Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 4
4 MORCVISBLAÐIÐ í dag er 265. dagur ársins. Þriðjudagur 22 .september. Árdegisflæði kl .9:19. Síðdegisflæði kl. 21:33. Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. — L.æknavörður L.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 15033. Holtsapótek og (Garðsapólek eru opin alla virka daga frá kl. 9—7, laugardaga 9—4 og sunnud. 1—4. Næturvarzla vikuna 19.—25. september er í Vesturbæjar Apó- teki. Hafnarfjarðarapótek er opið alla virka daga kl. 9—12. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og kl. 19—21. Næturlæknir í Hafnarfirði vik- una 19.—25. sept. er Kristján Jóhannesson, sími 50056. Keflavíkurapótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogsapótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. landa eftir athöfnina. Séra Óskar J. Þorláksson framkvæmdi vígsl- ur.a. — Laugardaginn 19. sept. voru gefin samaij í hjónaband af séra Árelíusi Nielssyni, ungfrú Elsa Vigfúsdóttir og Hafsteinn Daníels son, vélstjóri. Heimili þeirra verð ur að Heiðargerði 28. BEBI "Skipin Skipaútgerð rikisins: — Hekla er á Vestfjörðum. Esja er á Vest- fjörðum. Herðubreið er á Vest- fjörðum. Skjaldbreið fer frá Rvík í dag til Breiðafjarðarhafna. Þyr- ill er á leið frá Auséfjörðum til Reykjavíkur. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vest mannaeyja. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er í Ventspils. Arnarfell er í Haugesund. Jökulfell fór frá Súg andafirði 15. þ.m. til New York. Dísarfell fór fá Riga 20. þ.m. áleið is til íslands. Litlafell er í Rvík. Helgafell er á Dalvík. Hamrafell fór frá Batúm 11. þ.m. áleiðis til íslands. I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 1419228 y2 = Fl. B! Brúökaup í gær (mánudaginn 21. sept.), voru gefin saman í Dómkirkjunni í Reykjavík, Ellen Júlíusdóttir (Björnssonar), Laugarásveg 69 og Björn Jóhannsson (Þorfinns- sonar), Flókagötu 21. Heimili brúðhjónanna verður á Flóka- götu 21. Brúðhjónin flugu til út- Flugvélar^ Flugfélag íslands h.f.: — Hrím faxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 8 í dag. Væntan legur aftur til Reykjavíkur kl. 22:40 í kvöld. — Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrramálið. — Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, ísafjarðar, REVLOiM-snyrtivörur Varalitir og naglalakk nýjustu tízkulitir. Touch and GIo.w, make-up Love Pat steinpúður í öllum litum Augnabrúnablýantar og augnháralitur Aqua marine handáburður Aqua marine svitalögur. R E V L O N er merki góðrar vöru Bankastræti 7 Þriðjudagur 22. sept. 1959 Sauðárkróks, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. — Á morg- un er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Hellu, Húsavík- ur, ísafjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). Loftleiðir h.f.: — Leiguvélin er væntanleg frá Stafangri og Osló kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20,30. — Saga er vænt- anleg frá London og Glasgow kl. 21 í dag. Fer til New York kl. 22:30. — Hekla er væntanleg frá New York kl. 8:15 í fyrramálið. Fer til Oslóar og Stafangurs kl. 9:45. Pan Amerian-flugvél kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hélt áleiðis til Bandaríkj anna. Flugvélin er væntanleg annað kvöld og fer þá til New York. — ^flAheit&samskot Sólhéimadrengurinn: Áheit frá konu krónur 70,00. Lamaða stúlkan: Frá vinnufé- iögum, Kaplaskjólsvegi 51—5, krónur 600,00. Lamaði íþróttamaðurinn: — S. P. krónur 50,00. IBJ Tmislegt Orð lífsins: — Því að ég vil ekki, bræður, að yður skuli vera ókunnugt um það, að feður vor- ir voru allir undir skýinu og haf- inu, og neyttu allir hinnar sömu andlegu fæðu, og drukku allir hinn sama andlega drykk, því að þeir drukku af hiríum andlega kletti, sem fylgdi þeim, en klett- urinn var Kristur. En samt hafði Guð enga velþóknun á flestum þeirra, því að þeir féllu í eyði- mörkinni. (1. Kor. 10). PRENTARAR! — Svartlistar. skemmtunin hin árlega stór- skemmtilega og vinsæla verður í Framsóknarhúsinu laugardags- kvöldið 26. september og munið að ráðstafa ykkur ekki annað það kvöld, því þar verður fjörið m. a. Karl Guðmundsson, Stein- unni Bjarnadóttir o. fl. Dansað fram eftir nóttu. Frá