Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 8
8
MORCVNfíl 4Ð1Ð
Föstudagur 22. maí 1959
Bjami Ingimarsson skipstjóri
Fimmtugur i dag
Tíðum breiðum brims á grein
byr þá reiða söng um.
Fríðum skeiðum heldur heim
hlöðnum veiðiföngum.
Sig. Breiðfjörð
r
HANN er fæddur 22. maí 1909 og
uppalinn í Fremri Hnífsdal við
Isafjarðardjúp. Foreldrar hans
voru Ingimar Bjarnason, skip-
stjóri, og Halldóra Margrét Hall-
dórsdóttir, sem bjuggu í Fremri
Hnífsdal áratugi. Hnífsdalur er
ekki stórt byggðarlag, en fá álíka
byggðarlög á íslandi hafa fóstr-
að jafnmarga skipstjórnarmenn
á þessari öld. Togaraskipstjórar
hafa verið þaðan margir og góð-
ir.
j Nokkru eftir 1930 var ég á
gangi með öðrum togaraskip-
stjóra, Ólafi Ófeigssyni. Hann
sagði: „Þarna gengur Bjarni Ingi-
marsson, frá Hnífsdal. Hann hefir
verið háseti hjá mér, en er nú í
Stýrimannaskólanum. Hann er
víkingsefni. Sjáðu göngulagið".
Jú satt var það. Bjarni læddist
ekki áfram.
Árin 1935—1940 var Bjarni
Ingimarsson stýrimaður á B.v.
Júpíter. Að segja, að hann hafi
vprið ágætur stýrimaður, væri of
láht að orði kveðið. Hann var
frábær. Þar höfðu þó margir ver-
ið góðir og meira en það. Skömmu
eftir 1940 mætti ég þekktum rit-
stjóra hér í höfuðstaðnum. Hann
spurði: „Hver er skipstjóri á
Júpíter?" Ég sagði: „Veizt þú
hver er forsætisráðherra?" Þá
hafði Bjarni Ingimarson sýnt,
að óvíða mundi hans jafningi
fást. Tugir manna telja sig geta
gegnt hinu.
Skipstjórn Bjarna Ingimars-
sonar var óslitinn frægðarferill
öll 7 árin, sem hann var skip-
stjóri á Júpíter, og mörg met
setti hann þá, þótt ekki verði
rakið í þetta sinn.
Þegar nýsköpunartogararnir
voru smíðaðir var gott að leita
álits Bjarna Ingimarssonar. B.v.
Neptunus var fyrstur allra skipa
til þess að fá hækkað skjólborð á
framdekki. Næstur var B.v.
Marz. Báðir með upphækkun
aftur fyrir vant. Þetta reyndist
svo vel, að upphækkun skjól-
borðsins var lengd aftur að spili.
B.v. Uranus var fyrsta skipið,
sem við létum skjólborðið ná
fullri hæð aftur að spili strax,
enda var hann seinastur í smíð-
Pussningasandur
Vikursandur
Gólíasandur
RauðamÖl
VIKURFÉLAGIÐ h.f.
Sírri 10600.
um. Þessi nýbreytni reyndist svo
vel, að enginn togari þóttist mega
án hennar vera. Næstu ár á eftir
og allt fram á þennan dag hafa
íslenzku togararnir fengið þessa
endurbót.
Skipasmíðastöðinni, sem byggði
B.v. Neptunus fannst nokkurs
um vert og gaf þessa breytingu-.
Þ'etta er nú búið að láta á lang-
samlega flesta íslenzku togarana.
Síðast á einn Reykjavíkurtogar-
ann í vetur og kostaði eitt hundr-
að þúsund krónur. Fyrstir af út-
lendingum, til þess að taka þetta
eftir, voru Hellyer Bros í Hull,
á B.v. Brutus, smíðaðan í Smiths
Dock, og svo hver af öðrum.
Togarasjómenn, sem unnið hafa á
framdekki skipanna í ýmsum
veðrum, kunna vel að meta þessa
nýung og það er auðvitað aðal-
atriðið.
Á aðfangadag 1947, þegar B.v.
Neptunus var fullsmíðaður og
ferðbúinn frá Aberdeen til ís-
lands, var Bjarni Ingimarsson
kominn á fleytu, sem bar hann.
Enginn togari var þá til stærri
í Bretlandi og auðvitað ekki í
Þýzkalandi, eins og á stóð. Hver
túrinn rak annan og allir góðir.
