Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 22. sept'. 195i) MORCVNBLAÐ1Ð 13 leiðir til þess. Með því myndi vinnast tvennt, sem sé auknir möguleikar til orkuvinnslu og jafnframt tryggari orka alla tíma ársins. í Gilsá renna tvser kvíslar, nyrðri og syðri Kötluár, og er talið öruggt, að í þeim sé nokk- urt vatnsrennsli allt árið. Báðar þessar ár er mjög auðvelt að leiða í Heiðavatnið, með litlum tilkostnaði. Óskar sál. Árnason, rafveitustjóri, athugaði þessa möguleika fyrir nokkrum árum, ásamt Þorbirni Arnoddssyni, en Þorbjörn er allra manna kunn- ugastur á þessum slóðum og þess utan mjög athugull og hygginn maður. Hefir hann annast vatns- mælingar í Fjarðará síðastliðin 20 ár. Töldu þeir báðir fram- kvæmd á þessu mjög auðvelda og þar af leiðandi ekki heldur kostnaðarsama. Nú um skeið hefir verið þurr- viðri og þurrkar, en aldrei veru- legt úrfelli, enda hafa allir smærri lækir og ár þornað alveg upp. Fannst okkur, Þorbirni því Rafvæðing Austurlands RAFMAGNSMÁLIN hafa verið aHmikið á dagskrá, öðru hvoru, nú um langt skeið. Enda verður að viðurkennast, að rafvæðing sveitabýla og sjávarþorpa á jafn skömmum tíma og ráð er fyrir gjört, er risafyrirtæki miðað við fjárhagsmöguleika Islands og að- stöðu alla. Eins og allir vita kosta orku- ver, ásamt straumbreytum og aðallínum til hinna dreifðu byggða, geysilegar fjárfúlgur. Ennfremur kosta leiðslur í bæj- ar- og útihús stórfé, ásamt til- heyrandi ljósaútbúnaði og raf- magnsáhöldum. Þar sem rafvæðingin er slíkt risafyrirtæki veltur á miklu, að allar framkvæmdir séu byggðar á nákvæmum athugunum og um- sögn þeirra sérfræðinga, sem vér höfum á að skipa í þessum mál- um. Enda verði engin stjórn- málaleg, eða önnur annarleg sjónarmið, til þess að trufla eðli- legan og sem hagkvæmastan gang þeirra. Það hefir frá upphafi verið vit- anlegt, að rafvæðing á Austur- landi yrði bæði erfið og kostn- aðarsöm, vegna skorts á heppi- legri og fullnægjandi vatnsorku. Yfirleitt munu vonir manna hafa beinzt að Lagarfljóti og það tal- ið líklegast til þess að geta full- nægt orkuþörfinni í framtíðinni. Hins vegar virðist nánari athug- un þessara mála, því miður hafa leitt í ljós að í sambandi við virkjun þessa stóra vatnsfalls koma til greina ýmsir tæknilegir erfiðleikar, sem erfitt yrði að yfirstíga. A sínum tíma voru gjörðar allítarlegar rannsóknir og at- huganir í sambandi við þau vatnsföll hér eystra, sem talið var að helzt kæmu til greina. Útkoman á þessum athugunum var sú, að verkfræðingarnir Höskuldur Baldvinsson og Sig- urður Thoroddsen skiluðu árið 1947 álitsgerðum og áætlunum, í sambandi við eftirgreind fall- vötn: Lagarfljót, Fjarðará, Gilsvötn og Sand-vatn. Álitsgerðir þessar eru mjög ítarlegar, enda rúmlega áttatíu vélritaðar blaðsíður, auk upp- drátta. Engin tök eru á því að rekja þessi mál nánar, í stuttri blaðagrein. Hins vegar leyfi ég mér að benda þeim mönnum á, sem kunna að hafa áhuga á þess- um málum, að í 5. tbl. „Gerpis“, frá árinu 1947 og . tbl. 1948 eru birtir útdrættir úr