Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 25. ágúst 1959 MORCVNBLAÐIÐ 19 náði ekki og hafnaði inni í mark- inu. Bezta förín Norska liðið var mun sterk- ara en það er lék hér í júlí. — Fimm nýliðar voru reyndir og stóðust allir prófið, sumir með ágætum, einkum miðherjinn Rolf Björn Bakke. En fyrir þá sök hvað norska liðið var betra er enn meiri ástæða fyrir okkur Is- lendinga að vera ánægða með árangurinn — þrátt fyrir alla óheppnina. Já, förin til Danmerkur og Noregs nú er bezta för íslenzkra knattspyrnumanna, hvernig sem á er litið. — A. St. „Heimsmetshlaupið“ er hafið og hlaupararnir kasta sér fram. — Frá vinstri talið: Svavar Markússon, Gunnar Snygg, SvíþjóS, Roger Moens, Belgíu, Tom Carroll, Bandaríkjunum og Ulf BertU Lund. Myndin nær ekki tU heimsmethafans Dan Waern, Svíþjóð, sem var næst tréhring vailarins. — (Myndin er úr sænsku blaði). Nærvera konung- anna og kóróna peninganna Ríkharður Jónsson heiðradur fyrir einstætt afrek i iþróttasögunni EFTIR landsleikinn við Noreg sl. föstudag hafði Ríkharður Jóns- son, Akranesi, lokið 25 landsleikjum fyrir Island. Það er afrek, sem enginn íslendingur hefur komizt nálægt að vinna fyrir land sitt á knattspyrnusviðinu. Fyrir þetta frábæra afrek sæmdi KSÍ Ríkharð gullúri í þakklætisskyni frá knattspyrnuhreyfingunni. Sérstætt afrek. i>að er algengt erlendis að landsliðsmenn fái sérstök og vönduð heiðursverðlaun, er þeir hafa leikið 25 eða 50 leiki. Norð- menn gefa t. d. gullúr og hlaut Kjell Cristiansen það á föstudag- inn fyrir 25 leiki. En það er öllu meira hjá ís- lenzkum knattspyrnumanni að ná þessari háu landsleikjatölu. Það hefur tekið Ríkharð 13 ár. AUan þann tíma hefur hann verið eitt skæðasta eða beitt- asta vopn íslands. Það sýnir hver afburðaknattspyrnumað- ur hann er. Það var hjartan- — Sildveiðiskýrslan Framh. af bls. 6. Ólafur Magnússon, Keflavik 4658 Olafur Magnússon, Akranesi 6280 Pétur Jónsson, Húsavík 9227 Rafnkell, Garði 8386 Beynir, Vestmannaeyjum 6499 Beynir, Reykjavík 3981 Bifsnes, Reykjavík 798 Sidon, Vestmannaeyjum 3504 Sigrún, Akranesi 7780 Sigurbjörg, PáskrúðsfirSi Sigurður, Siglufirði Sigurður Bjarnason, Akureyri 11245 Sigurfari, Vestmannaeyjum 4029 Sigurfari, Grafarnesi 5235 Sigurfari, Homafirði 1371 Sigurkarfi, Njarðvík 2033 Sindri, Vestmanaeyjum 2455 Sjöfn, Vestmannaeyjum 3418 Sjöstjarnan, Vestmannaeyjum 4376 Skallarif, Höfðákaupstað 2585 Skipaskagi, Akranesi 4248 Sleipnir, Keflavík 2712 Smári, Húsavík 5970 Snæfell, Akureyri 13679 Snæfugl, Beyðarfirði 6041 Stapafell. Ólafsvík 2662 Stefán Ámason. Búðakauptúni 7727 Stefnir, Hafnarfirði 5917 Steinunn gamla, Keflavik 5738 Stella, Grindavík 6292 Stígandi, Vestmannaeyjum 6103 Stjarnan, Akureyri 5246 Sunnutindur, Djúpavogi 3335 Svala, Eskifirði 6953 Svanur, Keflavík 2887 Svanur, Beykjavík 4809 Svanur, Akranesi 3937 Svanur, Stykkishólmi 2801 Sæborg, Patreksfirði 5480 Sæfaxi, Neskaupstað 5901 Særún, Siglufirði 1745 Tjaldur, Vestmannaeyjum 3442 Tjaldur, Stykkishólmi 3766 Trausti, Súðavík 2863 Valþór, Seyðisfirði 5551 Víðir II., Garði 15840 Viðir, Eskifirði 8352 Víkingur, Bolungarvík 2451 Vilborg. Keflavík 4222 Visir, Keflavik 4464 Von II., Vestmannaeyjum 4294 Vonin II., Keflavik 5711 Vörður, Grenivík 4934 Þorbjörn, Grindavik 