Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 25. águst 1959 Jón Eyþórsson, form. Ferðafélagfsins, minntist Geirs Zoéga sem minnismerkið um hann stendur. og skýrði örnefni á (Ljósm.: Páll þeim stað Jónsson). Ferðafélagið reisti Ceir C. Zoega bautarstein á KUÍ I GÆR reisti Ferðafélag íslands bautastein á Kili, til minningar um hinn látna forseta félagsins, Geir G. Zoega, vegamálastjóra, og efndi félagið til ferðar þangað í tilefni þess og bauð ekkju hans og bömum. Bautasteinninn stendu.- hæst á Kili, á vatnaskilunum. Er minnis merkið granítsýla, sem komið er fyrir á grágrýtissteini. Er steinn- inn metershár og súlan 220 sm. Gnæfir hún í 680 m hæð yfir •jó og er víðsýni mikið þaðan. Efst á súlunni er merki Ferða- félagsins og á hana er letrað nafn Geirs G. Zoega, fæðingar- og dánarár hans og forsetaár hans í Ferðaíélaginu, sem voru 22. — Félagsmenn, vinir og ættingj- ar Geirs heitins Zoega fóru á Kjöl í þremur bílum á laugardag og var gist í sæluhúsiim félags- ins í Kerlingarfjöllum, Hvítár- nesi og á Hveravöllum. Um kl. 10 á sunnudagsmorgun var staðnæmzt við bautasteininn og hélt Jón Eyþórsson, núverandi formaður félagsins, ræðu og minntist hins mikla og ágæta starfs Geirs G: Zoega í þágu ferðamála og annarra málefna. Sagði hann m. a. að Geir hefði átt frumkvæðið að þv' aó almenn ingi gafst kostur á að ferðast um Kjöl og að Ferðafélagið byggði fjóra skála sína í nánd við þann veg. Tvö börn Geirs G. Zoega, þau Geir Agnar og Bryndís, þökk- uðu þann heiður, sem föður Fréttir í stuttu máli — Nýtt gistihús Framh. af bls. 1 atriði þarf að athuga nánar, áð- ur en unnt verður að taka end- anlegar ákvarðarnir. Var skipu- lagsstjóra því falið að vinna að frekari undirbúningi fram til næsta fundar í nefndinni, sem væntanlega verður að viku lið- inni. Rætt við flugvallarstjóra Mun hann m. a. ræða við flug- vallarstjóra um málið, en hinn umræddi staður fyrir gistihúsið er, eins og ljóst má vera af fram- ansögðu, í geiranum milli flug- brautanna í norður og norðaust- ur. Þess má geta, að sú síðar- nefnda er lítið notuð, en hin er aftur á móti önnur aðalbraut flugvallarins. Málinu flýtt Það var skipulagsstjóri, Aðal- Steinn Richter, sem lét Mbl. þess- ar upplýsingar í té í gærkvöldi, og tók hann við það tækifæri fram ,að lagt yrði kapp á að leysa málið svo fljótt sem kostur væri. þeirra hafði verið sýndur. — Kinverjar Framh. af bls. 1. Laraa væri í eins konar stofu- fangelsi. Dalai Lama sagði enn, að marg ir Tíbetar hefðu verið fluttir nauðungarflutningi til Kína. Óttast innrás. Forsætisráðherrann í smárík- inu Bhutan á landamærum Tíbets sagði nú um helgina við frétta- mann frá „Times of India“, að mikil hætta væri á því, að Kín- verjar gerðu innrás í Bhutan. Hann sagði að kínverskar her- sveitir hefðu hvað eftir annað verið á landamærunum í leit að flóttamönnum frá Tibet. ★ Buenos Aires, 2t. ágúst. —' Hammarskjöld framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna kom til Argentínu í dag til viðræðna við Frondizi forseta og til að taka við doktorsnafnbót við háskólann í Buenos Aires. Á fimmtudaginn heldur hann áfram ör sinni til Paraguay, Uruguay og Brazilíu. ic Belgrad, 2-i. ágúst. — f dag gáfu Tító einræðisherra Júgó- slavíu og Haile Selassie Eþíópiu- keisari út sameiginlega yfirlýs- ingu, þar sem þeir létu í ljós ánægju yfir fyrirhuguðum fund- um Eisenhowers og Krúsjefs. — Keis .rinn hefur verið í níu daga opinberri heimsókn i Júgóslaviu. London, 24. ágúst. Hinn heimsfrægi myndhöggvari Jacob Epstein, sem fæddur var i Bandaríkjunum, lézt á miðviku- daginn 78 ára gamall. Hann var grafinn í dag í kirkjugarði í suður hluta Lundúna. Það var dr. Hewlett Johnson, „rauði djákn- inn í Kantaraborg", sem fram- kvæmdi greftrunina. Ac Vínarborg, 24. ágúst. Fjórir júgóslavneskir flóttamenn, einn þeirra vanfær kona, sem siglt höfðu vegabréfslausir