Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 11
Þrifiiti'Tno'itr O'! So't'sí 1959
JfrtPf'rwnr <nrf,
11
Pétur Eggerz, sendiherra
Fiskmarkaðurinn í Þýskalandi
Útsvörin í Kópavogi 9 milj. króna
1>AÐ hefur verið mikið um það
rætt í Þýzkalandi að undanförnu,
að nauðsynlegt sé að gera breyt-
ingar á núverandi sölufyrirkomu
lagi á fiski.
Margar greinar hafa birzt um
þessi mál, m. a. í hinu kunna
blaði Die Welt.
Sumir hafa haldið því fram, að
afnema beri uppboðsfyrirkomu-
lagið, sem sé orðið gamaldags. —
Stundum er hörgull á fiski á hin-
um þýzka markaði, en á öðrum
iíma er mikið framboð.
Þessi mismunandi aðburður
íisks segja þýzku blöðin að skapi
miklar verðsveiflur og öryggis-
leysi fyrir þýzku útgerðina og
ney tandann. Talið er í Þýzka-
landi, að ef hægt sé að útiloka
þessar verðsveiflur og tryggja
það, að góður fiskur sé á boð-
stólum allan árisns hring, þá
opnict stór viðbótarmarkaður í
Suður-Þýzkalandi. En þar hef-
ur verið mjög lítil fiskneyzla
vegna þess, að ekki hafa verið
nógu góð skilyrði fyrir hendi til
þess að geyma fiskinn í kæli-
geymslu þangað til neytandinn er
tilbúinn að taka við honum. Þetta
er nú að breytast vegna þess, að
hinar stóru keðjuverzlanir Þýzka
lands hafa yfir að ráða kælikist-
um, jem að vísu eru aðallega
ætlaðar til þess að geyma fugia-
kjöt, osta og egg. En að sjált-
sögðu má í þeim kulda, sem þess-
ar kistur veita, finna nokkra
vörn fyrir fisk. Enda var mér
sagt í Bremerhafen, að Norð-
menn væru að gera tilraunir með
það að láta eina af þessum keðju-
verzlunum bjóða frosinn fisk í
Suður-Þýzkalandi, sem geymdur
er í þessum kælikistum. —. í
Þýzkalandi er mikil hneigð í þá
átt að húsmóðirin vinni utan
heimilisins. Þetta hefur aftur
áhrif á matarkaup hennar.' —
Áhuginn verður meiri fyrir hálf
matreiddum matvælum, sem eru
geymd í kæli og þarf aðeins að
hita upp, hvort heldur sem um
fisk eða kjöt er að ræða.
í Kiel og reyndar víðar er
mikill áhugi fyrir því, að útiloka
það, að fiskur liggi á markaði
og bíði þar uppboðs. Heldur beri
að flytja fiskinn beina leið úr
skipinu í kæld flökunarþprbergin
og flaka hann strax og bjóða
hann síðan til sölu eða þá að
selja hann fyrifram. í öllum
þesum mismunandi blaðagrein-
um virðist koma fram mikill
áhugi fyrir að koma fiskverzl-
uninni í fastara og öruggara
form eins og er með sölu á kjöti
og öðrum matvælum. Koma verði
upp nægilegum birgðum af frosn-
um, niðursoðnum og söltuðum
fiski til þess að fiskur sé á boð-
stólum allan ársins hring og að
hin þýzka húsmóðir venjist á að
hafa fisk sem fastan lið á matar-
innkaupalista sínum.
