Morgunblaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 2
4
2
MORCUNRLAÐ1Ð
Laugardagur 17. okt. 1959
r*
Tveir smábarnagæzluveHir
opnaðir í gær
Gæzluvellir eru nú reknir á 17
stöðum i bænum
í GÆR voru opnaðir í Reykjavík
tveir nýir smábarnagæzluvellir
við Ljósheima og Kambsveg og
eru þá gæzluvellir á 17 stöðum
í bænum, auk tveggja þar sem
er smábarnagæzla að sumarlagi.
Jónas B. Jónsson, form. leikvalla
r.efndar opnaði vellina að við-
stöddum borgarstjóra, bæjar-
ráði o. fl. gestum.
Á seinni árum hefir einkum
verið stefnt að því, að koma upp
smábarnagæzluvöllum í hinum
ýmsu hverfum bæjarins..
Liðin eru 6 ár síðan fyrsti smá-
bamavöllurinn, þ. e. völlurinn
við Skúlagötu, var opnaður, en
nú eru smábarnagæzluvellirnir
14 að meðtöldum Grettisgötuleik
vellinum, þar sem smábarna er
gætt kl. 1,30—4 e.h. og tveimur
sumarleikvöllum. Vellirnir eru
ætlaðir börnum tveggja til fimm
ára og geta mæður eða aðrir að-
standendur barnanna haft þau á
þessum völlum í öruggri gæzlu
og komast börnin ekki út af
vellinum sjálf. Börnin geta
dvalizt þarna 2—3 stundir á dag,
fyrir og eftir hádegi. Það er til.
skilið, að börnin séu ekki send
á leikvellina nema þau séu frisk
og það verður að sækja þau, ef
veður er mjög slæmt. Á leikvöll-
unum eru tvær gæzlukonur og
er ekkert gjald tekið fyrir gæzi-
una.
Aðsóknin að völlunum mjög góð
Húsin á nýju gæzluvöllunum
tveimur eru byggð eftir sömu
teikningu og þau hin fyrri, og
hafa þá alls verið byggð 7 skýli
eins. Teikninguna gerði Skúli
Norðdahl í samráði við leikvalla
nefnd, en bygginguna annaðist
Rósmundur Runólfsson, bygg-
ingarmeistari.
Stærð leiksvæðisins við Ljós-
heima er um 1.900 m2 og mun
það vera stærsti smábarnabæzlu
völlurinn £ bænum. Völlurinn
við Kambsveg er 800 m2 og er
það helmingur hins fyrirhugaða
leiksvæðis. Eru þessir vellir sem
•ðrir búnir ýmsum tækjum, sem
börnin una vel við og hefir ver-
ið stefnt að því, að hafa þau sem
fjölbreyttust. Vellirnir tveir
voru mjög vel sóttir strax í gær.
Á Ljósheimavöllinn komu 150
börn um morguninn og heldur
fleiri síðdegis, og við Kambsveg
komu um 70 börn bæði um morg
uninn og síðdegis.
Aðsókn barna á leikvelli bæj-
•rins er hajög mikil. Tala heim-
sókna á vellina fyrir og eftir
hádegi var árið 1958 samtals 311,
319, en 9 fyrstu mánuði þessa
árs (til septemberloka) 319, 946.
Aðrir leikvellir en smábarna-
gæzluvellirnir eru nú 6 í bænum
og auk þess eru um 30 leiksvæði,
þar sem engin gæzla er.
KOSNIN GASKRIF-
STOFA SJÁLF-
STÆÐISFLOKKSINS
í REYKJAVÍK
er í Morgunblaðshús-
inu, Aðalstræti 6, II.
hæð. — Skrifstofan er
opin alla daga frá kl.
10—22. —
k ★ k
Stuðningsfólk flokksirs
Við gæzlu á leikvöllum starfa
34 gæzlukonur og á sumrin vinna
þar einnig stúlkur úr Vinnuskóla
Reykjavíkur. Umsjón með völl-
unum annast Jens Guðbjörns-
son og verkstjóri er Bjarnhéðinn
Hallgrímsson. Rekstur lei#/all-
anna kostaði árið 1958 tæpar 2,3
millj. króna, en 20 sept. sl. var
reksturkostnaður 1959 orðinn 1,6
millj. kr.