1339 Þórkatla, Grindavik 7436 Þorlákur, Bolungarvik 5786 Þórunn, Vestmannaeyjum Þráinn, Neskaupstað 56391 Örn Arnarson, Hafnarfirði 40471 lega og af heilum hug tekið undir þakkarorð Björgvins Schram til Ríkharðs er hann afhenti honum úrið í hófi að Hótel Víking í Oslo á föstudag inn. Undir það taka allir og dást að honum fyrir afrekið. En viss er ég um það, að Rík- harður hefði heldur kosið, að „kórónan“ á peningi dómarans í leiknuin hefði komið upp, þá er dómarinn varpaði upp við hlutskiptið um markaval í lands leiknum á Ullevál, heldur en að fá gullúrið. — Eg valdi kórónuna, sagði Ríkarður, af því að kongurinn heiðraði okkur með nærveru sinni. Ég hélt að nærvera hans boðaði okkur velgengni. Ég gerði þetta sama í Kaup- mannahöfn af sömu ástæðu, en það brást þar líka. Og af því að það brást þar, hélt ég að það væri öruggt í Olsó. Svavar í methlaupinu — Kristleifi „hrint77 En það er greinilegt, að þó nærvera kóngsins hafi í báðum tilfellum orðið íslandi til heilla, þá boðaði kóróna peninganna ís landi enga hamingju. —A. St. AKRANESI, 23. ágúst: Kaupa- konudansleikur var haldinn sl. laugardagskvöld á Logalandi i Reykholtsdal. Þar var margt um manninn, samkomuhúsið fuilt fram í dyr og dansað fram á rauða nótt. ■—Oddur. SVAVAR Markússon og Krist- leifur Guðbjörnsson hafa ver- ið á keppnisför um Sviþjóð að undanförnu. Báðir hafa sett met, Svavar í 1000 metra hlaupi og Kristleifur í 3 km hlaupi, eins og skýrt hefur verið frá i Mbl. Nú hefur blað inu borizt fréttabréf frá Svav- ari þar sem hann segir frá keppni þeirra á 2 stöðum, þar sem þeir lentu f keppni við suma af beztu hlaupurum heims. T.d. var sett heims- met í 1000 m hlaupi, þar sem Svavar varð fjórði í röðinni. Hér fer á eftir bréf Svavars um keppnina. KALSTAD, 22. ágúst 1959. „Við fórum ekki til Málmeyjar fyrr en á þriðjudagsmorgun, en þá var Gísli búinn að tala við Lenn- art Strandberg. Við vorum bún- ir að vera klukkustund þar, þeg- ar við vorum drifnir inn í 4 manna Volvo ásamt Malmros og bílstjóra, og svo var haldið til Borás. Við höfðum sjaldan lent í annarri- eiivs bílferð. Hráðinn var þetta frá 115 upp í 140 á klst. og ofan í 100 fór hann aldrei nema á beygjum. Við vorum því hálfstirðjr, þegar til Borás kom, og fengum aðeins hálftíma til að fara út á völl. hvíla okkur, en þá urðum við að Ég var ekki upplagður í hlaup- inu, bæði þungur og stirður, og sama er að segja með Kristleif, þrátt fyrir að hann setti met. Hann var langt frá að vera ánægð ur. í 1000 m voru fyrstu 400 hlaupnir á 56 sek. og næstu á 57 sek., og þegar 100 m voru eftir, vorum við 7 í hóp, en þá var ég uppgefinn, og þeir runnu all- ir fram úr mér nema einn. Úrslit- in: Garrol U.S.A. 2.22.2, Holm- estrand 2.22.7, Snygg 2.23.1, Gottfridson 2.23.5, Kivissaar 2.24.0, Markússon 2.25.8, Agger- bom 2.26.3. Ég fékk lánaða klukku fyrir Kristleif, en það var hálfóná- kvæmt, vegna þess að brautin var 407 m, en millitíminn á 1500 var gefinn upp 4.11.0. í byrjun- Hjartanlegt þakklæti til allra þeirra, sem sendu mér heillaskeyti eða sýndu mér annað vinahót á áttatíu og fimm ára afmæli mínu hinn 14. ágúst 1959. Ágúst Jósefsson Innilegar þakkir færi ég bömum mínum, tengdabörn- um, bræðrum og öðrum þeim er sýndu mér vinarhug á 75 ára afmælinu 12. ágúst. Guð blessi ykkur öll. Hermann Guðmundsson rr inni var hann í 5.