Morgunblaðið - 17.10.1959, Page 22
22
MonnrMtLAÐiL
Laugardagur 17. okt. 1959
íarour \ þri&jia 7/ð/
Arsenal á miðvikudag
í GÆRDAG fékk Knattspyrnusamband Islands skeyti frá Arsenal
í London þar sem farið var fram á að KSÍ leyfði Ríkharði Jónssyni
að keppa með félaginu. Það leyfi var þegar veitt. Ekki fylgdi í
skeytinu með hvaða' liði Arsenals félagsstjórnin hyggðist láta hann
leika eða hvenær. Síðar í gær fékk KSÍ annað skeyti — nú frá
enska knattspyrnusambandinu — þar sem spurt var um hið sama
og í skeyti Arsenals. Þar var heldur ekki tekið fram neitt um það
með hvaða liði félagsins Ríkharður ætti að leika.
Morgunblaðið sneri sér því til
íréttaritara síns í London og
bað hann hafa samband við
Arsenal. Talsmaður Arsenals
svaraði:
„Hugsanlegt er að Ríkharð-
ur Jónsson verði látinn leika
með liði Arsenal sem leika á
í bænum Didcot í Berkshire
næstkomandi miðvikudag. En
ennþá höfum við ekki fengið
svar ísl. knattspyrnusam-
bandsins varðandi keppnis-
leyfi hans.“
(Eins og fyrr segir svaraði
KSÍ þegar játandi og hefur
svarið borizt í gær til Arsen-
al).
„Metropolitan" lígan er deild
I ensku knattspyrnunni, sem
stóru atvinnuliðin í London og
nágrenni taka þátt ásamt mörg-
um smærri félögum. Hin stóru
atvinnufélög senda ekki sína
beztu liðsmenn í þessa keppni
og Arsenal sendir sitt þriðja lið
þangað. í því eru bæði ungir
menn og gamlir menn. Þar eru
„framtíðarmennirnir“ { félags-
skap við þá sem kannski árum
saman hafa verið í fyrstá liðinu.
í Meitropolitan-deildinni eru
20 lið, m. a. frá Arsenal, Chelsea,
West Ham, Fulham, Luton o. fl.
Á sl. ári sigraði lið Arsenal í
þessari deild, skoruðu 118 mörk
gegn 51 og hlutu 56 stig. Næst
kom Chelsea sem skoraði 109
mörk gegn 35 og hlaut 55 stig.
Fyrsta lið Arsenal leikur í 1.
deild ensku keppninnar.
Annað lið félagsins leikur í
„Football Combination", sem er
deild fyrsta varaliðs félaganna i
fyrstu deild. Þriðja liðið leikur
svo í „Metropolitan“ deildinni
og hefur það stundum komið fyr
ir að leikmenn þriðja liðsins hafi
farið þaðan til leiks í fyrsta lið-
inu, án þess að leika í varalið-
inu, og gleggsta dæmið um það
er rúverandi markvörður Arsen-
al Standen.
Þriðja lið Arsenal hefur nú
leikið 11 leiki það sem af er
keppnistímabilsins nú. Sl. lauga-
— Bændur þakka
Framh. af bls. 6.
Þá rannsakaði prófessor Dung-
al fyrstur lungnapest í fé, og
framleiddi bóluefni við þeirri
veiði, en hún gekk oft yfir sem
smitandi sjúkdómur frá einni
hjörð til annarrar, og kom ott
upp á nágrannabæjum veturinn
eftir að hún hafði verið á öðr-
um bæjum í sveitinni, og inátti
þá með bólusetningu hefta frek-
ari útbreiðslu veikinnar þar í
sveit.
Ýmsa fleiri búfjársjúkdóma
rannsakaði Dungal og þó þessi
starfsemi hafi nú að mestu færzt
að Keldum, þá átti Dungal hér
brautryðjendastarf, sem var
ákaflega mikilsvert, og hefur
forðað bændum frá tug milljóna
tjóni á undanförnum árum.
