Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 4
MORCUNRLAÐIÐ Föstudagur 22. maí 1959 / I dag er 142. dagur ársins. Föstudagur 22. maí. Árdegisflæði kl. 4:52. , Síðdegisflæði kl. 17:18. Næturvarzla vikuna 16. til 22. maí er í Vesturbæjar-apóteki, — sími 22290. Holts-apótek og Garðs-apótck eru opin á sunnudögum kl. 1—4 eftir hádegi. Hafnarfjarðarapótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Heigi- dag kl. 13—16 og kl 21. Næturlæknir í Hafnarfirði er Ólafur Ólufsson, sími 50536. — KefJavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. I.O.O.F. 1 = 1415228% = 90 Brúókaup A hvítasunnudag 17. maí, fór fram þrefalt systkinabrúðkaup á Möðruvöllum í Hörgárdal. — Þá voru gefin saman ungfrú Matthildur Þórhallsdóttir, Hjalt- eyri og Sveinn Sigurbjörnsson, bóndi í Árnesi í Höfðahverfi. — Ungfrú Bryndís K. Sigurðardótt ir og Ævar Þór Þórhallsson, vél- virkjanemi, bæði til heimilis að Strandgötu 49, Akureyri. — Ung frú Verna Sigurðardóttir. Bjark arbraut 13, Dalvík og Kristján örn Þórhallsson, sjómaður, Hjalteyri. — Systkinin eru börn frú Þórönnu Rögnvaldsdóttur, ekkju Þórhalls heit. Kristjáns- sonar í Sæborg. Sama dag voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum ung- frú Sólveig Hermannsdóttir frá Myrkárdal og Óskar Eggertsson, rafvirki, Sundstræti 29, ísafirði. [Hjónaefni Á hvítasunnudag opinberuðu trúlofun sína Margrét Alda Úlfarsdóttir, Rauðarárstíg 24, Reykjavík og Guðbjartur Gunn- arsson, öldugötu 25, Hafnarfirði. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Dagrún Jóhannsdótt ir, Ketilsstöðum og Jón Helga- son, Kaldárholti, Holtum. S. 1. laugardag opinberuðu trú lofun sína Kristín Guðmunds- dóttir, Borg, Seltjarnarnesi og Eysteinn Jóhann Jósefsson, Greni teig 16, Keflavík. - AFMÆLI o Fimmtugur er í dag Arnold F. Pétursson, kaupmaður, Selfossi. Skipin Eimskipaféiag íslands h.f.: — Dettifoss fór frá Reykjavík í gær. Fjallfoss fór frá Akureyri 20. þ. m. Goðafoss fór frá New York í gær. Gullfoss er í Reykjavík. — Lagarfoss fór frá St. Johns 18.þ.m. Reykjafoss fór frá Húsavík í gær. Selfoss fer frá Álaborg á morgun. Tröllafoss fór frá Rott- erdam í gær. Tungufoss er í Rvík Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á Vestfjörðum. Esja er á Aust fjörðum. Herðubreið er í Rvík. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær. Þyrill fór frá Fredrikstad 19. þ. m. Helgi Helgason fór frá Reykjavík í gær. , Skipadeild S.I.S.: — Hvassafell er í Leningrad. Arnarfell er í Hull. Jökulfell er í Leningrad. Dísarfell er i Þorlákshöfn. Litla fell fór frá Reykjavík í gær. — Helgafell fór frá Reyðarfirði 19. þ. m. Hamrafell fór frá Reykja- vík í gær. Eimskipafél. Reykjavíkur h.f.: Katla er væntanleg til Reykjavík ur á morgun. — Askja lestar salt físk á Austurlandshöfnum. PSlFlugvélar Flugfélag íslands h.f.: Hrím- faxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 8 í dag. Væntan legur aftur til Reykjavíkur kl. 22:40 í kvöld. Fer til Oslóar, Kaupmannahafnar og Hamborg- ar kl. 10 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætl að að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Fagurhóls- mýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar. ísafjarðar, Kirkju bæjarklausturs. Vestmannaeyja (2) og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2), Blönduóss, Egilsstaða, Húsa víkur, ísafjarðar, Sauðárkróks, Skogasands, og Vestmannaeyja Loftleiðir. — Edda kemur kl. 8,45 frá New York; fer áleiðis til Oslóar, Stavanger kl. 19. Saga er væntanleg í kvöld kl. 19 frá Glasgow—London, fer áleiðis til New York kl. 22,30. Ymislegt Byggingaþjónustan, Laugavegi 18A, sími 24344, er opin alla virka daga kl. 13—18, nema laug ardaga kl. 10—12. Einnig mið- vikudagskvöld kl. 20—22. Frá Guðspekifélaginu: — Vesak fyrirlestur í Guðspekifélagshús- inu í kvöld kl. 8,30. — Sigvaldi Hjálmarsson talar um: „Trú og dulspeki í Tíbet“. — Utanfélags- fólk er velkomið. Mæðradagurinn er á stunnudag- inn kemur. — Frá Þingeyingafélaginu: Heið- merkurferð á morgun. Lagt verð- ur af stað frá Búnaðarfélagshús- inu kl. 2 e.h. — Þess er vænzt, að félagar fjölmenni í þessa fyrstu gróðursetningarferð á sumrinu, en þátttakendur eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 18819. Mæðradagurinn er á stunnudag- inn kemur. — Frá Húsmæðrafélagi Reykja- víkur: — Síðasta saumanámskeið félagsins hefst n. k. mánudag, 25 maí, kl. 8 síðdegis, í Borgar- túni 7. — Nánari upplýsingar um námskeiðið eru gefnar í símum 11810 og 15236. Söfr Listasafn Einars Jónssonar, Hnit björgum, er opið rniðvikudaga og sunnudaga kl. 1.30—3,30. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29 A. — Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga kl. 13—16. — Lestrarsalur fyrir fullorðna: Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22, nema laugar- daga kl. 10—12 og 13—16. Útibúið, Hólmgarði 34. — Út- lánadeild fyrir fullorðna: Mónu- daga kl. 17—21, miðvikudaga og „HÚMAR HÆGT AÐ KVELDI“ verður sýnt í síðasta sinn I Þjóðleikhúsinu annað kvöld. — Eins og lesendum er kunnugt þá er þetta síðasta verk O’Neils talið eátt stórbrotnasta leikrit sem skrifað hefur verið á síðari tímum og hefur það alls staðar verið sýnt við fádæma hrifningu. — Myndin er af Arndísi Björnsdóttur í hlutverki móðurinnar. föstudaga kl. 17—19. — Lesstofa og útlánadeild fyrir börn: Mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. Útibúið, Hofsvallagötu 16. — Útlánadeild fyrir börn og full- orðna: Alla virka daga, nema laugardaga, kl. 17,30—19,30. Útibúið, Efstasundi 26. — Út- lánadeild fyrir börn og fullorðna: Mánudaga, miðvikudaga og föstu daga kl. 17—19. Þjóðminjasafnið: — Opið sunnu STAÐFASTI TINDÁTIIMN - Ævintýri eftir H. C. Andersen daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga kl. 1—3. Byggðasafn Reykjavíkur að Skúlatúni 2 er opið kl. 2—5 alia daga nema mánudaga. Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnudögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14—15. Læknar fjarverandi Árni Björnsson um óákveðinn tíma. — Staðgengill: Halldór Arín bjarnar. Lækningastofa í Lauga- vegs-Apóteki. Viðtalstími v-irka daga kl. 1:30—2:30. Sími á lækn- ingastofu 19690. Heimasími 35738. Bjami Jónsson fjarverandi frá 14. maí—5. júlí. Staðgengill Stefán P. Björnsson. , Guðmundur Benediktsson um óá kveðinn tíma. — Staðgengili: Tómas Á. Jónasson, Hverfisgötu 50. Viðtalstími kl. 1—2, nema laugardaga, kl. 10—11. Sími 15521 Valtýr Bjarnason 1/5 um óákv. tíma. Tómas A. Jónasson, Hverf- isgötu 50. Víkingur H. Arnórsson fjarver andi frá 27. apríl til 1. júní. Stað- gengill Jón Hjaltalín Gunnlaugs- son, Hverfisgötu 50. Skyndilega tók einn smástrák- urinn tindátann og fleygði hon- um beint inn í ofninn — án nokk urra skýringa. Það hlaut að vera púkinn í neftóbaksdósunum, sem var potturinn og pannan í þvílíku athæfi. Tindátinn stóð í miðju eldhaf- inu, og- hitinn var ógurlegur. En ekki vissi hann, hvort hann brann í eldinum eða af ást. Litirnir voru alveg farnir af honum, en hvort það hafði gerzt á ferðalaginu, eða það var af sorg — það vissi eng- inn. — Hann horfði á litlu stúlk- una, og hún horfði á hann — og hann fann, að hann var að bráðna, en þó stóð hann staðfast- ur enn, með byssuna um öxl. — Þá opnuðust skyndilega dyr, súg- urinn hreif dansmeyjuna með sér, og hún sveif eins og einhver himnadís inn í ofninn til tindát- ans, furðaði upp og hvarf. Þá bráðnaði tindátinn og varð að klessu. En þegar vinnukonan tók öskuna úr ofninum daginn eftir, fann hún þar dálítið tin- hjarta — það var allt og sumt, sem eftir var af tindátanum stað- fasta. En af dansmeyjunni var ekkert eftir nema glerdoppan, og hún var svört af bruna. _ SöGTTT,OK. FERDIIMAIMD Tillitslausir farþegar Sökkíu ekki net j- unum nój>u djúpt AKRANESI, 20. maí. — Sjö síld- arbátar lönduðu hér í dag sam- tals 311 tunnum. Reknetjabátarn- ir voru vestur við Jökul. Vöruðu þeir sig ekki á að sildin stóð dýpra en áður og sökktu því net unum ekki nógu djúpt. Aflahæst- ur var Skipaskagi með 65 tunnur. Hringnótabáturinn Höfrungur landaði 52 tunnum. Var hann að | kasta suður á Hafnarleið, er hann | fékk nótina í skrúfuna. Dró hring uótabáturinn GK 39 Höfrung norð | ur undir Garðskaga. Urðu þar fagnaðarfundir er Hafsteinn Jó- hannsson, froskmaður, kom brun- andi á hraðbát sínum. Var frosk- maðurinn 20 mínútur að hreinsa skrúfuna. — Oddur. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlogmaður Laugavegi 8. — Sími 17752 Lögfræðistörí. — Eignaumsysl*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.