Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 22
22 MORGVJVBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. sepf. 1959 handbox tint-n-set Crcioið, þai litar og leggur Iiárið Fyrir dökkhærðar eða ljóshærðar — allan háralit, bæði skollitað og grátt. f>ér getið lagt hárið og lífgað það með lit líka. Með Bandbox Tint-n-set, gjörið þér hvor- tveggja í einu. Ekki skol, ekki fastur litur, þessi nýi krem- vökvi gerir lagninguna endingargóða og hárið gljáandi með fallegum lit. Hvernig sem hinn eðlilegi háralitur er, þá gjörir Bandbox Tint-n-set hárið aðlaðandi og gljáandi. Greiðið aðeins Tint-n-set í gegnum hárið. Engin blanda, ekkert skol. (Þvæst úr strax, ef þér óskið að skipta um blæ). Dásamlegt, Tink-n-set! Fáið yður túbu í dag áður en þér þvoið yður næst. Fallegri bylgjur, og jafnframt litur Sex fallegir litir: Russet Brown, Chestnut GIow, Auburn Gold, Golden Blonde, Silver Blue, Smokey Grey. Og munið alltaf eftir að nota BANDBOX SHAMPOO! fslenkur leiðarvísir fylgir hverjum pakka. LEIÐBEININGAR um öryggl og eftlrlit dráttarvéla Hvort sem dráttarvélin er ný eða görnui, |>á er gott eftirlit og regluleg hirðing höfuðskilyrði t>ess, að hún reynist örugg I akstri og endist lengi Vér höfum nú gefið út litprentaðan, handhægan bækling með margvlslegutti leiðbeiningum um öryggi og eftírlil , fHjW dráttarvéla. Þennan bækling mununi vér senda ókeypis Og burðar gjaldsfrítt hverjum þeim, er þess óskar. Sendið oss nafn yðar og heimilisfang og vér sendum yður um hæl Leiðbein- ingar um öryggi og eftirlit dráttarvéla, JOa« f/q/tarcfaá. BÆNDURi Guðlaug Kristinsdóttir FH setti ágætt met í fimmtarþraut Athyglisverður árangur litt þjálfaðra stúlkna * í síðustu viku fór fram í fyrsta sinni hér á Iandi keppni í fimmt- arþraut kvenna. Keppendur voru 5 talsins frá FH og ÍR. Árangur í keppninni varð góður, einkura þegar tillit er tekið til þess að forystumenn frjálsíþróttamála í samböndum og innan félaga hafa lítið sem ekkert sinnt þátttöku kvenfólks í þeim. ★ Guðlaug Kristinsdóttir FH sigr aði í keppninni og náði prýðis- góðum árangri, hlaut 3034 stig. — Hefur sjaldan eða aldrei verið staðfest tiltölulega betra met i grein, þar sem ekki hefur áður farið fram keppni í hérlendis. — Afrek Guðlaugar í einstökum greinum voru þessi — kúluvarp 10.21 m, hástökk 1.36 m., 200 m hl. 28.8 sek., 80 m grindahlaup 15.9 sek. og langstökk 4.14. m ★ Önnur í keppninni varð Rann- veig Laxdal ÍR hlaut 2657 stig og vakti verðskuldaða athygli því hún hefur lítið eða ekki komið fram í fr'jálsíþróttum áður. Afrex hennar voru (í sömu röð) 7.36 m.,1.31 m, 28,7 (bezti árang- ur í 200 m hl. kvenna í ár) 17,5 sek. og 4.22 m. Mjöll Hólm ÍR, varð þriðja Enska knatispyrnan 9. UMFERÐ ensku deildarkeppn- innar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit þessi: 1. deild Birmingham Leichester ......... 3:4 Blackburn — Arsenal ........... 1:1 Blackpool — Wolverhampton ..... 3:1 Bolton — Fulham ........jr..... 3:2 Chelsea — West Ham ............ 2:4 Everton — Sheffield W.......... 2:1 Luton — N. Forest ........... 1:0 Manchester City — Manchester U. 3:0 Newcastle — Burnley ........'.. 1:3 Tottenham — Preston ........... 5:1 W.B.A. — Leeds ................ 3:0 2. deild Brighton — Plymouth ........... 2:2 Bristol Rovers — Portsmouth ... 2:0 Cardiff — Rottherham .......... 1:4 Derby — Liverpool ............. 1:2 Huddersfield — Aston Villa .... 0:1 Hull — Schunthorpe ............ 0:2 Ipswich — Sunderland .......... 6:1 Leyton Orient — Lincoln ....... 4:0 Middlesborough — Charlton ...... 3:0 Sheffield United — Bristol City 5:2 Swansea — Stoke ............... 