Morgunblaðið - 22.09.1959, Page 20

Morgunblaðið - 22.09.1959, Page 20
20 MORCVNBl'ÁÐÍÐ Þriðjuðagur 22. sept. 1959 Þetta var undarleg stúlka, hugs aði hann, undarleg, óskiljanleg stúlka. Hve mjög hlýtur henni að vera í mun að vitna fyrir Adam Sewe, þar sem hún geng- ur í fangelsi af frjálsum vilja. — Hvers vegna hafði Lúlúa verið með Hermanni í Brazzáville? Vissi hún eitthvað, sem honum var ókunnugt um? „Þér eruð afbrýðissöm vegna Antóníó“, sagði lögreglustjórinn, „og farið með bróður hans yfir Kongó. Þér verðið að skýra það fyrir mér“. Anton sneri sér snöggt við. „Nei, það verður hún ekki að gera, Verneuil", sagði hann. — „Það á ekkert skylt við banatil- ræðið. Hún hefur meðgengið. Hún hefur sagt frá því, hvar hún hefur verið síðan. Hún hefur sagt frá því, með hverjum hún var. Þér hafið stungið upp á viðskipt- unum og nú verðið þér að standa við þau. Færið þér inn í gerða- bók og sleppið Lúlúu“. Verneuil brosti þolinmóðlega. „Ég hef ekki talað neitt um að láta -laust, Antóníó. Ég hef sagt, að hún má koma fyrir réttinn“. Hann gekk aftur að gkrifborðinu sínu og settist. „Reyndar-----“ „Reyndar hvað?“ spurði Anton. „Lúlúa hefur snúið aftur til fjeopoldville af eigin hvötum“. Hann talaði hægt og lagði áherzlu á hvert orð. „Það ætti því ekki að vera nein hætta á flótta. Ef þér nú einnig kannizt við það fyrir mér, að Lúlúa hafi sýnt yður tilræðið, þá er hættan á samkomulagi úr sögunni. Og að lokum, ef------“ Hann þagnaði ennþá einu sinni. „Ég get ekki kannazt við neitt, sem ég ekki veit“, sagði Anton. „En ég er reiðubúinn að fullyrða ekki hið gagnstæða. Hvað heimt- ið þér enn til að sleppa Lúlúu?" Hann horfði aðeins á lögreglu- stjórann. Hann tók ekki eftir því, að Lúlúa horfði á hann stórum, þakklátum augum. „Tryggingu, auðvitað", sagði Verneuil, án þess að líta á Anton. „Hve mikla?“ „Ætlið þér að setja trygging- una eftir allt saman?" „Hvers vegna ekki?“ „Tíu þúsund franka", sagði Verneuil. Anton greip ofan í vasa sinn og tók upp seðlabunka. Þegjandi taldi hann tíu þúsund franka seðla á borðið fyrir framan lög- reglustjórann. Það var svo mikil þögn í her- berginu, að flugnasuðið heyrðist eins og samsöngur. Lúlúa var staðin upp. Hún stóð á milli An- tons og lögreglustjórans. Hinar breiðu, vel löguðu varir hennar voru herptar saman og hnefar hennar voru krepptir. Tún leit út eins og maður, sem verður að neyta allrar orku til þess að láta orð, er ráðið gætu úrslitum, ekki koma fram fyrir varir sínar. „Ég vildi biðja um kvittun", sagði Anton. „Áuðvitað", svaraði löreglu- stjórinn. Hann tók pappír og fór að skrifa. Það heyrðist ekki annað en skrjáfið í pappirnum. „Þarna sjáið þér, hvaða forrétt indi innbornir menn hafa“, sagði hann, á meðan hann var að skrifa. „Fyrir hvítan mann gæti ég ekki tekið á móti tryggingu nema samkvæmt réttarúrskurði". Anton svaraði ekki. Það slaknaði allt í einu á þensl Rösk og ábyggileg stulka óskast til afgreiðslustarfa. Teigabuðin Kirkjuteig 19 STULKA með Verzlunarskólaprófi, einnig kemur til greina súlka með góða vélritunar ög þýzkukunnáttu, getur fengð atvinnu. Væntanlegur umsækjandi leggi umsókn sína inn á afgr. Mbl. merkt: „Þýzkukunnútta—9154“ fyrir 28. þ.m. unni í líkama Lúlúu. „Þú átt ekki að gera þetta fyr- ir mig“, sagði hún og gekk til Antons. Hann ýtti henni frá sér. Lögreglustjórinn rétti honum kvittunina og mælti, án þess að líta upp: „Og nú látið þér mig fá við- urkenningu, Antóníó". „Ég? Til hvers?“ . • „Það er formsatriði". Anton laut yfir skrifborðið. „Hvað á ég að skrifa?