Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 12
12 MORCVNHr 4Ðlh Þriðjudagur 22. sepf. 1959 JMrogpnttMðMfr tTtg.: H.í. Arvakur Reykjavilt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsíngar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FRAMSÓKN SETUR VALDASTREITU OFAR VÖRN FYRIR HAGSMUNl BÆNDA Leiksýningu „bjargað" JAFN skjótt og kunnugt varð, að kominn var upp ágreiningur milli fram- leiðenda og neytanda um verð- lagningu landbúnaðarafurða og að ríkisstjórnin hafði í hyggju að banna verðhækkanir á land- búnaðarafurðum með bráða- birgðalögum, tilkynnti Sjálfstæð- isflokkurinn ríkisstjórninni skoð- un sína. Hún var í stuttu máli: Gerðadómur ákveði' svo, sem lög ætlast til, hvert verð land- búnaðarafurða skuli vera. Ef til kemur, greiði ríkissjóður verð- hækkun niSta1, til að koma í veg fyrir nýja verðbólguskriðu þang- að til nýkosnu Alþingi hefur gef- izt færi á að taka ákvarðanir um efnahagsmálin í heild. Ríkisstjórnin taldi aftur á móti að ekki væri um annað að gera en fyrirskipa bann við hækkun á landbúnaðarvöruverði, þangað til Alþingi gæti tekið málið til meðferðar. ★ Samkvæmt stjórnarskrá lýð- veldisins er réttur ríkisstjórnar til að gefa út á milli þinga bráða- birgðalög með samþykki forseta fslands ótviræður. Til þess þarf hún ekki samþykki meirihluta Alþingis. Sjálfstæðismenn bentu stjóm- inni hins vegar þegar í stað á það, að hvað sem liði rétti hennar tii að gefa út bráðabirgðalög, þá mýndi með þessu hallað á bænd- ur. Ef gerðardómur fengist ekki þegay í stað, þá væri hið eina eðlilega að miða við þann verð- lagsgrundvöll, þangað til annað reynist réttara, þ e. þangað til annar grundvöllur væri ákveðinn með gerðardómi eða á annan lóg- legan hátt. Samkvæmt fyrri verðlagsgrund velli , sem að vísu hefur verið sagt upp, en verður þó að miða við, þangað til annar fæst, eiga bændur nú að fá hækkun, sem nemur 3,18%. Þessi hækkun er samsvarandi því, sem launþegar ættu að fá hækkun, ekki á grunn kaupi, heldur vegna þess að vísi- tala hefur hækkað fyrir verð- lagshækkanir. Það er því með öllu ósann- gjarnt að svifta bændur einhliða þessari hækkun. Frá því að stöðvunarlögin voru sett í vetur, hefur verðlagi verið haldið niðri með niðurgreiðslum á nokkrum vörum. Er ótvirætt í beztu sam- ræmi við það að fara hú eins að með hækkunina til bænda, enda er hér ekki um óviðráðanlegar fjárhæðir að ræða, eða 4—5 milljónir. ★ Þrátt fyrir ítrekaðar ábending- ar Sjálfstæðismanna, fékkst rikis stjómin ekki til að fallast á sjón- armið þeirra. 'Sjálfstæðismenn gáfu þá tafarlaust sl. föstudag út yfirlýsingu um, að þeir myndu leggja til á Alþingi að bændum yrði bætt upp það tjón, sem þeir af þessum sökum yrðu fyrir. Sjálfstæðismönnum var að visu ljóst, að reynt myndi að gera þessa ákvörðun þeirra tortryggi- lega á meðal launþega. Sjálf- stæðismenn eru ekki flokkur einn ar stéttar heldur allra. Á sama veg og þeir munu ekki una því að hallað verði á launþega, þá sætta þeir sig ekki við, að hlutur bænda sé skertur. Bændur voru samkvæmt gild- andi landslögum búnir að vinna til þeirrar hækkunar, sem þeir eru nú sViptir. Sjálfstæðismenn una því ekki, að þannig sé hal’.að á einn aðila, jafnvel þó að til hags öðrum fjölmennari sé. Þess vegna voru allir