Morgunblaðið - 29.08.1959, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.08.1959, Qupperneq 11
Laugardagur 29. ágúst 1959 MORCVNBLAÐIÐ 11 Aldarsaga Þingvallakirkju ^ KIRKJA sú, er nú stendur á Þingvöllum, er byggð ár- ið 1859. Prestur hér var þá séra Símon Bech (1845—1878) og hafði hann með höndum fram- kvæmdastjórn verksins og reikn- ingsskil. Þingvellir voru bene- ficium eða lén og kirkjan léns- kirkja. Um vígsludag er ekki vitað með vissu og hafa þó margar tilraunir verið gerðar til þess að vita hið sanna í því máli. Verð- ur ekki að svo stöddu hægt að segja annað en að kirkjan muni sennilega hafa verið vígð og not- uð til helgihalds síðari hluta árs- ins 1859 og vitað er með vissu að börn voru fermd í kirkjunni vorið 1860. Kirkjusmiður var Eyjólfur Þorvaldsson, en Þorleif- ur Ólafsson hét aðstoðarmaður hans og Þorsteinn Jónsson hét sá, er fyrst málaði kirkjuna að innan. Iíyggingarkostnaður var alls 742 rd. 28 sk. Þá átti kirkjan í sjóði 174 rd. 21 sk. og fékk í gjafir meðan á byggingu stóð 16 rd. 28 sk. Að byggingu lokinni var afgangur af efni og timbUr úr hinni gömlu kirkju selt og þegar reikningar voru gerðir upp 1 fardögum 1860, þá var skuld kirkjunnar 526 rd. 6 sk. Á því sumri visiteraði sr. Jóhann Bríem prófastur kirkjuna og lýsti henni nákvæmlega. Stærð og lögun kirkjuhússins var þá hin sama og nú. Hins vegar var turninn allt öðru vísi en sá turn, sem nú er á kirkjunni. ^ Gerð kirkjunnar Kirkjan var smíðuð úr timbri og þakpappi notaður á þakið, en hann reyndist mjög illa og var gjörónýtur eftir 6 ár og var þá sett rennisúð á þakið. Kirkjan var bikuð með tjöru að utan til þess að varna fúa og var henni haldið við þannig árum saman. ^ Þjóðhátíð Dr. Pétur Pétursson biskup visiteraði Þingvallakirkju árið 1874. Það ár var einnig þjóðhátíð á Þingvöllum til minningar um þúsund ára byggð íslands. Er kirkjan þá talin í ágætu lagi bæði að utan og innan. Á því ári var hætt að nota ríkisdali og krónur teknar upp. Þá var skuld kirkj- unnar kr. 920,22. ^ Viðhald kirkjunnar Sr. Símon Bech andaðist árið 1879 og fór þá fram úttekt á kirkjunni. Segja þá úttektar- menn að þeir sjái enga galla á kirkjuhúsinu. Sr. Jens Pálsson tók þá við embættinu sem sókn- arprestur á Þingvöllum. Fimm árum síðar er skipt um þak og þurfti 4.300 nýja spæni á þakið. Segir þá að tuminn hafi verið mjög fúinn, enda var skipt um efni í honum að verulegu leyti. Skipta þurfti einnig um ytri borðin öll í suðurhlið þaksins áður en hægt var að leggja nýja þakspóninn á. Sr. Jens Pálsson lét af embætti hér árið 1887, en við tók sr. Jón Thorsteinsson. Fór þá fram út- tekt á staðnum og segir ekkert sérstakt um kirkjuna í því sam- bandi. Herra Hallgrímur Sveinsson biskup visiteraði Þingvallakirkju árið 1893. Segir þá að kirkjan sé yfirleitt lekalaus og í allgóðu standi. Árið 1897 er sr. Valdimar Briem tekinn við sem prófastur i Árnesprófastsdæmi. Segir í fyrstu vísitasíu hans að kirkjan hafi nokkuð skekkzt í jarðskjálft unum miklu árið áður. Þá segir þar einnig að kirkjan sé nokkuð farin að fúna á austurhlið og suðurhlið. Þá var gerð áætlun um að járnverja kirkjuna. Þá er komin í kirkjuna