á skömmum
tíma. Jón Eysteinsson var einnig
öruggur með skot í þessum leik
og skoraði margsinnis af löngu
færi.
Á miðvikudagskvöld leikum
við okkar síðasta leik við Efter-
slægten í Kaupmannahöfn, en
þeir urðu Danmerkurmeistarar í
vor. Má búast við jöfnum og
hörðum leik, því Efterslægten
átti 4 leikmenn í landsliðinu og
auk þess leikur með þeim Ung-
verji, sem hvað vera mjög góður.
— Bogi.
(Bréfið er sem sagt skrifað fyr-
ir leikinn á miðvikudagskvöld en
hann vann Efterslægten með
40:32).
Frá skólaslitum á Hólum
134 nemendur stunduðu nám við
skólann sl. vetur
Heimsmet í
tugþraut
RÚSSNESKI tugþrautarmaður-
inn Vassili Kuznetsov setti um
hvítasunnuhelgina nýtt heims-
met í tugþraut. Kuznetsov, sem
keppti á íþróttamóti í Moskvu,
hlaut 8 357 stig og sló þar með
met Bandaríkjamannsins Rafer
Johnson, sem var 8 302 stig.
Árangrar Kuznetsovs voru:
J' 9 m. 10,7; langstökk 7,35; kúlu
varp 14,68; hástökk 1,89; 400 m
49,2; 110 m grind 14,7; kringlu-
kast 49,94; stangarstökk 4,20;
spjótkast 65,06; 1500 m 1,46,0.
Á þessu sama móti náðust aðr-
ir frábærir árangrar og má þar
nefna afrek Igor Kashkarovs í
hástökki, en hann fór yfir 2,09,
annar var Alexander Sajenko,
sem stökk 2,06 metra.
ORÐSENDING
til frjálsíþróttamanna Reykjavíkur
ÞESS hefur verið að nokkru get-
ið á íþróttasíðum dagblaðanna,
að komandi sumar verði all-
athafnasamt á íþróttasviðinu, og
má segja, hvað íþróttir snertir,
að hvert frjálsíþróttamótið taki
við af öðru, frá seinni hluta maí
þar til í september í sumar. —
Hámark þess tímabils og það sem
mun marka algjör tímamót í allri
þróunarsögu frjálsíþróttanna í
höfuðstaðnum, er þó sá einstæði
stórviðburður, sem nýiega hef-
ur verið skýrt frá, það er vígsJu-
hátíð Laugardalsleikvangsins,
sem hefst með fjölþættum há-
tíðahöldum 17. júní og fjöl-
breyttu frjálsíþróttamóti 17. og
18. júní.
En aðalþáttur frjálsra íþrótta
á vígsluhátíðinni eru þó Bæja-
keppni milli Málmeyjar og A-
liðs Reykjavíkur, sem hefst 3.
júlí og lýkur 4. júlí, ásamt auka
keppni 6. júlí, og keppni Lands-
byggðin gegn B-liði Reykjavik-
F r a m b o ð
I a nd sl / st a
Landslistar, sem eiga að vera í kjöri við alþingiskosn-
ingar þær, sem fram eiga að fara 28. júní næstkomandi,
skulu tilkynntir landskjörstjórn eigi síðar en 4
vikum og 2 dögum fyrir kjördag, eða fyrir kl. 24 fimmtu-
daginn 28. þ.m. Fyrir hönd landskjörstjórnar veitir ritari
hennar, Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis,
listum viðtöku í Alþingishúsinu, en auk þess verður
landskjörstjórnin stödd í lestrarsal Alþingis (gengið inn
um austurdyr Alþingishússins) fimmtudaginn 28. þ.m.
kl. 21—24, til þess að taka á móti listum, sem þá kynnu
að berast.
Lankskjörstjórnin 21. maí 1959.
Kinar B. Guðmundsson, Sigtryggur Klemenzson,
Kinar Arnalds, Ragnar Ölafsson,
Björgvin Sigurðsson.
ur,. sem byrjar 4. júlí og lýkur
5. júlí
Vegna þess að hér er um tvö-
falda keppni að ræða fyrir frjáls
íþróttamenn Reykjavíkur og að
2 beztu frjálsíþróttamennirnir í
hverri grein verða valdir úr í
A-liðið á móti Málmey, verður
B-liðið í sumum greinum næsta
fáliðað, þar sem of fáir leggja
stund á þær greinar. Þessar
greinar eru: 800 m hlaup, 1500
m hlaup, 3000 m hlaup, 5000 m
hlaup og 3000 m hindrunarhlaup.