2:2 Nú er svo komið, að aðeins 2 lið afþeim 92, er keppa í ensku deildarkeppninni, eru ósigruð, en þau lið eru Totthenham úr 1. deild og Millwall úr 4. deild. — Tottenham heldur áfram sigur- göngunni og er nú 2 stigum á undan Wolverhampton, Arsenal og Burnley, sém öll hafa 12 stig. — Mikla athygli vekur sigur Manchester City yfir Manchester United, sérstaklega þegar þess er gætt hve lélega leiki Manchester City hefur átt undanfarið. — Lut on hefndi fyrir ósigurinn á Wembley, en Sid Owen fram- kvæmdastjóri Luton reynir án afláts að kaupa nýja menn og hefur hann t.d. boðið 10 þús. pund í Cliff Holton, en þann leikmann keypti Watford af Arsenal sl. ár. — Margir frægir leikmenn eru meiddir og eru þar á meðal Mel Charles (Arsenal), Roy Bentley, Jonny Haynes, Graham Leggat (allir frá Ful- ham), George Allen (Birming- ham), Lofthouse (Bolton), Ray Barlow, David Burnside (báðir frá W.B.A.). — Hinn þekkti leik maður Wolverhampton, Jimmy Mullen, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Mullen, sem er 36 ára er fæddur í Newcastle og hóf að leika með Wolverhamp- ton 14 ára gamall árið 1937. Hann lék 12 landsleiki, var þrisvar í liði er vann deildarkeppnina og var í liðinu, árið 1949, er sigraði bikarkeppnina. 1. deild Tottenham 9 5 4 0 24:10 14 W ol verhampton 9 5 2 2 29:17 12 Arsenal 9 4 4 1 15:9 12 Burnley 9 6 0 3 20:17 12 Blackburn 8 4 2 2 15:9 10 W.B.A. 9 3 4 2 18:11 10 West Ham 9 3 4 2 18:16 10 Preston 9 3 3 3 15:18 9 N. Forest 9 3 3 3 9:11 9 Blackpool 9 3 3 3 11:14 9 Leichester 9 3 3 3 15:21 9 Fulham 9 4 1 4 16:24 9 Manchester United 9 3 2 4 21:20 8 Chelsea 9 3 2 4 19:20 8 Manchester City 9 4 0 5 18:20 8 Leeds 9 3 2 4 12:20 8 Sheffield W. 9 3 1 5 13:13 7 Bolton 9 3 1 5 13:14 7 Everton 8 2 3 3 11:13 7 Luton 9 2 3 4 8:11 7 Newcastle 9 2 2 5 13:20 6 Birmingham 9 1 3 5 13:18 5 2. deild Aston Villa 9 7 1 1 18:7 15 Middlesborough 9 5 3 1 26:10 13 Cardiff 9 6 1 2 18:13 13 Sheffield United 9 5 2 2 21:13 12 Leyton Orient 9 4 3 2 20:13 n Huddersfield 9 5 1 3 18:12 n Charlton 8 4 3 1 18:13 n Stoke 9 4 2 3 19:15 10 Rotherham 9 3 4 2 17:14 10 Bristol Rovers 8 3 4 1 11:10 10 Sunderland 9 4 2 3 14:17 10 Liverpool 9 4 1 4 18:15 9 Brighton 9 3 3 3 15:14 9 Swansea 9 4 1 4 17:16 9 Ipswich 9 4 0 5 21:17 8 Scunthorpe 9 2 3 4 8:13 7 Plymouth 9 2 3 4 12:20 7 Derby 9 2 1 6 13:19 5 Hull 9 2 1 6 11:27 5 Portsmouth 9 1 2 6 10:19 4 Lincoln 9 2 0 7 7:22 4 Bristol City 9 1 1 7 13:24 3 Nemar i rennismíði Getum tekið nú þegar nokkra menn á aldrinum milli tvítugs og þrítugs til náms í rennismíði. Nánari upplýsingar hjá yfirverkstjór- anum. Lantíssmiðjan Guölaug Kristinsdóttir með 1827 stig, fjórða Svala flólm ÍR og fimmta Helena Óskars- dóttir ÍR. ★ Jóhann Bernhard hefir verið ötulastur við að kveikja líf I frjálsíþróttum kvenna og hann á þakkirnar skilið fyrir að þessi keppni fór fram. Vonandi sjá nú allir sem hlut eiga að máli að hér er verið á réttri braut. Má því vænta enn meira lífs og fjörs í þessari grein á næsta ári. — Góðir gestir Frh. af bls. 3. Kricka. Koutný (baryton) söng einnig lög eftir Dvorrák og Smet- ana. Mikula lék „Bæheimska dansa“ eftir Smetana á flygilinn, og fiðluleikarinn Petr Vanek lék verk eftir Josef Suk og Slavik. Þá er enn ótalin Jana Svejuoc- hová píanóleikari, sem bar hita og þunga dagsins og lék með öll« um nemendunum, nema píanó- leikaranum Mikula. Leikur henn- ar var framúrskarandi. Allt aru þetta úrvalsnemendur, eins og að líkum lætur, og munu sumir þeirra eflaust eiga mikla framtíð fyrir sér. Mikla athygli vakti t. d. fiðluleikur Petr Vaneks, sem var mjög glæsilegur. En allur var tónflutningurinn með miklum menningarblæ. Þessum gagnkvæmu heimsókn- um íslenzkra og tékkneskra tón- listarnemenda ber að fagna. Hin tékkneska þjóð er gagnsýrð af músík, og í tónlistinni fann þjóðin löngum fróun og huggun í þreng- ingum sínum. Þjóðlög Tékka efu talin skipta tugþúsundum, en á þeim og í anda þeirra hafa hinir miklu meistarar Tékka, Smetana og Dvorrák o. fl., skapað ódauð- lega list, sem er nú sameign alls heimsins. Við fögnum þessum góðu gest- um innilega og þökkum þeim komuna hingað.P. í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.