Morgunblaðið - 07.07.1959, Page 16

Morgunblaðið - 07.07.1959, Page 16
16 MORCVlSM.AÐIh Þriðjudagur 7. júlí 1959 Hann er bragðarefur. Þú getur ekki haft hendur í hári svo áhrifa mikils manns, nema sönnunar- gögnin séu alveg fullkomlega gild“. Allt í einu datt henni nokk uð í hug. Hún hafði einmitt ver- ið að tala um það, þegar hún hafði handlegginn , fatla. „Hvern ig væri það, að ég tæki aftur á mig svarta fetilinn. Svo fer ég til með Legrand hægri höndina í fatla og læt hann ljóstra upp við mig um eitt af gúmmíflutninga skipunum sínum. Ég segði honum blátt áfram, að ég gæti ekki mun- að öll einstök atriði, svo sem nafn skipsins, höfnina, sem siglt er úr og ákvörðunarhöfnina, stefnuna, brottfarardaginn. komu daginn o. s. frv. — allt þetta gæti ég ekki munað og hann verði að skrifa það upp fyrir mig á miða með eigin hendi. Ég myndi full- yrða, að ég gæti ekki skrifað sjálf, þar eð ég hefði brotið kampavínsglas í hendi minni. — Það er satt, þó að það sé langt 1) „Piltarnir 1 þyrilvængjunni •ögðu að snjórinn væri svo mik- ill, að enginn gæti komist leiðar | síðan. Ég skal segja þér, Jean, | honum mun þykja vænt um ] þetta, þessum gamla kvennabósa, því hann er sérlega ágengur. í hvert skipti, sem ég kom til hans og við vorum ein andartak, gat ég varla varizt honum. Hvað seg ir þú nú um Læðuna þína. Getur þú yfirleitt verið án mín? Getur Súsanna þín boðið þér slíkt og þvílíkt eins og ég?“ „Nei — Súsanna, nei, það gæti hún ekki. Það segir þú satt“. En hann sagði það í annari merkingu en hún átti við. Hon- um var farið að þykja nóg um kattareðli þessarar konu og það vöktu hjá honum grunsemdir. þegar hann bætti við: „Ég er að búast við því, að þú sýnir mér klærnar einn góðan veðurdag". , Síðdegis þennan sama dag óku þau Hugo Bleicher og „Læð- an“ til skrifstofu aðaiforstjórans fyrir „Compagnie Générale des Colonies", herra René Legrand. sinnar þarna. Hann hefur hlaðizt í stórar hengjur, sem geta fall- ið við minnstu truflun". „Við verðum að hætta á það, Tómas. Bleicher, sem hafði tekið með sér til viðbótar tvo menn úr leynilögreglu hersins til þessarar handtöku, beið með mönnum sín um úti á götunni fyrir framan hina miklu skrifstofubyggingu, þegar „Læðan“ var farin inn, með hægri höndina í fatla. Hinn gamli, gráhærði maður tók á móti „Læðunni" í hinni íburðarmiklu skrifstofu sinni, þar sem fætur manna sukku of- an í gólfteppin og þar sem skrif- borð, er var listsmíði frá dögum Lúðvíks XIV., og þungir stólar báru vott um hinar góðu tekjur Legrands. Gamli Legrand varð sýnilega glaður við að sjá „Læðuna“ aft- ur, og hann tók á móti henni með orðaflaumi: „Það er orðið svo langt síðan þér hafið látið sjá yður hérna hjá mér, frú“, sagði hann ásak- andi, en í þeim róm, er sýndi, að hann var reiðubúinn að fyrir- gefa. „Ég hef saknað yðar, frú Carré — eða má ég segja Matt- hildur? Ég hef í alvöru að tala saknað yðar, og haft áhyggjur út af yður. Ég bið yður að trúa því, að þetta er ekki orðatiltæki og ég hef þess vegna meira að segja hringt til móður yðar. Hef- ur hún ekki skilað því? En ger- ið svo vel að fá yður sæti. Ham- ingjan hjálpi mér, þér eruð með höndina í fatla — hvers vegna? Hafið þér handleggsbrotnað?" „Nei — ég skar mig í höndina og varð að liggja í rúminu um tíma með hita og þess háttar. — Þess yegna hef ég ekki komið til yðar lengi“. « „Skorið yður í höndina?" tók Legrand upp eftir henni og gretti sig um leið eins og hann fyndi sjálfur til sársaukans. , „Viðbjóðslegt — hvernig vildi það til?