Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 1
°4 síður *l6. argangur. 207. tbl. — Þriðjudagur 22. september 1959 Prentsmiðja Morpjnblaðsins Jónas Fétursson Einar Sigurðsson Sverrir Júlíusson Xheodór Blöndal Axel V. Xulinius Helgi Gíslason Sovétríkin vilja: Tillögur Krúsjeffs rœddar sér- staklega Fáll Guðmundsson Sigurjón Jónsson Ingólfur Hallgrímsson WASHINGXON, 1. sept. (NXB). — Sovétríkin óskuðu í dag eftir því, að afvopnunartillögur Krú- sjeffs verði teknar á dagskrá alls herjarþings Sameinuðu þjóðanna sérstaklega. í greinargerð er því m.a. hald- ið fram ,að afhending atóm- og eldflaugavopna til vissra landa og smíði slíkra vopna í öðrum lönd- um feli í sér ógnun um allsherj- areyðileggingu í kjarnorkustríði. Sovétríkin láta í ljós þá von sína, að Sameinuðu þjóðirnar og öll aðildarríki samtakanna geri sitt ýtrasta, til þess að finna hag- kvaema lausn á vandamálinu um almenna og fullkomna afvopun. Tilmæli Sovétríkjanna verða fyrst tekin til meðferðar í nefnd þingsins. Framboðslisti Sjálfstœð- ismanna á Austurlandi ákveðinn Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið framboð s'm i öllum kjördæmum FRAMBOÐSLISXI Sjálfstæðismanna á Austurlandi var samþykkt- ur á fundi í Neskaupstað sl. suhnudag. Hafa þá framboð Sjálf- stæðisflokksins í öllum kjördæmum landsins verið ákveðin. En eins og kunnugt er rennur framboðsfrestur út á miðnætti n. k. miðvikudag, hinn 23. þ. m. Framboðslisti Sjálfstæðismanna á Austurlandi er skipaður þessum mönnum: 1. Jónas Pétursson, tilraunastjóri, Skriðuklaustri. 2. Einar Sigurðsson, útgerðarmaður, Reykjavík. 3. Sverrir Júliusson, formaður LÍÚ, Reykjavík. 4. Xheodór Blöndal, bankastjóri, Seyðisfirði. 5. Axel V. Xuliníus, bæjarfógeti, Neskaupstað. 6. Helgi Gíslason, bóndi, Helgafelli. 7. Benedikt Stefánsson, bóndi, Hvalnesi. 8. Páll Guðmundsson, bóndi, Gilsárstekk. 9. Sigurjón Jónsson, trésmiður, Vopnafirði. lö. Ingólfur Fr. Hallgrímsson, framkvstj., Eskifirði. Fœreyskir fiskimenn kvarta yfir ágangi KAUPMANNAHÖFN, 21. sept. — Einkaskeyti til Mbl. — BERLINGSKE Aftenavis skýrir frá því, að danska freigátan „Thetis“ hafi á laug- ardaginn haldið til aðstoðar 50 færeyskum fiskibátum, sem þá voru á fiskimiðum um 250 sjómílur norður af Fær- eyjum og kvörtuðu þar yfir ágangi rússneskra skipa. Ásökuðu Færeyingar hin rúss- nesku skip fyrir að eyðileggja veiðarfæri sín. Fylgist með Freigátan getur ekki látið til skarar skríða gagnvart Rúss- um, m. a. þar sem hér er um opið hafsvæði að ræða. Hún get- ur á hinn bóginn kannað, hvað fram fer, auk þess sem standa vonir til þess, að nærvera hennar muni hafa bætandi- áhrif á ástandið. Samkvæmt alþjóðareglum hafa þeir, sem fyrri eru á miðin, for- réttindi þar, og er talið, að deilu- efnið standi í sambandi við það. ' blaðafulltrúinn. Krúsjeff n jóti kurteisi WASHINGXON, 1. sept. — NXB Reuter. — Eisenhower forseti er þess mjög hvetjandi, að banda- ríska þjóðin sýni Nikita Krúsjeff kurteisi í hvívetna, meðan hann ferðast um Bandaríkin, sam- kvæmt þvi er blaðafulltrúi hans upplýsir. Blaðafulltrúi forsetans, James