Morgunblaðið - 17.10.1959, Page 17
Laugardagur 17. okt. 1959
MORCTlNTtLAÐIB
17
jV>. * v¥wxv* Xu
Heyflutningar úr úteyjum, og eins og sést á myndinni er þetta mjösf seinlegt verk. Maðurinn með
skeggiö er Jón Daníelsson, bóndi í Hvallátrum.
hlutinn tekinn á ræktuðu landi
og í Svefneyjum eingöngu en
hitt er heyjað í úteyjum. Yið út-
eyjaheyskapinn eru notaðar
sömu aðferðir og tíðkast hafa í
aldaraðir. Það er slegið með
orfi og ljá og sáturnar síðan
bornar til skips af konum sem
i körlum og eru sáturnar 40 til
50 kg. Nú er hætt að bera sáturn
ar frá skipi og eru þær fluttar á
dráttarvélum. Túnið á Hvallátr-
um ber vott um sérstaka um-
önnun. enda er það oftast þrí-
slegið.
Sauðfjárrækt er nokkur og er
um 200 fjár í þrem byggðu eyj-
unum, en í hinni fjórðu er helm-
ingi minna.
Sauðfé verður að flytja í land
á vorin og til baka á haustin og
er það mikið verk. Það er ein-
göngu í Gufudalssveitina, sem
má flytja féð í, vegna sauðfjár-
veikivarna.
Sauðfé er mjög vænt og frjó-
samt og mun láta nærri að helm
ingur sé tvílembt. í fyrra var
% tvílembt í Hvallátrum og
18 kg meðalþungi ,en { haust
verður hann sennilega heldur
minni, en slátrun var ekki lokið
í Flatey en þar verður slátrað
llver bóndi kó nciur í sínu ríki
í FLATEYJARHREPPI eru nu
4 eyjar í byggð og eru það
Flatey, Svefneyjar, Skáleyjar
og Hvallátrar en { tveim síðast
töldum eyjunum er tvíbýli og er
búskapur allur til fyrirmyndar
hjá eyjgbændum yfirleitt.
Þrjár eyjar eru nú komnar
í eyði og eru það Hergilsey,
Bjarneyjar og Sviðnur. Eyjajarð
irnar eru skýrt afmarkaðar og
má segja að hver bóndi sé kóng-
ur í ríki sínu og eru því landa-
merkjadeilur og skærur óþekkt
fyrirbrigði að minnsta kosti á síð
ari árum.
f eyjunum býr kjarni þess
fólks sem dreifbýlið byggir, því
að þær krefjast þrautseigju,
kjarks, dugnaðar og hagsýni. En
þær hafa líka margt uppá að
bjóða og erfiðleikarnir gleym-
ast á góðviðriskvöldum á vorin,
þá vappar æðarkollan um í hlað-
varpanum, selurinn liggur á
skerjum við túnfótinn og ærnar
með lömb sín, sem bíða þolin-
móðar eftir þvf að verða fluttar
til lands í sumardvöl sína, og
ekki má gleyma hinu fagra út-
sýni sem eyjarnar hafa uppá að
bjóða.
Fréttaritari Mbl. átti nýlega
þess kost að koma að Hvallátr-
um, en þar búa fyrirmyndar-
búi Jón Daníelsson og kona hans
Jóhanna Friðriksdóttir ásamt
uppkomnum börnum sínum og
hins vegar Aðalsteinn Aðalsteins
son og kona hans Anna Pálsdótt-
ir.
Aðalsteinn er mikill atorku og
dugnaðarmaður og leggur hann
dverghaga hönd sina á margt og
þar sem forvitni mín er vakin
bið ég Aðalstein að svara nokkr-
um spurningum mínum fyrir
Mbl. og fer það samtal hér á
eftir.
Niður af bænum er vogur
sem er ágætis höfn og í þessum
vog eru bátar Hvallátra bænda
og þar sem ég hef heyrt talað
tun breiðfirzkt lag á bátum fer
ég að spyrja um það og Aðal-
steinn segir:
Það var sérstakt lag á meðan
árabátarnir voru og var það kall
að breiðfirzkt bátalag. Síðan
hefur þróazt nýtt lag sumt frá
Breiðfirðingum og sumt annars
staðar fengið, en ekkert sérstakt
lag mun vera á mótorbátum.
