Morgunblaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. okt. 1959
1U O R C r / V R r 4 Ð 1Ð
11
Af sjónarhóli
sveitamanns
SLÆTTINUM er lokið.
Loksins.
Ef maður vildi gefa slættin-
um 1959 sérstakt heiti þá væri
það líklega þetta: Heyskapur
gengur ekki neitt. Þetta gang-
leysi er samt af allt öðrum á-
stæðum heldur en á Hallfreð-
arstöðum forðum daga. Nú
vantaði bara þurrkinn eins og
fyrri daginn. Allir biðu eftir
honum. Grasið spratt úr sér á
túnunum og heyið sölnaði í
flekkjunum og ljánni. Enginn
nema sá, sem sjálfur hefur
reynt, getur ímyndað sér hve
þreytandi það er að stunda hey
skap £ óþurrkatíð. Ég held það
hljóti að vera enn þá verra
heldur en að vera á síld í algerri
ördeyðu. Þar er manni þó hlíft
við því að sjá verðmætin eyði-
leggjast fyrir augunum á sér.
En þegar grasið er að skemm-
ast, heyið að hrekjast í rosan-
um, þá eru bóndans mestu verð
mæti að fara forgörðum. Það
er blóðugt að horfa upp á slíkt
Áburðarkaupin eru nú orðin
stærsti liðurinn í rekstursút-
gjöldum hvers bónda og það gef
ur því auga leið að hagur hans
og afkoma er meira komin und
ir því en flestu öðru hvernig
áburðurinn nýtist, að hve
drjúgum notum hann kemur ár
hvert. En þegar rosinn ríkir og
bóndinn hefur fá eða engin
tæki til að verjast honum. þá
er meira og minna af áburðar
peningum hans að rigna niður
í jörðina.
Við þessu er aðeins eitt svar
og það er: Hagnýtari heyverk-
unaraðferðir. Þetta hef ég nú
lengi vitað, mun margur bónd-
inn segja. Um það skal ekki ef-
azt. En hitt er víst að, það hef-
ur aldrei verið jafnáríðandi fyr
ir bóndann og nú áð kunna á
þessu hin réttu tök og vera sem
óháðastur veðurfarinu um hey-
verkunina — geta tekið grasið
af túninu og komið þvf í garð
þegar bezt hentar. Eins og all-
ir sveitamenn vita eru tvær að-
ferðir til betri heyverkunar:
súrheysgerð og súgþurrkun. Um-
bætur á þessum heyverkunarað-
ferðum og aukning þeirra er pví
það, sem keppa ber að til að sigr-
ast á óþurrkunum og afleiðing-
um þeirra. Þegar þær eru orðnar
svo almennar, að hver bóndi í
landinu stundar þær og finnst
þær sjálfsagður liður við heyófl-
un sína, má segja að heyverkun:n
sé komin í jafngott horf og rækt-
unin er nú. Þess vegna er það
nauðsynlegt, að nú sé lögð á-
herzla á það, bæði með auknum
opinberum fjárframlögum og
hvatningar- og upplýsingarstarfi
ráðunautanna að koma upp nauð •
synlegum tækjum til þessarra
heyverkunar á hverju býli á land
inu, sem byggilegt má teljast.
Þetta ber að gera, þetta er svo
nauðsynlegt, að það borgar sig
sjálfsagt að draga eitthvað úr
hraðanum á aukningu ræktunar-
innar meðan verið er að koma
þessu í kring. Þar mundi hið
aukna fóðurgildi heysins gera
meira en vega upp það sem ann-
ars kæmi af stærri túnum.
Allt frá því að Eggert á Meðal-
felli innleiddi votheysgerðina hér
á landi nokkru fyrir síðustu alda-
mót, hefur hún verið stunduð í
vaxandi mæli. En jafnvel í okkar
mestu votviðrissveitum hefur
aukning votheysgerðarinnar ver-
ið mjög lítil þrátt fyrir hvert
stórrosasumarið eftir annað. Or-
sakirnar eru aðallega tvær: í
fyrsta lagi sú, að votheyið þykir
leiðinlegt í meðförum einkum
vegna þess hve lyktin af því er
; =v og erfitt að forðast að hún
berist með þeim, sem heyið ge'a.