Hlutur Reykjavíkur á móti land-
inu getur því orðið vafasamur.
Hér er því sérstakt tilefni fyrir
unga íþróttamenn, sem byrjaðir
eru æfingar, að einbeita sér að
þessum vegalengdum og nota
þá 40 daga, sem eftir eru til
keppninnar til að gera sig færa
til að mæta í B-liðinu eða A-
liðinu ef mögulegt er, svo að
Reykjavík geti mætt með vel æft
lið og fullskipað og komizt með
sóma frá hinu tvíþætta verkefni.
Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur,
Þorkell Sigurðsson, formaður.
Valur vann Fram
2 gegn 1
f GÆRKVÖLD léku Valur og
Fram í Reykjavíkurmótinu. Úr-
slit urðu þau að Valur sigraði
með 2:1. Eftir er nú einn leikur
í mótinu, KR—Fram. Nægir KR
jafntefli til sigurs í mótinu, en
vinni Fram verða öll félögin jöfn
að stigum.
BÆ, Skagafirði. — Eg skrapp
heim að Hólum 20. apríl, því að
J skólauppssögn var ákveðin kl. 2.
— Eins og venjulega hreif Hóla-
staður huga minn, því að þar
finnst mér allt fara saman —
tign og glæsileiki, og svo finnst
mér, að staðurinn bjóði mig vel-,
kominn um leið og eg kem í
hlaðið.
Skólapiltar voru á þönum
hingað og þangað um skólahús-
ið; sjálfsagt hefir hugur þeirra
verið í hálfgerðu uppnámi, þar
sem fyrir dyrum stóð skólaupp-
sögn, skilnaður góðra félaga, fyr-
irhuguð skemmtiferð til Suður-
lands — og svo heimferð til
starfs og strits, sem þeir ef til
vill hafa hlakkað mest til. Og
sjálfsagt hafa þeir margir hugs-
að eins og einn nemandi, er sagði:
— Jú, hér er auðvitað gott að
vera en alltaf er þó bezt að koma
heim og vera þar.
Kl. 2 var hringt til skólaupp-
sagnar; allir gengu til sæta í
skólastofunum, en skólastjóri bað
pilta að syngja. Undir stjórn
Friðbjarnar Traustasonar söng
fríður og karlmannlegur hópur
fjögur lög. Söngurinn var áferð-
argóður og mistakalaus, en þó
hefði eg viljað að þeir hefðu
sungið af meira „lífi“.
Skólastjóri rakti nokkur atriði
úr starfi vetrarins. 34 nemendur
stunduðu nám við skólann, 13 í
eldri deild, 7 í bændadeild og
14 í yngri deild. Einn nemandi
varð að hætta námi vegna veik-
inda. — Starfsemi skólans var
með svipuðum hætti og áður og
kennarar þeir sömu og fyrr.
Mikið höfðu piltar unnið og
hefi eg ekki í annan tíma séð
betra handbragð hjá viðvaning-
um en á smíðisgripum þeim, er
þarna voru, og var engu líkara
en þar væri um fullkomna verk-
stæðisvinnu á húsgögnum að
ræða. 58 munir voru smíðaðir —
skrifborð, skápar, armstólar,
fataskápar, blómasúlur, lampar
o. fl. o. fl. — Alls voru munir
þessir metnir á 58.000,00 kr. —
199 bækur voru einnig bundnar.
Tamning hesta var framkvæmd
í vetur, og tóku nokkrir piltar
próf í þeirri grein. Er þetta í
fyrsta sinn, sem próf er tekið i,
I tamningu við skólann. Virðist
Þakkir fyrir myndar’.eg-
ar gjafir
Á SL. vertíð gáfu eftirtaldir út-
gerðarmenn og skipshafnir á bát-
um þeirra, slysavarnadeildinni
Sigurvon í Sandgerði, allverulegt
verðmæti í fiski: Garður hf., Hf.