Breytingin er: Á seglbátum
var áherzla lögð á miðju báts-
ins. Undir þvf var notkun hans
kominn. En með vélbátunum
var lögð aðaláherzlan á endana
og hver smiður reynir að túlka
sínar skoðanir og því er ekki
neitt heildarlag komið, sem
kenna má við ákveðna byggð.
Eyjarnar hafa löngum verið
sjálfum sér nógar um báta og
Aðalsteinn hefur nú í smiðum
bát sem er 9 smálestir, sem þeir
'IWf' wm 'T" "
Vogurinn
sem Hvallátramenn geyma
sína (höfnin .
eiga sjálfir Hvallátrabændur, og
Aðalsteinn segir að þessi bátur
muni vera eini báturinn sinnar
gerðar á landinu og er reynt að
sameina f innréttingunni flutn-
ing á dýrum, vörum og fólki.
Þetta er stærsta vélskip sem
smíðað hefux verið í eyjunum
og þetta er tuttugasti báturinn
sem Aðalsteinn smíðar.
Þar sem eyjabúskapurinn bygg
ist aðallega á, er selveiði og
æðarvarp. Dúnninn stendur nokk
uð í stað ; byggðu eyjunum, en
minnkar í þeim eyjum sem farn
ar eru í eyði og stafar það
fyrst og fremst af því að meira
er um varg { þessum eyjum og
verri umhirða í varpinu. Nú er
farið að nota nýjustu vélar við
hreinsun á æðardúninum.
Eigendur sumra jarðanna,
sem eru búsettir víðs vegar um
landið hafa ekki skilning á því
að aðal framleiðslan eru hlunn-
indavörur, en þeir taka t.d. oft
allan dúninn í leigu eftir jörðina.
Reglan um leiguna var, að
greiða 1 kg af dún eftir jarðar-
hundraðið og jarðirnar eru flest-
ar um 40 hundruð og fasteigna-
mat þeirra er um 30 til 40 þús-
und kr. og leigan er þv{ rúmlega
100% og tekinn af þeirri vöru
sem hlýtur að vera undirstaða
eyjabænda. Sumir eigendur hafa
lækkað lítisháttar leiguna og
sérstaklega á þeim jörðum, sem
farnar eru { eyði. Þess má geta
segir Aðalsteinn að leiga eftir
ríkisjarðir með svipuð hlunn-
indi eru nú sem svara einu kg.
Selveiðin er nokkuð svipuð
að magni til og verið hefur og
gefur hún miklar tekjur vegna
þess hve hátt verð er á vorkópa-
skinnum.
Um Hergilsey sem nú er í
eyði má segja ,að með núver-
andi verðlagi gefi hún af sér um
100 þúsund { hlunnindavörum.
Og nú snúum við okkur að
ræktunarmálunum og Aðal-
steinn segir: Þau eru í mesta
ólestri hjá okkur og má þar um
kenna erfiðleikum á flutningi
vinnuvéla milli eyja og svo eru
menn uppteknir á vorin í hlunn-
indunum, en nú er hægt að
flytja þungavinnuvélar á milli
eyjanna á pramma, sem ég hef
smíðað og við hér í Hvallátrum
eigum t.d. 6 og má ætla að úr
þessu rætist á næstu árum.
í Svefneyjum hefur verið gerð
tilraun með kartöflurækt { stór-
um stíl í ár, en veðráttan hefur
verið þeim þung í skauti.
Eg spyr um kálmaðkinn, en
hann er ekki kominn þangað og
eru víst orðnir fáir staðir á land
inu, sem eiga þv{ láni að fagna
að vera lausir við hann.
Um heyskapinn er það að
segja að alls staðar er meiri-
8>ó er hætt
við að byggð
ieggist niður
í Breiða-
ffarðar-
eyfum
vegum Sigurðar Ágústssonar
um 900 fjár.