Kvenfélagi Hallgríms- kirkju. — Ákveðið hefur /erið að hafa hina árlegu kaffisölu félags ins laugardaginn 26. sept., í Silf- urtunglinu kl. 3 síðdegis. Félags- konur og aðrir velunnarar eru beðnir að gefa kökur cg senda í Silfurtunglið kl. 10—12 árdegis á laugardag. Allar nánari upplýs- ingar í síma 12297. Keflavíkurprestakall: — Séra Rögnvaldur Jónsson er til viðtals að Klapparstíg 7 í Keflavík (sími 10), miðvikudaga og laugardaga kl. 17—19. Aðra virka daga í síma 3-22-49 í Rvík kl. 19-20,30. Læknar fjarveiandi Alma Þórarinsson 6. ág. i óákveðinn tíma. — Staðgengill: Tómas Jónasson. Arinbjöm Kolbeinsson um óákveðinn tíma. Staðg.: Bergþór Smári. Árni Björnsson um óákveðinn tíxna Staðg.: Halldór Arinbjarnan Árni Guðmundsson frá 27. ág. til ca. 20. sept. Staðg.: Hinrik Linnet. Björn Guðbrandsson frá 30. júlí. — Staðg.: Guðmundur Benediktsson. Brynjúlfur Dagsson héraðslæknir Kópavogi til 30 sept. Staðg.: Ragnhildur Ingibergsdóttir, viötalst. í Kópavogs- apóteki kl. 5—7, laugardag kL 1—2, sími 23100. Eggert Steinþórsson fjarverandi 2. september óákveðið. Staðgengill: Krist ján Þorvarðarson. Esra Pétursson. Staðg.: Henrik Linn- et. Gísli Ólafsson um óakveðinn tíma. Staðg.: Guðjón Guðnason, Hverfisg. 50. Viðtalst. 3,30—4,30 nema laugard. Guðmundur Björnsson, fjarverandi. Staðgengill: Sveinn Pétursson. Við skulum sannarlega gera hann leiðan á því að fiska hér. Haraldur Guðjónsson, fjarv. óákveð* ið. — Staðg.: Karl Sig. Jónasson. Hjalti Þórarinsson um óákveðinn tíma. Staðg.: Guðm. Benediktsson. Jóhannes Björnsson, læknir verður fjarverandi 18. og 19. september. —• Staðgengill: Grímur Magnússon. Jón Gunnlaugsson, læknir, Selfossi, fjarv. frá 22. júlí til 28. sept. — Stað- gengill: Úlfur Ragnarsson. Jónas Sveinsson, fjarv. til mánaða- móta. — Staðg.: Gunnar Benjamínsson. Kristján Hannesson. — Staðgengill: Kjartan R. Guðmundsson. Kristján Jóhannesson læknir, Hafn- arfirði frá 15. ág. í 3—4 vikur. Staðg.: Bjarni Snæbjörnsson. Kristinn Björnsson frá 31. ág. til 10. okt. Staðg.: Gunnar Cortes. Páll Sigurðsson, yngri frá 28. júll. Staðg.: Oddur Árnason, Hverfisg. 50, sími 15730. heima sími 18176. Viðtals- tími kl. 13,30 til 14,30. Skúli Thoroddsen. Staðg.: Guðmund- ur Benediktsson, Austurstræti 7. Við- talstími kl. 1—3, og Sveinn Pétursson. Valtýr Bjarnason óákveðið. Staðg.: Tómas A. Jónasson. CÉ/ÆIÐ Og stóru álftirnar syntu í kring um hann og struku hann með nefjum sínum. — Nokkur smá- börn komu út í garðinn og fleygðu brauðmolum og korni út á vatnið — og minnsta barnið kallaði: „Þarna er kominn einn nýr“. Og hin börnin hrópuðu líka: „Já, það er kominn einn í viðbót!“ Þau klöppuðu saman lófunum af kæti og dönsuðu og hlupu síðan til þess að ná í pabba og mömmu. Og svo köstuðu þau öll meira brauði og kökum út á vatnið. — „Sá nýi er fallegastur — svo ungur og indæll“, sögðu allir ein- um rómi. Og gömlu álftirnar lutu honum. Þá varð hann ósköp feiminn og stakk höfðinu undir vænginn. — Hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð — var utan við sig af hamingju. En hann var alls ekki stoltur, því að aldrei býr ofmetnaður í góðu hjarta. Hann minntist þess, hvern ig hann hafði eitt sinn verið of- sóttur og hræddur — en nú sögðu allir, _jið hann væri allra fugla yndislegastur. Og sýrenurnar hneigðu greinarnar alveg niður í vatnið til hans — og sólin skein svo heit og ljúf. Þá hreykti hann fjöðrunum og teygði mjúkan háls- inn. Og hann hrópaði í einlægum fögnuði: „Ekki dreymdi mig um alla þessa hamingju, þegar ég var ljóti andarunginn!“ Samkomur K. F. U. K_ Saumafundur í kvöld kl. 8,30. Ýmislegt á dagskrá, svo sem bréf frá Konsó. Vinsamlegast, fjöl- sækið. — Bazarnefndin. Fíladelfía Almennur biblíulestur kl. 8,30. Allir velkomnir! Félagslíi Knattspyrnufélagið Þróttur Knattspyrnumenn úr 2. og 3. fl.: Æfingar þessa viku verða sem hér segir: Þriðjudag kl. 7,10, miðvikudag kl. 7,10 og föstudag kl. 7,10, á íþróttavellinum. Mjög áríðandi að allir úr 2. og 3. flokki mæti. — Þjálfarar. l.R.-ingar, skíðadeild Aðalfundur deildarinnar verð- ur haldinn í litla salnum í Þjóð- leikhúskjallaranum, föstudaginn 25 sept kl. 8,30. Venjuleg aðal- fundarstörf. — Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.