Morgunblaðið - 22.05.1959, Side 16

Morgunblaðið - 22.05.1959, Side 16
16 MOKCrrNnT 4010 Föstudae'ilr 2? mfvf 1*)59 Höfum til sölu eftirfarandi Stærðir af hjólbörðum: 1100x22, 1000x24, 1600x24, 1800x24, 2100x24, 1600x25, 2100x25, 1500x34. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA Simi 14944. BILLINN Sími 18-8-33 Til sölu, mjög vel með farinn, NASH 1952 2ja dyra er til sýnis í dag. Góðir greiðsluskilmálar, eða skipti koma til greina. B í L L I N N Varðarhúsinu Sími 18-8-33 BILLINN Tr;ðrrrð fer nú fram á götum bæjarins eftir veturinn. Er myndin tekin í Kirkjusíræti. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Sími 18-8-33 Til sölu mjög glæsilegur FORD-STATION 1955 með sætum fyrir 9 manns. Er til sýnis í dag á staðnum B í L L I N N Varðarhúsinu Sími 18-8-33 BILLINN Sími 18-8-33 Höfum til sölu, glæsilegan og lítið keyrðan FORD-FAIRLANE 1955. 6 cilendra og sjálfskiptur. B í L L I N N Varðarhúsinu Sími 18-8-33 Til sölu i 5—6 tonna trillubátur í góðu lagí. Góður lúkkar ineð eldavél og gasi. Raflýstur — Gott spil. Tilboð óskast send afgreiðslu Morgunblaðsius íyrir 25. maí, merkt: „Uátur—9013“. Ingibjörg Minningarorb VEGNA veikinda hefur það dreg- ist hjá mér lengur en vera skyldi, að minnast nokkrum orðum vin- konu minnar, Ingibjargar Jóns- dóttur, Grettisgötu 77, er andað- ist 9. jan. síðastliðinn. Það er margs að minnast frá 45 ára kynningu. í öll þessi ár naut ég vináttu hennar og tryggð ar og bar þær aldrei á skúgga. Ég sá hana unga og ógifta, fulla af lífsfjöri og krafti. Ég minnist þess er hún giftist unnusta sínum Jónasi Kr. Jónssyni. Þá skein sól- in skært á hennar hamingju- braut. Ég minnist móðurgleði hennar er einkasonurinn fæddist. Svo réðust þau hjónin í að byggja hús, þó lítil væru efnin. En kjark- ur þeirra hjóna og trúin á lífið var óbilandi. Húsið komst upp og gott var að koma til góðra vina. Þar ríkti hamingja og gleði yfir unnum sigri. Ingibjörg tók for- eldra sina í nýja húsið og var glöð yfir að geta haft þau undir sinu þaki. Hún hlúði að þeim með alúð og kærleika. Oft var gestkvæmt á þessu heimili. Hjónin bæði samtaka í þvi að gleðja gesti sina og láta þá finna að þeir væru velkomnir. Ingibjörg var mjög minnug og fróð um margt og sagði vel og greinilega frá ýmsu er fyrir augu og eyra hafði borið. En svo komu skuggar yfir þetta góða heimili, er Ingibjörg varð að fara til útlanda til að leita sér þar Jæknishjálpar. Og þó að hún fengi þár nokkra bót meina sinna má þó segja að hún væri aldrei heil heilsu eftir það eða í rúmlega 20 ár, þar til yfir lauk 9. jan. s.l. eins og fyrr segir. í>að má segja að sjaldan sé ein báran stök og svo fór hér, því 1943 missti Ingibjörg sinn ágæta eiginmann og þá fór nú fyrir alvöru að syrta í álinn hjá henni. En þá kom líka berlega í ljós hvað mikil kona hún var bæði í sorg og gleði. Hún trúði fastlega þeirri kenningu að guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Og þrátt fyrir vanheilsu og þröngan efnahag, tók Ingi- björg þá föstu ákvörðun að reyna að halda húseigninni, sem þó hvíldu á miklar skuldir. Sonur þeirra hjóna var þá í Menntaskól anum og vildi h^nn þá hætta Jónsdóftir námi og fara að vinna til þess að styðja móðir sína fjárhagslega. En hún mátti