Næsta viðfangsefni — fjöruleik-
vellir
Jónas B. Jónsson form. leik-
vallanefndar gat þess, er vell-
irnir voru opnaðir í gær, að
nefndin teldi þörf bæjarbúa e. t.
v. ekki fullnægt fyrir smábarna-
velli en komið væri það mikið
net af slíkum völlum, að leik-
vallanéfnd teldi tíma til kominn
að snúa sér að öðrum almennum
leikvöllum og skrautgörðum í
sambandi við þá. Einnig mun
leikvallanefnd leggja til að á
næsta ári verði gerð tilraun með
fjöruleikvelli, og hefur hún í^.
unum. Einnig ber nokkuð á því
að börn eru að leik á götum
rétt hjá völlunum, en að sjálf-
sögðu er æskilegra að vellirnir
séu nytjaðir fyrir þessi börn.
Á leikvöllunum eru skemmti-
leg leiktæki, sem leikvallanefnd
hefur látið gera. Eru þessi tæki
framleidd f Smið h.f., sem einnig
selur þau almenningi við vægu
verði.
Samkoma
í Eyjum
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Vest-
mannaeyjum halda samkomu i
samkomuhúsi Vestmannaeyja,
sunnudaginn 18. okt. kl. 4 sd.
Ræður og ávörp flytja: Guð-
laugur Gíslason, Ingólfur Jóns-
son, Sigurður Ó. Ólafsson og Jón
Kjartansson.
Árni Jónsson, óperusöngvari
syngur einsöng og leikararnir
Haraldur Á. Sigurðsson og Ómar
Ragnarsson skemmta með upp-
lestri og gamanþáttum, að lokum
verður dansað.
Börnin una sér á nýja leikvellinum við Ljósheima.
huga tvo staði, við Elliðaárvog®-
og Skerjafjörð.
Hann minntist á að algengt er
að skemmdarverk séu unnið á
leikvöllunum, og að æskilegt
væri að fólk sem býr í nánd við
þá og aðrir hefðu auga með völl-
Drengur liljóp
a
bíl
UM kl. htálffimm í gær meidd-
ist lítill drengur á höfði er hann
hljóp aftan til á bíl móts við
Vesturgötu 21. Drengurinn heitir
Karl Snorrason. Var hann fluttur
í Slysavarðstofuna, og síðan
heim til sín, þar eð hann reynd-
ist ekki mikið meiddur.
er beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna
og gefa henni upplýs-
ingar varðandi kosn-
ingarnar.
~k ★ ~k
Athugið hvort þér séuð
á kjörskrá í síma
12757.
~k ★ ~k
Gefið skrifstofunni upp-
lýsingar um fólk sem
verður fjarverandi á
kjördag, innanlands og
utan.
k k k
Símar skrifstofunnar eru
13560 og 10450.
Lj ósiiiyndasýning
FÉLAG áhugaljósmyndara opn-
aði Ijósmyndasýningu í Mokka-
kaffi við Skólavörðustíg, 13. þ. m.
Þar sýna 9 félagsmenn 19 myndir.
Viðfangsefnin eru fjölþætt, m. a.
má nefna myndir eins og „1. maí“
(af skóladrengjum í kröfugöngu),
„Eggert Gilfer við taflborðið",
„ísaður reiði“, „í landhelgi", og
„Hjól tímans". Sýningin verður
opin í tvær vikur.
Nýstárlegt tón-
verk kynnt í há-
skólanum
TÓNLISTARKYNNING fer fram
í hátíðasal Háskólans sunnudag-
inn 18. þ.m. kl. 5 e. h. Verður þar
flutt af hljómplötutækjum skól-
ans verkið „Carmina Burana"
eftir Carl Orff, fyrir kór, ein-
söngvara og hljómsveit.
Textarnir eru á latínu og
þýzku úr kvæðaaafni frá 13.
öld, sem geymir kveðskap flökku
stúdenta frá miðöldum, veraldleg
kvæði, sem lofa vorið, vínið og
ástina. Verkið er samið 1937 og
hefur síðan hlotið miklar vin-
sældir víða um heim, enda fjarri
því að vera tormelt, þótt nýstár-
legt sé. Höfundurinn er einn af
kunnustu tónskáldum Þjóðverja,
sem nú eru uppi, pn eftir hann
hefur ekkert verið flutt opinber-
lega hér á landi, nema eitt kór-
lag (úr Carmina Catulli), sem
Polyfonkórinn söng í sl. vetri.
Guðmundur Matthíasson tón-
listarkennari mun kynna höf-
undinn og verkið fyrir áheyr-
endum
Byggingarsamvinnufélag iðnverkafólks var stofnað fyr-
ir rúmu ári. Var þá þegar hafizt handa um byggingu
fjölbýlishússins á myndinni hér að ofan. I næsta mánuði
munu íbúðirnar verða afhentar, fokheldar. Eru það 24
íbúðir 2—4 herbergja — Sjá bls. 12 og 13.
