Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 6
6
MORCVTSHLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. sept. 1959
Fyrsti hálfi punkturinn
Þriðja umferð (10. september)
Keres — Tal biðskák
Petrosjan — Smyslov biðskák
Benkö — Fischer biðskák
Gligoric — Friðrik biðskák
Keres og Tal tefla kóngsind-
verja. Sá fyrrnefndi leggur í peða
sókn á kóngsvæng, gerir flest tii
að flækja taflið og hafnar jafn-
teflisboði í gruggugri stöðu. Tal
tekst að opna sér línu á drottn-
ingarvæng og litlu síðar leggur
hann út í ævintýri, fórnar ridd-
ara til að koma drottningu sinni
í tæri við kóng andstæðingsins.
Þrjú peð fær hann fyrir mann-
inn, en meiri usla fær drottningin
ekki gert, enda er Tal í tíma-
þröng. Keres teflir alla skákina
af ískaldri ró og hafnar enn frið-
arboði, er skákin fer í bið. Hann
hefur þá náð drottningarkaupum,
heldur enn manni fyrir þrjú peð
og staða hans er betri, þar sem
peð Tals á drottingarvæng er
veikt og frípeð hans kóngsmegin
eiga enn langt í land.
Petrosjan og Smyslov tefla
Enska leikinn. Framan af er eink
um stundaður skotgrafahernaður
með einstaka taktískum brellum.
en brátt verða mikil mannakaup
og kemur upp endatafl með fjór-
um riddurum. Eitt sinn standa
allir riddararnir fjórir í ferningi
saman, svo nálægt hverjum öðr-
um, að þeir koma ekki við vopn-
um hver á annan, heldur snúa
lensunum að peðum andstæðings-
ins og halda þeim í skák. Peða-
staðan er lokuð, og Petrosjan býð
ur jafntefli, en Smyslov þraukar
áfram í leit að smugu.
Fischer beitir Kóngsindverjan-
um gegn Benkö. Enn sem oftar
flæmist flóttamaðurinn frá ö’.l-
um ákvörðunum á miðborði, þar
til hann sér sér leik á borði. Með
því að fara í drottingarkaup,
varna hrókun andstæðingsins, en
hróka sjálfur með skák, vinnur
hann ekki einungis tíma, heldur
umflýr alla taphættu og heldur
frumkvæðinu. Mislitir biskupar
setja þó brátt jafnteflismark á
skákina.
Friðrik teflir Nimzo-indverj-
ann gegn Gligoric. Hinn síðar-
nefndi fær einbúa á d-línunni, en
heldur frjálsu tafli. Brátt verða
drottningarkaup, og fær þá Glig-
oric færi á að skipta upp á ein-
búanum, en á meðan verða enn
mannakaup. Loks kemur upp
endatafl, þar sem Gligoric hefur
hrók og riddara á móti hrók og
biskupi Friðriks. Með lausum
peðum á báðum vængjum er bisk
upinn sízt lakari en riddarinn, og
þar sem hvorugur á frípeð, er
jafnteflið líklegasta höfnin, þeg-
ar lagzt er við akkeri biðskákar-
innar
Fjórða umferð (11. sepember)
Tal — Friðrik 1—0
Fischer — Gligoric 1—0
Smyslov — Benkö y2—%
Keres — Petrosjan biðskák
Ekki er ofsagt, að nú sé Sikil-
Úr skákbréfi frá
Freysteini
Þorbergssyni
eyjarvörnin í tízku. Henni er
beitt í öllum skákum dagsins.
Lengi fylgjast þeir Friðrik og
Benkö að á móti Tal og Smyslov,
og keppendur taka að brosa, því
þetta er upphafið að Gautaborg-
arleiðinni frægu, sem varð þrem-
ur Argentínumönnum að falli
samtímis gegn Rússum á mótinu
í Gautaborg 1955. Brátt breyta þó
Friðrik og Benkö út af því af-
brigði og hafa í huga peðsrán,
sem hefur gefið svörtum nokkra
sigra, þótt andstæðingurinn íái
sókn. Ekki koma þeir þó að tóm-
um kofunum hjá Rússunum hér.
