Morgunblaðið - 17.10.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.10.1959, Qupperneq 10
10 MORCmvnr áfíin Laugardagur 17. okt. 1959 M ol a r frá Grikklandi í SEPTEMBERMÁNUÐI, þegar farið var að hausta á íslandi og búið að rigna stanzlaust í hálfan mánuð hér á Suðurlandi, lent- um við í sólskini og yfir 30 stiga hita á flugvellinum í Aþenu, 16 blaðamenn frá 13 þátttökulönd- um Atlantshafsbandalagsins. Við áttum þangað öll sama erindi, að kynnast ofurlítið Grikklandi eft- ir því sem hægt væri á örskömrn- um tíma. Áður en margir dagar voru liðn- ir, höfðum við fengið staðfest það, sem við vissum reyndar áð- ur, að Grikkland er fagurt, en fátækt land. Við fengum að ferð- ast ofurlítið um og kynnast hinni dásamlegu náttúrufegurð lands- ins, frjálslegum og óendanlega gestrisnum íbúum þess og hinni gömlu menningu þeirra. Ég ætla ekki að fara að þylja upp skýrslur um efnahagslega erfiðleika Grikkja, sem eru mikl- ir. Orsakir þeirra eru ýmsar. Grikkir áttu í styrjöld lengur en nokkur önnur Evrópuþjóð, þar eð svarandi 280 bandarískum dölum á mann á ári og vöruskiptajöfn- uður við útlönd óhagstæður. Tóbakið sélst ekki. Grikkjum gengur illa að selja tóbakið sitt, sem gefur um helm- inginn af innkomnum tekjum, en tóbaksjurtin er það eina, sem hægt er að rækta á stórum svæð- um vegna þurrka, einum í Make- dóníu. Við komum í tóbaksverksmiðju Papastratosanna í Pierus. — I verksmiðjunni starfa 1800 manns. Stúlkurnar sátu í löngum röðum og hömuðust við að vinna, búa tii sígarettur, setja saman sígarettu- pakka, raða í þá, ganga frá þeun o. s. frv. Þetta voru allt komung- ar stúlkur, 14—16 ára gamlar, en þær voru ótrúlega handfljótar við vinnuna. Mér var sagt, að ef stúlka getur ekki raðað sígarett- um í 1200 pakka á dag, þá þurfi hún ekki að gera sér vonir um vinnu. Aftur á móti fær hún uppbót á kaupið, ef hún fer yftr Grísk telpa sækir vatn í leirker. borgarastyrjöldin tók við að heimsstyrjöldinni lokinni og stóð til 1949, og Grikkir telja af feng- inni reynzlu nauðsynlegt að verja geysimiklu af þjóðarteki- unum til landvarna.. Auk þess er landið ófrjósamt, aðeins fjórð- nngur þess ræktað land, þar sem 63% af þjóðinni hefur þó sitt .ífs- viðurværi. Nokkuð mikið ber á atvinnuleysi, meðaltekjur virm- andi einstaklinga eru lágar, sam- það. Og fyrir 8 tíma vinnu fær stúlkan 40 drakma, sem samsvar- ar 1V3 bandariskum dal á dag. Verksmiðjan hefur ekki leyfi til að láta starfsfólkið fá eftirvinnu, verður heldur að bæta við fleir- um í vinnu. Verksmiðja þessi var að nokkru búin vélum, en mörg handtök, sem hægt er að vinna í vélum voru þó unnin þar í höndunum. Sem ég stóð þarna í hávaða og Kýpurbúar í dansi. Aðcins kanmennirnir taka þátt í dansinum, rammri tóbaksfýlu, kom ég allt í einu auga á Hellas-sígarettu- pakka. Þeir komu mér kunnug- lega fyrir sjónir. Ég spurði for- stjórann hvort hann flytti ekki sigarettur til íslands. Hann hélt nú það. íslenzka tóbakseinkasal- an væri góður viðskiptavinur. Ef önnur lönd flyttu annað eins magn inn miðað við fólksfjölda, þá þyrfti hann ekki að kvarta, auk þess sem íslendingar flyctu aðeins inn beztu og um leið dýr- ustu sígarettumar. Stærsta við- skiptaland sitt væri Þýzkalar.d, en Þjóðverjar keyptu aðeins ódýr ustu tóbakstegundirnar. Þannjg safna menn og þjóðir víst auði. En eyðslusemi íslendinga bjarg ar ekki Grikkjum frá því að sitja uppi með sígarettubyrgðir sínar, því víðast hvar í veröld- inni er fólk búið að venja sig á Virginíutókbak og vill ekki lengur austurlenzkt tóbak. Að sjálfsögðu eru ekki al'ir bændur í Grikklandi eins illa staddir og tóbaksræktendurnir. Við komum í auðugt vínekru- hérað í Attíku, þar