Flugvallargerð á
ísafirði miðar hægt
ÍSAFIRÐI, 15. okt. — ísfirzku
togararnir hafa nýlega land-
að afla sínum hér á ísafirði. Sói-
borg landaði í síðastliðinni viku
tæpum 180 lestum af karfa, og
Isborg landaði í gær um 150 .cst-
um af karfa og þorski. Svo i'la
gekk að fá fólk við löndun og
hagnýtingu aflans að gefa varð
leyfi nemendum í efri bekkjum
Stjórnarkjör
í Iðimemafélagi
Hafnarfjarðar
AÐALFUNDUR Iðnnemafélags
Hafnarfjarðar var haldinn í gær-
kvöldi. Var fundurinn ágætur og
mikill áhugi á að efla félagsstarf-
ið. —
Á fundinum fór fram stjórnar-
kjör. Formaður var kjörinn Vai-
ur Guðmundsson, varaform. Jó-
hannes Karlsson, gjaldkeri Barði
Guðmundsson, ritari Baldur Sig-
urðsson, meðstjórnandi Örlygur
Benediktsson og varamenn Jó-
hann Kárason, Sigurður Kristins-
son og Ragnar Júlíusson.
Fulltrúar á Iðnnemaþing voru
kjörnir Valur Guðmundsson,
Barði Guðmundsson og Jóhannes
Karlsson.
i De Gaulle !
! s-graði, en... i
I PARÍS 16. óktóber. \
i ÁÆTLUN de Gaulles um að s
^ veita Alsírbúum sjálfs- )
S ákvörðunarrétt var sam- ^
) þykkt í fulltrúadeild s
| franska þingsins með 441 )
S atkvæði gegn 23, en þing- ^
i menn Alsír, 60 talsins, tóku j
\ hvorki þátt í umræöum né )
S atkvæðagreiðslu. í nótt, eft- |
) ir að þingfundi var lokið, ;
• gerðu fjórir menn vélbyssu- s
( árás á Mitterand, fyrrum )
S ráðherra, er hann ók heim- j
i leiðis um götur Parísar. — s
S Mitterand, sem er úr hópi )
S stuðningsmanna de Gaulle, ;
i forðaði sér út úr bílnum og s
\ inn í skemmtigarð, sem var j
S þar hjá — og sakaði ekki. •
) Mennirnir komust í brott, s
■ óttast er, að ofstækisfullir )
S hægrimenn ætli nú að hefja •
S blóðuga baráttu gegn fylgis- s
• mönnum de Gaulles og fraiu S
S kvæmd Alsíráætlunarinnar. ■
j Hefur lögreglan gert ýmsar s
• varúðarráðstafanir og býst s
S nú við hinu versta.
s ‘
Gagnfræðaskólans til að vinna að
honum.
Undanfarnar vikur hefur verið
hér einmuna milt tíðarfar. I sið-
ustu viku var 15—17 gráðu hiti
dag eftir dag, en allúrkomusamt
hefur verið og er enn.
Vélfræðinámskeið er nýtekið
til starfa hér á vegum Fiskifélags
íslands. Nemendur eru 15 að tölu.
Forstöðumaður námskeiðsins er
Guðmundur Þorvaldsson.
Vegna rigningarinnar hefur
flugvallargerðinni hér miðað
verr en ráð var fyrir gert. Eftir
heimildum þeirra, sem bezt vita,
eru engar líkur á að hægt veröi
að taka flugvöllinn í notkun fyrr
en á næsta vori. — GK.
Marshall látinn
WASHINGTON, 16. okt. Georg«
Marshall, hershöfðingi, lézt i
Walter Reed sjúkrahúsinu lauat
eftir kl. 23 í kvöld. Hann var 78
ára að aldri. Marshall hafði ver-
ið sjúkur síðan 15. janúar, er
hann fékk hjartaslag. í marz
var hann í skyndi lagður j sjúkra
hús — og síðan hefur hann leg-
ið þar nær algerlega lamaður.
Það var hann, sem lagði frum-
drógin að hinni geysivíðtæku að-
stoð. sem Bandaríkin veittu
Evrópulöndum eftir styrjöldina,
hinni svonefndu Marshall-aðstoð.
Marshall varð yfirmaður Banda-
ríkjahers á styrjaldarárunum og
hann átti mestan þátt í áætlun
Bandamanna um töku Þýzka-
lands með innrás í V.-Evrópu i
stað innrásar frá Balkanskaga,
eins og Churchill lagði til. Hann
varð utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna 1947.