Er það æði hvimleitt og eðlilegt
að það sé talinn mikill galli á
þessari fljótvirku og handhægu
heyverkunaraðferð. í öðru lagi
forðast menn votheysgerðina
vegna þess, að þeir þora ekki að
gefa það fénu. Hvort sem þessi
ótti er ástæðulaus eða ekki þá er
hann aðalorsökin til þess hve lít-
ið er verkað af votheyi í fjár-
sveitunum. Þar sem það er ekki
gefið öðrum skepnum en kúnum
er ekki von að mikið sé verkað
af votheyi ef ekki eru nema 2—3
kýr í fjósi. — Um súgþurrkaða
heyið gegnir allt öðru máli heid-
ur en votheyið. Lyktarbetra,
þrifalegra og skemmtilegra hey-
fóður getur maður tæplega hugs-
að sér. Um það eru víst flestir
sammála, sem reynt hafa. Það er
ekkert nema getuleysið, fjar-
skorturinn, sem veldur því að
súgþurrkunin er ekki komin
víðar en raun ber vitni. Bæði
er sjálft kerfið dýrt og aflið
(rafmagnið) þarf að kaupa háu
verði og svo þarf víða að byggja
nýja hlöðu til þess að kleift sé að
nota þessa nýju verkunaraðferð.
Hvernig fjár verður aflað til þess
að koma þessu í framkvæmd er
| vandamál, sem ekki er auðvelt
að leysa í okkar lánsfjárfátæka
! landi. Bændur verða sjálfir að
gera sér það ljóst, að þetta er
þeirra brýnasta nauðsyn sem
stendur og svo verða þeir að haga
framkvæmdum sínum eftir því.
★
Sjálfsagt munu flestir líta svo
á að betri og hagnýtari heyverk-
un sé fyrst og fremst fjárhagslegt
spursmál fyrir bændastéttina.
Það varði efnalega afkomú sveita
fólksins, að hægt sé að slá grasið
meðan það er næringarríkast og
koma því í geymsluhæft ástand
á sem skemmstum tíma þannig
að það tapi sem minnstu af sínu
upprunalega fóðurgildi. Slík að-
staða þýðir auðsjáanlega stór-
kostlega bætta fjárhagsaðstöðu j
fyrir hvern bónda. „Islenzka j
grasið er gulls ígildi“ er haft eftir '
Hjalta frá Hæli eftir að hann
kom frá Ameríku í sumar, og það j
er hart fyrir bændur landsins að I
láta rigninguna og rosann skola
þessu gulli meira og minna úr |
greipum sér á hverju sumri. Það
mega þeir ekki láta við gangast á
þessum tímum tækninnar og
margs konar nýjunga í búskapn-
um. Fóðurfræðingarnir fullyrða
það að grasið okkar sé framúr-
skarandi gott. „Bezta hey banda-
rískra bænda er eins og grodd-
inn hjá okkur“, sagði Hjalti í
fyrrgreindu viðtali við Mbl. Og
hann segist ekki vera einn um
þá skoðun að varla finnist nokk-
urs staðar betra gras til fram-
leiðslu á skepnufóðri heldur en
á voru landi, íslandi og íslenzkur
landbúnaður eigi fyrst og fremst
að nota sér þessa möguleika,
byggja á þessum örugga grunni.
