Morgunblaðið - 29.08.1959, Síða 18

Morgunblaðið - 29.08.1959, Síða 18
18 MORCUTSniAÐIÐ Laugardagur 29. ágúst 1959 Sigrar Eyjólfur Ermarsund næsta sumar? EYJÓLFUR Jónsson sundkappi er kominn heim frá Englandi eft- ir hina misheppnuðu tilraun til að synda yfir Ermarsund. Frétta- maður Mbl. hitti hann í gær á- samt Pétri Eiríkssyni, sem fylgdi honum í sundtilrauninni. — Ætlarðu að reyna aftur við Ermasund? spurði fréttamaður Mbl.. ^ — Ég hef hug á að reyna aftur næsta sumar. — En hevrnig stóð á því, að þú hættir við þátttöku í Butlins- sundinu? — Ég hugsaði mikið um það. Mér var boðin þátttaka í því, en fannst ég hafa óhentuga aðstöðu. Ég gat ekki fengið neinn af hin- um betri leiðsögumönnum. Aðrir sundmenn sem meiri peningaráð hafa voru búnir að semja við þá. Ég hefði getað fengið leiðsögu- menn frá Whitstable við Thames- flóa, en sannleikurinn er sá, að þeir þekkja ekkert til strauma á Ermarsundi. Það er líka óhentugt að taka þátt í slíkri keppni. Einn maður, Billy Butlin tekur ákvörð un um það, hvenær keppnin skuli háð og oft eru veðuraðstæður ó- heppilegar, eins og sést bezt af fréttum af keppninni, þar sem 15 hættu við þátttöku strax í byrjun. — Það var sjóveiki, sem helzt olli því, að þú varzt að gefast upp núna?. Hvað geturðu gert t — Aldarsaga Framh. af bls. '.1 þjóðgarðsvarðar er nú að vöxt um meðtöldum kr. 8,127,89 og nokkuð af þessu eru gjafir frá útlendingum. Stærsta gjöf frá einstaklingi til nýrrar kirkju- byggingar, kr. 3000,00, er í vörzl- um Húsameistara ríkisins og er það minningargjöf frá föður hans. En Þingvallakirkju hafa einn- ig borizt aðrar gjafir, sem hafa framtíðargildi og eru mjög verð- mætar. Séra Hálfdán Helgason sem lengi þjónaði Þingvallasókn, gaf kirkjunni nýja Biblíu. Kven- félag Þingvallasveitar hefir gef- ið kirkjunni nýja skírnarskál, mikið hagleiksverk, eftir teikn- ingu Guðmanns Ólafssonar og er skálin gefin til minningar um Guðrúnu Sigurðardóttur frá Kárastöðum. Sex nýir fermingar- kyrtlar eru einnig gjöf frá kven- félaginu. Afmælisgjafir « Afmælisgjafir, sem kirkjunni hafa borizt, eru kr. 5000,00 til smíði á nýjum skírnarfönti, frá Kvenfél. Þingvallasveitar. Frá Þingvallanefnd hefir kirkjan fengið nýjan, vínrauðan dregil á gólf og fyrir altari. Von er einnig á annarri gjöf frá nefnd- inni. Börn séra Jóns Thorsteins- sonar og konu hans, Guðbjarg- ar Hermannsdóttur, hafa gefið kirkjunni nýja ljósprentun af Guðbrandarbiblíu í skinnbandi. Frú Elín Bergs, sem er ein af dætrum séra Jóns, hefir gefið kirkjunni tvær sjö arma Ijósa- stikur, mjög fallega gripi, úr búi sínu og eiginmanns síns, Helga Bergs forstjóra, sem nú er látinn. — Einmitt nú á hátíð- inni hefir borizt heillaskeyti frá hinum aldna biskupi vorum, herra Ásmundi Guðmundssyni, þar sem hann óskar kirkju, söfn- uði og sóknarpresti blessunar á afmæli kirkjunnar. Frá hjónun- um Aslaugu og Helga Sívertsen hefir kirkjan einnig fengið heilla skeyti með fyrirheiti um afmæl- isgjöf. Fyrir allar þessar gjafir og aðrar, sem ég veit ekki deili á nú, færir kirkjan gefendunum og börnum sínum innilegar þakkir. ^ Gildi kirkjunnar Hvað nýja kirkju snertir, sem fyrr eða síðar verður ekki komizt hjó að byggja á þessum stað, er það að segja að ný kirkja, þótt fremur lítil vaeri, myndi kosta ' nokkuð á aðra milljón króna og meira ef um listasmíð væri að reeða. Allar gjafir, sem kirkjunn- ar synir og dætur vilja gefa til i þessa nauðsynlega verks, koma r þvi í góðar þarfir. Mikið er enn eftir ógert hvað endurreisn Þing valla snertir þótt tekizt hafi þrátt fyrir ýmsa erfiðleika að verja staðinn gegn meirháttar spjöll- um. Til eru þeir menn, sem álíta að kirkjubyggingar séu óhóf og ekki nauðsynlegar á vorri öld. En ég held að þeir menn fylgist ekki vel með I vísindum nútímans. Fyrir tveim til þrem áratugum las ég setningu eina eftir frægan sálfræðing: Hvar sem menn rífa niður kirkjulegan