—6. sæti og síð- an í 3. og var það, þangað til 100 m voru eftir, en þá kom endaspretturinn frægi. Úrslit: Kristleifúr 8.22.7, Boris Jönsson, 8.24.0, Ingvar Jönsson 8.24.0 Curt Lundqvist 8.33.4. Daginn eftir var ekið til Malm- eyjar. Þar fengum við að vita, að við áttum að keppa hér þann 21. Við fórum svo frá Málmey með næturlest þann 20. til Gautaborgar og svo um morg- unin til Karlstad og vorum komn ir rétt yfir hádegi þangað. Nú vomm við vel hvíldir og frískir, enda alltaf sofið um miðjan dag- inn vegna hitans. Þetta mót var auglýst mjög mikið, enda komu 7 þús. og ár- angur eftir því. Ég lét mér nægja að elta hópinn núna, en var ekk- ert að blanda mér í baráttuna um fremstu sætin. Millitímar voru á fyrsta manni 54 sek. og 1.50.0. Ég gæti trúað, að ég hafi verið með ca. 152.0. Þegar á beinu brautina var komið, voru Waejrn og Moens komnir töluvert á und- an og einnig Carrol, en ég var á hælunum á Snygg og náði hon- um fljótt og á línunni komst ég fram fyrir Ulf-Bertil-Lund. Kristleifur fékk gott start eg leiddi fyrstu 200 m, síðan var hann þetta í 3.—7. sæti. En það voru töluverðar stimpingar á brautinni, og alltaf var verið að stjaka við Kristleifi, og þannig var það, að þegar 1000 m voru eftir, þá varð hann að haltra út af brautinni, því þá var hann búinn að snúa sig þrisvar sinn- um. Og það voru ekkert falleg orð, sem hann sagði á eftir, enda talað um það í blöðunum daginn eftir. Eins og sjá má hafa þeir félag- ar lent í harðri keppni. Keppni í langhlaupum meðal beztu manna heims er enginn barna- leikur. Það er stimpast, og hálf- slegist um plássið á brautinni og á þessum stimpingum fékk hinn ungi reynslulitli methlaupari okkar að kenna að þessu sinni. En hann mun læra og á framtið- ina fyrir sér. Hjartkær maðurinn minn og faíðir okkar, * * SIGURÐUR SIGURÐSSON Kaplaskjólsvegi 5 andaðist niánudaginn 54. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar Kristín Jónsdóttir og börn Eiginkona mín og móðir okkar, KRISTlN JÓNSDÓTTIR listmálari andaðist í Landspítalanum mánudaginn 24. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Valtýr Stefánsson og dætur Húsmœður Sólþurrkaður saltfiskur. Niðurskorinn í Plast umbúð- um. Sendum heim ef þess er óskað. Tekið á móti pöntunum í síma 10590. Saltfiskssalan Frakkastíg 13 Fósturmóðir okkar, DJARNLÍN BJARNÁDÓTTIR frá Litla-Hvoli andaðist á Landspítalanum, sunnudaginn 23. þ.m. Margrét G. Einarsdóttir Ólafur G. Einarsson Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 26. þ.m. og hefst með húskveðju frá heimili hans, Sörlciskjóli 62 kl. 1,30 e.h. Sigurður Guðmundsson, Eygló Þorgrímsdóttir Ólafur Guðmundsson, Þorvaldur Guðmundsson Ásta Guðmundsdóttir, Óskar Jónsson Einar Guðmundsson, Sybilla Guðmundsdóttir Magnús Guðmundsson, Sesselja Sigurðardóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Árni Sigurðsson, Emma Guðmundsdóttir, Hans Bjamason og barnabörn Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU BJÖRNSDÓTTUR Brunnstíg 10 Eiríkur Þorsteinsson, Markús Eiríksson Guðlaug Eiríksdóttir, Kristinn Ottason Steinunn Eiríksdóttir, Eiríkur Ferdinandsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.