Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 23
?östudagur 22_ maí 1959 MORCUIKBLAÐIÐ 23 Benedikt Jónasson á Seyðisfirði - minning BKNEÐIKT Jónasson kaupm. á Seyðisfirði var fæddur að Eiríks stöðum á Jökuldal 18. júní 1884. Foreldrar hans voru hin merku heiðurshjón, Jónas Eiríksson, síð- ar skólastjóri Búnaðarskólans á Eiðum og kona hans Guðlaug Jónsdóttir bónda að Eiríksstöð- um á Jökuldal Jónssonar. Bene- dikt varð búfræðingur í skóla föður síns á Eiðum 1899. Verzlun arriám stundaði hann í Kaup- manna'höfn 1907. Og er heim kom vann hann að verzlunar- störfum á Seyðisfirði, fyrst í „Framtíðinni“ og víðar til 1914. Verzlunarstj. „Hinna sameinúðu ísl. verzlana“ á Vestdalseyri var hann til 1935, er verzlun þar lagðist niður. Hafði hann skömmu áður fest kaup á eign- inni, en seldi hana litlu seinna, og keypti nokkrum árum síðar mjög myndarlegt verzlunarhús, sem Imslandsbræður höfðu reist á Búðareyri. Rák hann þar verzlun um skeið, og bjó þar til dauðadags. Benedikt átti sæti í bæjar- stjórn Seyðisfjarðar 1917—21, og aftur 1934 cg oftast síðan aðal- maður eða varamaður. Forstjóri Fisksölusamlags Seyðisfjarðar var hann um skeið. í sóknar- nefnd Seyðisfjarðar var hann 18 ár, lengst af formaður. í stjórn .Síldarbræðslunnar hf‘., var hann lengi, og í stjórn Sjúkrasamlags Sf. Hann átti þátt í stofnun Prent smiðju Austurlands sf. Ræðis- maður þýzkur fyrir Austurland varð hann 1932 og síðan — það má með sanni segja, að Benedikt Jónasson var þannig gerður mað- ur, að hann lagði hverju góðu málefni lið af hreinskilni og drengskap, svo sem hann átti kyn til. Þar þekktist enginn flatt- skapur. Benedikt var alveg sér- staklega listelskur. Það var al- veg sama, hvort um ljóðlist, sönglist eða málaralist var að ræða, allt var honum jafn hug fólgið. En atómskáldin áttu ekki upp á pallborðið hjá honum. Það var alveg víst. Um atómskáldin og framleiðslu þeirra á voru landi — ef slíkt ætti að þróast og fá hér „landnám“ — myndi Agætir nemenda- tónleikar Tónlist arskólans NEMENDATÓNLEIKAR Tónlist- arskóians í Reykjavik voru haldn ir í Austurbæjarbíói kl. 7 sl. þriðjudagskvöld. Komu þar fram allmargir nemendur skólans, yngri og eldri, og léku einleik og samleik á ýmis hljóðfæri, en þar voru píanóleikarar þó í meiri- hluta. — Auk þess lék hljómsveit skólans í lok tónleikanna Sin- fóníu í D-dúr, K. 130 eftir Moz- art. Hljómsveitin er skipuð 28 hljóðfæraleikurum. Tónleikar þessir voru allir hin- ir ánægjulegustu, og má segja, að hinir ungu tónlistarmenn hafi „komið, séð og sigrað" — allir sem einn. Það, sem einkum vakti athygli var fiðluleikur Ásdísar Þorsteinsdóttur, en hún er eini nemandi skólans, sem burtfarar- próf tekur á þessu vori. Hún lék Polonaise brilliante eftir Wieni- awsky. Annað, sem einnig vakti mikla athygli áheyrenda, var frumsamin tónsmíð eftir einn nem anda skólans, Gunnar Reyni Sveinsson. Gísli Magnússon, píanó leikari, lék þrjá kafla úr píanó- svítu hans. Var Gunnar kallaður fram og honum þakkað með lófa- taki. Húsfyliir var á tónleikunum. ng var hinu unga tónlistarfólk* innilega fagnað af þakklátum á- heyrendum. honum frxmur hafa orðið hugs- að til orða Fornólfs okkar gamla góða: — „fyrr skal hyr um rjáfrin rjúka, rofin hrynja í tóftirnar. brennd til ösku fjöllin fjuxca og flæða yfir rústirnar" Sem dæmi um ljóðlistaráhuga Benedikts og söngmenningu má geta þess, og leynir sér ekki, að 1912 safnaði hann til og gaf út ásamt Halldóri cand. phil. bróður sínum „íslenzka söngbók", og aftur ásamt Halldóri bróður sín- um „ísleuzkt söngvasafn" 1915— 16. 