“ „Ég þrýsti saman þunnu kampavínsglasi — svona“, og hún sýndi það með vinstri hendinni. „Auðvitað af afbrýðisemi. — Hamingjan hjálpi mér, ég gæti öfundað þann mann, sem hefur komið yður í slíkan æsing. Svona er það: Þér farið og drekkið kampavín með öðrum karlmönn- um, en þegar ég hef beðið yður að koma út með mér, hafið þér alltaf sagt „nei“. „Læðan hlustaði á þetta bros- andi. Síðan spyr hún: „Hvernig er það, hafið þér ekki skip handa mér aftur? Gúmmíflutningaskip — þér skiljið. Lundúnir ýta á eftir —“ „Hvort ég hef skip handa yð- Ég vona bara að ekki snjói meira“. 2) Seinna: „Hérna sneru hin- ir fjallamennirnir við. Ég get vel ur! Meira að segja feitan bita með hér um bil tíu þúsund smá- lestir af kátsjúki. Þér 'komið eins og kölluð í dag“. „ Jæja, það var fyrirtak. En í þetta skipti þarf ég að fá ná- kvæma vitneskju, til þess að Lundúnir þurfi ekki að fara að spyrja mig aftur. Þér vitið, að Englendingar vilja vita allt“. — Síðan bætti hún við, eins mein- leysislega ''g hún gat. „Æ, getið þér ekki gert svo vel að skrifa það upp fyrir mig? Ég ruglast ar.nars í öllum þessum tæknilegu atriðum“. „Skrifa það upp? Slíka og því- líkt gerir René Legrand ekki. — Málið er of hættulegt til þess! Ef þér hafið svona lítið minni, þá verðið þér sjálf að skrifa það upp“. „En þér sjáið, að ég get ekki skrifað!" Hún lyfti upp hani- leggnum í fatlanum. „Þá skrifið þér með vinstri hendinni — en mér kemur ekki til hugar. að láta neitt af hendi, sem ég hef skrifað. Það er yfir- leitt skrifað allt of mikið í yðar starfsgrein“. Matthildur Carré stóð skyndi lega upp. Hún vissi að nú reið á því að brjóta mótstöðu Legrands á bak aftur. „Starfsgrein?" segir hún og augu hennar skutu gneistum af reiði, „talið þér um starfsgrein, þegar ég og vinir mínir leggjum líf okkar að veði, en þér gerið Frakkland tjón með yðar skít- ugu viðskiptum og auögiat á þeim sjálfur". Legrand varð hræddur. Hann vissi, að vald þessarar konu og félaga hennar, „Interalliée" var mjög víðtækt. Og hann hafði enga löngun til að verða skotinn einn góðan veðurdag af mönnum hennar, eins og farið hafði fyrir mörgum. sem áttu viðskipti við Þjóðverja. Það þyrfti einmitt að jafna áhættunni niður og þókn- ast báðum, til þess að græða hjá báðum. „Én Matthildur“, sagði hann til að miðla málum, „hvenær höf um við talað þannig hvort við annað? Þér vitið hve mikla virð ingu ég ber fyrir starfi yðar í þágu ættjarðarinnar — enda þótt------“ „Enda þótt hvað?“ spurði hún tortryggin. „Enda þótt ég sé hræddur um yður. Þér eruð ung og fögur og ekki fædd til að eiga í stríði“. „Til hvers er ég þá fædd?