með dönsku skipi í fimm mánuði, gengu í dag á fund innanríkis- ráðherra Austurríkis og þökkuðu honum fyrir að veita þeim hæii í landinu. Átta ríki, þeirra á með- al Bretland og Kanada, neituðu þeim um landvistarleyfi. ★ Djakarta, 24. ágúst. Stjórnin í Indónesíu hefur skyndilega fellt gengið og komið öllum lands- mönnum á óvart. Hið nýja gengi er aðeins einn tíundi hluti fyrra gengis. Viðskipti öll lögðust að miklu leyti niður í dag og fé- sýslumenn neituðu að taka við hinum nýju seðlum. Gengisbreyt- ingin kemur til framkvæmda á morgun, en í dag var flestum skrifstofum, verzlunum og veit- ingahúsum lokað í mótmæla- skyni. ic Osló, 24. ágúst. Terje Wold, hæstaréttardómari í Oslo, hefur afþakkað boð Dalai Lama um að vera ráðgjafi hans í sex mánuði. í svari við símskeyti, sem honum barst frá Dalai Lama í síðustu viku, segist dómarinn harma að núverandi staða hans hindri hann ic Cannes, 24. ágúst. Pola Negri, hin dáða leikkona þöglu kvik- myndanna, er nú sextug. Hún kom til Cannes í dag til að eyða þar þriggja vikna sumarleyfi, en sagði fréttamönnum að hún mur.di leika í vestur-þýzkri kvik mynd í október. ic Bielfield, 24. ágúst. Sennilega munu Sovétríkin tengjast sjón- varpsnetinu í Vestur-Evrópu fyr- ir næstu áramót. Ný rétt fyrir 8-9 [)ús. f jár á Hrafna- björgum AKRANESI, 24. ágúst. Fyrsta júlí í sumar var byrjað á að byggja nýja rétt fyrir megin- afréttarsvæðið utan Skarðsheið- ar. Þarna vinna 5 fastamenn. Verkstjóri er Þorvaldur Brynjólfs son frá Hrafnabjörgum. Réttin er byggð hringlaga og er víðáttu- mikil, almenningur í miðju og 24 dilkar út frá honum. Réttin er byggð fyrir ofan þjóðveginn vestan við bæinn Hrafnabjörg og mun eiga að koma í staðinn fyrir Hrafneyrarrétt, sem komin er að niðurfalli. Hún er 56 ára gömul og byggð 1913 af Ólafi Þorsteins- syni, húsasmið á Akranesi. f vígsluljóðum sagði Þorsteinn á Grund: Hér er Hrafneyrarétt, hag lega niðursett. Hrafnabjargarétt er önnur 1 röðinni frá Brekkuréttinni gömlu. Áætlað er að réttin taki 8—9 þús. fjár. Hugmyndin er, að réttar- Stolin sendiferðabifreið fannst í Borgarfirði Þjófarnir handteknir er þeir stigu á land úr Akraborginni LAUST fyrir kl. hálf fimm í fyrri nótt var Chevrolet sendiferða- bifreið, eign dagblaðsins Tímans, stolið úr Þingholtsstræti og fannst hún uppi í Borgarfirði um hádegi á sunnudag. Lögreglan hafði hend ur í hári bílþjófanna. Bifreiðin er mikið skemmd. Eftir að bifreiðin var fundin utan vegar á Lambhagamelum í Skilmannahreppi, komust pilt- arnir tveir, sem höfðu stolið henni út á Akranes í mjólkurbdl. Lögreglan á Akranesi hafði veð- ur af því að þeir mundu hafa farið til Reykjavíkur með Akra- borginni, og gerði Iögreglunni í Reykjavík aðvart. Er Akraborgin lagði að landi í Reykjavík, hand- tók Reykjavíkurlögreglan þá pilta, sem líklegastir voru til að vera hinir réttu og reyndist svo vera. Voru þetta 17 og 18 ára gamlir piltar. Sömu nótt var brotin rúða í Sölutuminum við Arnarhól og stolið sælgæti og spjaldi með sól- gleraugum. ,Stúlkan á loftinu4 „STÚLKAN á loftinu“ verður sýnd á miðvikudag í Framsókn- arhúsinu. Leikflokkur Róberts Arnfinns- sonar hefur nú sýnt „Stúlkuna á loftinu" tvívegis við húsfylli, síðan hann kom til bæjarins. — Næsta sýning verður á miðviku- dag og verður það venjuleg sýn- ing — enginn dans á eftir eða vínveitingar. Byggðasafnið í Cörðum Akranesi * a UNNIÐ er að því að koma upp myndasafni í byggðasafninu. Er leitað til fólks um vinsam- lega fyrirgreiðslu. Æskilegt er, að safnið varðveiti m. a. myndir af opinberum embættismönnum, er skipa rúm í byggðasögunni (Þ. e. byggðarinnar, sem safnið í Görðum nær yfir). Er í ráði að koma þessum myndum fyrir á vegg í safninu í réttri röð, þ. e. eftir embættisárum. Að þessu sinni er leitað til fólks um aðstoð við útvegun mynda af læknum, alþingismönnum og sýslumönn- um og þá einkum