sem bæjar- stjórinn tók á móti okkur með þrumandi ræðu, sem útvarpað V£ir með hátölurum yfir aðaltorg þorpsins. Að vísu skildi ekkert okkar grísku og enginn var úti á torginuu að hlusta, þar sem bændurnir og konur þeirra voru önnum kafin við að tína vín- berin sín úti á ökrunum, en ræð- an var sýnilega ákaflega hjart- næm. Á eftir bauð bæjarstjórnin okkur upp á lambasteik, eins og hún er matreidd á íslandi, nema hvað sósuna vantaði, og borðað var þurrt franskbrauð með í stað kartaflna. En Grikkir hafa kvik- fjárrækt eins og við, og lamba- kjöt því algengasta kjötið á mavis aðinum. Paradís ferSamanna. Grikkir hafa nú hafið fram- kvæmd fimm ára viðreisnaráætl- unar, sem þeir gera sér miklar vonir um að muni bæta ástandið. í þessari nýju viðreisnaráætl- un er aukning ferðamanna- straumsins stór liður. Með því að byggja hótel og auka þægindi ferðamanna í landinu, hefur Grikkjum tekizt að auka ferða- mannastrauminn úr 83 þúsund manns í z80 þús. á 7 árum, og þar með gjaldeyristekjurnar úr 4 millj. í 41 millj. Er gert ráð fyrir að eftir 5 ár geti Grikkir reiknað með a. m. k. 600.000 ferðamönnum á ári. Grikkland er hreinasta Paradís fyrir ferðamenn. Loftslag er milt, aðeins 21 sólarlaus dagur á ári, landslag dásamlega fagurt og hvarvetna eru sögulegar minjar um 3000 ára gamla menningu, sem allur heimurinn byggir á enn þann dag í dag. Grikkir hafa öllum þjóðum fremur gefið heiminum hugsjon- ir og tilfinningu fyrir fegurð í höggmyndalist, byggingarlist og bókmenntum. Hjá þeim fæddust fyrstu lýðræðishugmyndirnar löngu fyrir Krists burð. Það voru grískir heimspekingar, sem fyrst- ir komu fram með þá hugmynd, að ef menn væru frjálsir, þá gætu þeir stjórnað sér sjálfir. Fram að þeim tíma hafði sú skoðun ráðið, að ríki hlyti að byggjast upp af hollum þegnum, sem hlýddu skilyrðislaust valdamikJ- um stjórnanda. Grikkir stoltir af fornri menn- ingu. Grikkland er ákaflega fjöllótt og bert land og því ekki ósvipað okkar eigin landi hvað lands- lag snertir. Þar er það sólin, sem Varðmaður við konungshöllina í Aþenu. brennt hefur landið og vatnsleys- ið, sem gerir það gróðurvana. Litir eru aðrir en hér. Jarðveg- urinn er hlýlega rauður og klett- arnir hvítir. í hitamóðunni hafa fjöllin og eyjarnar, sem hvar- vetna gnæfa upp úr Miðjarðar- hafinu, undarlega heillandi áhrif. í Grikklandi sendir allur gróð- ur frá sér undarlega sterkan ilm — tré, blóm og jafnvel matjurtir. Það gerir það m.a. að verkum, að ferðamönnum finnst Grikkland eitthvert yndislegasta land, sem þeir þekkja. Þar teygja olífuvið- artré og dökk kýprusviðartré sig tignarlega upp í loftið, eitt og eitt, en ekki í heilum skógum, svo hvert þeirra fær notið sín. Og íslendingurinn rekur upp stór augu og fær vatn í munninn, þegar hann ekur fram hjá appex- sínutrjám og sítrónutrjám, sem svigna undan ávöxtunum, eöa melónubreiðum. Það sem er gamalt í Grikk- landi, er vissulega svó gamait, að íslendingur, sem er vanur að telja hina 1000 ára sögu sína eigin lands gamla, á erfitt mcð að gera sér fulla grein fyrir því. Maður verður alls staðar var við stolt Grikkja og ást á sinni gömlu menningu, þó einstaka manni finnist það sem í dag er að ger- ast, hverfa fullmikið í skuggaan. Þrjár stúlkur, sem voru fylgdar- menn okkar og túlkar, eru ailar háskólamenntaðar í fornum fræð um. Þær sögðu sögu lands s.ns af þvílíkum ákafa og stolti að við gátum ekki annað en kímt að þeim. „Alveg eins og íslending- ar“, varð þá einum úr hópnum að orði, en hann hafði verið á íslandi í svipaðri ferð. Framh. á bls. 15. Hin fornhelga Akropolishæð. Parþenon lengst til hægri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.