Morgunblaðið - 07.07.1959, Síða 2

Morgunblaðið - 07.07.1959, Síða 2
2 MORCVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 7. júlí 1959 Aðkomufólk á Siglufirði er nú fleira en íbúar hœjarins Brœla á miðunum síðusfu 2 daga og margir að verða uggandi um sinn hag SIGLUFIRÐI, 6. júlí. — Undan- farna 2 daga hefur verið bræla á síldarmiðunum, austan stormur og ekki gefið á sjó. Hafa hátt á þriðja hundrað síldveiðiskip, er- lend og innlend, legið í höfninni. Síldveiðisjómenn og landverka- fólk er nú orðið nokkru fleira en íbúar Siglufjarðar og hefur Stórílóð í Pakistan KARACHI í Pakistan, 6. júií (Reuter). — Vitað er um minnsta kosti 70 manns, sem drukknuðu í flóði ,er hljóp skyndilega í fljót- ið Indus. Er þó líklegt að tala drukknaðara sé miklu hærri, þar sem enn vantar mikið á að björg- unarstarfi sé lokið. Flóðið hefur sjatnað aftur og hafa 40 lik fundizt meðfram fljótsbökkum nálægt höfuðborg Pakistans, Karachi. Flóð þetta átti upptök sín í miklum rigning- um norður í Kasmír-fjöllum og var það mest í tveimur þverám Indus, sem þaðan renna Chenab og Jhelum. Hefur höfuðborg Kasmir, Shrinagar verið í hættu, en alvarlegar skemmdir tókst að hindra með hleðslu bráðabirgða- varnargarða. Það er mál manna, að hrís- grjónauppskera Kasmír séaðlang mestu eyðilögð. Hafði grjónum verið sáð í síðasta mánuði og má búast við að árflaumurinn hafi víða skolað brott jarðveginum með hinum óþroskuðu plöntum. því verið mannmargt í bænum, líf og fjör. Segja má að göturnar séu fullar af fólki, er á daginn líður. Þegar svo er ástatt er vín- búðin lokuð. Nokkur uggur er í mönnum, ef ekki gefur senn á sjóinn. Undan- farin ár hefur verið búið að salta töluvert magn á þessum, tíma, en hér hafa nú aðeins verið saltaðar 1764 tunnur, síðan sldarútvegs- nefnd heimilaði söltun. Áður en það varð, höfðu nokkrir saltend- ur saltað nokkur hundruð tunnur á eigin ábyrgð. Síld fryst á Akranesi Christian Herter, sem tók við embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna í vor, sýndi það á Genf- ar-ráðstefnunni, að hann er vel hæfur í sitt starf. Reyndist hann sáttfús, en þó ákveðinn talsmað- ur lýðræðisþjóðanna. Hér sést hann ræða við Eisenhower forseta um árangur Genfarráðstefnunar. Tveir í dag, AKRANESI, 6. júní. — reknetabátar lönduðu hér Sveinn Guðmundsson 90 tunnum og Farsæll 50 tunnum. Sildin er fryst. Sex-sjö trillubátar réru héðan í morgun ,allir með línu. Afli mun hafa verið frekar tregur. •— Oddur. VALDASTÖÐUM í Kjós, 4. júlí. Síðasta dag júnímánaðar voru komnir á land í sjálfri Laxá í Kjós 86 laxar. Það er léleg veiði. Tveir laxar höfðu veiðzt í Bugðu og loks einn lax í Meðalfelsvatni. — St. G. Vertíðarafli bátanna meiri '59 en i fyrra BLAÐINU hefur skýrsla Fiskifélags íslands um aflabrögðin á tímabilinu 1. jan. til 31. maí sl., eða yfir vertíðina á sl. vetri. Afli bátaflotans varð þá nokkru meiri en á vetrarver- tíð 1958. Þó skýrslan sé miðuð við 31. maí, en vertíð lýkur um miðjan maí sem kunnugt er, þá er að jafnaði lítill afli sem berzt að frá vertíðarlokum til mánað- armóta. Heildarafli bátaflotans var 170,992,1 tonn, á móti nær 160 þús. tonna afla á vetrarvertíð 1958. í mailok var afli togaranna frá áramótum orðinn alls rúml. 66,000 tonn og er það 1859 tonn- um minni en á sama tíma í fyrra. Síldaraflinn var orðinn um 1890 tonn. Heildarfiskafli báta og tog- arar var í maílok orðinn 239.042 tonn og er það rúmlega 9400 tonn um meiri afli en í maílok 1958. Síldaraflinn var, eins og fyrr seg nú borizt ir, í maílok orðinn 1890 tonn á móti rúmlega 32 tonnum á sama tíma í fyrra. Reykvíkingur hlaut hálía mill jón ónina í Happdrætti S.f.BS. .. 