Þess vegna vil ég þakka Dungal
störf hans á þessu sviði, og ég
geri það fyrir hönd allra bænda
landsins, þeir hafa allir notið
þess, beint eða óbeint, og þakka
allir.
23. ágúst 1959.
Pali Zóphóníassor.
ardag vann Arsenal lið Bedford
með 7:0. Áður hefuf liðið tvíveg-
is (keppnin er tvöföld umferð)
tapað fyrir Fulham með 2:3 í
hvort sinn.
I enska blaðinu Daily Tele-
graph er j fyrradag skýrt svo frá
að enska landsliðið sem leika á
landsleik við Wales í dag (laug-
ardag) hafi leikið gegn blönduðu
liði Arsenal á velli Arsenal
Higbury á miðvikudag. Lið
Arsenal vann 3 gegn 1 og þótti
það tíðindum sæta. Mörk Arsen-
al skoruðu að sögn blaðsins
Bloomfield. John Smith (West
Ham — varamaður í enska lands
liðinu en lék með þessu glandaða
liði Arsenal þennan leik) og
Johannsson — segir blaðið. Eft-
ir því sem bezt er vitað er eng-
inn maður með þessu nafni hjá
Arsenal um þessar mundir og
þvj má ætla að blaðið hafi hér
ritað föðurnafn Ríkharðs rang-
lega. En um það verður ekki full
yrt að sinni, hvort Ríkharður
hafi leikið þennan leik eða ekki
og skorað mark hjá enska lands-
liðsmarkverðinum.
Sigmar
t
Málverkasýning Jóns B. Jónassonar í Ásmundarhúsl við Freyju-
götu hefur nú staðið í 10 daga. Hefur verið góð aðsókn og nokkr-
ar myndir selzt. — Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld, og er
því hver síðastur að sjá hana. Á myndinni hér fyrir ofan er
Jónas með eina af sýningarmyndum sínum.
Dómur í Smart Kesion múlinu
HINN 13. þ. m. var kveðinn upp
í sjó- og verzlunardómi Reykja-
víkur dómur í máli ákæruvalds-
ins gegn Rolf Johansen, vegna
karlmannapeysanna, sem auglýst-
Góður fundur ungnnganerndar KSÍ
á Selfossi
SL. miðvikudagskvöld hélt Ungl-
inganefnd KSÍ austur að Selfossi
og hafði þar útbreiðslu- og
fræðslufund um knattspyrnu með
yfir 80 drengjum, í leikfimisal
barnaskólans á staðnum.
Þessi fundur var eins og áður
hefur verið getið um í dagblöð-
unum, einn liður í áætlun Ungl-
inganefndarinnar um heimsókn
til félaga í nágrenni við höfuð-
staðinn, til þess að örfa hina | fallegum bikar, sem stjórn Knatt
yngri til aukinnar kilattspyrnu- j spyrnusambandsins gefur Héraðs
- Athugasemd
Framh. af bls. 15.
Að þessu athugniðu þykir því
ekki unnt að fallast á það með
stefnanda (frú Karolinu Jósefs-
son) að heimilt sé að sniðganga
ákvæði laga nr. 3 frá 1900 í máli
þessu, en samkv. 11. gr. þeirra
laga hefur maðurinn einn umráð
félagsbúsins".
í forsendum að dómi Hæsta-
réttar segir orðrétt m.a. á þessa
leið:
„Gagnáfrýjandi (Jóhannes Jó-
sefsson) hafði samkvæmt 11. gr.
laga nr. 3 frá 1900 skýlausa heim-
ild til að gera réttargæzlustefndu
tilboð um sölu Hótel Borgar á-
samt innanstokksmunum og á-
höldum innanhúss, það er gremir
í yfirlýsingu hans 4. júní 1958, og
eigi er í ljós leiddur neinn sá
ljóðttir á ráði hans, er valda eigi
ógildingu tilboðsins“.
Vissulega var mál þetta endan-
lega afgreitt með dómi Hæstarétt
ar og var því mjög óviðeigand'.,
að ræða dóm réttarins eftirá, sér-
staklega á opinberum vettvangi.