heyra það nefnt að þessi elskulegi einkasonur hætti námi hennar vegna. Með sér- stakri ráðdeiid, sparsemi og óbil- andi kjarki tókst Ingibjörgu þrátt fyrir mikla vanheilsu að halda húseigninni og sjá þann dýrðar- dag er sonur hennar útskrifaðist úr Háskólanum sem viðskipta- fræðingur og vinnur nú, vel met- inn á Hagstofu íslands. Svona skiptust á skin og skugg ar í lífi þessarar ágætu konu. Það má segja að Ingibjörg hafi með þessu unnið ótrúlegt þrekvirki. Því auk þess að sjá um sitt heim ili, var hún ávalt boðin og búin áð rétta systkinum sínum og öðru skyldíóiki hjálparhönd og var þá oít ekki smátæk. Lika vissi é'g að hún greiddi oft fyrir þeim, sem að einhverju leyti voru olnbogabörn lífsins. ,Hallur bróðir hennar hafði það á orði við mig að engin hefði átt betri systur en hann Og eru það fögur eftirmæli. Eina sögu af mörgum um hjálp semi og tryggð Ingibjargar vil ég setja hér: Fyrir eitthvað 24 árum kom til hennar stúlka, Sig- ríður Jakobsdóttir, f átæk, las- burða og vinafá. Skaut Ingibjörg yfir hana skjólhúsi um óákveðinn tíma en svo tókst með þeim svo gagnkvæm vinátta að svo mátti segja, að hvorug mætti af annari sjá. Oft sagði Ingibjörg við mig að hún vissi ekki hvernig hún gæti verið án hennar Siggu sinn- ar. Sigríður var líka mjög þörf þessu heimili. Oft varð hún að sinna húsmóðurssíörfum í veik- indaforföllum Ingibjargar um lengri eða skemmri tíma og fórst henni það með ágætum, því hún er sérstaklega þrifin og vand- virk. Sigríður hefur oft sagt mér að hún ætti eiginlega engin orð til að lýsa því hve þakklát hún væri Ingibjörgu fyrir al’an þann kær- leika og gæði er hún auðsýndi henni.. Ég veit af eigin reynzlu að Sigríður er mjög tryggiynd. Hún hefur sýnt mér óveðskuld- aða vináttu sem ég er henni þakk lát fyrir. Ég veit líka að þungur harmur er kveðin að Sigríði við fráfall þessarar ágætu vinkonu hennar, en ég vona og bið að góðar minningar gleðji hana og styrki. Ég er þess íullviss að ég má flytja Sigríði' innilegar hjart- ans þakkir frá Ingibjörgu fyrir allt það er hún Var henni í orði og verki. , Ingibjörg sýndi undra vel þrek og bjartsýni eins og hún var þó oft þjáð. Hún tók fegins hendi hverri sólskinsstund og gladdist þá innilega með góðurn vinum. í árslok 1958 voru líkamskraft- ar hennar að mestu þrotnir og þó átti hún enn eftir fagnaðar og gleðistund, er elskulegur sonur hennar kom á gamlárskvöld með sína Ungu fögru brúði að sjúkra- beði hennar, til þess að þau gætu notið blessunar hennar. Það mátti )^í segja, að það væri hennar siðasta verk í þess- um heimi að leggja móðurlega biessun yfir hin ungu brúðhjón, er áttu að að taka upp merkið er hún hafði borið fram til sigurs með heiðri og sóma. Nú er hinn langi sjúkdómsvet- ur vinkonu minnar liðinn. Hún er komin þangað sem ríkir eilíft sumar. Við hjónin sendum henni á hugans leiðum innilegar óskir um „Gleðilegt sumar“, með hjartans þökk fyrir aílt og allt. Á sumardaginn fyrsta 1959. Anna Guðmundsdóttir. Mlagnús Thorlacius hæstarcllarlógmaður. Máinutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-18-75. Málflutningsskrifstofa Eiau. B. ííuðmundsson GuTiIaugur l>orláksson Guðmundur Pcti rsson Aðalstræli 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.