í níunda leik kemur Tal með
nýjung, sem hann segir að sé eftir
forskrift Smyslovs, og verði hann
að treysta því að fyrrverandi
heimsmeistari vaði hér ekki reik.
Svartur getur nú ekki tekið peð-
ið vegna drottningartaps, og
Friðrik verður að tefla stöður,
sem eru andstæðing hans þegar
kunnar. Tal hefur teflt þetta eitt
sinn áður í heimalandi sínu. Eyð-
ist nú mjög á tíma íslendingsins.
Smyslov teflir að sjálfsögðu
einnig nýjung sína, en í 15. leik,
er leiðir skiljast, velur Smysiov
lakara framhald en Tal og lendir
brátt í erfiðleikum. Benkö vinnur
peð og litlu síðar brýtur hann
kóngsstöðu andstæðingsins með
skiptamunsfórn. Smyslov sér nú,
að staða hans er verri og tekur
þá þann kostinn að bjóða jafn-
tefli. Þiggur Benkö boðið. Hann
á aðeins tvær mínútur eftir fyrir
13 leiki.
Tal tekst að ná drottningar-
kaupum við Friðrik, sem verður
að leika hraðskák í lokin. Teksí
Tal síðan að njóta liðsmunar á
drottningarvæng, þar sem Frið-
rik er veikur fyrir.
Gligoric velur aðra leið en þeir
tvímenningar, en uppsker þó ekki
meira. Frscher teflir byrjunina
Buda dieselvél
100 hesta og June Munktell diesevél, 30 hesta með
skrúfubúnaði og öllu tilheyrandi til sölu. Fyrirspurn-
um svarað í síma 16054 í dag og næstu daga.
Rennibekkur
og fleiri vélsmíðaverkfæri til sölu. Tilboðum sé skilað
fyrir miðvikudagskvöld til afgr. Mbl. merkt: „9114“
Rafvirkjar
Til sölu nú þegar raftækjavinnustofa ásamt sölu-
búð á bezta stað í bænum. Miklir framtíðarmöguleik-
ar. Hagkvæmir greiðsluskilmálar ef samið er Istrax.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
ÖRN CLAUSEN, hdl.
Bankastræti 12.
mjög vel. Eftir 18. leik hefur
hann opnað sér sóknarlínu að
kóngi andstæðingsins, sem hann
einnig pressar á tíma. Algengt er
að Fischer eigi eina klukkustund
til góða gegn andstæðingum sín-
um og virðist hann stundum
leggja meira kapp á hraðan, en
gæði leikjanna. Gligoric tekst
ekki að ná gagnsókn að marki.
Grípur hann þá til þess örþrifa-
ráðs, að kasta góðum kóngsbisk-
up fyrir riddara og peð. Litlu
síðar fórnar Fischer skiptamun,
og er þá endirinn augljós. Glig-
oric fær það erfiða verkefni að
leika 10 leikjum á mínútu í tap-
aðri stöðu. Ratar hann þá skjótt
í eitt af mátnetum síns unga and-
stæðings.
Um skákina Keres Petrosjan
var rætt áður.
Biðskákir 12. september
Gligoric — Friðrik Vá—y2
Benkö — Fischer y2—%
Petrosjan — Smyslov %—r/2
Keres — Tal 1—0
Keres — Petrosjan 0—1
Eftir aðeins einn leik bauð
Friðrik jafntefli. Gligoric þáði,
og fékk Friðrik þannig sinn
fyrsta hálfa punkt og mátti helzt
ekki seinna vera. Fischer náði
brátt þráskák á Benkö. Hefði
mátt semja fyrr í þeirri skák.
Smyslov þraukar enn lengi í
riddaraendataflinu við Petrosjan,
en einnig þar verða áætluð úr-
slit, er keppendur þráleika.
Keres tekst brátt að vinna hið
veika peð á drottningarvæng Tals
og verður það hinum síðamefnda
að falli.