En þar sem M. Th. lét það eftir
sér, að viðhafa" óviðeigandi og
villandi ummæli um málsmeð-
meðferð og rök að dómaniðurstöð
um, varð ekki komist hjá því af
mér, sem lögmanni Jóhannesar
Jósefssonar að gera framan-
greinda stutta athugasemd við
grein M. Th. i gær.
Með þökk fyrir birtinguna.
Rvík, 16. okt. 1959.
Gunnar Þorsteinsson.
iðkunar og til almennari þátt-
töku í hæfnisþrautum KSÍ.
Dagskrá þessa fundar var svip-
uð og dagskrá fyrri funda. Eftir
að Karl Guðmundsson hafði
kynnt unglinganefndina og hina
þrjá Gulldrengi, sem með henni
voru, talaði Frímann Helgason
formaður Unglinganefndarinnar
við drengina og sagði þeim m. a.
frá því hvernig hann fyrir um
40 árum komst í kynni við knött-
inn, þá lítill sveitadrengur austur
í Mýrdal. Það var auðfundið, hve
þessi frásögn féll í góðan jarðveg
hjá drengjunum og sú stemnir.g
sem Frímann skapaði þarna hélst
út allan fundinn. Næst kom svo
kvikmynd af spenandi knatt-
spyrnukeppni, en síðan ræddi
Karl Guðmundsson við „Gull-
drengina" Þórólf Beck, Gunnar
Felixson og Úlfar Guðmundsson,
sem allir eru úr KR. Höfðu þeir
margt að segja drengjunum af
reynslu sinni fyrir ágæti hæfnis-
þrauta KSÍ, svo og af þátttöku
sinni í mörgum stórum kapp-
leikum og utanferðum. Það er
óhætt að fullyrða að drengirnir
létu ekkert framhjá sér fara, af
því sem Gulldrengirnir höfðu að
segja. Nú var sýnd kvikmynd af
því hvernig sænskir drengir
leysa hæfnisþrautimar og var
unun á að horfa, því svo frábær
er hæfni þeirra og nákvæmni að
undrum sætir.
Þessu næst var spumingaþátt-
ur, sem Karl Guðmundsson stjórn
aði og kannaði hann þekkingu
drengjanna á ýmsu varðandi
knattspyrnu. Hlutskarpastur varð
Sigmar Ólafsson, 11 ára gamall
og afhenti Karl honum knatt-
spyrnu-myndabók í verðlaun. Þá
var enn sýnd kvikmynd af þátt-
töku II. flokks KR í þjálfunar-
námskeiði í Ðanmörku 1959. Og
eru Þórólfur og Örn Steinsen
aðalpersónur í þeirri mynd.
Þá flutti Karl Guðmundsson
kveðjur frá Stjórn Knattspyrnu-
sambands Islands og bað Grim
Thorarensen að veita viðtöku
sambandinu Skarphéðni til <
keppni í 4. fl. milli sambands-
aðilana. Bað hann Grím að i
koma bikarnum til réttra aðila,'
með beztu kveðjum og óskum frá j
stjórn Knattspyrnusambandsins. j
Að síðustu var svo sýnd stutt i
kvikmynd frá bikarkeppni í Eng- j
landi.
Þessi fundur sýnir að ekki
skortir knattspyrnuáhugann hjá
yngri kynslóðinni fyrir austan
fjall, en þrátt fyrir það hefir ver-
ið lítið um skipulagða knatt-
spyrnukennslu og kappmót þar
eystra. Vera má að skortur á
knattspyrnukennurum eigi nokk-
urn þátt í þessu, en manni finnst
þó að hinir eldri, sem margir
hverjir, á hinum ýmsu stöðum
hafa haft þó nokkur kynni af
knattspyrnuiþróttinni, geti kom-
ið meir til móts við hinn mikla
áhuga þeirra yngri fyrir þessari
íþrótt, með því að reyna að halda
uppi reglulegum æfingum fyrir
þá og skipuleggja kappleiki.