“ Lögreglustjórinn las honum hægt fyrir: „Ég, Anton Wehr, nefndur Antóníó, staðfesti hér með, að ég hef í dag — dagsetning — greitt tryggingu, að upphæð tíu þúsund franka, fyrir innbornu stúlkuna Lúlúu Madimape. Mér er það kunnugt, að þessi upphæð fellur til lúkningar, ef — hafið þér náð því? — ef nefnd innborin stúlka ekki mætir á tilsettum tíma við þau réttarhöld, sem fram eiga að fara í máli henn- ar“. Undirritun". Verneuil tók við blaðinu. „Þér eruð laus, þangað til rétt- arhöldin fara fram, Lúlúa“, sagði hann vingjarnlega við stúlkuna. Og þar sem hún stóð enn eins og negld niður, sagði hann: „Þér megið fara“. Anton snerti handlegg Lúlúu. „Við skulum hafa okkur á brott“, sagði hann. Gangurinn í dómhöllinni var orðinn auður. Þar voru aðeins tvær gamlar konur, sem sátu á bekk, og lögregluþjónn, sem gekk kæruleysislega fram og aft- ur. Anton stóð kyrr við einn gluggann. í kvöldhúminu sást dýragarður Leopoldville hinum megin við torgið. Giraffi teygði höfuðið upp fyrir girðinguna. — Anton greip í vasa sinn. „Hérna er lykillinn að íbúð- inni“, sagði hann við Lúlúu. „Ég bý í hótelinu". „Þökk fyrir", sagði stúlkan. Það var ekki Ijóst, hvort hún var að þakka fyrir frelsi sitt eða lykilinn. Hún hélt á lyklinum með báðum höndum, sneri sér við og gekk ganginn á enda, fram hjá dyrum réttarsalariiis, þar serr ennþá var verið að yfirheyra André Martin. Anton horfði ekki á eftir henni. Hann var að virða fyrir sér hinn forvitna gíraffa. En í dómaraherberginu hafði Richard Verneuil lögreglustjóri látið gefa sér samband við yfirstjórn. lög- reglunnar. „Verneuil hérna megin“, sagði hann. „Það gekk slysalaust. Hann hlýtur að hafa haft að minnsta kosti tuttugu þúsund eftir í vasanum". Klukkan sló hálf tólf í salnum í húsi Wehrs á Mont Leopold- Vue. Hermann lá í legubekknum með votan klút á enninu. Vera sat í djúpum hægindastól. Hún hafði ekki talað neitt í hálftíma. Hún heyrði tifið í veggklukk- unni. Skyndilega reis Hermann upp. Hann kastaði hinum vota klút á borðið við hliðina á legu- bekknum. „Ég ætla að segja þér allt, Vera“. Hún leit á hann, en svaraði engu. „Þessi stúlka ætlar að féfletta mig“. „Hvor stúlkan þín?“ Hún hló hörkulega. „Sú svarta. Þegar ég kom frá Brússel, lenti ég hinum megin við fljótið, í Brazzaville. Hún beið mín þar“. „Ég veit það“. „Hver hefir sagt þér það?“ „Ég veit það“. »Ég var orðinn heimskulega hrifinn af henni“. „Hvers vegna ertp að segja mér það?“ „Af því að þú myndir annars ekki skilja það. Frá þeim degi, þegar við hittumst — hún stöðv- aði vagn minn, þegar ég kom frá Sewe. . . . Ég er ekki að heimta, að þú skiljir það líka, Vera, en. . . .“ Hann var búinn að taka af sér gleraugun og depl- aði augunum. „Ég hef lifað í tólf ár eingöngu fyrir starf mitt og fjölskyldu mína“. „Ég veit það“, sagði hún í þriðja skipti. Þær skriftir, sem hann nú ætlaði að fara að standa henni, féllu henni verr en lygi hans hafði gert hingað til. „Ég hef gleymt því, að ég er úr holdi og blóði“, hélt hann á- fram. „Það er mér að kenna, að ég hafði ekki vit á að öðlast ást þína“. „Ég hef elskað þig“. „Við tölum tvö ólík tungumál, vera. Ég er ekki að tala um vin- áttu þína, tryggð þína og um- hyggju þína fyrir mér. Það eru til hlutir, sem þú ekki getur skil- ið, af því að blóð þitt . . .