Þess vegna bendir hann á þá
miklu möguleika, sem bændur
hljóti að geta haft af því að fram-
leiddar væru heytöflur og hey-
mjöl úr þessu ágæta grasi. Og þá
skal þess minnzt að fyrir 2—3
árum bar Ingólfur á Hellu fram
þingsályktunartillögu um að
rannsaka skilyrði fyrir stofnun
heymjölsverksmiðju hér á landi
og það er eins og mig minni að |
ég hafl heyrt, að ríkisstjórnin
sendi einhvern mann utan þeirra '
erinda að afla vitneskju um þecta I
mikla og brýna hagsmunamál ís- !
lenzku bændastéttarinnar. En —;
hver varð árangurinn? Hefur;
nokkuð raunhæft verið gert í mal
inu?
spara mörgum bændum mikið af
rándýrum fóðurbæti. En það má
líta á þetta mál frá annarri hiið.
Ég held að hraðvirkari og hag-
nýtari heyverkunaraðferðir muni
gera sveitafólkinu kleift að taka
sér sumarfrí. Eins og nú er hög-
um háttað þorir enginn, sem
slátt stundar, að yfirgefa heimitið
enda þótt „heyskapur gangi exki
neitt“. Alltaf getur komið flæsa
og þegar allt er undir þurrkinum
komið má engan tíma missa, nota
verður hverja sólskinsstund. Þess j
vegna er bóndinn og skyldultð
hans bundið við sláttinn, enda j
þótt fólkið sé verklaust hvern
rigningardaginn eftir annan. Ef
hægt væri að taka grasið af jörð-
inni og hirða það þegar bezt hent
ar sprettunnar vegna, horfir þetta
allt öðru visi við. Þá má fá ná-
grannann til að mjólka kýrnar
og fara í sumarfrí þegar fyrra
slætti er lokið. Það væri ekkert
óeðlilegt þótt það vekti óánægju
hjá sveitafólki að sjá kaupstaða-
búa spóka sig í orlofi sumar eftir
sumar án þess að geta veitt sér
nokkuð hliðstætt, sem það þó
hefur vitanlega þörf fyrir eins og
annað vinnandi fólk í landinu,
enda þótt það sé ekki þjakað af
inniveru og kyrrsetum. Hin dag-
legu störf á fámennum svei:a-
heimilum, „sleitulaus elja hir;s
einfalda manns í annríki fá-
breyttra daga“, eins og skáldið
kemst að orði, eru svo bindandi
og þreytandi að allir, sem þau
stunda verða að eiga kost á pví
að létta sér upp, og varpa af sér
viðjum hinna nauðsynlegu, hvers
dagslegu starfa. Með öðrum orð-
um: orlofið, sumarfríið á að r.á
til sveitafólksins eins og annarra
þegna þjóðfélagsins. Og er sem
betur fer engin fjarstæða að svo
geti orðið.
Félagrslti
Handknattleiksfólk „VALS“
í vetur verða æfingar á þriðju
dögum og föstudögum.
Föstudagar- M.-fl. og 2. flokk-
ur kvenna kl. 8,30—9,20; 3. fl.
karla kl. 9,20—10,10; M.-fl. og 2.
flokkur karlar kl. 10,10—11.
Þriðjudagar: 4. fl. karlar kl.
6—6,50; 3. fl. karlar kl. 7,40—8,30;
M.-fí. og 2. fl. kvenna kl. 8,30—
9,20; M.-fl., 1. og 2. fl. karla kl.
9,20—10,10. — Nefndin.
Í.H. — Fimleikadeild
Æfingatafla:
Karlaflokkur: þriðjud. kl. 9—
10,30; fimmtud. kl. 8—9,30; laug-
ardaga kl. 5,20—7,10. — Kennari
Simonyi Gabor.
Kvennaflokkur. þriðjud. kl. 8
—9; fimmtud. kl. 9,30—10,30. —
Kennari Nanna Úlfsdóttir.
Frúarflokkur: mánud. kl. 5,20
—6,10; föstud. kl. 5,20—6,10. —
Kennari Nanna Úlfsdóttir.
Drengjaflokkur: mánud. kl.
6,10—7,10; föstud. kl. 6,10—7,10.
Kennarar: Valdimar Örnólfsson
og Birgir Guðjónsson. — Upplýs
ingar og innritun í flokkana fer
fram í Í.R.-húsinu, á æfingum.