Flæðihætta er mikil í eyjun-
um og þarf því vakandi auga,
ef ekki illa á að fara.
Þá eru það verzlunarmálin.
Þau eru nú í mikilli niðurlæg-
ingu. Samvinnufélög sem hafa
haldið uppi opinni verzlun s.l. 30
ár hafa gefizt upp og er það von
mín segir Aðalsteinn að ein-
staklingsframtakið leysi þar
vandan eins og oft áður.
Samgöngur eru svipaðar við
eyjarnar allt árið. Eru áætlunar
ferðir við eyjarnar með flóabát
frá Stykkishólmi einu sinni
í viku og með strandferðaskipi
í Flatey tvisvar í mánuði.
Hvernig eru svo framtíðar-
horfurnar?
Full hætta er á því að byggð
í eyjunum leggist niður vegna
þess að Flatey sem innt hefur
af hendi alla þjónustu fyrir all-
ar eyjarnar helzt tæplega í
byggð> nema sérstakar ráðstaf*
anir verði gerðar og verzlun er
þar lögð niður að mestu, segir
Aðalsteinn á Hvallátrum að lok
— Blóbbrul' iup
Framhald af bls. 8.
hann mun hafa haft til þess mjög
nauman tíma, svo sem siður er
hér. En það er með öllu ástæðu-
laust að ergja sig þess vegna, með
því að þýðingin er með snilldar-
brag, eins og áður er vikið að.
Ég kann ekki spænsku, og því
ekki dómbær á nákvæmni henn-
ar. Ekki er þó að efa að hún sé
samvizkusamlega unnin. Hitt
kom mér skemmtilega á óvart að
Bjarni Thorarensen gæti orðið
pródúkt af Hannesi Sigfússyni og
Garcia Lorca:
eltir bjarma af eldi
um .auðnir fjalla og dala!
Mig vill mjöllin bera
á sínum marmaraherðum
og drekkja í úfnum öldum
ískaldra heiðastjarna.
Þýðingin býr víða yfir miklum
töfrum — og í lokin hrein snilld.
Og samt sem áður er hún með
öllu tilgerðarlaus og þjál í munni.
Ég býst við að leikendunum finn-
ist þeir hafa „blóm í munninum“
þegar þeir hafa yfir þennan gull-
fallega texta.
Og að síðustu þetta: hver sem
ann sannri list ætti ekki að láta
sýningu þessa framhjá sér fara.
Þá er orðið lítið eftir að lyrikk-
inni í íslenzku blóði, ef mönnum
leikur ekki hugur. á að kynnast
verki sem þessu!
Oddur Björnsson.
Ferming í
Laugorneshirhju
sunnudaginn 18. okt. kl. 11 fii.
(Séra Gunnar Arnason)
Stúlkur:
Gyða Thorsteinsson, Kópavogsbr. 12.
Hrafnhildur Jóna Gísladóttir, Alfhóls-
vegi 30.
Katrín Ragnheiður Hjálmarsdóttir,
Réttarholtsvegi 59.
Alfa Kolbrún Þorsteinsdóttir, Mos-
gerði 15.
Helga Magnúsdóttir, Hæðargarði 40.
Hulda Guðbjartsdóttir, Hæðargarði 18.
Drengir:
Guðmundur í>ór Svavarsson, Skjólbr S.
Stefán Rúnar Jónsson, Birkihvammi 20.
Einar Kári Sigurðsson, Asgarði 165.
Stefán Sigurðsson, Asgarði 165.
Ingimar Halldórsson, Breiðagerði 2.
Steingrímur Magnússon, Borgarholts*
braut 48.
Þórður Helgi Bergmann, Mosgerði 10.
Jóhannes Tryggvason, Búðargerði 9.
Oddur Gíslason, Asgerði 67.
Stefán Guðbjartsson, Hæðargarði 18
Jón Vattnes, í*inghólsbraut 23.
Guðmundur Baldursson, Kópavogs-
braut 39.
• -oa.ft.xx
... .......................................
<búða rhúsin á Ilvallátrum, og húsið næst sjónum er smíðahús Aðalsteins.