þeir, sem þátt tóku í fundum miðstjórnar og þingflokks sl. fimmtudag og föstudag, sammála um, að flokk- urinn gæti ekki veitt ráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar stuðning, heldur hlyti að heita bændum fullum bótum þeirra vegna. Árásirnar á Sjálfstæðismenn vegna stuðnings við bændur létu og ekki á sér standa. f Þjóð- viljanum sl. sunnudag segir: Bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar ertl óhjákvæmileg ráðstöf- un, eins og rakið hefur verið hér í blaðinu undanfarna daga.“ f samræmi við þetta ræðst Þjóðviljinn á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa „gefið út yfirlvs- ingu þar sem hann mótmælir þess ari ráðstöfun". ★ Hitt gegnir meiri furðu og er sannast að segja eitt merkileg- asta fyrirbæri í íslenzkum stjórn- málum um langt skeið, hvernig miðstjórn Framsóknarflokksms bregst við. Samkvæmt tilkynningu, sem lesin var frá miðstjórn Fram- sóknar í útvarpinu á sunnudags- kvöld. hefur hún loks þá fyrr um daginn mannað sig upp til sam- þykktar um málið. f þeirri sam- þykkt eru saman komnar meiri blekkingar en boðlegt er að bera á borð fyrir kjósendur. Sá flokk- ur, sem gerir sig sekan um slíkt, sýnir i senn kjósendum fulla ó- virðingu og gerir sig beran að ósannindum. Ekki er um að villast að Sjálfstæðismenn eru á öndverð- um meið við stjórnina í þessu máli. Sjálfstæðismenn hafa gagnvart stjórninni sjálfri lagt til, að allt öðru vísi væri með málin farið, en hún hefur ákveðið. Þegar stjórnin vildi ekki sinna tillögum Fjálfstæðismanna, þá gerðu Sjálfstæðismenn tafar- laust grein fyrir skoðunum sín- um. Engu að síður leyfir Fram- sóknarflokkurinn sér að gefa í skyn að Sjálfstæðismenn styðji þessar ráðstafanir og ráðgerir að þeim hafi veriff tryggður meiri hluti á Alþingi og í Tímanum er talað um það með lítilsvirðingu, að Sjálfstæðismenn vilji bæta bændum upp það tjón, sem þeir verði fyrir. Forráðamenn Fram- sóknar vita þó ofur vel, að bráða- birgðalögin halda gildi sínu, þang að til Alþingi tekur afstöðu til þeirra. Þess vegna er það, sem máli skiptir nú, að skýra hiklaust frá því, að bændur þurfi ekki að óttast að verða fyrir skakkafóil- um af þessum sökum. Hitt leiðir af sjálfu sér, að með bráðabirgða- lögunum greiða þeir einir at- kvæði, sem þeim eru efnislega samþykkir, hinir ekki. LEIKARAR og önnur „börn sviðsins" komast iðulega í þær kringumstæður, að þörf er snarræðis og ráðsnilldar. Margt óvænt getur komið fyrir á sviði — en allt verður að ganga sem eðlilegast og snurðuminnst í augum áhorf- andans. — Margri leiksýn- ingu hefur líka verið „bjarg- að“ á síðustu stundu með ráð- snilld og djörfung, þegar las- leika eða önnur óvænt óhöpp hefur borið að höndum og ekkert annað hefur virzt fyrir hendi en aflýsa sýningu. — ifr — En orðið ,,aflýsing“ er eitthvert hið leiðasta, sem leikhúsfólk þekkir — enda veit það vel, hve gremjulegt það er fyrir leikhús- gesti, sem eru búnir að klæða sig í sitt fínasta skart ,að sjá, þegar komið er að leikhúsdyrunum spjald með áletruninni „sýningu aflýst, vegna ...