Hagerty, skj. frá því í dag, að forsetinn vonaðist til þess, að við ræður hans og Krúsjeffs í Camp David um næstu helgi gætu orðið gagnlegar. Sérhver ókurteisi í garð forsætisráðherrans eykur ekki líkurnar fyrir slíku, sagði Mikill áhugi ríkir meðal Sjálf stæðismanna á Austurlandi fyr- ir að vinna sem ötullegast að efl- i Því miður tókst blaðinu ekki J • í gær að fá mynd af Benedikt ( ( í Hvalnesi, en birtir hana)x S síðar. i Enn á móti aðild kínverskra kommúnista NEW YORK, 1. sept. — NXB — Reuter. — Xillaga dagskrárnefnd ar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um að aðild kínversku kommúnista að samtökunum skuli ekki verða tekin til um- ræðu’á þessu þingi var rædd á fundi allsherjarþingsins í dag. Við það tækifæri ítrekaði bandaríski fulltrúinn, Walter B. Robertson, þá skoðun ríkisstjóm ar sinnar, að eigi beri að fallast á það, að kommúnistastjórnin i Peking taki sæti fulltrúa Kína. Sagði fulltrúinn, að þessi afstaða byggðist á yfirgangi kommúnista og virðingarskorti þeirra á þjóða rétti og almennum mannréttind- ingu flokks síns og sem mestu I um, sem hann síðan nefndi ýmis fylgi framboðslista hans. I dæmi um. Síld veidd af kafbátum — Krúsjeff segir beitiskip höggvin upp SAN FRANSISCO, 21. sept. (NTB-Reuter). Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, Iýsti yfir því í dag, að áformað væri að höggva upp um 90% allra sovézkra beitiskip;* og í þeirra stað lögð aukin áherzla á kafbáta, tundurskeytabáta og tundurduflaslæðara. Öflugur kafbátafloti Forsætisráðherrann skýrði frá þessu í bátsferð um San Fran- sisco-flóann, og upplýsti enn- fremur, að um 95% þeirra beiti- skipa, sem höggva ætti upp,- væru nú reiðubúinn til notkunar, hve- nær, sem vera skyldi. 1 brezku Janes skipaskránni segir, að Sovétríkin eigi nú 37 beitiskip og 481 kafbát fullbúin til þjónustu. Krúsjeff sagði að auki frá því í ferðinni, að nú væri svo komið, að Sovétríkin veiddu síld með kafbátum. Undir þetta tók Sjukov ráðherra, sem sagði við blaðamenn, að þetta væri hreint ekkert grín hjá forsætisráðherranum. — Skýrði hann þeim frá því, að Sovétríkin ættu sérstaklega útbúinn kafbát, sem stundaði síldveiðar, og héti sá „Silver- anka“. Ógnar ekki Sovéskur blaðamaður sagði í návist Krúsjeffs, að hann hefði skilið forsætisráðherrann svo, að Sovétríkin ættu nú í smíðum öfl- ugasta flota heims. — Það sagði ég ekki. Ef ég hefði gert það myndu ummæli min hafa hljóðað sem ógnun, sagði Krúsjeff. Friðriká tapaða biðskák BLED, 21. sept.: — Leikar fórn þannig í 9. umferð, að Petro- sjan vann Fischer og Gligoric og Tal gerð'u jafntefli. Keres og Smyslov eiga biðskák og einnig Friðrik Ólafsson og Benkö. Telja verður að skák Friðriks sé töpuð. Þriðjudagur 22. september. Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Söngmessa og ferming í Landa- koti. — 6: Skákbréf frá Bled. — 10: Fyrstu dagar Krúsjeffs í Banda ríkjunum. — 12: Ritstjórnargreinin: Framsókn setur valdastreitu ofar vörn fyrir hagsmunum bænda. — 13: Rafvæðing Austurlands, eftir Gest Jóhannsson. — 22: ípróttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.