ný og falleg altaristafla, gefin af Hannesi Guðmundssyni bónda í Skógar- koti og konu hans, Margréti Eyjólfsdóttur. Þessi altaristafla er enn í kirkjunni og kostaði hún á sínum tíma 300 krónur og var ekki lítið í þá daga, sennilega um Vi af því, sem kirkjan sjálf kost- aði upphaflega. Áhugi sr. Valdi- mars fyrir menningarmálum kemur greinilega í ljós þegar hann heimsækir söfnuðina. Um Þingvallasókn segir hann að hús- lestrum sé alls staðar haldið uppi sókninni og þar sé engin Séra Jóhann Hannesson prófessor um stað. Alla tíð síðan hefur verið til umræðu að hér þyrfti að vera veigameiri kirkja. Sr. Kjartan Helgason prófast- ur vísiteraði kirkjuna árið 1921 og telur þá upp sömu gallana, sem voru á kirkjunni 6 árum áður. Árið 1923 lét sr. Jón Thorsteins son af embætti og við tók séra Guðmundur Einarsson. Þá segir um kirkjuna að þörf sé allmikilla viðgerða á henni og voru þær viðgerðir framkvæmdar á þeim tíma, sem sr. Guðmundur var prestur hér, en það voru 5 ár. Eftir að hann fór árið 1928, var Þingvallaprestakall ékki veitt, * Avarp flutt á afanæli kirkjanniir 1959 af próf. J'óhanni Hannessyni drykkjuskaparóregla. Þó finnst honum að kirkjusöng ábótavant og óskar að hann verði efldur. Árið 1901 er lokið við að járn- verja suðurhlið kirkjunnar og búið að gera við austurgafl, en þó er áfram spónaþak á kirkj- unni. Þá segir 2 árum síðar, að lokið hafi verið við að verja austurgafl. Þess er getið það ár, að kona ein útlend hafi gefið kirkjunni 10 krónur — en ann- ars hafi kirkjunni ekkert bætzt á þeim 2 árum. ^ Kirkjan járnvarin Árið 1905 hefur járnþak verið sett á kirkjuna, yfir spónþakið, og er það enn undir járnþakinu. En þessi aðgerð til varnar kirkj- unni var gerð 16 árum síðar en á Úlfljótsvatnskirkju og þar af leiðandi hefur Þingvallakirkja fúnað miklu meir en sú kirkja. Þá leggur sr. Valdimar til að nýr turn verði settur á kirkjuna, veglegri en sá upprunalegi og var hinn nýi turn gerður árið 1907 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara. Kost- aði turninn kr. 343,67 og var smíðaður fyrir fé kirkjunnar. Árið 1909 hefur kirkjan verið 50 ára, en þess er ekki minnzt í vísitasíu prófasts og heldur ekki í vísitasíu biskups 1911. En árið 1909 breytist tekjustofn kirkjunnar þannig að lögð eru manntalsgjöld á sóknarmenn, en tíundir, ljóstollar og lausa- mannsgjöld leggjast niður. Herra Þórhallur Bjarnarson biskup vísiteraði kirkjuna árið 1911. Minnist hann altaristöflunn ar og lýkur lofsorði á hana. Þór- hallur biskup vekur þá máls á því að þörf sé á að fá nýjar hug- vekjur til húslestra. Var þá hús- lestrum haldið uppi á flestöllum heimilum. 1 þessari vísitasíu er þess getið að keypt hafi verið hljóðfæri fyrir samskot í söfnuð- inum. Þá er Ingunn, dóttir séra Jóns, organleikari safnaðarins. Þá segir að kennari barna í Þingvallaprestakalli undanfarna vetur hafi verið Einar Halldórs- son frá Kárastöðum. Sr. Valdimar Briem getur þess árið 1915 að bitarnir undir gólfi kirkjunn*r séu farnir að bila og þörf sé á að endurbyggja kirkj- una, þar sem hún sé á svo fræg- heldur var því þjónað af ná- grannaprestum frá Mosfelli vestra og Mosfelli eystra. (Séra