Fjölmennið í fimleikana.
— Stjórnin.
Handknatleiksdeild l.R.
Æfingatafla veturinn 1959—’60.:
I.K.-1 isið: Þriðjud. 7,10—8,00,
2. fl. kvenna; miðvikud. 7,10—8
4. fl. karla; kl. 8—8,50 M.-fl., 1.
og 2. flokkur karla. Föstud. 7,10
—8, 2. fl. kvenna.
Hálogaland: Sunnudag 11,30—
12,30, 2. fl. kvenna; þriðjudag
8,30—9,20 3. fl. karla; 9,20—10,10
M.-fl. og 2. fl. karla. Laugardag
6—6,50 3. fl. karla; 6,50—7,40 4.
fl. karla.
Valsheimilið: Laugardag 6,50—
7,40 M.-fl., 1. og 2. fl. karla.
Armenningar!
Fjölmennið í sjálfboðavinnuna
um helgina. Farið verður kl. 2
frá B.S.R. — Stjórnin.
Já, heyverkunin er fyrst og
fremst hagsmunamál landbúnað-
arins. Umbætur á því sviði munu
Armenningar — Glímudeild
Æfingar í glímu eru byrjaðar
og fara fram í íþróttahúsi Jóns
Þorsteinssonar við Lindargötu,
eins og að undanförnu. Æfingar-
tímar eru á miðvikudögum og
laugardögum frá kl. 7—8. Kenn-
ari er Kjartan Bergmann. Félag
ar, mætið vel og stundvíslega og
takið með ykkur nýja félaga. i
Kvikmyndin
um hinn víðfræga Koefodskóla í Kaup-
mannahöfn verður sýnd í Tjan arbíói
á morgun sunnudag kl. 1,30.
T I L SÖLU ER
Ideol- stondard ketill
4,5 ferm. með
Gilbarco olíubrennara.
Verð kr. 850^
3 þús. 'ítra hitavatnsgeymir
á kr. 9000
til sýnis í kjallaranum Eskihlíð 8.
Frekari upplýsingar hjá Zophonías Pálssyni eða
Birgi Frímannsyni Eskihlíð 8.
Akureyri
Mercedes Benz 180 í mjög góðu standi til sölu e.h.
sunnudag n.k. á bílastæðinu hjá B. S. O.
Upplýsingar gefur Ámi Árnason, forstjóri
Sími 2291.
CóB afvinna
Verksmiðjan Hektor, ísafirði, óskar eftir roskinni
konu til að stjórna saumastofu. Æskilegt er að um-
sækjandi hafi áður unnið við saumaskap. Upplýsingar
gefur Kristján H. Jónsson í síma 3-20-23 og 3-60-96
milli kl. 7—8 á kvöldin til mánudagskvölds.
H afnarfjörður
Stúlka óskast til til afgreiðslustarfa
í brauðbúð. Þarf að vera góð í skrift og
reikning. Upplýsingar í síma 50063.
Akranes
Til sölu er steinhús á eignarlóð ásamt nýbyggðum
bílskúr á góðum stað í bænum. Til greina gæti komið
skipti á húseign í Reykjavík. Nánari uppl. veitir.
VALGARÐUR KRISTJÁNSSON, lögfr.,
Akranesi — Sími 398.
Sölubörn
Merkj asöludagur Blindravinafélags íslands er á
morgun sunnudaginn 18. október. Merkin verða af-
hent frá kl. 10 f.h. á þessum stöðum:
Melaskóla, Öldugötuskóla, Ingólfsstræti 16 (syðri'
dyr), Austurbæjarskóla, Laugarnesskóla, Langholts-
skóla, Háagerðisskóla, Kópavogsskóla, Kársnesskóla.
Merkin eru tölusett og gikla sem liappdrættismiðar,
vinningar eru 10. — Sölulaun eru 10%.
Foreldrar hvetjið börnin til að selja merki.
BLINDRAVINAFÉLAG ÍSLANDS.