íslendingar hafa löngum verið
samanburðar og kappsmenn og
þá ekki sízt í sjávaríþróttum. ís-
lenskur sjómaður hefir gert
hreint fyrir sínum dyrum og
sinnar stéttar svo ekki þarf um
Afgreiðslumann
vantar á bifreiðastöð fyrir langferðabíla. Tilboð
sendist afgr. Mbl. merkt: „9007“.
Skrifslofuslúlka
getur fengið góða atvinnu nú þegar. Vinsamlegast
seitdið tilboð til afgr. Mbl., merkt: „9009“.
Höfum til sölu í dag
De Sotó model 1947. Sanngjarnt verð. Góðir greiðslu-
skilmálar gegn öruggri tryggingu. Bíllinn er í mjög
góðu lagi.
BlLASALAN Klapparstíg 37.
að deila. Um það segir Dagbl.
Vísir 10. maí 1948. —
„Neptúnus setti heimsmet,
segja brezk blöð.
Samkvæmt skeyti til Vísis frá
United Press telja Bretar Nep-
túnus hafa sett heimsmet, er
togarinn landaði 356 smálestum
af fiski í Grimsby í s.l. viku. Var
aflinn seldur fyrir 19.069 pund,
eins og Vísir hefir áður skýrt
frá.
Brezka útvarpið og öll helztu
blöð í Englandi og víðar í Evrópu
hafa skýrt frá þessari glæsilegu
sölu togarans, en hún er eins-
dæmi. Aldrei fjvr hefir janfmik-
ið fiskmagn komið úr togara og
fengist eins hátt verð fyrir“.
Ég hygg, að öllum þeim, sem
fylgzt hafa með ferðalögum og
staðarákvörðunum Bjarna Ingi-
marssonar á sjó, beri saman um
það, að þar standi honum, hvað
glöggleika snertir og nákvæmni,
engir framar. Þetta er djúpt tek-
ið á árinni, en þó ekki of djúpt.
Þetta er skjalfest og þarafleið-
andi sannanlegt. Tilkynningar
hans um komutíma til hafna eru
óbrigðular, enda þótt löng leið
sé ófarin.
Tilkostnaður er annar þráður
útgerðar, enda þótt misjafnlega
sé gaumur gefinn. Sérstakur er
Bjarni Ingimarsson með það að
stilla öllum kostnaði við útgerð-
ina í hóf. Ódýra tegund af veiða-
færum hefir hann notað alla tíð.
Sparsemi hans og nægjusemi á
því sviði er viðbrugðið. Flottroll-
ið, sem hann er höfundur að, býr
hann til um borð í sínu skipi.
Bjarni Ingimarsson lætur sér
mjög annt um, að sá fiskur, sem
veiðist á skipi hans, sé vel með
farinn og vandaður. Gamla, góða
skipshöfnin, sem var á Júpíter,
fylgir honum á Neptunus. Hand-
bragð þeirra manna á afla er við-
urkennt utanlands og innan. Fáir
hafa þar staðið jafnfætis og
engir framar.
Gott er að leita álits Bjarna
Ingimarssonar um útgerðarmál
og allt, sem að útgerð- lítur. Þar,
sem í öðru er hann hollráður og
framsýnn. Það hefir oft á það
reynt undanfarin 24 ár. Enginn
lifir á einu saman brauði, segir
spakmælið. Fáir þurfa fremur
hvíldar og upplyftingar en sá,
sem er langdvölum á sjó. 31 ár á
togurum hefir Bjarni Ingimars-
son að baki. Undanfarin 6 sumur
hefir hann brugðið sér að Vatns-
dalsá við og við. Við laxveiði er
Bjarni íþróttamður. Hefir það til
að gera sínar flugur sjálfur.
Hann er allra manna skemmti-
legastur veiðifélagi, og kurteis
veiðimaður. Bjarni kann vel við
Vatnsdælinga. Skaplyndi þeirra
stendur hann nær en múganrlenn.
Bjarni Ingimarsson er gæfu-
maður og sinnar gæfu smiður.
Hann hlaut mikla hæfileika, sem
har.n hefir notað til hins ýtrasta,
sjálfum sér og öðrum til far-
sældar. Þar hefir hann verið
allra manna ósérhlífnastur.