Loks hefst síðasta skákin, bið-
skák þeirra Keresar og Petrosj-
ans. Petrosjan hefur látið svo um
mælt, að staða hans í biðinu hafi
verið hlutlægt töpuð. Víst var
um það, að flestir töldu stöðu
hans lakari. Keres sá sér enga
hættu búna og fór að engu óðs-
lega. Síðar kom í ljós, að sumir
leikir hans hjálpuðu andstæð-
ingnum dyggilega í ráðagerðum
hans. Keres átti nógan tíma og
hróksfórnin mun ekki hafa kom-
ið honum L óvart, en drottningar-
fórnin á eftir kom sem þruma.
Er Keres hafði áttað sig, tólcu
báðir keppendur að hlægja.
Staðan eftir fjórar umferðir
1. Petrosjan 3%; 2.—3. Fischer
og Benkö 2%; 4.—6. Keres, Smysl
ov og Tal 2; 7. Gligoric 1; 8.
Friðrik %.
StyrLja eíiúiegan
NÆSTKOMANDI miðvikudags-
kvöld verður efnt til jazzhljóm-
leika í Austurbæjarbíói, hinna
fyrstu á þessu ári. Alls munu
fimmtíu hljóðfæraleikarar og
söngvarar koma fram á hljóm-
leikunum, og eru þeir í átta
hljómsveitum. Nokkrar þessara
hljómsveita hafa ekki leikið á
hljómleikum fyrr, svo sem hljóm
sveitirnar Fimm í fullu fjöri,
City-kvintettinn og Plútó-kvint-
ettinn, en þessar þrjár hljóm-
sveitir eru allar skipaðar ungum
jazzleikurum. Þá munu tvær
jazzhljómsveitir leika þarna, tríó
Kristjáns Magnússonar, píanó-
leikara, og kvartett trompetleik-
arans Viðars Alfreðssonar. Hin-
ar hljómsveitirnar eru Neó-
kvartettinn, hljómsveit Áma
Elfars og tólf manna hljómsveit
Karls Jónatanssonar.
Söngvarar með hljómsveitun-
Mikið tjón
af völdum
hvirfilvinds
TOKYO, 21. sept. (Reuter). — Að
minnsta kosti 15 manns létu lífið,
103 særðust og margra fleiri var
saknað, er fjórtándi hvirfilvind-
urinn á þessu ári hafði gengið
yfir svæðið milli Suður-Kóreu og
Japan í dag.
Tjón á mannvirkjum
Olli hvirfilvindurinn miklu
tjóni á húsum, brúm og öðrum
mannvirkjum á landi, auk þess
sem hann sökkti fiskibátum. 11
fiskibátar eyðilögðust og 60 sjó-
manna var saknað, samkvæmt
opinberum upplýsingum. í Kóreu
fórust a. m. k. tveir menn og 30
fljótabátar sukku.
Þúsundir heimilislausir
Lögreglan í Japan upplýsti, að
mu 8000 heimili hefðu orðið fyr-
ir flóðum af völdum hvirfilvinds-
ins og yfir 500 þeirra eyðilagzt,
þegar hann færðist norður eftir
Japan.
um eru alls sex, þeir Haukur
Morthens og Ragnar Bjarnason
ásamt nokkrum nýjum söngvur-
um, þeim Sigurði Johnny, Stef-
áni Jónssyni, Þóri Nielsen og
Berta Múller.
Tilefni þessara hljómleika er
aæsta nýstárlegt,
ffólnrrn Þ31, sem hijóm-
Av£UI|ll sveitir þær er
að ofan getur,
halda hljómleikana svo hinn
efnilegi trompetleikari, Viðar Al-
freðsson, geti haldið áfram námi
erlendis, því allur ágóði mun
renna til námskostnaðar hans.
Viðar Alfreðsson er mjög efni-
legur trompetleikari, sem lék
með ýmsum kunnum hljómsveit-
um hér, en héfur dvalizt við nám
í Þýzkalandi á <annað ár. Hins
vegar brugðust vonir hans um
lán til að hann gæti haldið áfram
námi, og hlupu þá félagar hans
undir bagga. Má því sannarlega
segja að málefnið sé gott, auk
þess sem á hljómleikum þessum
kemur fram slíkur fjöldi hljóð-
færaleikara og hljómsveita, að
til viðburðar má teljast. Að sjálf-
sögðu verða hljómleikarnir að-
eins þetta eina kvöld, þar sem
miðvikudagskvöldið er hið eina
fríkvöld flestallra hljómsveit-
anna.
skrifar úr.
daqleqq lifinu
Skattar valda meiri
óánægju en nokkuð annað
UNDANFARIÐ hefur orðið tíð-
rætt um skatta og útsvör
bæði í blöðum og manna á milli.
