Morgunblaðið - 22.05.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.05.1959, Qupperneq 24
VEÐRID SA-kaldi. Úrkomulaust. Hiti 10—13 stig. 111. tbl. — Föstudagur 22. maí 1959 -.. ■ --- Myndasíða vikunnar Sjá bls. 13 Framleiðsla S. H. 1958 um þriðj- ungur heildarútflutningsins sl. ár Aðalfundur Sölumiðstcðvar hraðfrysti- húsanna hófst í gær Gunnar Gunnarsson hylltur í Þjóóleik- húsinu í gær AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hófst í Tjarn- arkaffi í gær. — Formaður S. H. Elías Þorsteinsson, setti fundinn, og tilnefndi sem fundarstjóra Ás- berg Sigurðsson, ísafirði, og Jó- hann Sigfússon, Vestmannaeyj- um. — Mættir voru á fundinum fulltrúar fyrir 50 frystihús víðs vegar af landinu, en innan vé- banda S. H. eru nú 63 frystihúsa- eigendur. Elías Þorsteinsson flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir 1958 og gaf yfirlit um það, sem af er þessu ári. — Á árinu 1958 framleiddu frystihúsin samtals 71.500 lestir af frystum fiskflökum og frosinni síld. — Það sem af er þessu ári og fram til 1. maí, er framleiðslan orðin 28.000 lestir. Útflutningsverðmæti framleiðslu S.H. 1958 er nær 350 millj. kr., eða um % hluti af heildarverð- mæti útflutnings landsmanna. Kosnar voru tvær nefndir, alls herjarnefnd og fjárhagsnefnd sem Bezti vorbatiim sl. tíu ár SKRIÐUKLAJSTRI, 19 maí: — Nú er vor í lofti og hefur verið frá því á uppstigningardag. En þá hlýnaði með suðaustan stór- rigningu, sem sjaldgæft er í maí. Rigndi þá svo mikið að nægja mun flestri jörð hér fram eftir júní. Síðan hefur líka gróður þotið upp. Tún eru að verða al- græn og útengi gær ört. Sauðfé er að fara af húsi og sauðburð- ur í þann veginn að byrja. Þetta er bezti vorbatinn síðastliðin 10 ár og líklega þó nokkuð lengur. Nokkuð ber á dcða í ám hér á búinu um þessar mundir. Hey reyndust létt frá sl. sumri og mun einkum hafa skort steinefn- in. — Nýlátinn er hér á Víðivöll. um í Fljótsdal bændaöldungur- inn Hallgrímur Jónsson, 76 ára gamall. Hann bjó lengi á Víði- völlum ytri og var oddviti um skeið. Hann var farinn að heilsu síðustu árin. —J.P. GAGNFRÆÐSKÓLA verknáms í Reykjavík var sagt upp laug- ardaginn 2. maí. 174 nemendur luku prófi úr 3. bekk, og 133 luku gagnfræðaprófi. Mun það að þessu sinni vera fjölmennasti gagnfræðingahópurinn, hér á landi, sem brautskráður er frá einum skóla. Hæstu einkunn í 3. bekk hlaut Edda Hjaltested, aðaleinkunn 9,23, og er það hæsta einkunn, sem nemandi hefur fengið við skólann. Hæztu einkunn við gagnfræðapróf hlaut Helga Magnúsdóttir, aðaleinkunn 9,04. Að prófum loknum fóru gagn- íræðingar í 4 daga íör til Akur- ýmsum tillögum, er stjórnin legg- ur fyrir fundinn, var síðan vísað til. — Framkvæmdastjóri S. H., Björn Halldórsson, lagði fram endurskoðaða reikninga, sem sið- an var vísað til fjárhagsnefndar. — Jón Gunnarsson, framkv.stj., flutti þessu næst erindi um sölu framleiðslunnar og útlitið í mark í FYRRAKVÖLD var stofnað Sjálfstæðisfélag í Vatnsleysu- strandarhreppi. Á fundinum ríkti mikill áhugi á málefnum Sjálf- stæðisflokksins og framgangi Sjálfstæðisstefnunnar og gerðust 70 stofnendur félagsins. Jón G. Benediktsson setti fund- inn, en fundarstjóri var kjörinn Árni Kl. Hallgrímsson og fund- arritari Stefán Ingimundarson. Jón H. Kristjánsson las upp upp- kast að lögum fyrir félagið og voru þau síðan samþykkt. Þá var gengið til stjórnarkjörs og var Jón G. Benediktsson kjör- inn formaður, en aðrir í stjórn Eiríkur Kristjánsson, Árni Kl. Hallgrímsson, Stefán Ingimund- arson og Rafn Símonarson. Vara- menn: Jón Kristjánsson og Pét- ur G. Jónsson. Endurskoðendur Guðmundur B. Jónsson og Erlend ur Magnússon. Að lokinni stjórnarkosningu tók hinn nýkjörni formaður Jón Benediktsson til máls og mælti nokkur hvatningarorð til félag- anna. Og Jóhann Pétursson úr Keflavík flutti félaginu kveðju og árnaðaróskir frá Sjálfstæðis- félögunum í Keflavík. Þar á eftir flutti alþingismaður kjördæmis- ins, Ólafur Thors, ýtarlega ræðu um stjórnmálaviðhorfið, en að ræðu hans lokinni tók Erlendur Magnússon til máls og þakkaði Ólafi sérstaklega fyrir komuna á fundinn og forustu hans í málefn um kjördæmisins í áratugi og í sama streng tók fundarstjóri Árni Kr. Hallgrímsson. Síðan var fundi slit'ð. Að loknum fundi var sezt að kaffidrykkju, sem konur úr félag eyrar. Voru þeir heppnir m?