Morgunblaðið - 17.10.1959, Síða 16

Morgunblaðið - 17.10.1959, Síða 16
10 MORCVnnt4fílÐ Laugardagur 17. okt. 1959 Þegar ég las sveitasögur Björnsons þráði ég Vegi og bryr í sveitina mína Á byltingaöld framfara og ttækni er atorka sá eiginleiki, sem flestir dá. Vísindi og verk- þekking eru þau fræði, sem mestu hafa ráðið um hina miklu þróun, sem gerbreytt hefir heim- inum á þessari öld. í dag finnst okkur að allir eigi kröfu til menntunar, jafnt fátækir sem ríkir og hvort þeir búa í sveit eða við sjó. Aðstöðumunur er því allur annar en hann var fyrir nokkrum áratugum. Ekki hvað sízt hefur þessi þró- un orðið ör hér á landi. Þeir, sem lifað hafa atvinnubylting- una, hafa til að bera þekkingu tveggja heima. Margir þeir, sem fremstir stóðu í fylkingarbroddi, þegar umsköpunin hófst, áttu lít- inn kost menntunar, en hyggni þeirra, athygli og greind samfara mikilli orku var það vegarnesti, er þeir höfðu. Eitt sannasta dæmið um slíka framfaramenn er Gísli bóndi og sveitarhöfðingi að Hofi í Svarf- aðardal. Siðastliðinn sunnudag varð hann níræður. Hann er því einn þeirra manna, sem hefur til að bera þekkingu tveggja heima. í gamla heiminum þekkir hann kláru, hrífu, orf, reku og pál, grindarsög, físibelg og við- arkolaeld, en í hinum nýja þekk- ir hann dráttarvél, skurðgröfu, sláttutætara, jarðýtu, vélsög, raf- suðutælki og logsuðueld. Járn er nú i stað trés og steinsteypa í stað hleðslu. Ekki þarf að rekja þessa þróun frekar, svo kunn sem hún er. En það er gaman að setj- ast niður ofurlitla stund og rabba við öldunginn um morgunstund þess véltæknidags, sem vér lif- um á. Gísli Jónsson var einstakur hagleiksmaður og smíðaði bæði hús og brýr. — Hann var hagur jafnt á tré sem járn og er stundir liðu fram fékkst hann við aðgerð véla, þegar aðrir höfðu ekki þekk ingu á slíku og verkstæði fyrir- fundust engin. — Hvað vakti áhuga þinn á smiðum. Var það haft fyrir þér á heimilinu? — Nei, ekki er hægt að segja það. Faðir minn fékkst ekkert við smíðar. Áhugi minn á brúargerð og vegalagningu hefur sennilega vaknað þegar ég var svo lítill, að ég komst ekki yfir bæjarlækinn heima á Syðra-Hvarfi. Norðan við lækinn var hóll, sem Lamb- hóll nefnist, og þar var góður leikvöllur skammt frá kviunum. Fólkið mun oft og einatt hafa haft í öðru að snúast en að bera hnokka eins og mig fram og aftur yfir lækinn, sem var vatnsmikill. Um fráfærurnar var ofurlítil göngubrú lögð yfir lækinn tii þess að létta fyrir stúlkunum, Hætt við Gísla á Hofi níræðan < 4 AAAAAAAAAAAA sem báru heim mjólkina úr kvía- ánum. Þá rann upp sælutími fyrir mig. Eg komst hjálparlaust út á leikvöllinn minn. Hvílíkt undratæki var ekki brúin. Ég fór að leika mér að því að brúa smásprænur og jafnvel veita úr læknum sprænum, sem ég síðar brúaði. Þegar ég komst á þann aldur, að ég fór að reka lömb á fjall, kenndi ég oft í brjósti um þau, þegar þau þurftu að hrekj- ast yfir illfærar ár og oft varð að draga þau hart leikin upp úr þeim. Ég held að með þessum atburðum hafi óslökkvandi áhugi minn á brúarsmíð og vegalagn- ingu vaknað. — Snemma beindist hugur minn að föndri og vildi ég einatt vera að