áætlunum sér- fræðinganna, ásamt mjög glöggri og fróðlegri greinargjörð, eftir ritstjóra blaðsins, hr. Gunnlaug Jónasson. í niðurlagsorðum verkfræðing anna. er gjörður samanburður á hæfni framangreindri. fallvatna til virkjunar. Leyfi ég mér að tilfæra lokaorð þessarar grein- argjörðar, sem vissulega tala sínu máli: „Eins og fyrr var bent á, væri heppilegast að virkja það stórt, að virkjunin yrði sem fyrst full- nýtt og að stækkunarmöguleikar væru fyrir hendi. Vér höfum áætlað orkuþörfinu, nú og í nán- ustu framtíð um 4500 túrbinu- hestöfl. Engin þeirra virkjunar- tilhagana, sem vér höfum áætl- að, er af þessari stærð. Virkjun Fjarðarár á tveim stöðum 6200 og 3200 ha. og virkjun Sandvatns, eru næstar því að fullnægja 'þessu skilyrði. ,En hvorug stærð- in t. d. í Fjarðará er heppileg. Élfri virkjunin 3200 hö. yrði sennilega mjög fljótt of lítil, en hætt væri við að neðri virkjun- in þar myndi berjast í bökkum fjárhagslega fyrstu árin. ils virði til þess að mæta orku- þörf Austurlands. Það er talað um, að Grímsá hafi brugðizt. Það er raunveru- lega ekki Grímsá sem brást. Ekki er heldur talið að þeir menn, sem unnið hafa að virkj- un árinnar hafi brugðizt. Þetta er stórkostlegt mannvirki, sem virðist bera vitni hæfni og kunn- áttu þeirra manna, er þar hafa starfað. Hins vegar er það stað- reynd að Grímsá hefir ekki get- að skilað og mun aldrei geta skilað þeirri orku, sem sérfræð- ingarnir ætluðu henni að skila, en slíkt verður að skrifast á reikning sérfræðinganna en ekki fallvatnsins. Verkfræðingarnir telja minni virkjunina í Fjarðará óheppilega, vegna þess að hún muni ekki geta skilað nema 3200 hö. sem Eftir Gest Jóhannsson Að öllu þessu athuguðu telj- um vér þó ákjósanlegast að ráð- ast í virkjun Fjarðarár. í Fjarð- ará eru stækkunarmöguleikar. Vatnsmagn hennar hefir verið mælt, svo um mikla óvissu um aflið er ekki að ræða. Allir stað- hættir til virkjunar eru þægi- legir, vegur að öllum aðalstíflu- stæðum og langleiðina meðfram pípuleiðinni, og stíflustæðin eins góð og á verður kosið, hvað und- irstöðu snertir". Menn eru beðnir að taka vel eftir því, að efri virkjunin í Fjarðará er talin óheppileg, vegna þess að hún myndi fljótt reynast ófullnægjandi, en neðri virkjunin (6200 hö.) óheppileg vegna þess, að ekki myndi þurfa að nota alla orkuna strax, og virkjunin þannig berjast í bökk- um fjárhagslega fyrstu árin, eða þangað til orkan yrði fullnýtt. Mælingar eru taldar sanna, að ekki þurfi að óttast vatnskort, ef stíflan við Heiðarvatnið er hækkuð upp í níu metra, en að- staða til stíflugerðar talin mjög góð. Ennfremur benda verkfræð- ingarnir á, að stækkunar-mögu- leikar þeir, sem fyrir hendi eru, i sambandi við virkjun Fjarðar- ár, gjöri virkjunina æskilega. I álitsgjörð verkfræðinganna er ekki minnzt á Grímsá, enda mun það yfirleitt hafa verið álit manna þá, sérfræðinga og' ann- arra, sem eitthvað þekktu til staðhátta, að hún myndi lítt eða ekki hæf til stórvirkjunar. Fall vatn sem getur horfið gjörsam lega fyrirvaralítið, bæði