“ — Fæstir munu hins vegar að jafnaði hugsa til þess, hve ákaflega sjaldgæft það er í raun og veru a. m. k. í hin- um stærri leikhúsurrj, að sýning- um sé aflýst — því að auðvitað geta leikarar veikzt, ekki síður en aðrir dauðlegir menn, eða orð- ið fyrir öðrum óhöppum. Og fjarvera eins leikara er nóg til þess að kollvarpa heilli sýningu — það er að segja, ef ekki get- ur komið maður í manns stað. ★ Hvíslarinn stígur upp á fjalirnar Fæst leikhús mundu hafa ráð á því að hafa varamann fyrir hvert hlutverk í stórum sem smá um sýningum, enda er það ekki gert. En samt sem áður sýnir það sig, að þegar í nauðir rekur finnst oftar en hitt einhver, sem getur fyllt skarðið og „bjargað" sýningunni. — Margar sögur af slíkum atburðum ganga meðal leikhúsfólks, og sumar eru al- þekktar — svo sem þegar hvísl- arinn klifrar upp úr „kassanum“ til þess að taka við hlutverki eins aðalleikarans, sem skyndi- lega hefir veikzt — og skilar því kannski svo vel, að hann fer ekki framan niður í „kassann“, en heldur áfram að standa á fjölun- um. Slíkt mun ekki einsdæmi. Caruso — bassi Einhver frægasta saga úr leik- húslífinu af þvf tagi, sem hér er rætt um, er um það, þegar Caruso gerðist bassasöngvari í La Boheme eftir Puccini. Rétt áður en bassasöngvarinn, sem fór með hlutverk Collines, skyldi syngja hina frægu „frakkaaríu , fékk hann einhverja slæmsku í hálsinn, og í ljós kom, að hann gat ekki sungið einn einasta tón. Nú voru að sjálfsögðu góð ráð dýr — en allt fór vel, þrátt fyrir þetta ó- happ. Garuso, sem löngum hefir ver ið talinn mesti tenórsöngvari caruso — góður allra tíma, söng bassl hlutverk Rodolfos í óperunni. Þar sem hann þurfti ekki að vera inni á sviðinu samtímis Colline, tók hann sér stöðu fremst til hliðar við sviðið — og söng „frakkaarí- una“ með fullri og þróttmikilli bassarödd. Hinn þegjandi hási söngbróðir hans lék sína „rullu“ — Það fylgir sögunni, að enginn hafi tekið eftir neinu athuga- I verðu. ★ Hlómsveitarstjórinn söng Önnur óperusaga. — Þegar Pohn Hye-Knudsen var eitt sinn sem oftar að stjórna hljómsveit sinni við óperusýningu { Kon unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn, rugluðust tveir eða þrír af söngvurunum eitthvað í ríminu, og allt virtist ætla að fara út um þúf- ur. En Hye- Knudsen var maður til að bjarga öllu við. Hann kunni bæði lag og texta — og hann tók til að syngja um leið og hann sveif laði t a k t - Hye-Knudsen sprotanum. Þann — song jg tógst honum að leiða söngvarana aftur á rétta braut, en leikhúsgestir heyrðu ekki til hans og urðu einskis varir. -Á Þegar líkið reykti! Háðfuglinn og leikarinn Storm Petersen var oftast hrókur alls fagnaðar meðal samleikenda sinna, en hann gat líka stundum sett allt úr reipunum með brelli- brögðum sínum. — í leiksýningu einni skyldi það vera meðal hinna dramatískustu atburða, er stór ferðataska var opnuð á leik- sviðinu — og við áhorfendum blasti lík myrts manns, sem kom- ið hafði verið fyrir j kistunni öllum að óvörum. Reyndar var „líkið“ aðeins uppstoppuð brúða. En hvað um það — kvöld eitt ætlaði allt um koll að keyra í leikhúsinu, þegar að þessu áhrifa mikla atriði kom — því að bæði áhorfendur og leikarar voru gripnir óviðráðanlegum hlátir. — Þegar kistan var opnuð lá Storm Petersen þar, sprelllifandi — og púaði þykkum reykskýjum úr pípu sinni út yfir sviðið. -fc Storm-P. og hatturinn Storm-Petei-sen treysti illa minni sínu — og honum var ekki heldur um það gefið að setja HVAÐ vita menn