smíða. Ekki mátti ég sjá handverksmann taka svo til hendi að ég þyrfti ekki að hanga yfir honum öllum stundum. Þeg- Merkjasala Blindravina- félagsins á sunnudaginn Á SUNNUDAGINN efnir Blindra vinafélag íslands til merkjasölu til ágóða fyrir starfsemí sína. Heitir félagið á alla að bregðast vel við, er komið verður til þeirra metS merki með áletriHiinni: „Hjálpið blindum". Félagið hefur nú starfað í full 27 ár og hefur á þessu árabiii starfrækt vinnustofu fyrir blinda, þar sem unnið hefur ver- ið að burstagerð, körfugerð og vefnaði, starfrækt skóla fyrir blind börn og unglinga og nú sið- asta árið búið blindu fólki heim- ilL Á þessu tímabili hefur mörgum blindum verið hjálpað á einn eða annan hátt. Mest og oezt hefur hjálpin verið þeim, sem hafa aft- ur fengið trúna á starfið og lífið með því að læra nýjar iðngrein- ar, sem hafa orðið þeim til gieði og framdráttar. Sumir hafa al- gjörlega orðið fjárhagslega sjáif- stæðir og framfleytt bæði sér og sínum eftir að hafa lært þá iðn, sem þeim hentaði bezt. Blindrastarfið hefur allt eða að mestu leyti byggst á framlög- um frá emstaklingum, ýmist gegn um félagsgjöld eða gjafir og á- heit og síðast en ekki sízt gegn- um hina árlegu merkjasölu. Þá hefur bæði bæjarfélagið og al- þingi veitt þessari starfsemi nokkurn stuðning. Blindravina- félag íslands hefur nokkrum sinn um verið arfleitt að miklum eign- um, og fyrir þær og margar höfðinglegar gjafir hefur félagið eign^zt tvö hús fyrir starfsemi sína, annað Ingólfsstræti 16, sem í eru vinnustofur og sölustöð og Bjarkargata 8, sem er heimili og skóli fyrir blinda. ar ég var sjö ára var byggð bað- stofa heima og undi ég þá hvergi nema hjá smiðnum, sem var Þor- steinn Þorsteinsson, kenndur við Upsir. Síðar vann ég með Þor- steini að hans ósk, er honum var tekin að förlast sýn. Ég minn ist þess líka, að þegar ég var 11 ára fór ég til Akureyrar og var þar einn dag. Allan timann hékk ég yfir tveimur smiðum, er voru að byggja hús. Það var hinn mikli viðburður kaupstaðarferð- arinnar. Mér hefur víst verið hagleikur í blóð borinn, enda var hann til í ættinni. Hins vegar lærði ég aldrei neitt til smíða, nema það, sem ég sá til annarra, og raunar gekk ég ekki á annan skóla en farskóla í einn mánuð. — En hverjar voru helztu byggingar þær, er þú stóðst fyrir? — Brýrnar á Skíðadalsá og Svarfaðardalsá, kirkjan á Urðum auk íbúðarhúsa allmargra og smærri brúa. Skíðadalsárbrúin var 36 álna löng og brúin á Svarf- aðardalsá 28 álnir, báðar trébrýr yfirbyggðar og bar yfirbyggingin brúna uppi. Burðarþol þeirra var það mikið, að óhætt var að þær stæðu fullar af fé. Þessar brýr voru byggðar veturinn 1895—6. Til tals hafði komið áður að brúa árnar, en það sem mestu mun hafa valdið, að í þetta var ráðist, var ofsaveður, sem gerði haustið 1894 og varð þá að fella niður göngur vegna vatnavaxta. Megin afréttur Svarfdælinga er framan við tunguna milli ánna og þarf því að reka allt fé yfir þær.’ -— Það varð að ráði eftir erfið- leika þá, er hlutust í þessum göng um, að leitað skyldi til Einars Guðmundssonar bónda á Hrauni í Fljótum, en hann hafði numið brúarsmíð erlendis. Hann kvaðst ekki geta byggt brýrnar þá, en kvaðst mundi koma næsta vor og líta á verkið. Ég gerði mér ferð vestur í Skagafjörð og skoðaði brýr, sem Einar hafði smíðað þar, en kom síðan heim og gerði líkan að bru á Skíðadalsá í nákvæmum mælikvarða 1 á móti 12. Þetta líkan var sent til Akureyrar í sambandi við umsókn um fjár- styrk til bygginganna og fór þar í flæking og eyðilagðist. Ég smíð- aði síðan annað líkan nákvæm- lega eins, og er það nú í Iðnminja safninu í Reykjavík. Um vorið kom Einar að vestan og leit á brú arstæði, valdi timbur í brýrnar og hvatti mig til að byggja þær. AUt tókst þetta fyrir góðra manna fyr irgreiðslu. Urðakirkja stendur enn eins og ég gekk frá he * 1902, einnig íbúðarhús að Dæii, sem nú er raunar hætt að búa í. Það var byggt 1898. íbúðarhúsið að Völlum byggði ég 1903 og er það enn notað. Hingað að Hofi fluttumst við 1904. Fyrsta verk mitt var að byggja smiðju, án hennar fannst mér ég ekki getað lifað. Þegar fram í búskapinn sótti, hætti ég að mestu byggingum, enda í mörgu öðru að snúast auk bú- verka, hreppsnefndar- og sýslu- 'nefndarstörf, forsjá þegnskyldu- vinnu og margt fleira.Síðar sinnti ég nokkuð viðgerðum á hinum eldri heyvinnuvélum. Ég flutti inn fyrstu sláttuvélina, sem kom hingað í dalinn, árið 1914, og er hún því helmingi yngri en ég. Síðar gekkst ég fyrir því, að hmg að voru fluttar nokkrar rakstrar- vélar og er ein þeirra hér enn í notkun. Sláttuvélin var síðast notuð fyrir þremur árum. — En hvenær hófst þú þegn- skylduvinnuna um vegagerð? — Árið 1909. Þá var hvergi hægt að koma kerru skammlaust milli bæja hér í dalnum. Þó var fyrsta kerran keypt hingað árið 1903 að Hálsi. Almennur sveitarfundur var haldinn um þetta mál og þar voru kosnir 5 menn til þess að hafa framkvæmdir með höndum. Svo vel var málaleitan okkar fimm- menninganna tekið, að um 100 manns gáfu þegar í stað 3 dags- verk á ári í næstu 10 ár og þegar tvö ár voru liðin voru þeir orðnir 175 og meðal þeirra einnig bæði konur og unglingar. Ég hafði reikningsfærslu og umsjón með verkinu í 20 ár. Páll Árdal mældi fyrir veginum og Jón Sigurgeirs- son, siðar bóndi á Hólum í Eyja- firði, var verkstóri í 12 ár sam- fleytt. Þegnskylduvegurinn var lagður vestan ár frá Dalvík og fram að brúnni utan við Hreiðars staðatún. Árið 1929 var svo brúin byggð á Svarfaðardalsá hjá Ár- gerði og féll þá þegnskylduvinn- an að mestu niður með almennri skattlagningu manna til vega- gerðar. Þessarar þegnskylduvinnu sveit unga minna er mér ljúft að minn ast. Þar var unnið mikið og gott verk. Þegar ég fyrir aldamót las sveitasögur Björnsons „Kátan pilt“ og „Sigrúnu á Sunnuhvoli“ dreymdi mig ekki um að við mundum geta ekið vögnum um sveitina okkar, en ég þráði það þó. — Hvað er það, sem þér finnst hafa verið til mestra bóta í þjóð- félaginu frá sjónarmiði bóndans á þessum framfaraárum? — Það var mikil vakning með þjóðinni eftir þjóðhátíðina 1874. Hér í sveitinni var stofnað lestr- arfélag 1880, sparisjóður 1884 og búnaðarfélag 1885 og svo þegn- skylduvinnan 1909. Allt voru þetta ávextir vakningarinnar. Framfarirnar komu fyrst fram í bættum húsakosti, síðan