ð veður og ánægðir með förina. í byrjun skólaársins var til- finnanlegur skortur á starfs- fólki hjá fiskiðjuverum í Reykja vík, en mikill afli barst á land. Var þá leitað til skólanna um vinnukraft. Frá Gagnfræðaskóla verknáms unnu 3. bekkingar í 2 vikur, og fjórðubekkingar í eina viku. Sem dæmi um það, hve vinnuþörfin var mikil, má benda á, að á þessum tíma unnu nem- endur sér inn samt. kr. 580.565,00. Heilsufar var gott í skólanum í vetur, og skólahaldið í heild gekk veL aðslöndunum. — Þá flutti Björn Halldórsson, framkv.stj., erindi um mikilvægi vöruvöndunar í fiskframleiðslunni og Snæbjörn Bjarnason, verkfr., flutti erindi um vinnslukostnað og nýtingu hráefnisins. Á eftir hófust umræður, sem stóðu fram eftir kvöldi, þar sem rætt var um skýrslur og erindi, sem flutt höfuð verið á fundin- um um daginn. Fundinum verður haldið áfram kl. 1,30 e.h. í dag. inu höfðu undirbúið af sérstakri rausn. Á fundinum mættu full- trúar frá öllum Sjálfstæðisfélög- unum sunnan Hafnarfjarðar. Al- freð Gíslason kvaddi sér hljóðs og flutti félaginu kveðjur og árn- aðaróskir fyrir hönd aðkomu- manna og ræddi nokkuð um kosn ingarnar og undirbúning þeirra. Einnig tók til máls Jón Kristjáns- son og þakkaði gestunum komuna og benti á hvað Sjéjfstæðisflokkn um hefði ætíð verKS mikill styrk- ur í því nána samstarfi, sem ríkti meðal Sjálfstæðismanna. Þá mælti Ólafur Thors nokkur orð og þakkaði sér auðsýnda vinsemd og traust og óskaði félaginu gæfu og gengis á ókomnum árum. Að siðustu þakkaði formaður félagsins, Jón Benediktsson, öll- um þeim sem sótt hefðu fundinn og gerzt meðlimir í hinu nýstofn- aða félagi og jafnframt þeim góðu gestum sem mætt hefðu á fundinum og flutt samtökunum kveðjur og árnðaróskir. Akranesi, 21. maí. — Fimmtíu nemendur úr Gagnfræðaskóla Akraness, bæði piltar og stúlkur, hafa unnið í fiskiðjuverunum hér alla daga vikunnar, s’ðan á mánu dag, annan í hvítasunnu. í NÝJU hefti af Ægi, riti Fiski- félags íslands, skýrir ritstjórinn, Davíð Ólafsson fiskimálastjóri frá því að tryggt hafi verið, að íslenzkir togarar, sem veiðar stunda á fjarlægum miðum t.d. við Nýfundnaland, geti leitað læknishjálpar, ef með þarf til hinna þýzku eftirlitsskipa, en þau eru ýmist þar eða hér við land: Meerkatze, Poseidon eða Anton Dohrn. Skýrir fiskimálastjóri frá því að hann hafi rætt þetta mál við forstöðumann þeirrar deildar þýzka matvælaráðuneytisins, sem rekstur eftirlitsskipanna heyrir undir, Dr. G. Messeck. í bréfi frá ráðuneytisstjóranum um þetta mál, segir m.a. á þá leið varðandi læknishjálpina, að í slíkum til- fellum geti fiskiskipin snúið sér til eftirlitsskipanna gegnum tal- stöð eða loftskeyti, hvort heldur er á ensku eða þýzku, á tíðninni 2182 kílói'ið. Læknarnir á eftir- litsskipunum eru alltaf til taks hvort heldur er á nóttu eða degi. Læknishjálpin er veitt endur- gjaldslaust. Á undanförnum 10 í GÆRKV-ÖLDI gengust Banda- lag íslenzkra listamanna, Al- menna bókafélagið, Helgafell og Landnáma fyrir kynningu á verkum Gunnars skálds Gunn- arssonar í Þjóðleikhúsinu í til- efni af sjötugsafmæli hans. — Kynningin hófst með ávarpi Bjarna Benediktssonar ritstjóra, sem flutti skáldinu kveðju í nafni þeirra, sem að kynning- unni stóðu og afhenti frú Franz- iscu, konu Gunnars Gunnars- sonar, gjöf frá allmörgum vin- um hans. Hefur blaðið fregnað, að gjöfin til þeirra hjóna sé ferðalag til útlanda. Þá tók til máls Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor og flutti stuttan og fróðlegan fyrirlestur um skáldið og verk hans, en að því búnu hófst kynning á verk- um skáldsins. Andrés Björnsson VE STUR- SK AFTFELLING AR Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Vestur-Skaftfellinga verður hald inn í Vík í Mýrdal í dag kl. 8,30 síðdegis. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður tekin ákvörðun um framboð flokksins í sýslunni við næstu alþingis- kosningar. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, mætir á fundinum. HAFNARFJÖRÐUR HAFNARFIRÐI — Nú hefur verið opnuð kosningaskrif- stofa í Sjálfstæðishúsinu, sem er opin dag hvern frá klukkan 1 til 10 að kvöldi. — Siminn er 50228. Þar liggur frammi kjörskráin, og jafnframt eru veittar allar upplýsingar varð andi kosningarnar. árum hafa læknar skipanna veitt hjálp sína í 15000 tilfellum. Þá segir og í bréfi ráðuneytis- stjórans, að eftirlitsskipin séu bú in verkstæðufn, og þar sé hægt að framkvæma ýmsar minni hátt- ar viðgerðir á vélum, loftskeyta- tækjum, dýptarmælum og rat- sjám. Þá eru í skipum þessum tveir veðurfræðingar og gera þeir veð- urkort og senda út veðurfregnir. Um þetta segir fiskimálastjóri: „Ég mundi leggja til, að islenzku togaraskipstjórarnir setji sig í samband við skipstjóra á við- las kafla úr Borgarættinni, þ& las Lárus Pálsson úr Fjallkirkj- unni og Þorsteinn Ö. Stephensen úr Sálumessu. Loks var samlest- ur úr Svartfugli og komu þar fram leikararnir Helga Valtýs- dóttir, Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson og Ævar Kvaran. Síðasti liður kynningarinnar var einþáttungurinn Reiðarslag í þýðingu Þorsteins Ö. Stephen- sens. Leikstjóri var Lárus Páls- son, en leikarar Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Gísli Halldórsson, Jón Aðils og Þorsteinn Ö. Stephensen, sem jafnframt var stjórnandi dagskrárinnar. Að sýningu lokinni tók Þor- kell Jóhannesson Háskólarektor til máls og flutti þakkir skálds- ins, sem ekki gat verið viðstadd- ur sökum sjúkleika. Bað hann menn hylla Gunnar Gunnarsson og var það gert af miklum inni- leik. Kynningu þessari var vel tekið og var augsýnilegt, að menn skemmtu sér hið bezta. Forsetahjónin voru viðstödd kynninguna, sem var útvarpað. Kosningar á bæjar stjórnarfundi Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær voru kosnir tveir menn í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og tveir endurskoðend- ur, hvorirtveggja til eins árs. í stjórn sparisjóðsins voru kosn ir þeir Bjarni Benediktsson og Baldvin Tryggvason, en endur- skoðendur hans þeir Björn Steff- ensen og Helgi Sæmundsson. Á sama fundi voru kosnir tveir menn í yfirkjörstjórn og tveir til vara, til eins árs. — Aðalmenn voru kosnir þeir Páll Líndal og Þorvaldur Þórarinsson, en til vara Guðmundur Vignir Jósefs- son og Agnar Gústafsson. komandi þýzku veðurskipi og þeir komi sér saman um ákveð- inn tíma, sem veðurfregnir yrðu gefnar á, væntanlega á ensku“. Varðandi aðstoð við togarana vegna bilana, segir Ægir, að ef eftirlitsskip sé í námunda við tog ara, sem æskir aðstoðar, þá skuli togarinn setja upp á áberandi stað tvö alþjóðleg flögg. Mun eft- irlitsskipið þá koma og spyrjast fyrir um hverskonar aðstoðar togarinn þarfnist. í lok greinarinnar leggur fiski málastjóri áherzlu á hversu það sé mikils virði fyrir togaraflot- ann að vera aðnjótandi slíkra þjónustu, einkum þegar togararn ir stunda veiðar á svo fjarlægum miðum. Kosningaskrifstofa Sjálfstœðisflokksins í Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti 6 II. hæð, er opin alln virka daga frá kl. 10—6 e .h. Sjálfstæðisfólk, hafið samband við skrifstofuna og gefið henni upplýsingar um námsfólk, sem er erlendis og annað fólk, sem verður fjarverandi á kjördag innanlands og utan. Símar skrifstofunnar eru 12757 og 1356 0. Nemendur unnu sér inn 580 þús. kr. í fiskvinnu 133 gagnfræbingar brautskráðir frá Gagnfræðaskóla verknáms Sjálfstœðisfélag stofnað í Vatnsleysustrandar- hreppi Læknar þýzku eftirlitsskipanna munu veita ísl. togaramönnum hjálp ef með þarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.