Fyrsta skrefið í þá átt að gsra
Pétur Eggerz
raunverulegar breytingar á nú-
verandi fisksölufyrirkomulagi
hefur þegar verið stigið með
stofnun félagsskapar, sem heitir
Seefisch-Absatz-Gesellschaft. —
Aðalhlutverk þessa félagsskapar
er að annast sölu fisks og að ná
samkomulagi um verðlag á fiski.
f þessum félagsskap eru bæði
útgerðarmenn og seljendur. —
Framkvæmdastjóri félagsskapar-
ins er Direktor Fornell frá Nord-
seefyrirtækinu. Aðalbækistöðvar
félagsskaparins eru í Bremsr-
hafen, en auk þess hefur félags-
skapurinn bækistöðvar í Cux-
haven, Kiel og Hamborg. Það var
Félagsbréf
Almenna
bókafélagsins
FÉLAGSBRÉF Almenna bóka-
félagsins 13. hefti er nýkomið
út. Efni þess er að þessu sinni
sem hér segir: Steingrímur J.
Þorsteinsson prófessor skrifar
um Gunnar Gunnarsson sjötug-
an, og grein er eftir Helga Hjörv-
ar, er hann nefnir Ræðu á þjóð-
hátíð. Sigurður Benediktsson
Gröndal á þarna sögu, Ljósbrot
í húmi og ljóð eiga þeir í heft-
inu Jón frá Pálmholti og Gísli
Halldórsson.
Þá er þarna þýdd grein, Lög-
mál Parkinsons úr samnefndri
bók eftir C. Northecote Parkin-
son. Jóhannes Ásgeirsson ritar
vísnaþátt, en um bækur skrifar
Ragnar Jóhannesson.
1 þessu hefti Félagsbréfa eru
kynntar tvær næstu mánaðar-
bækur AB. September-bókin er
Sívagó læknir, en októberbók
Endurminningar Jóns Krabbe.
Afhjúpuð brjóstmynd af
Lárusi Rist í Hveragerði
HVERAGERÐI, 24. ' ágúst — f
gær var afhjúpuð hér í Hvera-
gerði brjóstmynd af Lárusi Rist,
fyrrv. sundkennara. Stendur hún
á hæð vestan megin við sund-
laugina, en Lárus Rist var frum-
kvöðull að því að hún var byggð
og var fyrsti baðvörðurinn við
hana. Hafa sýslurnar austan
fjalls, félög og einstaklingar
látið reisa þessa brjóstmynd af
Lárusi Rist í tilefni af áttræðis-
afmæli hans. Ríkharður Jónsson
gerði brjóstmyndina.
Fjöldi manns var samankom-
inn, er dótturdóttir Lárusar af-
hjúpaði styttunar. Veður var
ágætt, en nokkuð hvasst á norð-
an. Aðalræðu dagsins flutti Stef-
án Guðmundsson, hreppsstjóri,
en Gunnar Benediktsson setti
samkomuna og las upp ljóð, sem
Matthías Jochumson gerði um
Lárus Rist, er hann var kennari
á Akureyri. Eru síðustu ljóðlín-
urnar úr kvæðinu tilfærðar á
stöplinum undir styttunni:
„Munið að leið er lýði, land fyrir
kraft og anda“. Þá flutti Jóhann-
es úr Kötlum Lárusi ljóð, sém
hann hafði lesið á segulband.
Lárus Rist þakkaði þann heiður
sem honum hefði verið sýndur.
Lúðrasveit Selfoss lék ættjarðar-
lög.
Að athöfninni lokinni buðu
Ölfus- og Hveragerðishreppur
Ríkharði Jónssyni og Lárusi Rist
til kaffidrykkju. — G.M.
almennt álitið, að lágmarksverð
það á fiski, sem gilti til 15. júlí
yrði ekki framlengt með tilliti
til stofnunar þessa félagsskapar
En lágmarksverðið hefur þó verið
framlengt.
Sjálfur félagsskapurinn, sem
stofnaður var 7. ágúst mun nauni-
ast taka til starfa fyrr en í sept-
ember. Sú reynsla, sem fæst á
næsta ári af starfsemi þessa fé-
lagssskapar kann að hafa mikii
áhrif á það, hverjar frekari breyt
ingar verða gerðar á sölufyrir-
komulagi fisks í Þýzkalandi.
