Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 10
10 MOJtcrnvnr 4ÐIÐ Þriðjudagur 25. ágúst 1959 flvgffttitifoMfr Utg.: H.l Arvakur Reykjavllt Framkvæmdastjóri: Sigfús Jonsscn. Ritstjórar: Vaitýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askrciftargald kr 35,00 á mánuði innanrands I lausasölu kr. 2.00 eintakið. BANDARÍKJAFÖR KRÚSJEFFS AÐ mun vera álit flestra að för Nixons, Varaforseta Bandaríkjanna, hafi heppn azt betur en hinir bjartsýnustu þorðu að vona. Nixon sýndi, að hann var óhræddur að tala við rússneska einvaldinn og var ekki annað að sjá en Krúsjeff kynni vel að meta hreinskilni hans og baráttuþrek. Meðan Nixon var í Sovétríkjunum , stóð fundur ut- anríkisráðnei ••anna yfir í Genf, en hann vakti litla athygli saman- borið við Moskvu-för Nixons. Til Genfarfundarins var m.a stofnað í því skyni að leysa Berlinar- deiluna, en Vestur-Beriin hefur lengi verið þyrnir í augum Rússa og hafa þeir haft í hótunum um að gera hana að frjálsu borgríki svonefndu síðan Krúsjeff flutti hina frægu ræðu sína um það efni 11 .nóvember í fyrra. Genfar- fundinum tókst ekki að leysa Berlínarvandamálið né önnur al- þjóðavandamál, sem nú krefjast úrlausnar. Hefur því orðið að samkomulagi milli Eisenhowers, forseta Bandaríkjanna, og Krú- sjeffs, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, að þeir byðu hvor öðr- um að heimsækja lönd sín. Er gert ráð fyrir því, að Krúsjeff fari til Bandaríkjanna í miðjum næsta mánuði. Mönnum _ hefur lengi verið Ijóst, að Krúsjeff hef- ur haft mikinn áhuga á því að sækja Bandaríkin heim, og nú virðist óskadraumur hans þess efnis ætla að rætast. Má vel vera, að hann hafi vakið upp Berlínar- deiluna, þann gamla draug og hagað Genfarfundinum á þann veg sem raun ber vitniíþví skyni, að Bandaríkjastjórn neyddist til að bjóða honum heim. Hvað sem því líður, þá er víst, að Eisen- hower hefur þótt rétt að Krúsjeff kæmi í heimsókn til Bandaríkj- anna, enda hafði Nixon, varator- seti, kvatt hann eindregið til þess að bjóða honum. Krúsjeff er maður „ríklundaður og óþýður í máli“ eins og Ólafur Svíakonung- ur og bezt að fara að honum með gát, en á slíkum mönnum er hægt að vinna diplomatiska sigra ekki síður en öðrum eins og Snorri rekur svo snilldarlega í sögu Ólafs helga. Það ætti því ekki að vera nein áhsétta að ræða við þennan leiðtoga Sovétríkjanna, ef Vesturveldin eru föst fyrir. Það virðist. hafa verið skoðun Nixons, að Krúsjeff væri illa að sér um bandarísk málefni og því hafi verið rétt að gefa honum tækifæri til að sjá með eigin aug- um þær stórkostlegu framkvæmd ir og framfarir, sem orðið hafa í landinu. Ennfremur er það Ijóst, að lausn Berlínardeilunnar, sem nú er eitt hættulegasta alþjóða- vandamálið, er í hendi Krúsjeffs. Með einu orði getur hann leitt deiluna til lykta og firrt heiminn þeim vandræðum, sem af. henni stafa. Allir vonast til þess að þessar gagnkvæmu heimsóknir verði til þess að bæta sambúð þjóðanna og draga úr kalda stríð- inu og ekki er hægt annað en taka undir þau orð, sem Nixon sagði, þegar hann hafði verið gagnrýndur fyrir að stuðla að því að Krúsjeff yrði boðið til Banda- ríkjanna, en þá sagði hann m.a. í sjónvarpsræðu, að hann yrði annað hvort að tala við Krúsjeff eða berjast við hann síðar, og hann veldi fyrra kostinn. En samt er vesturveldunum nauðsyniegt að vera vel á verði og kannski hefur þeim aldrei verið jafnmikil hætta búin og einmitt nú. Sam- komulagið milli Frakka og Þjóð- verja annars vegar og Breta og Bandaríkjanna hins vegar virð- ist ekki vera upp á það bezta, þó að vitað sé, að á hættunnar stund mundi allur ágreiningur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ennfrem- ur ættu allir að minnast þess hvernig „andinn frá Genf“ breytt ist í „andúðina frá Genf“. Eftir Genfarfundinn héldu allir, að á- standið í heiminum væri að batna, en þá hófst Súezstyrjöldin og blóðbaðið í Ungverjalandi og ýms ar þær mestu hörmungar, sem mannkynið hefur þurft að horfa upp á eftir styrjöldina. Þegar einvaldsherrar tala mest um frið og góða sambúð þjóða í milli er hverjum lýðræðissinna bæði skylt og holt að búast við hinu versta því hið góða sakar ekki. Þegar Hitler var að undirbúa heims- styrjöldina síðustu talaði hann mikið um frið, og það er ein- kennileg tilviljun að Danzig virðist hafa farið jafnmikið í taugarnar á honum á sínum tíma og Vestur-Berlín fer í