“ Hann tók eftir andúð hennar og þagn- aði. „Það var ekki neitt, sem hægt var að koma orðum að. Síð- an börnin fæddust, hef ég þráð eitthvað, sem þú gazt ekki gefið mér, af því að þú áttir það alls ekki“. Ef til vill hefir hann á réttu að standa, nugsaði hún. Endur- minningin um margar nætur kom upp í huga hennar. Margar næt- Peningalán Get lánað kr. 75—100.000.00 til 5 ára gegn öruggu fasteignaveði. Lysthafendur leggi nöfn, heimilisfang og nánari uppl. um veð inn á afgr. Mbl. merkt: „Lán — 9118“, fyrir n.k. fimmtudagskvöld. Já dómari, ef þú getur frestað réttinum um tvo daga, þá held ég að við ættum að geta leyst þessa I hafa hraðann á. Á meðan. Ég I Markús, þegar kviðdómurinn seg- Jæja, Markús, réttinum er þá hefði gaman af að sjá framan í | ir: Sekur, herra dómari. frestað. En nú verðum við að * ur, þegar ástaratlot urðu tilburðir og ástarorð urðu að þreytandi endurtekningum. „Þú þarft ekki að ákæra mig“, sagði hún, „ég meðgeng". „Ég vil enga játningu af þinni hendi. Ég er í sök. Ég hef sætt mig við það, að ást okkar varð að vináttu. Karlmanni nægir ekki vinátta. Þá var það að félag mitt sendi mig til Kongó dag nokkurn, eins og þú mannst. Vin- ur minn tók mig með sér í „Perroquet“-vínstofuna. — Ég kynntist Zentu. Allt, sem hún hefir sagt þér, er satt, eða nærri allt. En það hefði ekki gert neitt til. Ég fór aftur til Brussel og gleymdi henni. Það var ævintýri, eins og kemur fyrir marga kvænta menn eftir tólf ára hjóna band — enda þótt enginn tali um það. „Ég héít, að þú ætlaðir að tala, um Lúlúu“. Hann nuddaði á sér rauð aug- un. „Ég verð að tala um Zentu, til þess að þú skiljir þetta um Lúlúu. Frá þeim degi, er ég var þér einu sinni ótrúr. seig á ógæfuhlið. Þegar ég breytti ranglega fór ég að ásaka þig. Ég elskaði Zentu ekki, en hún gaf mér eitthvað, sem mér fannst réttlæta ótryggð ina. Eitrið var komið út í lík- ama minn. Það var eitur, sem hélt áfram að verka og eyðilagði sjálfstjórn mína ai-ns og krabba. mein eyðileggur frumurnar". .......$parið yður hia.up 6 rolUi tnaj-gra verzWia'- «0L ÁÖIIUW OtW! Ausfcurstræti SlJlItvarpiö Þriðjudagur 22. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar 10.10 Veðurfregnir). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fiéttir og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Darwinskenningin hundr- að ára (Sigurður Pétursson gerla* fræðingur). 20.55 Tónleikar: Kór hollenzku óperunn ar og Residentiehljómsveitin flytja kórverk úr óperum eftir Mascagni og Verdi. Rudolf Moralt stjórnar. 21.10 Upplestur: Ljóð eftir Jón Þor* steinsson frá Arnarvatni (Ahdrés Björnsson). 21.25 Tónleikar frá útvarpinu í Prag: Sinfónísk tilbrigði eftir Mircea Basarab. Ríkishljómsveitin í Rúm eníu leikur. Stjórnandi: George Enescu. 21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. I 22.10 Lög unga fólksins (Kristrún Ey* mundsdóttir og Guðrún Svafars* dóttir). 23.05 Dagskrárlok. Miðvikudagur 23. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn —• 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00 Miðdegistónleikar: Fréttir og tilkynningar). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Að tjaldabaki (Ævar Kvaran leikari). 20.50 Tónleikar: Elisabeth Schwarzkopf syngur aríur eftir Puccini. 21.05 Upplestur: Hugrún les frumort ljóð. 21.20 Einleikur á píanó. Bela Siki leik- ur „Karneval“ eftir Schumann. 21.45 Samtalsþáttur við Jón Arason. skipstjóra á Þingeyri: Um sjó- mennsku og sjósókn á Vestfjörð- um (Ragnar Jóhannesson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: Úr „Vetrarævintýr- um“ eft. Karen Blixen. VII. lestur (Arnheiður Sigurðardóttir). 22.30 í léttum tón: Pat Boone o. fl. syngja og leika létt lög. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.