Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 6
I MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. maí 1959 | Hve mikib vilja Rússar til þess vinna \ j od koma á fundi hinna æðstu manna ? \ EINS og kunnugt er af fréttum hafa nú fulltrúar Bandaríkj- anna, 3retlands og Frakklands lagt fram það sem kallað er „frið aráætlun Vesturveldanna" á fund inum í Genf og hafði Herter, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, orð fyrir þeim bandamönnum um málið. Frá þessum tillögum hefur verið skýrt í fréttum, en þær snúast um stöðu Berlínar, sameiningu Þýzkalands, sem eigi að gerast á nokkuð löngu ára- bili eftir fastri áætlun og síðan koma tillögur varðandi sameig- inlegt öryggi Evrópulanda. Herter var ekki myrkur í máli í ræðu sinni. Hann visaði til hinna óleystu deilumála þar sem eru Þýzkalandsmálin, afvopnun- armálin og ekki sízt á þá stað- reynd að í Austur-Evrópu væru kúguð ríki, sem ekki réðu sjálf stefnu sinni heldur væru undir hæl stórveldis. Herter tók skýrt fram, að spurningin um stöðu Berlinar og um sameiningu Þýzkalands yrði ekki skilin að. Það væri tómt mál að tala um að leysa annað vandamálið án þess að leysa hitt. Eins og kunnugt er var af hálfu Vesturveldanna haldinn viðræðufundur í París til þess að undirbúa hinar sameiginlegu til- lögur fyrir Genfarfundinn, en áður höfðu sérfræðingar banda- manna í utanríkismálum fjallað um málin og lagt íram uppkast að tillögum. ★ Það er skemmst að segja að aðalfulltrúi Rússa í Genf, Grom- yko, tók tillögunum illa. Sérstak- lega vísaði hann til þess, að hér væri blandað saman ýmsum at- riðum sem bæri að skilja sundur. Hann var þess vegna á öðru máli en Herter um það, að hér væru samtengd vandamál, að þau bæri að leysa í einu. Grom- yko hafði ekkert annað fram að bera heldur en það, sem Kreml- stjórnin hefur boðað á siðustu mánuðum, og segja stjórnmála- ritarar, svo sem líka glöggt er af svari Gromykos, að hann hafi ekkert nýtt fram að bjóða, er sé sambærilegt við það, sem Vestur veldin gerðu, þegar þeir lögðu fram tillögur sínar, sem fólu í sér ýmsa nýja möguleika. ★ Síðan leið hvítasunnan og Rússar virðast hafa áttað sig nokkru betur á tillögum Vestur- veldanna. í ræðu sem Krúsjeff hélt, eftir að bandamenn höfðu lagt fram tillögur sínar, sagði hann að í þeim fælust ýms at- hyglisverð atriði og að Rússar mundu ekki verða „þráir gegn samningum", eins og hann orðaði það. Hins vegar tók Krúsjeff upp mótbáru Gromykos um það, að í tillögum Vesturveldanna væri blandað saman mörgum atriðum í eitt, en að því mundu Rússar ekki ganga, Krúsjeff kom ekkert nánar að því, hvað það væri í til- lögum Vesturveldanna, sem Rúsar teldu aðgengileg’t, en í seinni ummælum Krúsjeffs og þá sérstaklega í viðtali við banda- ríska kaupsýslumenn, sem heim- sótt hafa Moskvu, lét hann í Ijós, að Rússar mundu teygja sig mjög langt til samkomulags í Genf. ★ Genf er þessa dagana ein mauraþúfa af útlendum sendi- mönnum og aðstoðarmönnum þeirra, af erlendum blaðamönn- um og ljósmyndurum og alls konar fólki, sem streymt hefur til Genf til þess að vera í nám- unda við þessa sögulegu ráð- stefnu. I