Guðmundur kvaddi söfnuðinn þ. 17. júní 1928). Það ár segir pró- fasturinn, sr. Ólafur Magnússon, að húslestrum sé enn haldið úppi víða, en þó ekki almennt né stöðugt. Um kirkjuturnihn segir þá að hann hafi jafnan valdið nokkrum leka og að aldrei hafi tekizt að ganga vel frá honum. Eftir úttekt staðarins þá var Símoni Péturs- syni afhent kirkjan og staðurinn lítil og óvönduð og farin að fúna, einkum vegna leka með turnin- um. Ennfremur segir nefndin að „með tilliti til þess að kirkjan er á hinum forna alþingisstað, þar sem lögtekin var forðum kristin trú i landinu, þykir nefndinni mjög illa farið á því að hér sé ekki veglegri kirkja . . . Vegna þess að hún er reist á þessum stað, mun mega áætla að hún geti naumast orðið byggð fyrir minna en 70,000 króna". (bls. 12—13). Þess má geta að í kostn- aðaráætlun um framkvæmdir á Þingvöllum er kirkjan efst á lista nefndarinnar og gert er ráð fyrir 70,000 kr, til að byggja hana, en til bæjarhúsa voru áætlaðar kr. 60,000. Tvær þjóðhátíðir íslandsklukkan En þótt farið væri að tillögum nefndarinnar í mörgu og upp úr þeim og tillögum annarra hug- sjónamanna hafi vaxið hinn fyrsti þjóðgarður íslendinga, þá varð samt kirkjan út undan. Að vísu var gert allvel við hana árið 1930, en um stækkun hinnar gömlu kirkju eða byggingu nýrr- ar kirkju var ekki að ræða. Árið 1934 eru enn sömu fúnu bitarnir undir kórnum. Prófasturinn, sr. Ólafur Magnússon, lætur þá í ljós ósk um veglegra guðshús. Og árið 1937 telur prófastur kirkjuna svo lélega „að engan veginn sé upp á það horfandi að láta hana standa". En kirkjan stóð og átti eftir að standa á hinni þriðju miklu þjóðhátíð, sem haldin var á þessu hundrað ára tímabili, en það var endur- reisn lýðveldisins. Þá var gert við kirkjuna og turninn sérstak- lega og sett.í hann hin nýja fs- landsklukka, sem notuð var til að hringja inn hina nýju öld, sem vér nú lifum á í sögu lands og þjóðar. Á tímabilinu milli hinna miklu hátíða gaf Jón Guðmundsson gestgjafi í Valhöll raflagnir og ljós í kirkjuna til minningar um Sigríði, konu sína, og Guðbjörgu, dóttur sína, er andaðist í bérnsku. Hann gaf kirkjunni einnig ókeypis rafmagn í allmörg ár og hafði forgöngu um að kirkjan var máluð að innan. Olíukynd- ing var um árabil í kirkjunni, en gafst ekki vel. Fyrir nokkrum árum fuku plötur af turninum, Kirkjan er meðal þeirra staða á Þingvöllum sem flestir gestir skoða og þar á meðal margir út- lendingar og árlega er tekinn af henni fjölda mynda. Hún vekur þannig miklu meiri athygli en skógrækt vor, sem er þó gott verk og nytsamlegt. Hins vegar er hún mjög hrörlegt guðshús og er auðvitað langt á eftir þeim tíma, sem vér nú lifum á. Við ýms tækifæri er hún líka allt of lítil, jafnvel fyrir hina fá- mennu sókn. Komi ferðamanna- hópur, sem vill hafa guðræknis- stund í kirkju, þá kemst hann venjulega ekki allur inn í einu. Eins og menn skilja af yfirliti því, er hér hefir verið gefið, hefir það kostað mikla vinnu að halda kirkjunni við og hefir sú barátta verið hliðstæð því, sem þjóðin hefir orðið að heyja hvað önnur hús snertir í þessum lands- hluta. Sumar torfkirkjur sunn- anlands entust aðeins í 30 ár