LOKIÐ er niðurjöfnun útsvara
í Kópavogskaupstað. Jafnað var
niður 9 milljónum króna á um
1400 gjaldendur — einstaklinga
og fyrirtæki.
Hæstu gjaldendur með 20 þús-
und króna útsvar og þar yfir:
Málning hf. 120.000, Verksm.
Ora, Kjöt, Rengi 90.000, Blikk-
smiðjan Vogur 55.000, Finnbogi
Rútur Valdemarsson 40.900, Jón-
as Haralz 40.600, Kaupfélag
Reykjavíkur og nágrennis 38,-
000, Gnunar Böðvarsson 30.400,
Ari Jónsson 30.200, Geir Gunn-
laugsson 28.500, Borgarbúðin 28,-
000, Fossvogsbúðin 28.000, Jóa
Þorsteinsson 26.900, Gunnar
Hjálmarsson 25.400, Elí Auðuns-
son 24.600, Siggeir Ólafsson 24,-
300, Friðbert Elí Gíslason 23.800,
Marinó Pétursson 22.800, Kópa-
vogsapótek 22.000, Hallgrímur J.
Jónsson 20.500, Biðskýlin Sf. 20,-
000, Kaupfélag Kópavogs 20.000,
Trésm. Páls Jónssonar 20.000,
Véladeild SÍS 20.000.
AKRANESI, 24. ágúst. — Helma-
skagi kom að norðan af síldveið-
um síðdegis í dag og eru þeir nú
að taka nótina upp úr bátnum.
Hundrað ára aímælis ÞingvaSla-
kirkju minnzt
FjÖlmenni viðstatt og margar gjaíir bdrust
Á SUNNUDAGINN var hald-
ið hátíðlegt hundrað ára af-
mæli Þingvallakirkju, en eins
og áður hefur verið skýrt frá
hér í blaðinu á kirkjan á
Þingvöllum hundrað ára af-
mæli á þessu sumri, en
vígsludagur hennar er ekki
kunnur. Var gott veður á
Þingvöllum á sunnudaginn,
aðeins gola,. sæmilega hlýtt
og dró frá sólu öðru hvoru.
Fjölmenni hlýddi predikun
Athöfnin hófst kl. 2 e. h. með
hátíðaguðsþjónustu í kirkjunni.
Var þá komið margt manna
bæði úr sókninni sjálfri og eins
fólk, sem átt hefur heima í Þirtg-
vallasveit. Prófasturinn, séra
Gunnar Jóhannesson, á Skarði,
þjónaði fyrir altari, en biskup
tslands, herra Sigurbjörn Einars
son, predikaði. Forseti íslands
var meðal viðstaddra. Um 70 til
80 manns voru í kirkju og stóðu
nokkrir þeirra því kirkjan rúm-
ar ekki nema rúmlega 6" manns
í sæti. Þá var margt manna, sem
hlýddi messu utan kirkju, en há-
tölurum hafði verið komið fyrir
utan á kirkjunni.
Eftir messu var setzt að kaffi-
drykkju í stóra salnum í hótel
Valhöll og voru þar saman
komnir 130 til 140 mar.ns. Þar
sagði séra Jóhann Hannesson,
prófessor, sögu kirkjunnar, sem
hann hafði skrifað eftir beztu
heimildum og þótti mönnum
fróðlegt á að hlýða.
Margt góðra gjafa
Kirkjunni bárust ýmsar merki
legar gjafir í tilefni afmælisins.
Má þar fyrst nefna, að Þingvalla
nefnd hefur látið gera allsæmi-
lega við kirkjuna. Hafa verið
settir nýir gluggar í alla suður-
hlið og yfir dyrum, kirkjan hef-
ur verið máluð og smíðaðir
gluggahl'erar. Fyrir rúmu ári lét
nefndin einnig setja bita undir
gclfið í kórnum. Sem afmælis-
gjöf frá Þingvallanefnd barst
kirkjunni nýr vínrauður dregill
á gólf og fyrir altari.