helgidóm, geta þeir gert ráð fyrir að þurfa að byffgja hæli fyrir taugasjúklinga í staðinn. Þessi orð voru sem spá- dómur, sem gengið hefir bókstaf- lega í uppfyllingu. í fárra daga gömlu blaði frá útlöndum berast þær fréttir að tauga- og geðsjúkl- ingar á Vesturlöndum séu nú um tvær milljónir og að miklu fleiri þyrftu að njóta hjálpar sérfróðra manna. En þetta er ekki nóg. Það þarf líka að stækka fangelsin og letigarðana og fjölga stórlega lög reglumönnum. Meðan ég var ung- ur maður, gátu íslendingar kom- ið saman og skemmt sér án lög- regluverndar. Nú þarf hér lög- regluvernd við allar meiriháttar skemmtanir og veitir ekki af. Lög reglan er vort hald og traust og ef vér höldum áfram eins og vér erum byrjaðir, munum vér þurfa verndar hennar þegar vér borð- um ,sofum og vinnum. Það er talið eðlilegt hjá einni stórþjóð meðal nágranna vorra að 33 kirkjulegir starfsmenn séu á 10, 000 íbúa, en 27 lögregluþjónar á sama fjölda. — Nú ætti að vera auðvelt hjá oss að gera slíkan samanburð hér í landnámi Ing- ólfs og sjá með eigin augum hvert vér stefnum. Hvers vegna nefni ég þetta á afmæli lítillar kirkju? Þetta er þó ekki guðfræði, en þótt það sé úr allt annarri ■ vísindagrein, þá undirstrikar það eitt af hlutverk- um kristinnar kirkju og þó aðeins eit: Undir yfirstjórn Guðs lærir maðurinn að stjórna sér sjálfur og verður frjáls og fær um að varðveita frelsi sitt. Án Guðs get- um vér stjórnað vélúm, dýrum, jurtum og gerfihnöttum og leyst fjölda viðfangsefna, en ekki stjórnað sjálfum oss — og hverf- um því fyrr eða síðar aftur inn í þrældómshúsið. Saga fjölmargra frelsishreyfinga er saga manna, sem byrjuðu feril sinn undir yfirstjórn Guðs, en hættu síðar að fylgja honum og komust undir annarlegt vald. Guð forði oss frá þw og einn- ig frá þeim öflum, sem nú þegar naga að rótum frelsis vors og sjálfstæðis. Guð einn getur gefið oss náð til að varðveita frelsið og ávaxta það til blessunar fyrir komandi kynslóðjr. Þingvöllum, á afmæli kirkjunnar. Jóhann Hannesson. til að_sigrast á henni. — Ég held að ég verði veikur, einkum áf seltunni í sjónum. Ermarsund er miklu saltara en sjórinn umhverfis ísland og það er af því fyrst og fremst sem ég fæ ógleðina. Maginn þolir ekki saltið. Á þessu tel ég mig enn vera að læra nokkuð og hef í hyggju fram til næsta sumars, að venja mig við salt vatn. Nú ætla ég einnig að æfa mig betur í skrið sundi og flugsundi til þess að fá meiri hraða. —Hvað segir þú um sund Eyj- ólfs? spyr fréttamaður Mbl og snýr sér að Pétri Eiríkssyni. — Ég neita alveg að taka til greina að Eyjólfur sé hægsyndur. Á fyrstu 10 klst. í þessu sundi fór hann milli 55 og 60 km. vega- lengd. Harin var kominn 25 km. af 32 km breidd Ermarsunds og hefði veðurspáin staðizt tel ég augljóst, að hann hefði komizt yfir á 15 tímum. En veðrið versn- aði og því fylgdi úfinn sjór, sem ásamt seltunni olli sjóveiki hans. Síðustu þrjó tímana var Eyjólfur veikúr og miðaði lítið áfram. Hann hefur annars án efa mikið meiri sundhraða en í fyrra. — Finnst þér, að hann hefði átt að taka þátt í Butlinskeppn- inni. — Ég ráðlagði honum að taka þátt í henni, vegna þess að keppn isstjórnin sýndi honum óvenju- legan heiður með því að bjóða honum kostnaðarlausa þátttöku. Slíkt hefur hún engum boðið. nema enskum mönnum og fremstu sundmönnum eins og Gretu Andersen. Eyjólfur Jónsson Að lokum segir Pétur Eiríks- son: — Eyjólfur hefur verri að- stöðu en flestir keppinautar hans, sem eru studdir ríkulega af lönd um sínum og hafa nægilegt fé til að kaupa sér beztu leiðsögumenn í keppninni. Eyjólfur getur feng- ið góða leiðsögumenn, þegar hann syndir einn, en í keppninni hrifsa hinir þá frá honum. Það má ekki koma fyrir, segir Pétur að Eyjólfur komizt ekki út næsta sumar vegna þess að hann skorti fé til þess. Ég er sannfærður um, að ef hann kemst út þá, mun hann sigra Ermarsundið. Fréttir af Héraði Hreindýmveiðai / byrjaðor