Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 22. sept. 1959 MORGXJTSBL 4Ð1Ð 23 Jóhann Vilhelm Lindherg Minningarorb JOHAN VILHELM LINDBERG andaðist að morgni þess 16. þ. m. í Elliheimilinu hér í bæ eftir tæp lega tveggja ára vanheilsu. Lindberg var fæddur 11. júní 1882 í Hilleröd í Danmörku. Hann lærði húsasmíði og stóð síð an fyrir byggingu nokkurra húsa i fæðingarbæ sínum. Þegar hann hafði lokið námi og sinni herskyldu, lagði hann land undir fót og fór fótgangandi með félaga sínum suður Þýzka- land, Sviss og Austurríki. Unnu þeir fyrir sér á mismunandi verk- stæðum í ýmsum bæjum á leið- inni og kynntu sér ýmislegt í iðn sinni. Þetta var háttur ungra manna á þeim tíma, en með því voru þeir að stækka sjónarsvið sitt með tilliti til framtíðarinn- ar. En enginn ræður sinum nætur stað, stendur einhvers staðar og forlögin höguðu því á þann veg að Lindberg gerði ekki húsbygg- ingar að ævistarfi sínu. Árið 1916 kom hann fyrst tiJ íslands en þá sem gestur, en 1919 kom hann hingað alkominn, og undi vel sínum hag hér, að því bezt varð séð. Hann byrjaði fyrst hér vinnu í kjötbúð fyrst í Milnerskjötbúð og síðar hjá Frederiksen heitnum. En fljótlega gerðist hann umboðs sali og ferðaðist þá mikið um landið fyrr á árum. V. Lindberg varð vel til vina hér, enda alltaf hressilegur í við- móti og hrókur alls fagnaðar þegar því var að skipta. Að endingu vil ég þakka Lind- berg fyrir marga góða stund og oft góð reynds manns ráð. Björn Guðmundsson. I. O. G. T. St. Verðandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8,30. — Æ.t. & Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er minntust mín á sjötugs afmæli mínu. Magnús Magnússon, Lykkju. Hjartans þakkir færi ég öllum, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum í tilefni af fimmtugs afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Gísladóttir Hjartans þakkir til fjölskildu minnar venslafólks og frændfólks og annara góðra vina, sem glöddu mig með skeytum, gjöfum, blómum og heimsóknum á sjötugs afmæli mínu 29. ágúst s.l. og gerðu mér daginn ógleym- anlegan. Lifið öll heil. . Steinunn Gestsdóttir, Ásgarði 117. Innilegar þakkir til barna minna, vina og vandamanna, er heiðruðu mig á sextugsafmæli mínu 6. þ.m., með heim- sóknum, gjöfum og árnaðaróskum. Jóliann Hjaltason. Hugheilar hjartans þakkir færum við hjónin börnum okkar, tengdabörnum og barnabörnum, systkinum og öllum vinum og ættingjum, fyrir stórhöfðinglegar gjaf- ir og vinsemd alla okkur sýnda á sextugs og sjötugs- afmæli okkar 14. og 1. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Theodóra Stefánsdóttir, Þormóður Sveinsson Innilegar þakkir til allra fjær og nær, sem sýndu mér vináttu og heiðruðu mig á áttræðisafmæli mínu þann 16. sept. s.l. með heimsóknum,. símskeytum og gjöfum. Guð blessi alla góða vini. Brynjólfur Brynjólfsson frá Litlalandi, Vestmannaeyjum. Skrifstofur vorar, Hafnarstræti 5 verða lokaðar vegna jarð- arfarar miðvikudaginn 23. sept. frá kl. 9 f.h. til 1 e.h. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F. VKIPAUTGCRB RIKISINS SKJALDBREIÐ fer vestur um iand til Akureyr- ar mánudaginn 28. þ.m. — Tekið á móti flutningi á morgun til Tálknafjarðar og áætlunarhafna á Húnaflóá og Skagafirði og Ól- afsfjarðar. Farseðlar seldir ár- degis á laugardag. SKAFTFELLINGUR fer til Vestmannaeyja í kvöld.; Vörumóttaka daglega. * Unnusti minn, SKCLI JClIUSSON andaðist á Landspítalanum þann 20. september. Fyrr hönd aðstandenda. Björg Sigurðardóttir Móðir okkar BJÖBG GUÐMUNPSDÓTTIB frá Felli, lézt í Bæjarsjúkrahúsi Reykjavíkur föstudag. 18. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Emelía Heigadóttir, Birgir Helgason. Útför mannsins míns, ÞÖBHALLS SIGTEYGGSSONAB fyrrverandi kaupfélagsstjóra fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. þ.m. kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Kristbjörg Sveinsdóttir Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarfö- sonardóttur minnar, HELGU SIGURÐAEDÓTTUB Gísli Sigurðsson og ættingjar Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför ÓLAFfU GUÐMUNDSDÓTTUB Skipasundi 60 Sérstaklega viljum við þakka stjórnendum og starfs- fóiki Kassagerðar Reykjavíkur, ættingjum hennar og vinum. Ketill Kristvinsson, Guðjón Sigurjónsson GUÐMUNDUB MAGNCSSON trésmiður, Goðalandi Vestmannaeyjum andaðist á Landspítalanum aðfaranótt 21. þ.m. Aðstandendur Móðir okkar ÞÖBEY INGIBJÖBG JÓNSDÓTTIB lézt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi, 20. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Benediktsdóttir, Gunnar Einar Jakobsson magnCs jónsson rafvirki, Langholtsvegi 202 andaðist á Landakotsspítala laugard. 19. sept. Fyrir mína hönd og barna hins látna og annarra vanda- manna. Sigríður Bjarnadóttir FRC STEFANlA SIGUBÐSSON andaðist á heimili okkar í Bronxville, New York, laug- ardaginn 19. þ.m. Jarðarförin fer fram frú Lútersku kirkjunni, Selkirk í Manitoba, Kanada, fimmtudaginn 24. september. Elín og Hannes Kjartansson Útför föður míns, HELGA JÓNASSONAR frá Brennu, fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 23. sept. kl. 2 e.h. Atli Helgason Jarðarför móður okkar ÖNNU JÓNSDÓTTUB, sem lézt 15. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtud. 24. þ.m. kl. 1,30. Guðrún Scheving, Hansína Scheving Sigurrós Scheving, Sigurlína Scheving, Haligrímur Scheving. Útför eiginmanns míns og föður, BRYNJÓLFS ÓLAFSSONAR Hverfisgötu 41, Hafnarfirði fer fram frá Þjóðkirkjunni miðvikudag. 23. þ.m. kl. 2 e.h. Bóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins^ látna, er bent á Minningarspjöld Styrktar- félags fatlaðra og lamaðra. Guðrún Arnadóttir, börn, fóstursonur og tengdaböm Útför eiginmanns míns, föður okkar og fósturföður, ÁBNA BERGSSONAR ' fyrrum kaupmanns í Ólafsfirði, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. sept. n.k. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Jóhanna Magnúsdóttir, Magnús Arnason, Gunnar Amason, Kristinn Árnason, Brynjólfur Sveinsson. Hjartkær sonur okkar og bróðir SIGURÐUR RUNÖLFUB BJABNASON Hverfisgötu 85 andaðist af slysförum 20. þ.m. Svanhvít Svala Kristbjörnsdóttir, Bjami Sigurðsson og systkin. Alúðar þakkir fyrir sýnda samúð við útför föður mins SKABPHÉÐINS JÓNSSONAB Sérstaklega þakka ég þeim, sem hjúkruðu honum I langvarandi veikindum Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Bergþóra Skarphéðinsdóttir Hjartans þakkir færum við öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður SIGURÐAB P. GUÐBJARTSSONAB, bryta, Esther H. Ólafsdóttir, Lára Sigurðardóttir, Bára Sigurðardóttir, Guðm. G. Pétursson, Ólafur Sigurðsson, Auður Gunnarsdóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Guðm. J. Þórðarson, Jónas Sigurðsson, Helga Benediktsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Hallbjöm Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.