Börn séra Jóns Thorsteinsson-
ar, er var prestur á Þingvöllum
frá 1887 til 1923, gáfu kirkjunni
Guðbrandarbiblíu. Ein af dætr-
um séra Jóns, Elin Bergs, ei>.~
Helga Bergs, forstjóra, gaf
kirkjunni tvær sjö arma ljósa-
stikur úr búi þeirra hjóna, mjög
fallega gripi.
Kvenfélag Þingvallasveitaj-
gaf kirkjunni 5000,00 krónur til
smíða á skírnarfonti, en sama
kvenfélag hefur áður gefið skírn-
arskál úr silfri, er Guðmann Ól-
afsson, bóndi á Skálabrekku hef-
ur teiknað. Þá gáfu börn séra
Jóhanns -flannessonar kirkjunni
altarisdúk.
Þá hefur Þingvallanefnd lofað
annarri afmælisgjöf og sömu-
leiðis hjónin Áslaug og Helgi
Sívertsen, sem sendu heilla-
skeyti þar sem þau skýrðu frá
því, að þau mundu gefa kirkj-
unni afmælisgjöf. Einnig barst
heillaskeyti frá fyrrverandi bisk
upi, séra Ásmundi Guðmunds-
syni.
I kaffisamsætinu tóku til máls
auk séra Jóhanns, forsætisráð-
herra og formaður Þingvalla-
nefndar, Emil Jónsson, og lýsti
hann velvilja nefndariimar til
kirkjunnar. Þá talaði prófastur-
inn, séra Gunnar Jóhannesson
og Sigmundur Sveinsson frá
Brúsastöðum, er var eigandi Val
hallar á undan Jóni Guðmunds-
syni, flutti stutta og snjalla
ræðu. Sigmundur er nú nærri
níræður.
Boeíng 707 heíur lenf 239
sinnum ó Keilnvíkurflugvelli
Tafir vegna bilana bafa YÍirleitt ekki orðið
KEFLAVÍK, 24. ágúst. Boeing
707 farþegaþotán hefur komið
mjög við fréttir undanfarið,
vegna ýmissa bilana, sem komið
hafa í ljós, og margir hafa viljað
telja að þessar flugvélar væru
ekki jafn öruggar til flugs og
margar eldri gerðir.
Fréttamaður Mbl. aflaði sér
upplýsinga á skrifstofu Pan
American á Keflavíkurflugvelli
um hversu oft flugvélar af þess-
ari gerð hefðu lent í Keflavík.
Pan American hóf reglulegt á-
ætlunarflug um norðanvert Atl-
antshaf með 707 farþegaþotum
fyrir 10 mánuðum, og á því tíma-
bili hefur 707 lent á Keflavíkur-
flugvelli 239 sinnum. Tafir vegna
bilana hafa yfirleitt ekki komið
fyrir. Lengsta töfin var 6 klst.
þar sem skipta þurfti um einn
hjólbarða, sem sprungið hafði, en
flugvélin ekur á 10 hjólbörðum
svo lítið sakar þó spryngi á ein-
um.
Annars er meðalafgreiðslutími
707 á Keflavíkurflugvelli 30 mín.
en afgreiðslumetið er 24 mín. og
er ekki vitað að 707 hafi verið
afgreidd á skemmri tíma annars
staðar. Pan American hefur að-
eins 6 farþegaþotur af gerðinni
707 á þessari leið og hefur nota-
gildi hverrar flugvélar því verið
mjög mikið.
707 farþegaþotan er ekki smá-
smíði, því fullhlaðin vegur hún
247 þús. ensk pund og tekur
112 farþega en áhöfn er 10 manns.
Þetta ferlíki þýtur um háloftin
með um það bil 750 km. hraða á
klst. og hefur eldsneytisforða til
7 stundar fluge. — B. Þ.