til afkomenda þessara manna og ættingja. Þeir embættismenn, sem um er að ræða, eru: Læknar: Þorgrímur Þórðarson, læknir á Akranesi 1885—86, síðar héraðs- læknir í Keflavík. Ólafur Guðmundsson, læknir á Akranesi 1886—90, síðar héraðs- læknir á Stórólfshvoli. Bjöm Ólafsson, læknir á Akra- nesi 1890—94, síðar augnlæknir í Reykjavík. Alþingismenn í Borgarfjarðar- sýslu: Hannes Stephensen, prófastur á Ytra-Hólmi. Sveinbjörn Hallgrímsson, prest ur og ritstjóri Þjóðólfs. Kolbeinn Árnason, bóndi á Hof stöðum í Hálsasveit. Arnljótur Ólafsson, prestur á Bægisá og Sauðanesi. Hallgrímur Jónsson, hrepp- stjóri í Guðrúnarkoti á Akranesi. Guðmundur Ólafsson, bóndi á Fitjum. Grímur Thomsen, skáld. Björn Bjarnarson, bóndi í Grafarholti. Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup. Kristján Jónsson, dómsstjóri og ráðherra. Hjörtur Snorrason, skólastjóri og bóndi í Arnarholti. Sýsiumenn: Jón Thoroddsen, skáld á Leirá. IEggert Theodór Jónassen í Hjarðarholti, síðar amtmaður. Guðmundur Pálsson í Arnar; naust. — uaaur. holti. Sigurður Þórðarson í Amar- holti. Sigurður Eggerz, ráðherra. Kristján Linnet, síðar bæjar- fógeti í Vestmannaeyjum. Guðmundur Bjömsson í Borg- amesi. Stærð myndanna er ákveðin 12x17 sm, þ. e. myndin sjálf, karton ekki meðtalinn. Það eru vinsamleg tilmæli, að rfkomendur framangreindra manna láti byggðasafninu í té mynd af þeim, s. s. komi mynd til ljósmyndara til eftirtöku og biðji hann að senda safninu myndina (eftirmyndina) í póst- kröfu. Sé hins vegar sá vilji fyr- ir hendi að gefa byggðasafninu myndina, sem eðlilegra er, tekur undirritaður þakksamlega á móti þeim f. h. safnsins. í safninu er hver mynd skráð á nafn gefanda, eins og aðrir hlutir þar. Mjög æskilegt er, að safnið eignist þessar myndir sem allra fyrst. Ég treysti á aðstoð góðs fólks, sem skilur tilganginn og sendi því góða kveðju. F. h. Byggðasafns Akraness og nærsveita Akranesi, 8. ágúst 1959 Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur. íþróttaflokkar HÚSAVÍK, 24. ágúst. — í gær var hér á ferð íþróttaflokkur frá KR og sýndi hér áhaldaleikfimi, undir stjórn Benedikts Jakobs- sonar. Sýningin fór fram í íþrótta húsi skólanna og fengu færri að- gang en vildu. Þó voru yfir 200 manns 1 húsinu. Síðan fór fram handknattleiks- keppni kvenna milli íþróttafél- agsins Völsungur í Reykjavík og handknattleksflokks úr Kópavog- inum. Sigruðu Kópavogsstúlkurn ar með 11 mörkum gegn 7. — Fréttaritari. Sundmót í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 23. ágúst. — Ungmennafélagið Snæfell í Stykkishólmi gekkst fyrir sund- móti í sundlaug staðarins 22. ág. sl. Var keppt í 4 greinum og voru þátttakendur 14 á aldrin un 11— 16 ára. Bezta afrek mótsins vann ís- leifur Jónsson. Hann sigraði 50 m bringusund á 45,1 sek. Hlaut ísleifur 342,7 stig fyrir þetta aí- rek. Hann vann í fyrsta sinn verð launaskjöld sem Daníel Ágústín- usson fyrsti form. félagsins gaf í tilefni af 20 ára afmæli þess í fyrra. 50 m baksund vann Hermann Guðmundsson á 50,3 sek., 50 m bringusund telpna Svala Lárus- dóttir á 49,9 sek. og 50 m bak- sund telpna Karen Kristjánsdótt- ir á 56,8. Fjöldi manns var við- staddur á þessu móti. Danskir fangar fá skaðabætur KAUPMANNAHÖFN, 24. ágúst. NTB-RB. — Samningurinn milli Dana og Vestur-Þjóðverja um skaðabætur til handa pólitískum föngum og eftirlifandi ættmenn- um þeirra var undirritaður í Kaupmannahöfn í dag af Jens Otto Krag, utanrikisr ’.ðherra Dana, og vestur-þýzka ráðu- neytisstjóranum Hans Berger. Samningurinn gengur í gildi, þegar þing beggja -íkjanna hafa staðfest hann. Þjóðverjar munu greiða í skaðabætur upphæð sem nemur um 100 millj. ísl. kr., þannig að Danirnir sem voru fangelsaðir eða eftirlifandi ætt- ingjar þeirra fá um það bil 40 krónur fyrir hvern dag sem þeim var haldið í fangelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.