Samgöngur eru orðnar svo góð-
ar milli staða austanfjalls að það
ætti að vera í lófa lagið að koma
á keppni í yngriflokkum milli
drengja frá Selfossi, Hveragerði,
Eyrarbakka, Stokkseyri, Hrepp-
unum o. s. frv. Er þess að vænta
að stjórn Skarphéðins komi nú
skrið á þetta mál og undirbúi i
tíma keppni næsta sumar.
Síðastliðið sumar var háð
knattspyrnukeppni austanfjalls
milli 1. fl. liða frá Selfossi, Hvera
gerði, Hellu og liðs austan undan
Eyjafjöllum. Þetta er eftir því,
sem bezt er vitað fyrsta skipu-
lagða keppnin af því tagi þar
eystra. Er vonandi að þetta haldi
áfram næsta ár og væri þá ekki
tilvalið fyrir hina eldri leikmenn
að taka drengina með í bílinn og
leyfa þeim einnig að reyna sig
við sína jafnaldra?
Varðandi þjálfara vandamálið,
hefur það oft komið fram í sam-
tölum við einstaka forustumenn
iþróttanna fyrir austan, að nauð-
synlegt væri fyrir Héraðssam-
ar voru sem „ítalska peysuskyrt-
an Smart Keston“, Var Rolf Jo»
hanssen gert að greiða 1500 kr.
sekt og komi 7 daga varðhald í
stað sektarinnar, verði hún ekki
greidd innan 4 vikna. Auk þess
var ákærða gert að leiðrétta hin
villandi auðkenni á vöru sinni
og honum gert að greiða kostnað
sakarinnar.
Mál þetta var rannsakað fyrir
sjó- og verzlunardómi að kröfu
Neytendasamtakanna, er töldu, að
orðalag í auglýsingum og á vöru.
auðkennum gæfu villandi upp.
lýsingar um framleiðslustað vör-
unnar. í dómnum segir m. a.: Það
er álit dómsins, að orðalag það,
er notað var í auglýsingum, hafi
gefið til kynna, að um fullunna
vöru, innflutta og framleidda á
Ítalíu væri að ræða. Telur dóm-
urinn ög, að orðið „Italyan“, sem
letrað var á borða og saumað á
flíkina hlóti að vekja sömu hug-
myndir um framleiðslustað vör-
unnar. Þá er það og álit dómsins,
að orðið „Pure Lambswool" svo
og vöruheitið „Smart Keston“
geti bæði ein sér svo og í þvi
sambandi, er þau voru notuð á
umræddri flík, vakið þær hug-
myndir að um erlenda fram-
leiðslu sé að ræða, þegar fram-
leiðslustaður er jafnframt ekki
tilgreindur sérstaklega.
bandsstjórnina að ráða einn fast-
an knattspyrnukennara sem ferð-
aðist milli hinna ýmsu félaga og
þjálfaði. Þetta væri að vísu mjög
æskilegt og mundi verða geysi
stórt spor í áttina að öflugri
knattspymustarfsemi. En slíkur
maður, þótt duglegur væri kæm-
ist aldrei yfir það mikla starf,
sem þama þyrfti að vinna. Hann
yrði að hafa menn sér til aðstoðar
í hverju félagi sem gætu tekið
að sér að leiða þær æfingar, sem
hann ekki kemst yfir að stjórna.
Þessir aðstoðarmenn gætu fengið
góða undirstöðu þekkingu á í-
þróttinni á helgar námskeiðum í
knattspyrnu, sem stjórn Knatt-
spyrnusambands Islands hefur
gengist fyrir af og til og hyggst
fjölga í framtíðinni fái þau þann
hljómgrunn, sem þau eiga skilið.
Það er ekki aðalatriðið að hafa
svo mikla hæfni og þekkingu til
þess að leiða hina yngri, þó
hvorttveggja væri æskilegt, mest
er um vert að þeir finni að hinir
fullorðnu vilji eitthvað fyrir þá
gera.