sumar og vetur, er sannarlega ekki mik- sé svipaðri orku og Grímsá er ætlað að framleiða. Virðist nokk- ur mótsögn í þessu, þegar til framkvæmdanna kemur, sér- staklega þegár athugað er, að Grímsá getur orðið alveg óvirk, bæði í þurrkum og frosthörk- um. Maður hlýtur að spyrja og krefjast svars við þeirri spuin- ingu. Hver réði því að Grimsá var virkjuð og hvers vegna var það gjört, þvert ofan í allar at- huganir og staðreyndir? Svona mistök eru dýr og er þó pen- ingahliðin ekki það versta. Hitt er verra, að svona framkvæmd- ir vekja óhug, vantraust og tor- tryggni tii þeirra manna, sem þessum málum stjórna og fellur þessi skuggi einnig að einhverju leyti, ef til vill alveg óverðskuld- að, á þá menn er framkvæmd- irnar annast. Þetta er ekkert einkamál, hvorki Seyðfirðinga né Austfirð- inga í heild. Svona mistök koma niður á allri þjóðinni og eru með öllu óskiljanleg og óafsak- anleg. Ýmsar tölur hafa verið nefnd- ar í sambandi við Grímsár- virkjunina. Jafnvel um áttatíu milljónir, sem næst kr. 500,00 á hvern íbúa landsins og mun þó ýmsu ólokið ennþá, í sambandi við virkjunina. Viðvíkjandi Fjarðará byggjast áætlanir verkfræðinganna á því, eins og áður fram tekið, að Heið- arvatnið verði hækkað um níu metra. Hins vegar er ekki gjört ráð fyrir, að vatnsrennsli í það verði aukið. Þó eru möguleikar til þess að auka vatnsmagnið verulega, og virðast vera tvær þarna gefast alveg sérstakt tæki- færi til þess að athuga vatns- magnið í Kötlu-ánum og aðstöðu alla. Fórum við svo þangað á bíl, því að Þorbjörn fer jafngreitt á bil yfir vegleysur, sem heflaða vegi, þótt öðrum virðist allt ó- fært. I nyrðri Kötluánni var vatnsrennslið mjög lítið, en um það bil helmingi meira í þeirri syðri. Kvaðst Þorbjörn aldrei hafa séð árnar jafn vatnslitlar, en taldi ekki líklegt að vatns- rennslið i þeim myndi minnka stórkostlega, þótt þurrkar héld- ust. Vatnasvæði er þarna allstórt og víða dý og kaldavermsl, en mikil snjóþyngsli á vetrum. Tel- ur Þorbjörn reynsluna hafa sannað, að vatn þryti aldrei í ánum að vetrarlagi. Við sann- færðumst einnig um, að kostn- aður við að beina ánum í Heið- arvatnið yrði hverfandi og fram- kvæmdir á því mjög auðveldar. Við athuguðum einnig vatns- rennslið í Fjarðaránni, þar sem hún rennur í gegnum stífluna við Heiðarvatnið og virtist okk- ur það myndi aukast að minnsta kosti um einn þriðja, við til- komu vatnsins úr Kötlu-ánum, eins og það var þá. Hinn möguleikinn til þess að auka vatnsrennslið í Fjarðaránni er ekki eins auðveldur í fram- kvæmd. Hann er sá að stífla Mið- húsaána. Heiðarvatnið takmarkast að norðan af mjög lágum hálsi. Norðan við þennan háls er all- stór lægð, sem mun liggja ofur- litið hærra en Heiðarvatnið, eins og það er nú. í kvos þessa eða lægð falla kvíslar þær, er mynda upptök Miðhúsaárinnar. Héraðs- megin takmarkast þessi lægð af lágum hólum, en klöpp er undir, þar sem Miðhúsa-áin rennur milli hólanna. Virðisi aðstaða til fyrirhleðslu þarna vera hin á- kjósanlegasta. Væri þarna gjörð fyrirhleðsla, myndi