1—II. Var aðstoðarmaður þá við útgáfuna, og auðvitað mikil- virkur, Sigfús Einarsson. Þessi söngvasöfn voru mikill og merk- ur þáttur í söngmenningu lands- ins á þeim árum — e. t. v. ómet- anlegur. Þar voru ísl. þjóðmenn- ingarsöngvar á hæstu nótum. Þeim sem fyrir þessu gengust verður aldrei fullþakkað. Benedikt var víðsýnn maður, ádeilulaus og frjálslyndur, svo sem allir bræður hang er ég þekki til, en ákveðinn í skoðun- um sínum, sem er maxmdóms- merki. Seinustu árin var hann bókavörður við Bókasafn Seyð- isfjarðar, upphaflega Bókasafn Austuramtsins, eitt af fjórum Amtsbókasöfnum landsins á sín- um tíma. Fréttaritari Morgun- blaðsins var hann um langt skeið, svo sem fyrr getur, og kom þar glöggt í ljós vandvirkni haris um frásögn málefnanna — svo öllu mátti treysta. Benedikt var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elísabet Þórarins- dóttir Guðmundssonar kaupm. og konsúls á Seyðisfirði og lconu hans Sigríðar Jónsdóttur. En hana missti hann í spænsku veÍK inni í K.höfn 1919, eftir skamma sambúð. Seinni kona hans var Helga Jóhannsdóttir, verzlunar- maður á Seyðisfirði Sigurðssonar og konu hans Margrétar Björns- dóttur. Helga Jóhannsdóttir, ekkja Benedikts, var mjög vel mennt- uð í hjúkrunarfræðum vestan hafs. Og var það mikið happ, er hún kom heim, að fá hana til að taka að sér að verða hjúkrunar- kona í Sjúkrahúsinu á Seyðis- firði. Hún var mjög mikils metin af læknunum, einkum er mikið lá við, og elskuð af sjúklingun- um. Benedikt andaðist að heimili sínu — eftir mjög erfiða sjúk- dómslegu. Sig. Arngrímsson. Ernst Schíckler - minning Fæddur 25. júlí 1907 Dáinn 11. apríl 1959 Kveðjuorð KÖLN er ein af stærstu borgum Þýzkalands. Þangað leggja marg- ir íslendingar leið sína og dvelja þar um lengri eða skemmri tíma. Flest allir íslendingar, sem komið hafa þangað undanfarin tvö ár hafa komið á heimili þeirra Vilhelmínu og Ernst Schickler, en þau hafa um tveggja ára skeið búið skammt frá háskólanum í Köln. Vilhelmína er íslenzk, en Ernst þýzkur. Ernst Schickler unni öllu því, sem íslenzkt er og hafði yndi af því að vera með íslendingum, og talaði aldrei annað en íslenzku við þá. Heimili þeirra hefur þess vegna staðið opið öllum fclend- ingum og þangað hafa þeir sótt bæði gleði og góð ráð. Ernst var bjartur yfirlitum, góðlegur, broshýr og fullur af græskulausu gamni. Hann var einstaklega vingjai-nlegur og hjálpsamur maður. Það var eins og hann með framkomu sinni væri sífellt að syngja skaparan- um þakkaróð fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að gleðjast og gleðja aðra. Þegar þar við bætt- ist að á milli hans og konu hans var mjög ástúðlegt samband þá liggur í augum uppi, að það var gott að vera gestur á heimili þeirra, og þau hjón voru aufúsu- gestir