“ spurði „Læðan“, en hún vissi ná- kvæmlega hvað á eftir myndi koma. Legrand var staðinn upp og gekk kringum skrifborð sitt. — Matthildur hafði aftur látið fall- ast niður í hinn djúpa stól. Hann settist á stólbríkina og augu hans voru farin að verða rök af losta. Treyjan, sem Matthildur var i við þessa heimsókn, var mjög fltgin. Þegar hann beygði sig yf ir hana, sá hann á brjóstin og blúnduna á brjósthaldaranum, en húðin sást dauft þar í gegn. skilið hvers vegna þeir gerðu það“. „Við erum þó ekki komnir að erfiðasta staðnum enn“, svar- ar Markús. „Matthildur", sagði Legiand, og annað ekki. Hún beygði höfuðið aftur, opn aði munninn lítið eitt og horfði á hann með hálfluktum augum. Þá stóðst hann ekki mátið. Hann þrýsti munni sínum eldsnöggt að vörum hennar, tók með hægri handleggnum um herðar hennar, en lagði vinstri höndina á brjóst hennar. Þá skiptir „Læðan“ um og varð skyndilega æst. Hún bjóst ákaft til varnar, en hægri hönd hennar var í fatla og Legrand hélt vinstri úlflið hennar í járn greipum. „Hættið þér þessu — skamm- izt þér yður ekki — gráhærður karlinn. Takið þér höndina burt — setjist þér fyrir aftan skrif- borð yðar — hættið þér, eða ég æpi — þá eruð þér orðinn yður til skammar fyrir skrifstofu- stúlkum yðar“. „Það er ekki hægt að heyra til okkar gegn um hin þykku vegg tjöld“. Hún varð ofsareið. „Eg vil vera laus við þetta — þessa áleitni í hvert skipti sem ég kem. — Æ, — höndin á mér! Þér meiðið mig!“ Hún rennir sér fram úr stóln- um og lætur fallast á gólfábreið ur.a. Hann sleppir henni móður. Handtaska hennar var dottin niður og innihald hennar lá út um allt á gólfábreiðunni — opin dós með andlitsdufti — varalit- ur — spegill — húslykill — vindl ingaveski. „Ef þær væruð prúðmenni", segir „Læðan“ ill, „þá mynduð þér að minnsta kosti taka upp dótið rnitt". Hann lagðist á hnén og tíndi muni hennar upp í töskuna, en hún hneppti að sér treyjunni með vinstri hendi. „Það væri laglegt ef kvenrit- arinn yðar kæmi inn núna“, seg- ir hún um leið. „Þér liggjandi á hnjánum og ég að þessu“. Hann hélt á vindlingaveskinu í hendinni og ætlaði að fara að láta það í handtöskuna. Þá segir hún fljótlega — og á rödd henn- ar var að heyra, að hún þyldi engin mótmæli: „Svona nú, skrifið þér aftan á veskið nafnið á farmskipinu, út- gerðina, lestatölu, stefnu, brott- farardag — brottfarar- og áætl- unarhöfn get ég lagt á minnið. Hérna er blýantur — hana nú —■ skrifið þér — og þá skal ég gefa yður viðurkenningu fyrir því, að þér hafið komið hálfri tylft gúmmískipa í hendurnar á mér. SHlItvarpiö Þriðjudagur 7. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Kórsöngur: Kór kvenna- deildar Slysavarnafélags ís- lar.ds syngur. Söngstjóri: Her- bert Hriberschek. Einsöngvarar: Þuríður Pálsdóttir og Sigurveig Hjaltested. Við píanóið: Selma Gunnarsdóttir. 21,00 Út- varp frá íþróttaleikvangi Rvík- ur: íslendingar og Norðmenn heyja landsleik í knattspyrnu (Sigurður Sigurðsson) lýsir nið urlagi fyrri hálfleiks og öllum hinum síðari). 22,20 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). — 23,15 Dagskrárlok. Miðvikudagur 8. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna": — Tónleikar af plötum. 20,30 Tón- leikar (plötur). 20,45 „Að tjalda baki“ (Ævar Kvaran leikari). 21,05 Upplestur: Séra Sigurður Einarsson les frumort Ijóð. 21,40 Tónleikar (plötur). 21,10 Upp- lestur: „Óvinurinn“, saga eftir Pearl S. Buck; 1. (Þýðandinn, Elías Mar les). 22,30 I léttum tón (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.