og varð þá að endurbyggja þær. En þótt kirkjan sé hrörleg og lítil, má greinilega sjá að hér er um guðshús að ræða, en ekki geymslu eða vöruskemmu. ^ Þörf nýrrar kirkju Eins og margir menn af ýmsum stéttum hafa bent á og þar á meðal trúnaðarmenn Þingvalla, þarf hér að rísa veglegri kfltkja. En að mínum dómi ætti ekki að rífa þessa kirkju, heldur flytja hana á annan stað og varðveita hana. Ef vér rífum það sem eftir er af hundrað ára byggingum í landinu, þá vinnum vér skaða þjóðlegri menningu og lokum að nokkru leyti komandi kyn- slóðir úti frá skilningi á lífs- baráttu þjóðarinnar á liðnum öldum. Vafamál er þó hvort nokkur kostur er að varðveita þessa kirkju, því svo hrörleg og fúin er hún orðin, að gera má ráð fyrir að hún muni fjúka og eyði- leggjast með öllu. Fyrir nokkrum árum komst aftur hreyfing á hugmyndina um byg'gingu nýrrar kirkju á Þing- völlum fyrir forgöngu þáverandi formanns, Gísla Jónssonar al- þingismanns. Skildi hann manna bezt að svo búið má ekki standa hér á þessum stað. Vildi hann láta hefja almenna fjársöfnun í þeim tilgangi að byggja hér nýja, fallega kirkju. Skyldi sú kirkja vera listasmíð að allri gerð og fyrir hönd Þingvallanefndar, enda var Símon um árabil með- hjálpari og reikningshaldari kirkjunnar. ^ Kirkjan og Þingvalla- nefnd Ekki verður saga kirkjunnar sögð án þess að minnast nokkuð afskipta Þingvallanefndar af kirkjunni. í hinni fyrstu Þing- vallanefnd, sem skipuð var af Alþingi 1925, áttu sæti þeir Guð- jón Samúelsson húsameistari rík- isins, dr. Matthías Þórðarson fornminjavörður og Geir G. Zoega vegamálastjóri. Var þeim falið að gera allsherjaráætlun um framtíð og skipulag Þing- valla. í áliti, sem þessi fyrsta Þingvallanefnd skilaði 1926, seg- ir um kirkjuna að hún sé fremur Þingvallakirkja og Þingvallabær en við þá skemmd var gert af Þingvallanefnd. ^ Síðustu viðgerðir Siðastliðin 6 ár hefir kirkjan verið máluð tvisvar að utan. Söfnuðurinn hefir sett gaskynd- ingu í kirkjuna í stað olíukynd- ingar og hafá umskipti orðið mjög til bóta. Þingvallanefnd hefir látið setja nýja bita undir gólfið í kórnum, skipt um alla glugga í suðurhlið og yfir dyr- unum og smíðað nýja hlera fyr'- ir glugga. Þegar skipt var um hitunartæki þurfti talsverðra við gerða við. Loftið í kirkjunni var einnig skemmt af fúa sökum leka frá tunrinum. Þessar viðgerðir framkvæmdi Guðmann Ólafsson, núverandi meðhjálpari kirkjunn- ar. jafnframt minnismerki um kristnitökuna árið 1000. Sam- þykkti Þingvallanefnd tillögu þessa og þjóðgarðsvörður vann nokRuð að söfnun og flutti ev- indi um málið í útvarp. Málinu var vel tekið og allmargir lof- uðu framlögum og nokkrar gjaf- ir hafa borizt frá sumum. Tvennt hefir þó valdið því að meira hefir ekki verið gfert varðandi þessa söfnun. Annars vegar var endurreisn Skálholts einmitt þessi árin og hins vegar binding þjóðgarðsvarðar við ýms skyldu- störf hér á staðnum, en þau kref j ast þess að unnið sé að þeim 365 daga á ári og leyfa harla lítið frjálsræði til annarra starfa utan staðarins. Fé til nýrrar kirkju i vörzl- um núverandi sóknarprests og Framh. á bls 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.