Hann hefir eignast dugmikla,
myndarlega konu, Elísabetu
Hjartardóttur, frá Hnífsdal, og
sex börn, hvert öðru mennilegra
og greindara. í hans hlut hefir
faílið það, sem margir sækjast
eftir, en fáum hlotnast, að vinna
verk, sem metið að verðleikum,
er á heimsmælikvarða. Á því af-
reki er aðalsmerki sem einkennir
æfistarf hans, að hafa ekki bak-
að neinum manni tilkostnað,
heldur að afla hvortveggja, fjár
og frama.
Tryggvi Ófeigsson.
Afmæliskveója
Klæðist þeir skarlati, skrúða,
skikkjum, sem heimskinginn
þráir.
Hyllt skal nú hetjan sú prúða,
sem hafguðinn virðir og dáir,
drengskapur, dugur og snilli,
djörfung, sá víðsýni andi,
hugsun, er hnattanna milli
hefst, nær þar eilífðar landi.
Heill þér, sem hræðast ei kunnir,
sem höndu á sveifina lagðir,
skíni þér ársalir, unnir,
akrar — þú baðst ekki — þagðir,
framkvæmdir Föðurins vilja,
Frelsarinn blessun þér veitir,
afrekið æðst skal ei dylja,
hans eigin veg blómum þú
skreytir.
Heill þeim, sem holskeflur kljúfa
hafrót um koldimmar nætur.
Fórnar sér lundin hin Ijúfa,
líknandi barni, sem grætur.
Víst má hér lærdóma lofa,
list þá, er hugsvölun veitir.
Einn kýs þá sælu að sofa,
svefnvana glímuna þreytir.
Heill þér í starfi, sem stríðir
í stormum á sjó og á landi.
Hylli þig lj óðskáld og lýðir,
lýsi þér Heilagur Andi.
Vizkunnar viti þér skíni
um voga, hann ljómi við stafni.
Konungur himins þig krýni
í kærleikans gimsteinasafni.
Sigfús Elíasson.
Sigurður Z. Cuðmundsson — Minn'ng
MIG setti hljóðan, er fregnin
um hið sviplega fráfall Sigurðar,
vinar míns, í Sokkabúðinni barst
mér til eyrna. Hann hafði farið
til vinnu sinnar að morgni, ár-
risull að vanda, en fyrir hádegi
sama dag var hann liðið lík, hné
niður þar sem hann stóð. Hvílík
úrskipti um svo hraustan mann
og sporléttan sem hann var!
Hann hafði að vísu kennt nokk-
urs lasleika seinni part vetrar,
en engan gat órað fyrir því, að
endirinn væri svo nærri sem nú
er raun á orðin. Nú verður hann
í dag borinn til grafar.
Sigurður var fæddur á Báreks-
eyri á Álftanesi 27. okt. 1894 og
var því á 65. ári, er hann lézt.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Guðmundsson bóndi og formað-
ur á Bárekseyri og kona hans,
Soffía Einarsdóttir frá Ráðagerði
á Seltjarnarnesi Einarssonar,
hálfsystir frú Margrétar Zoega
veitingakonu og Sigríðar, móður
frú Valgerðar í Miðdal í Mos-
fellssveit. Þegar Sigurður var á
8. ári, fluttust foreldrar hans til
Reykjavíkur og settust að við
Vesturgötu 53 A. Hjá þeim átti
hann heima og svo hjá móður
sinni, eftir að hún varð ekkja,
unz hann var orðinn uppkominn
maður. Þar vestur við sjóinn, hjá
Veiðikletti og Svartakletti, út á
Granda og allt til Örfiriseyjar
var æskuleikvöllur hans og jafn-
aldra hans og félaga. Tryggð
hans við æskustöðvarnar var
líka meiri en orðin tóm. Sjaldan
mun hafa liðið svo langur tími,
að hann legði ekki leið sína þang-
að vestur -ftir á hinum tíðu
gönguferðum sínum í nágrenni
bæjarins, settist á einhvern klett-
inn við sjóinn, gamlan kunn-
ingja, sem ekki hafði orðið at-
hafnasemi nútímans að bráð, og
nyti þar hins fagra og víða út-
sýnis vestur yfir flóann. Síðasta
kvöldið, sem hann lifði, ók hann
út I Örfirisey og átti þar dvöl,
meðan lággeng aftansól varpaði
gullnum bjarma á vesturfjöllin,
eins og hún hafði oftsinnis gert
forðum daga. A slíkum stundum
fannst mér Sigurður vera eðli
sínu næst. Þá leyfði hann sér að
varpa af sér hversdagshjúpnum.