Virðast skattarnir og skattlagn-
ingaraðferðin nú valda mein
óánægju í þjóðfélaginu en nokk-
urt annað einstakt mál. Er þá
vissulega langt gengið og full á-
stæða til að gera sér grein fyrir
í hverju megingallar skattheimt-
unnar eru fólgnir og hvað hægt
er að gera til úrbóta.
Beinir skattar og skattsvik
BEINIR skattar koma misjafnt
niður á mönnum eins og al-
kunnugt er. Og þeir koma mis-
jafnt niður af því einu, að sumir
hafa ástæður til að svíkja undan
skatti og virðast fáir hika við að
gera það. Einhver viðurlög munu
vera við skattsvikum, ef upp
komast, en þó er það algengt, að
vinnuveitendur hjálpi launþeg-
um við að dylja innunnar tekjur
svo þær komi ekki til framtals.
Er þar vissulega um mjög alvar-
legan hlut að ræða, sem hlýtur
í að koma niður á samborgurunum.
Finnst skattheimtan
ósanngjörn
A' STÆÐAN til þess, að annars
löghlýðnir og samvizkusamir
borgarar hika ekki við að brjóta
lögin þegar um skattaframtal er
að ræða, er sú, að mönnum hefur
fundizt skattheimtan keyra úr
hófi á undanförnum árum og ára-
tugum. Fjármálastjórn ríkisins
hefur um langt skeið talið -það
bjargráð allra bjargráða að
bæta nýjum sköttum á almenn-
ing í landinu en minna sinnt um
hvernig hinu innheimta skattfé
væri síðan verið. Það er skiljan-
legt, að menn séu ekki óðfúsir að
láta stóran hluta af tekjum sínum
af hendi ef þeir telja einnig að
þeim sé ekki varið til almenn-
ingsheilla fyrst og fremst. Hefur
þannig skapazt stríð milli skatt-
heimtumanna og skattgreiðenda,
sem valdið hefur nefndu ófremd-
arástandi.
Ríkið, þjóðin og landið
VIÐ íslendingar teljum okkur
ákaflega þjóðrækna og það
sjálfsagt með réttu. Okkur er
einnig mjög annt um sjálfstæði
okkar og megum ekki vita til
þess að nokkur blettur falli á þess
skjöld En í eldheitri þjóðernis-
baráttu gætir ekki alltaf fu’.ls
samræmis. Á sama tíma og menn
tala um það fjálgum orðum, að
vernda sjálfstæði hinnar ungu
íslenzku þjóðar, svíkja menn
leynt og ljóst skyldur sínar við
hið unga íslenzka ríki. Mættu
menn þó hafa hugfast, að efna-
hagslegt sjálfstæði er sennilega
sterkasta stoð sjálfstæðis einnar
þjóðar. Ósamræmið í viðbrögðum
manna stafar af því, að þeir draga
skörp skil milli ríkisins annars
vegar og þjóðarinnar og landsins
hins vegar. Ríkið er þó ekki ann-
að en sú stofnun, er þjóðin í land-
inu myndar.
Úrbóta þörf
HÉR þarf að bæta úr. Eitt af
því, sem þarf að gera,‘ er að
gera fólki ljóst, að skattar eiga
ekki aðeins að vera tapaðir pen-
ingar, sem fleygt er í ríkishítina,
heldur eiga menn að fá mikið
fyrir þá svo fremi sem skynsöm
og ábyrg stjórn fer með völdir. í
landinu. Hitt er svo annað mál,
að þessi tilfinning manna fyrir
sköttum verður ekki vakin á
skömmum tíma og verður þá leið
in til úrbóta sennilega sú, að
draga úr beinum sköttum og auka
óbeina til að kostnaður af rikis-
haldinu komi á breiðustu bökin
eins og vera ber.