taugarnar á Krúsjeff upp á síðkastið. Allir muna, hvernig fór: Hitler innlim- aði Danzig 1. sept. 1939— og hóf heimsstvrjöldina miklu. ÓSIGUR KOMMÚNISTA r Inýútkomnu félagsbréfi Al- menna bókafélagsins er rætt um ósigur kommún- ísta í síðustu Alþingiskosning- um. Er bent á ýmsar hugsanleg- ar skýringar á þesáum ósigri og sýnt fram á að helztu ástæðurn- ar muni vera náin kynni ís- lendinga af stárfsemi kommún- ista ásamt þeim voveifilegu atburðum, sem gerzt hafá undan- farið á erlendum vettvangi. í greininni segir, að nú geti eng- inn afsakað lengur fylgisspekt sína við kommúnismann með því. að hann viti ekki um þá hræði- legu glæpi, sem framdir hafa ver- ið í nafni hans. Þetta er alveg rétt. Á undanförnum mánuðum hafa kommúnistaforingjarnir framið hvern ofbeldisverknaðinn á fætur öðrum og má þar benda á Pasternak-hneykslið, - innrás- ina í Tíbet og nú síðast Laos því til staðfestingar. Viðhorfin á íslandi hafa mjög breyzt til batnaðar. Ekki er langt síðan það þótti fínt að vera komm únisti og þá féllu ýmsir efnilegir menn fyrir þessum „fínheitum“. En þeir hafa nú margir snúið baki við flokknum og eru farnir að skilja, hvert hlutverk hans er á íslandi sem annars staðar. í Félagsbréfi segir m.a. svo og er vafalaust rétt: „Þetta fylgistap kommúnista er augljósast meðal ungra mennta- manna, rithöfunda og listamanna og er flokknum því tilfinnalegra sem hann hefur frá öndverðu gert meiri gælur við þessa menn en nokkra aðra. Ekki er unnt að sjá fyrir, hversu víðtækar afleið- ingar þetta getur haft fyrir kommúnistaflokkinn, en ef svo heldur áfram, sem nú horfir, er ekki annað sýnna en hann verði innan tíðar orðinn að forsjár- litlu gamalmenna heimili“. UTAN UR HEIMI Þ A Ð er nú komið nokkuð á fjórða ár frá því að Caravelle- farþegaþotan franska fór sitt fyrsta tilraunaflug, en það var hinn 27. maí 1955. — Næstu þrjú árin var hún þrautreynd á ýms- um flugleiðum og 'við hin marg- víslegustu skilyrði. — Það var franska flugfélagið Air France, sem fékk fyrstu þotuna, sem af- greidd var frá verksmiðjunum, og hún hóf sig til hins fyrsta flugs 18. maí á fyrra ári. — ★ — Það var þó ekki Air Franee, sem fyrst tók Caravelle í notk- uii til farþegaflugs, heldur SAS, hið stóra, norræna flugfélag. Það notar hana nú á ýmsum flugleið- um í Evrópu og einnig til Asiu og Afríku. — Mörg önnur flug- félög hafa einnig pantað Cara- Hreyflarnii á Caravelle eru aftan til á búknum sinn hvorum megin. Það hefir marga kosti, t. d. er mjög þægilegt að kom- ast að þeim til viðgerða og eftirlits. velle-þotur — og þegar við síð- ustu áramót lágu fyrir um 60 prantanir hjá verksmiðjunni. Hreyflum þotunnar er komið fyrir á búknum aftanverðum, en ekki á vængjunum eins og venja er, og hefir það ýmsa kosti. Með þessu móti hverfur nær alveg titringur sá, er hreyflarnir alla jafna valda, og svo sem enginn hávaði berst frá þeim inn í far- þegarúmið — aðeins dauft suð. Þá hefir fyrir þessar sakir reynzt mögulegt að koma fyrir 18.500 lítra eldsneytisgeymum í vængj- unum. Vélin getur verið „lægri á velli“ en ella, og er það t. d. þægilegra við fermingu og af- fermingu. Mjög þægilegt er og að komast að hreyflunum til við- gerða og eftirlits. —, ★ — Til þess að gefa hugmynd um stærð Caravelleþotunnar má geta þess, að hún er rúmir 32 metrar á lengd, en vænghafið er 34,3 mtr. -— Hún er rúmar -26 leestir að þyngd tóm, en íull— hlaðin vegur hún 45 lestir. — Flughraðinn er 800 km á klst, en lengst getur hún flogið í ein- um áfanga, fullsetin, 2.600 km vegalengd. Hún getur farið í allt að 12 þúsund metra hæð. —. Hún er innréttuð með mis- munandi móti en mest getur hún tekið 80 farþega. Caravelleþotan hefir marga kosti, eins og drepið hefir verið á, en hin mikla eftirspurn mun sennilega fyrst og fremst stafa af því, að hún er hin eina af farþegaþotum þeim, sem nú eru í gangi, sem er heppileg til notk- unar á hinum styttri flugleiðum. Hinar „vestrænu" þoturnar, Boeing 707 og Comet, eru fyrst og fremst ætlaðar til langflugs. Sama er að segja um Douglas DC 8 og Convair-þoturnar — þær verða ekki heppilegar til notkunar á stuttum flugleiðum. Caravelle mun því enn um skeið a. m. k. hafa sérstöðu. SAS-flugfélagið varð fyrst til að taka Caravelle í notkun í farþegaflugi. Hér sjást þrjár vélar þess tilbúnar til afgreiðslu hjá verksmiðjunum. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.