bænum er vitaskuld ekki um annað talað en ráð- stefnuna. Hvar sem menn hittast og mætast er ekki annað uppi á teningnum og það er sama hvort það er á götunum eða hót- elunum, segja erlendir fregnrit- arar. Maður er nefndur Don Cook, sem er fréttaritari New York Herald Tribune í Genf þessa dagana. í grein, sem birt- ist í blaði hans á 2. í hvítasunnu segir hann að margir séu farnir að halda, að Vesturveldin muni Grewe sendiherra, sem er formælandi V-Þjóáverja í Genf, hefnr ekki gcngið em- bættisveginn í þjónustu ut- anríkismála landsins, heldur hefur hann lengst af verið há- skólakennari í ríkisrétti og borgarrétti. Ritaði Grewe mik ið um þau efni og 1951 var hann leystur frá kennaraem- bætti sínu við háskólann i Freiburg og kallaður til starfa í utanríkisráðuneytinu þýzka í Bonn. Grewe er kaupmanns- sonur frá Hamborg og eftir að hann lauk ferli sinum sem háskólakennari hefur hann gegnt ýmsum þýðingarmikl- um störfum. T. d. var hann árið 1954 sérstakur fulltrúi landsins á fjórveldaráðstefn- unni í Berlin. Síðan í febrúar í fyrra hefur hann verið sendi herra í Washington. að einhverju leyti losa tillögúr sínar í sundur til þess að gera þær aðgengilegri fyrir Rússa og taka Berlínarmálið alveg sér- staklega fyrir. Það mundi hins vegar hafa þá afleiðingu, segir þessi stj 'mmálaritari, að Rússar mundu fella niður kröfur sinar um sérstaka friðarsamninga við Austur- og Vestur-Þýzkaland og Vesturveldin þá leggja á hilluna í bili tillögur sínar um allsherj- arsamkomulag um Evrópumál og tryggingu friðarins þar. Hins vegar segja þessir stjórnmála- fréttaritarar, að Vesturveldin mundu standa fast á því, að Rússar verði þá að ganga til sannsýnilegrar lausnar á Berlín- ardeilunni en takist það ekki, fari ráðstefnan út um þúfur. Don Cook segir, að mikil óvissa ríki og muni fulltrúar Vesturveld- anna raunverul. enga hugmynd um það hafa til hvers ráðstefn- an kunni að leiða. En á það er bent í þessu sambandi að Rússar hafa að undanförnu lagt mjög mikla áherzlu á að koma á þvi, sem kallað er fundur hinna æðstu manna. Gegn þessu hafa Vesturveldin staðið og talið að það væri þýðingarlaust að halda slikan fund án mikils undirbún- ings en ef svo færi að samkomu- lag næðist að einhverju leyti í Genf mundi skapast jarðvegur fyrir „ráðstefnu hinna æðstu manna.“ Spurningin getur því verið sú, hve Rússar vilja borga mikið fyrir það að koma á þess- ari ráðstefnu. Þeim má vera það ijóst, að úr slíkri ráðstefnu verð- ur ekkert, ef Genfarráðstefnan fer, að dómi Vesturveldanna, út um þúfur. Ummæli Krúsjeffs, sem getið er um hér að undan ‘hafa vakið nokkrar vonir um, að Rússar séu tilbúnir til þess að greiða nokkurt gjald til þess að koma á fundi hinna æðstu manna og muni leggja sig meira fram til að ná samkomulagi í Genf heldur en talið hefur verið hing- að til. Um þetta er raunar allt of snemmt að spá, en hér er ein- ungis tilfært það, sem rætt er um i svipinn, en vitaskuld eru allar slíkar hugleiðingar mjög valtar og getur margt óvænt bor- ið við. // Sfrandaður44 í fjörunni — Hann er strandaður!, sögðu strákarnir og í senn var eftir- vænting og spenningur í röddinni. Þeir stóðu uppi á steinlagðri Skúlagöiunni og horfðu á vélbátinn Víking, sem liggur í fjör- unni skammt frá Kolbeinshaus. Svo sjaldgæf sjón er það í Reykjavík og sjá skip liggja á hliðinni í fjörunni, að það er skiljanlegt að strákarnir skyldu setja legu bátsins í fjörunni i samband við skipsstrand. Þeir sem eiga bátinn sigldu honum þarna upp til þess að geta dittað að skrokk bátsins og málað hann hátt og lágt. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Vefurinn var einhver hinn mildasti BORGARFIRÐI, 13. maí. — Sl. vetur var hér einhver sá mild- asti og bezti, sem menn muna. 1 skrifar úr daglega ðifinu . Gæsir verpa í litla hólmanum VELVAKANDI gekk suður að Tjörn um daginn með þeim Finni Guðmundssyni, fuglafræð- ingi og Lárusi Salomonssyni, lög regluþjóni, sem um þessar mund- ir er „varnarmálaráðherra" íbú- anna á Tjöminni, eins og nánar hefur verið útskýrt í fréttum. Þár er mikið um að vera þessa dagana. Gæs liggur á fimm eggj- um í litla hólmanum út undir auða svæðinu þar sem ísbjörn- inn var, og um hólmann vappar maki hennar. Hinar gæsirnar verpa einhvers staðar lengra frá. Þýzku álftirnar tvær hafa aftur á móti sezt að hjá kríunum í stóra hólmanum. Þar var búið til hreiður handa þeim i vor, og þar liggur kvenfuglinn öðru hverju, en engin egg eru komin enn. Kringum hana halda sig tvær álftir. Önnur er maki hennar, hin er flækingur, sem þau eru ekki sérlega góð við um þessar mundir, enda af öðru þjóðerni. í fyrra kom þessi álftarungi, senniiega undanvillingur, illa haldinn á Tjörnina og settist að hjá þeim. í fyrstu reyndu þau að reka hann frá sér, en hann lét það ekkert á sig fá, og nú þola þau hjónin hann. Enginn getur þó láð þeim það, þó þeim þyki ekkert sérlega skemmtilegt að hafa hann alltaf hangandi í nánd við sig núna, þegar komnar eru sumarnætur og þau eru í rómantískum hugleiðingum. bún ir að para sig. Þó syndir þarna einmana grænlenzk blesgæs. Hún var einhvern tíma fyrir löngu særð á væng og er ófleyg. Álftir og kríur búa í stóra hólmanum UTI í hólmanum er ósköp frið- samlegt aðra stundina, en fyrr en varir er allt komið í upp- nám og kríurnar garga hver í kapp við aðra. Eitthvað er ennþá af hettumáfi í hólmanum hjá þeim þó alltaf sé farið út í hann á vorin og jafnvel oftar, til að steypa undan honum, svo að hann taki ekki hólmann af krí- unum. Hann sezt þar nefnilega að á undan þeim á vorin. Að öðru leyti er hettumáfurinn skað laus. Finnur segir mér, að hettu- máfurinn hafi fyrst komið hingað til lands árið 1912. Sílamáfurinn mun hafa komið miklu seinna, eða eftir' 1930. Hann er ekki eins hættulaus. Hann tekur eggin og ungana frá hinum fuglunum, og einn og einn ræðst jafnvel á fullorðnar endur. En þá er „varnarmála- ráðherranum" að mæta. Það er eins víst að Lárus sé á næstu grösum með byssuna. Enda veit máfurinn það. Um leið og skot kvað við var hann allur á bak og burt, en af nálftima liðnum er hann víst búinn að gleyma öllu saman. Aftur á móti hreyfðu endurnar sig ekki. Krían stygð- ist svolítið, en hún er nú svo við- kvæm, flýgur jafnvel upp, ef skellinaðra fer um götuna. Lárus