allstórt uppi- stöðuvatn myndast í lægðinni, sem hota mætti til vatnsmiðl- unar, ásamt Heiðarvatninu, ef skurður væri grafinn gegnum haftið milli vatnanna. Yrði þetta talið lítt, eða ekki, framkvæm- anlegt vegna kostnaðar, eða ein- hverra sérstakra erfiðleika, sem fram kynnu að koma við nánari athugun, ætti að vera tæknileg- ur möguleiki, að leiða aðalkvísl þá, sem fellur í Miðhúsaána, beint í Heiðarvatnið. Yrði þá að taka hana hærra upp í heið- inni og leiða hana á bak við Vatnshæðirnar. Þessar fram- kvæmdir mættu hins vegar sjálf- sagt bíða um skeið, ef Kötlu- ánum væri veitt í Heiðarvatnið, og vatnsmagn Fjarðarárinnar, eins og það yrði þá, að fullu nýtt. Hugleiðingum mínum um framkvæmd rafvæðingar á Aust- fjörðum er nú að verða lokið, að minnsta kosti í bili. Eg hefi reynt að draga fram í dagsljósið nökkrar staðreyndir í þessum málum. Það er þeirra, sem fram- kvæmdunum hafa ráðið að gjöra hreint fyrir sínum dyrum, að svo miklu leyti sem þeir kunna að geta gjört það. Áður en ráðizt verður í aS lappa upp á Grímsárvirkjunina með nýjum stíflugerðum, og áð- ur en reistar verða nýjar diesel- stöðvar, til þess þar með að reyna að bæta úr og breiða yfir öng- þveiti það, er nú ríkir hér eystra í þessum málum, vegna óstjórn- ar, eða ofstjórnar, þeirra er um þau hafa fjallað, þá virðist full ástæða til að láta fara fram gagngerða endurskoðun á öllum áætlunum og möguleikum í sam- bandi við Fjarðarána. Athuga í fullri alvöru, hve ;mikilli orku hún myndi geta skilað, ef allt vatnsafl, sem hægt er að ná til, yrði að fullu nýtt. Slík athugun myndi sennilega leiða í ljós, að Fjarðaráin myndi geta skilað nægilegri orku, fyrir Austur- lands-rafvæðingu um ðfyrirsjá- anlegan tíma, enda kemur að sjálfsögðu einnig til greina sú orka, sem orkuverið við Grímsá framleiðir. Við höfum fjölda sér- fræðinga í þessum málum og ekki vantar álitsgerðir frá fyrri árum, til þess að styðjast við. Eins og áður fram tekið, þá tel eg þetta vera stórmál, sem þjóðin á heimtingu á, að verði athugað og skýrt nánar. ivar Orgland hlaut tvenn bókmenntaverðlaun Urvalsljóð Tómasar á norsku NORSKI sendiken'narinn, Ivar Orgland, er nýkominn hingað aftur úr orlofi í Noregi. Meðan á sumarleyfinu stóð, voru sendi- kennaranum veitt tvenn bók- menntaverðlaun. Hlaut hann hvortveggja þessi verðlaun í sambandi við þýðingar sínar á íslenzkum ljóðum. I gær átti Morgunblaðið stutt samtal við Orgland. Kvað hann þýðingu sína á ljóðum Tómasar skálds Guðmundssonar hafa komið út á vegum Fonna-for- lagsins skömmu áður en hann hélt hingað. Valdi Orgland ljóða- bókinni heitið Enno syng v&r- natti — sem er eitt ljóðanna í „Fljótinu helga“. Önnur bókmenntaverðlaunin, er Orgland hlaut, voru úthlutuð honum af stjórn Det norske sam- laget, úr sjóðr er Alfred Anders- son-Rysst, sóknarprestur, stofn- aði, en hann var bróðir Anders- sens-Rysst, sendiherra, sem lézt ívar Orgland í Reykjavík á fyrra ári. Voru þetta fyrstu verðlaun, #sem úr Framh. á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.