um ísland í Pakistan? Væntanlega fremur lítið — og tæplega er það hvers dagslegur viðburður austur þar, að blöð birti greinar um ísland eða íslenzk málefni, en það gerð- ist þó hinn 2. september sl. Þá birti útbreiddasta blað Pakistans, er nefnist „Dawn“, greinarstúf undir fyrirsögninni „Lýðveldið ísland (The Republik of Iceland) eftir mann að nafni Reginald Lifbor, sem mun hafa dvalizt hér á landi í sumar eða haust. ' ★ Lifbor greinir fyrst frá fisk- veiðideilunni við Breta — að mestu á hiutlausan hátt, en ber.d- ir á, að allt virðist benda í þá átt, að ríkjum verði framvegis leyft að ákvarða landhelgi sína sjálf — a.m.k. allt upp að tólf allt sitt traust á hvíslarann. Hann hafði því þann hátt á, að halda alltaf á hatti í hendinni, þegar hann var á svið- inu — en í botn- inn á hattinum límdi hann smá- miða með lykil- orðum að þeim „replikkum", er hann átti erfið- ast með að muna. Margir veltu því fyrir sér, hvers vegna maðurinn væri alltaf með hatt í — hatturinn brást hendinni — en fáir gátu gert sér grein fyrir á- stæðunni. Jæja, svo var það eitt sinn, að tvö leikrit voru æfð á sama tíma — og Storm-Petersen lék í þeim báðum. Þetta kostaði hann að sjálfsögðu tvo „minnishatta". Og auðvitað kom að því, að hann ruglaðist á þeim — kom inn á sviðið á lokaæfingu á leikriti A, sveiflandi borginmannlega hatt- inum, sem tilheyrði leikriti. B. — Menn geta sjálfsagt ímyndað sér, hvernig farið hefir um æfinguna þá. „Dó“ af hræðslu í einni sýningu Konunglega leikhússins í Höfn var hápunkt- urinn sá, er Olaf Poulsen skyldi fremja sjálfsmorð á sviðinu — stinga sig í gegn með sverði. Eitt kvöldið uppgötvaði leikarinn, þeg ar að þessu dramatíska atriði kom, að hann hafði gleymt 'að taka með sér inn á sviðið hið ó- missandi tæki til þess að fremja sjálfsmorðið með. Hvíslarinn glápti stjörfum ang- istaraugum á leikarann, en gat auðvitað ekkert hjálpað í slíku tilfelli. En Olaf Poulsen bjarg- aði því, sem bjargað varð. Hann fórnaði höndum og hrópaði af djúpri tilfinningu: „Mit sværd er væk — jeg dpr af skræk“ — og hneig síðan „örenöur“ niður, á ákaflega sannfærandi hátt......... um réttarreglur á hafinu. — 1 greininni er m. a. bent á, að fisk- ur og fiskafurðir nemi um 97% af öllum útflutningi íslendinga. Síðan segir: — „Það er vel skiij- anlegt, að íslendingar vilji verja rétt sinn á þessu sviði, því að hér er raunverulega um líf og dauða þjóðarinnar að tefla“. — Fleira í greininni ber vott um það, að samúð höfundar er íslandsmegxn. ★ í síðari hluta greinar sinnar rekur Lifbor sögu þjóðarinnar í stórum dráttum, en einkum þó sögu Alþingis og starfshætti þess allt frá upphafi — og getur þess m. a., að það sé talið elzta lög- gjafarþing í Evrópu. — Einnig lýsir hann flokkaskipun í land- inu eins og hún er nú. Yfirleitt má segja, að grein þessi sé skrifuð af nokkurri þekkingu á landi og þjóð, og að rétt sé með farið í flestum at- er máli skipta. mílna markinu. Vísar hann þar m. a. til þróunar mála á Genfar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna jriðum, j Margar sögur ganga af snarræbi ) \ og ráðsnilld leikhúsfólks, Jbegar \ s s \óvænt óhöpp ber að höndum á sviðinul ísland kynnf í Pakistan Storm-Petersen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.