Sigurður hóf verzlunarstörf
við Edinborgarverzlun 1911, en
stundaði á næstu árum ýmsa
aðra vinnu og var meðal annars
sjómaður á Austfjörðum. Einnig
aflaði hann sér nokkurrar mennt-
unar í tímakennslu, því að um
reglulega skólagöngu var ekki að
ræða. Arið 1915 réðst hann í
Vöruhúsið til Jensen Bjerg kaup-
manns, og eftir það vann hann
eingöngu að verzlunarstörfum til
æviloka eða nær hálfan fimmta
áratug. í Vöruhúsinu vann hann
í 15 ár og var þá meðal annais
verzlunarstjóri fyrir útibúi Vöru-
hússins á Siglufirði í þrjú sumur.
Árið 1925 var Sokkabúðin stofn-
uð sem útibú frá Vöruhúsinu, en
1929 keypti Sigurður búðina og
rak hana upp frá því með dugn-
aði og forsjá eða í þrjá áratugi.
Hann var mjög vel fær verzlun-
armaður, áreiðanlegur í við-
skiptum og reglusamur um fjár-
reiður, lipur og fyrirgreiðslusam-
ur við viðskiptamenn. Hafði
hann i ríkum mæli þann eigin-
leika góðra kaupmanna, að hann
vildi ekki hafa annað á boðstól-
um en góða og vandaða vöru,
enda hafði hann mikla reynslu
og þekkingu á því sviði. Munu
þeir Reykvíkingar ekki margir
vera, sem ekki hafa átt einhver
viðskipti við Sigurð á hinum
langa verzlunarferli hans. Aflaði
hann sér í starfi sínu margra
vina og kunningja og naut óskor-
aðs trausts stéttarbræðra sinna
Margir höfðu einnig góð kynni
af Sigurði á öðrum vettvangi.
Hann var lengi áhugasamur
hestamaður og átti marga góð-
hesta um dagana. Fór hann
stundum í löng ferðalög á hest-
um að sumarlagi og brá sér
einnig tíðum á hestbak út úr
bænum „með nesti við baggann
og bikar með“, eins og skáldið
sagði. Einnig var hann kunnur
laxveiðimaður og dvaldist á
hverju sumri nokkra daga í senn
við einhverja laxá landsins- og
undi þar vel hag sínum. Hann
var alla tíð náttúruunnandi og
elskaði hressandi útilíf. Eftir að
hann fargaði hestum sínum,
naut hann þess að fara í göngu-
ferðir í eða út úr bænum. Var
hann þá jafnan einn síns liðs og
virtist löngum létt um sporið.
í allri framgöngu var Sigurður
frjálsmannlegur og hispurslaus
og fór aldrei í launkofa með
skoðanir sínar og álit á mönnum
og málefnum. Á góðra vina
fundum var hann glaður og mál-
reitinn. Það duldist ekki þeim,
sem þekktu hann, að hann var
drengur góður, og ekki vissi eg
til þess, að hann ætti neinn
óvildarmann.
Sigurður kvæntist 19. maí 1923
eftirlifandi konu sinni, Söru Þor-
steinsdóttur bakara í Reykjavík
Jónssonar. Er hún kunn merkis-
og dugnaðarkona og var alla
stund önnur hönd manns síns við
verzlun þeirra, auk þess sem hún
bjó manni sínum og börnum vist-
legt og gott heimili. Þau eignuð-
ust þrjú börn, dóttur, sem dó
kornung, og tvo efnilega syni,
sem nú eru báðir uppvaxmr
menn og búsettir hér í Reykja-
vík. Þeir eru Hafsteinn héraðs-
dómslögmaður, kvæntur Láru
Hansdóttur bakarameistara Eyj-
ólfssonar, og Reynir fulltrúi,
kvæntur Svölu Stefánsdóttur lyf-
sala Thorarensen. Þessum ástvin-
um hins látna sendi eg með þess-
um fátæklegu línum einlæga
samúðarkveðju mína og konu
minnar.
Sigurður Z. Guðmundsson var
einn þeirra manna, sem settu
svip sinn á þennan bæ. Þegar
hann er horfinn af sjónarsvið-
inu, finnst mér bærinn fátækari
eftir.
Guðni Jónsson.