hvar sem þau komu. Fyrir gleðina, hjálpsemina og elskulegheitin, og fyrir það að sýna okkur lífið í bjartari og fallegri litum heldur en við sá- um það oft áður, þökkum við Ernst Schickler af heilum hug. Hann dó í morgun úr lungna- bólgu aðeins 51 árs gamall. Hann var fæddur í Wiesbaden en flutt- ist ungur til Berlín og var Berlín arbúi af líf og sál. Ernst var fréttaritstjóri við þýzka útvarp- ið í Köln. Það er hljótt á heimili Schickl- ers-hjónanna í dag, en Vilhelmína ber sorg sína með tignarlegri ró. Vinir heimilisins senda henni innlegar kveðjxir og hlýjar hugs- anir. Bad Godesberg, Pétur Eggerz. Lokað í dag Vegna jarðarfarar. Málflutningsskrifstofa EINAKS ÁSMUNDSSONAR hrl. HAFSTEINS SIGURÐSSONAR hdl. Hjartans þakklæti til allra, sem sýndu mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu 11. maí. Guð blessi ykkur öll. Vilhjálmur Magnússon, Stóru-Heiði. Konan mín, móðir og systir ANNA AGtíSTSDÖTTIR OLSEN Grundargerði 26, lézt 13. maí síðastl. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum innilega auðsýnda samúð og aðstoð alla. Dítlev Olsen, Reinhard Olsen, og systur hinnar látnu. Faðir okkar, JÖN BJÖRNSSON, frá Bakka í Viðvíkursveit, andaðist miðvikudaginn 20. maí. Börn hins látna. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Agústu guðjónsdóttur Suðurgötu 23, Keflavík, sem andaðist 16. þ.m. fer fram frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 23. maí. Hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu kl. 1,30. Börn, tengdabörn og barnabörn Jarðarför föður míns ÞORSTEINS þorvarðarsonar, frá Ytri-Þorsteinsstöðum, fer fram frá Stóru-Vatnshornskirkju, laugardaginn 23. maí kl. 2 e.h. Kveðjuathöfn í Laugarneskirkju í dag kl. 4,30 e.h. Kveðjuathöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Þorsteinsdóttir Útför móður okkar, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR frá Mýnesi sem lézt í Landspítalanum á hvítasunnudag, verður gerð í Fossvogskirkju, föstudaginn 22. þ.m. kl. 13,30. Athöfninni verður útvarpað og endurvarpað um Eiða. Blóm og kransar afbeðið. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, góðfúslega látið rennna til líknarstofn- anna. Börn hinna látnu Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu ÞURlÐAR GUÐNADÓTTUR Þórisstöðum. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður SVEINS GlSLASONAR verkstjóra. Arndís Andrésdóttir, Helga S /einsdóttir, Anna Sveinsdóttirí Sigríður Sveinsdóttir. Aðalsteinn Sveinsson, Hannes Árnason, Sigurður Guttormsson, Martíua Nílsen, Bjarni Þórlindsson. Innilegt hjartans þakklæti, færum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, Lokað í dag ÁRNA VIGFÚSAR MAGNÚSSONAR, skipasmiðs, Keflavík. Sérstaklega þökkum við Halldóri Hansen lækni, Landakotsspítala og starfsfólki hans, svo og heimilis- vegna jarðarfarar lækni hans og lækni og starfsfólki Sjúkrahúss Keilavíkur frá kl. 1—4. fyrir góða hjúkrun í veikindum hans. Einnig þeim, sem heimsóttu hann og sýndu honum tryggð og vináttu til Skóhúð Austurbæidr hins síðasta. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnabörn. Laugavegi 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.