11 í GÆR var dregið í 7. flokki Vöruhappdrættis S.Í.B.S. Dregið var um 350 vinninga að fjárhæð samtals 860 þúsund krónur. Hæstu vinningarnir féllu á eft- ritalin númer: Kr. 500.000,00 10012 Miðinn seldur í Reykjavík. Kr. 50.000,00 23952 Miðinn seldur á ísafirði. Kr. 10.000,00 3596 11674 23222 43483 54830 62107 64326 47515 Leigubifreiðarstjóri kœrir árás varnarliðsmanns LEIGUBIFREIÐASTJÓRI hér í bænum kærði í gær til rannsókn- arlögreglunnar árás, er hann varð fyrir austan fjalls um helg- ina. Skýrði hann svo frá, að bandarískur hermaður úr varnar liðinu hefði slegið sig til jarðar skammt frá Hveragerði, þar sem hann var að gera við bifreið sína, og hafi sér legið við öngviti eftir höggið. Leigubílstjórinn ók síðastliðið föstudagskvöld austur fyrir fjail með tvo Reykvkinga, sem voru að skemmta sér ásamt tveim stúlkum héðan. Við Selfoss hittu þeir 3 varnarliðsmenn, og veittu þeir síðastnefndu farþegunum vín. Þegar haldið var áleiðis til Reykjavíkur aftur voru 2 Banda- ríkjamennirnar komnir yfir í leigubifreiðina, en annar íslend- ingurinn var aftur á móti í bif- reið hermannanna, sem var jeppi. Á veginum móts við Hvera- gerði bilaði leigubifreiðin og var bifreiðarstjórinn að gera við hana, þegar hann sá að í odda ÞETTA er afsteypa af frægri griskri höggmynd sem heitír „Hinn hvílandi Hermes“. Hefur Skjala- og minjasafn bæjarins látið setja myndina upp rétt ofan við aðalinnganginn í stórhýsi bæjarins að Skúlatúni , þar sem er fundarsalur bæjarstjórnar Reykjavíkur. Frummyndin af þessari mynd er á safni suður í Napoii, en allvíða eru til afsteyp- ur af myndinni sem þykir hið mesta iistaverk. Fyrir nokkrum árum keypti Skjala- og minja- safnið þessa styttu af Haraldi Ólafssyni skipstjóra. Hafði hann keypt hana í Bretlandi á styrjald- arárunum, á uppboði er haldið var á ýmsum listmunum. skarst með öðrum íslendingnum og einum hermannanna. Lyktaði viðureign þeirra með sigri hins síðarnefnda, sem sló andstæðing- inn í rot. Að því búnu krafðist hann þess, að leigubifreiðarstjór inn æki sér til Selfoss aftur, og er bifreiðarstjórinn reyndi að gera honum grein fyrir, að íslend ingurinn hefði bílinn á leigu, gerði hann sér lítið fyrir og sló hann líka. Lýsti bifreiðarstjór- inn viðureigninni svo, að hermað urinn hafi þrifið í öxl sér, hrint sér frá bifreiðinni en síðan sleg- ið sig bylmingshögg á kjálkann, með þeim afleiðingum, að sér hafi legið við öngviti. Kvaðst (bifreiðarstjórinn því hafa séð þann kost vænstan að hafa sig á brott, og hraðaði hann för sinni til Reykjavíkur. í bifreiðinni með honum voru þá stúlkurnar tvær Stoklvseyringamót EFNT verður til Stokkseyringa- móts að Stokkseyri sunnudaginn 12. júlí næstkomandi. Hefst mótið með guðsþjónustu kl. 1 e.h. Síðan verður fjölbreytt dagskrá í til- efni dagsins, söngur þeirra frú Þuríðar Pálsdóttur og Guðmund- ar Guðjónssonar, ávörp og fl. Um kvöldið verður dansað í sam- komuhúsinu. Farið verður úr Reykjavík á sunnudagsmorgun frá B.S.