Miðnes, Hf. Hrönn, Arnar hf.,
Barðinn hf., Útgerðarstöð Guð-
mundar Jónssonar, og m.b. Ingólf
ur. Bilstjórar Vörubílastöðvarinn
ar veittu ókeypis aðstoð við að
koma fiskinum á sölustað.
Fyrir allar þessar myndarlegu
gjafir og aðstoð færum við þeim,
sem þar áttu hlut að máli, okkar
innilegustu þakkir og biðjum
jafnframt algóðan guð að veita
öllum þeim sem á einn eða annan
hátt styrkja starfsemi Slysavarna
félagsins, stoð og styrk þegar
þeim mest á liggur.
Sandgerði 14. maí 1959.
Stjórn slysavarnadeildarinnar
i „Sigurvon", Sandgerði.
það vera spor í rétta átt og er
því ákveðið að halda þessari
kennslu áfram. — Páll Sigurðs-
son, Varmahlíð, sá um kennsl-
una.
Nokkrir góðir gestir heimsóttu
staðinn í vetur. — Kristmann
Guðmundsson, skáld, kom og las
upp, Ólafur Jónsson, ráðunautur
á Akureyri, dvaldist 3 daga á
staðnum, flutti erindi og sýndi
skuggamyndir. Gunnar Bjarna-
son, kennari, flutti erindi, svo og
Agnar Guðnason, ráðunautur, og
eins og venjulega hafði Axel
Andrésson knattspyrnunámskeið.
Við skólauppsögnina var út-
hlutað verðlaunum til nemenda,
er fram úr höfðu skarað í ýmsum
greinum. — Árni Sigurjónsson
hlaut verðlaun frá búnaðarskól-
anum. Sigfús Ólafsson hlaut far-
andbikar frá SÍS og jafnframt
pennahulstur til eignar. Morg-
unblaðsverðlaunin, sem er papp-
írshnifur úr silfri, haut að þessu
sinni Hilmar Sigurðsson, fyrir
vel gerða smíðisgripi sína. Stefán
Jónsson fékk verðlaun fyrir
tamningu og þeir Ingólfur
Kristjánsson og Skarphéðinn
Sigurðsson fyrir leikfimi, úr
minningarsjóði Tómasar Jóhanns
sonar.
Er prófskírteinum hafði verið
úthlutað — með prýðilegum
einkunnum, þar sem flestir fengu
fyrstu einkunn og tveir fyrstu
ágætiseinkunn — talaði skóla-
stjóri til pilta. Hann sagði, að
nú væru þáttaskil í lífi þeirra;
eftir skólauppsögn og próftöku
væri sjálfsagt einhver tómleiki í
huga þeirra í fyrstu en verkefn-
in kölluðu og nóg væri að gera,
er heim kæmi, en það vildi hann
brýna fyrir þeim, að þó að mikið
hefði verið lært, þá yrðu þeir að
bæta við og vera vakandi um
allt, sem betur mætti fara í starfi
þeirra. Skólastjóri sagði, að ef
starf bóndans væri borið saman
við aðrar atvinnugreinar, þá væri
það ekki svo óálitlegt, og sagðist
hafa þá trú að landbúnaður hefði
vaxandi gengi, ræktun væri auð-
veldari og betur gerð en áður,
búfé væri bætt að stórum mun,
en af því leiddi betri afkomu.
Vonaði hann svo, að þessir efni-
legu menn, sem nú væru að fara
frá Hólum, reyndust góðir starfs-
menn bændastéttarinnar.
Þá var sungið og skóla síðan
slitið.
Piltar höfðu nú nóg að gera
að undirbúa brottför sína, skrifa
nöfn sín og hlýjar kveðjur í bæk-
ur hvor hjá öðrum, gera upp við
matarstjóra sinn, en fæði reynd-
ist kosta um 30 kr. á dag.
Eftir vetrarsamstarf og góða
kynningu tekst vitanlega vin-
átta, sem oft endist ævilangt,
en að heilsast og kveðjast —
það er lífsins saga, og þarna sem
annars staðar kveðjast piltar
þessir með hlýjum handtökum og
beztu árnaðaróskum hver til
annars. — Björn.