segist hafa orðið var við annan óvin fuglanna, viliikött einn, sem um daginn réðist á kríu. En krían lætur ekki að sér hæða. Allur hópurinn kom á fleygiferð og hrakti kisu á flótta. Ég spurði hvort nokkur minkur væri við Tjörnina. Finnur svaraði því til, að nýlega hefði fundist önd, þann ig bitin að það benti til þess að minkur hefði verið þar á ferð- inni. U’ A nýja andapollinum er talsvert lauslæti M Tjömina syntu endur af 10 tegundum: Stokkendur, Rauðhöfðaendur, Grafendur, Urt endur, Skúfendur, Duggendur, Skeiðendur, Æðarfuglar, Hús- endur og Gargendur. Við stað- næmdumst við nýja andapollinn eða réttara sagt andaskurðinn, sunnan megin við Hringbrautina. Þangað hafa allar ófleygu end- urnar frá Akureyri verið flutt- í stóra girðingu. Litla svæðið allt v°r’ ekki °rðlð Yfir- Frá þvi um miðvetur og þar til viku af apríl var nær óslitinn góðviðriskafli, en frá 6. apríl fór veður kólnandi og snjóaði nokk- uð öðruhvoru. Sumarið heilsaði heldur kuldalega og hélst kulda- tíð með snjóhraglanda þar til viku af maí. En 6. og 7- maí voru stórrigningar er tóku upp allan snjó af lálendi. Eftir það fór að hlýna í veðri og síðan hefur hver dagurinn verið öðrum betri og blíðari, hitinn komist upp undir 20 gráður þegar heitast hefur ver- ið. Gróðri fer því vel fram og búið er að sleppa geldfé og síð- bærum ám fyrir nokkrum dögum. Nokkuð er þegar borið af fyrir- málsám og hefur það gengið vel og þegar farið að beita þeim. Al- mennt mun sauðburður ekki hefj ast fyrr en eftir 20. þ.m. Góð hognkelsaveiði Hrognkelsaveiði hefur verið með bezta móti í vor og enn stund uð. Fiskilaust hefur verið hér í þeirra kringum syðstu Tjörnina var orðið illa farið og því voru fluttar á þennan skurð þar sem nóg gras er í kring og nóg rúm fyrir þær, þegar þær fara að verpa. Æðarfuglinn verpir sjálf- sagt ekki í sumar, pvl þesar end- ur eru ekki nema tveggja ára. Á þessum tíma eru endurnar að para sig, en talsvert virðist um lauslæti, þegar svona margar tegundir búa í nábýli. Þegar eru farnir að sjást kynblendingar ÞAÐ er nú svona, öndum finnst tilbreytni í að kynnast ein- hverjum öðrum steggjum í allt öðrum búningi en þær eiga að venjast. Sjálfsagt verður eins mikil að- sókn af áhorfendum að þessum andapolli, eins og hinum gamla. Finnur segir að um helgar séu þar fleiri áhorfendur en á öllum söfnum í bænum. sem leitað hafa fiskjar öðru- hvoru, utan það að Magnús Þor- steinsson í Höfn fékk 150 pund af fiski fyrir nokkrum dögum og var sá fiskur mjög langt sóttur. Vertíðarfólk héðan er flest ný- komið heim. Inflúenza hefur enn ekki borizt hingað, en óttast er að hún kunni að berast með því fólki, sem nú er að koma. Nú er verið að opna veginn yf- ir Vatnsskarð til Héraðs og mun hann verða fær í dag, en snjór hefur verið lítill á fjaliinu í vet- ur. Andlátsfregn Sl. nótt andaðist aldraður borg- firzkur verkamaður, Sigurður Magnússon, er lengi bjó á Bakka- gerðisþorpi, en hafði dvalizt síð- ustu ár í sjúkrahúsi Seyðisfjarð- ar. Sigurður var mikill eljumað- ur og iðjusemi og starfsþreki hans viðbrugðið. — I. I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.