Í. Nánari upplýsingar um mótið má fá hjá Guðrúnu Sig urðardóttur, sími 18692 og Har- aldi Bjarnasyni, sími 32296. Mót þessi eru haldin á fimm ára fresti og rennur allur ágóðinn að þessu sinni í orgelskaupasjóð Stokks- eyrarkirk j u. ásamt öðrum íslendingnum, en hinn varð eftir. Einkennisstafir herbifreiðarinnar kvaðst bifreið- arstjórinn ekki hafa tekið niður né vissi hann deili á varnarliðs- mönnum. Og íslendingarnir, sem með þeim drukku og síðar lentu í áðurlýstum útistöðum við þá, töldu sig heldur ekki þekkja þá. Rannsóknarlögreglan vinnur nú að því að upplýsa málið. Þýzki sendiherr- ann heimsækir sveitiraustaníjalls ÞÝZKI sendiherrann hér á landi, Hans Richard Hirschfeld, fór í 3 daga kynnisferð austur í sveitir fyrir og um síðústu helgi. Kynnti hann sér m. a. kartöflurækt í Þykkvabæ, kynbætur í Gunnars- holti, trjárækt á Tumastöðum og sandgræðslu á Sámsstöðum, en heimsótti auk þess mörg bænda- býli eystra og skoðaði helztu sögu staði. Lét sendiherrann mjög vel yfir þeim kynnum, sem hann í ferðinni öðlaðist af búskap sunn- lenzkra bænda. I síðdegisboði, sem þýzki ræðis- maðurinn á Hellu, dr. Karl Korts- ■ son dýraiæknir, hélt á laugardag- inn fyrir um 40 embættismenn o. fl. úr sýslum þar eystra í tilefni af heimsókninni lét sendiherrann sem er bóndasonur frá Schleswig Holstein, m. a. svo ummælt, að hann fagnaði því mjög að fá tæki- færi til að kynnast með eigin augum, hvernig stéttabræður föð- ur síns hér á landi leyslfli störf sín af höndum. Lauk hann lofs- orði á dugnað þeirra og þann ár- angur er þeir hefðu náð. Ingólfur Jónsson alþingismaður þakkaði Hirschfeld sendiherra fyrir kom- una með nokkrum vel völdum orðflun. Svertingjar mótmœla ai- ómsprengingum Frakka ACCRA höfuðborg Ghana, 6. júlí (Reuter). — Um 3000 manns tóku þátt í mótmælagöngu til sendi- ráðs Frakka hér í borg í dag. Fyr- ir göngunni fór einn af ráðherr- unum í stjórn Ghana Krobo Edusei samgöngumálaráðherra. Mannfjöldinn safnaðist saman fyrir framan franska sendiráðið og barði n.efnd manna að dyrum til þess að afhenda franska sendi- herranum mótmæli vegna fyrir- hugaðra kjarnsprengjutilrauna Frakka í Sahara-eyðimörkinni. Franski sendifulltrúinn Pierre Justinard neitaði að ræða við nefndina eða taka við mótmæla- yfirlýsingunni, sem var undir- rituð af foringjum þjóðflokksins af forustumönnum verkalýðssam taka og kristilegra samtaka. Blaðafulltrúi sendiráðsins Francois Poincaré kom fram og flutti ávarp þar sem hann skýrði mannfjöldanum frá því að sendi- ráðið gæti ekki tekið við mót- mælaorðsendingunni, þar sem hún væri sama efnis og mótmæla orðsending Ghanastjórnar til Frakka, sem hefði þegar verið hafnað. Herferð Ghana-búa gegn kjarnsprengingum Frakka hófst upp fyrir nokkrum dögum, þegar Guillaumat hermálaráðherra Frakka skýrði frá því í útvarps- ræðu, að fyrsta atómsprengja Frakka yrði sprengd „bráðlega“. Svertingjar Vestur Afríku óttast geislavirk áhrif frá sprengingun- um,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.