aukinni ræktun og alhliða framförum. I verklegum efnum tel ég að jarðræktarlögin frá 1923 hafi stuðlað mest að framförum í sveitunum hin síðari ár og á sviði þjóðmála heimastjórnarstefna Hannesar Hafstein. Mér finnst hún um margt náskyld stefnu Sjálfstæðisflokksins í dag. Nægir í því efni að benda á kjördæma- málið. Samtali okkar er nú brátt að Ijúka. Við göngum út fyrir bæinn og skoðum gömlu sláttuvélina, sem Gísli flutti inn fyrir 45 árum. Þótt níræður sé orðinn sezt hann upp í ekilsætið og segir: — Hérna er ég nú búinn að sitja lengi. Með ósk um heillaríkt ævi- kvöld kveðjum við þennan geð- prúða öldung. (Úr „íslendingi") — vig. Epísk söguútgáf- an nýtt tímarit NðLEGA var hrundið af stokk- unum nýju tímariti, sem ber heitið „Epískar sögur“ og er gef- ið út af „Epísku soguútgáfunni". Á tímaritið að koma út í smá- heftum, en í hverju hefti verða ein til tvær sögur eða ritgerðir um bókmenntir, listir eða önn- ur menningarmál. Heftin eru sjálfstæð hvert fyr- ir sig, og eru kaupendur því óskuldbundnir og óháðir ritinu í heild og geta valið sér þau hefti, sem bezt eiga við áhugamál þeirra og smekk. Sögurnar er hægt að binda inn í stærri bæk- ur, þegar þær eru orðnað nógu margar, og svipuðu máli gegnir um ritgerðir. Þá er og ætlunin að birta öðru hverju leikrit og ljóð, og verður hægt að hafa sama fyrirkomulag á söfnun þeirra. Er hér um að ræða nýjan hátt í íslenzkri útgáfustarfsemL Einar Kristjánsson Freyr hef- ur stofnað þetta fyrirtæki, og munu fyrstu sögurnar og rit- gerðirnar verða eftir hann. Fyrsta heftið er komið á mark- aðinn saga sem nefnist „Gjafir elskhuganna". Ritið er til sölu í Bókabúð KRON í Bankastræti og Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar í Morgunblaðshúsinu. Uppreisnarmönnum boðin griðhelgi PARÍS, 13. okt. Reuter. — í dag hófust í franska þinginu um- ræður um Alsír-málið, sem standa eiga í þrjá daga. Michel Debré forsætisráðherra hóf um- ræðurnar og lýsti yfir því, að franska stjórnin væri reiðubúin að ræða við leiðtoga uppreisnar- manna í Alsír um að binda enda á borgarastyrjöldina, sem þar hefur geisað í nær fimm ár. Debré sagði að franska stjórnin hefði þegar gefið út fyrirskipan- ir um vopnahlé ef þess væri ósk- að. Yrði fulltrúum uppreisnar- manna heitið fullum griðum, ef þeir vildu koma til Parísar og ræða þar við frönsku stjórnina. Ef slíkar viðræður bæru ekki árangur, yrði fulltrúum uppreisn armanna leyft að hverfa heim aftur til Alsír án nokkurrar fyr- irstöðu af hálfu stjórnarinnar. Áskorun de Gaulles Debré vék að áskorun de Gaulles forseta til leiðtoga upp- reisnarmanna í fyrrahaust, en þá sagði forsetinn að þeir ættu að snúa sér til sendiráða Frakka í Túnis og Rabat, sem síðan mundu sjá þeim fyrir skilríkjum, sem tryggðu för þeirra til Parísar og heim aftur. Fundu æðstu manna Debré lýsti yfir því, að franska stjórnin væri þess mjög fýsandi, að haldinn yrði fundur æðstu manna jafnskjótt og fært þykir. Stefna Frakka í því máli væri sú, að óbreytt ástand yrði í Berl- ín, en síðan yrðu rædd þau mál, sem vænta mætti að lausn feng- ist á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.