SKRIÐUKLAUSTRI, 23. ágúst: — Tíðarfarið er um þessar mundir mjög erfitt til heyskapar. Hefir verið lítið um þurrka í þessum mánuði og rignt mikið öðru hvoru. Stórrigning var hér að- faranótt 15. ágúst. Grasvöxtur hefir verið ævin- týralega mikill á þessu sumri og sífellt sprettur. Töðufall hefir víða verið tvöfallt við það, sem verið hefir undanfarin ár, en 3 s.l. ár hefir spretta verið rýr, einkum framan af sumri, vegna þurrka. En þessi óþurrkakafli nú hefir mjög tafið heyskapinn. Allmikið er þó búið að slá af öðrum slætti. Þrjár síðari vikur júlímánaðar voru mjög hagstæð- ar til heyskapar, enda var þá fyrri slætti að mestu lokið. Ætla má áð hey verði tæplega í meðal lagi að gæðum vegna þess hve stórvaxið grasið er. Nú er eftir að vita hvernig viðrar þann heyskaparstíma, sem eftir er. En verði hann sæmileg- ur, verður heyfengur til muna meiri hér um slóðir, en nokkurn tíma áður. Þetta sumar er mjög ólíkt um tíðarfar flestum sumrum hér og þó einkum vorið. Nú voru nægar rigningar allan gróðurtímann og mikil hlýindi í maí. Stóráfelli gerði í júní, líkari því, sem á hausti væri. Rigningar meiri það sem af er ágúst en hér gerist. Gróðurlendið hér austanlands einkum um öræfin hefir greini- lega gott af þessu sumri, sem hafði liðið af þurrki mörg und- anfarin sumur, einkum fyrri hluta sumranna. Hreindýraveiðar eru byrjaðar fyrir nokkru. Hafa dýrin haldið sig nokkuð innarlega en eru þó einnig eitthvað komin út í Fella- heiði. — J.P. Lítill munur var lengi vel á efsta og neðsfa libinu — En KR tók sig á og tryggði sigur sinn i mótinu ÞAÐ blés lengi vel ekki byrlega fyrir KR, er þeir í íslandsmóti 1. deildar mættu Þrótti á Laugardalsleikvanginum í fyrrakvöld. Að vísu komu KR-ingar með þrjá varamenn inn á völlinn, en það leið langur tími áður en liðið náði tökum á leiknum — tökunum sem nægðu til sigurs og tæggja stiganna. Leikur kattarins við músina Leikurinn var lengst af — allan fyrri hálfleik og á stórum köflum í þeim seinni — lélegur. Leikmenn hópuðust um knöttinn og eltu hann skipulagslaust eins og drengir sem eru að byrja knattspyrnu. Hróp og köll voru mikil. Það virtust allir vita hvernig ætti að fara að því — en enginn gat framkvæmt það. Ofan á það bættist að dómar dómarans voru stundum tor- skildir. Úr öllu þessu varð því stundum kátbroslegt gaman óskylt því sem maður hafði vænzt. Þarna var KR með sín 14 stig í 7 leikjum og Þróttur með sín 2 í 8 leikjum. Fyrir fram var ætlað að þetta yrði leik- ur kattarins að músinni — en músin stóð lengi „upp í hárinu á kettinum". Lengi vel var vart hægt að sjá hvort libið var „toppliðið“ og hvort „botnliðið". ic Vítaspyma Eftir um 10 mín. leik var dæmd vítaspyrna á KR. Fengu fáir skilið þann dóm. Hreiðar átti í brösum við miðherja Þrótt- ar og hindraði hann, en Jón var í engu skotfæri og lítil hætta við KR-markið. Því var dómurinn furðulega strangur. ' En Þróttur skoraði mark. KR-ingar stilltu upp, léku upp völlinn og Gunnar Guðmannsson sendi í net Þróttar af stuttu færi. Þetta gerðist allt á sömu mínút- unni. 1—1 stóð leikurinn. Svo kom mikil togstreyta, illa skipulagður leikur, strit og aft- ur strit, tilgangslausar sending- ar, engin uppbygging. Komust þó bæði lið í færi og Gretar bjargaði á marklínu Þróttar og Bjarni Felixson bjargaði á mark- línu KR. ÍC Sigurinn og stigin En loks tókst KR að ná tök- um á leiknum — og gfera út um hann með tveimur fallegum skot- um. Skoraði Óskar Sigurðsson af vítateig með fallegu skoti í stöng og inn (tilviljun!?) og Ellert Schram með ekki síðri spyrnu af 15 m færi undir þverslá og inn (heppni!?) Leiknum lauk með sigri KR 3—1 og sá sigur tryggði þeim íslandsbikarinn. Þeir eiga enn eftir tvo leiki, við Val á sunnudaginn og síðar við Akranes. — A. St. Sími 19636. Opið til kl. 1. Húsið lokað kl. 11,30. Franska söngkonan Yvette Guy syngur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.