Morgunblaðið - 17.10.1959, Síða 24
229. tbl. — Laugardagur 17. október 1959
Útsvarsfrelsi SÍS
gleymist ekki
TÍMINN skýrði frá því í gær, aB skattstofan hafi lækkað
skatta Hermanns Jónassonar eftir kæru hans. Alkunnugt er
af gömlum og nýjum dæmum, að Hermann „kann“ flestum
betur að telja fram. Samt fær hann nú verulega lækkun á
sköttum, sem þó er sagt, að einfalt reikningsdæmi sé að
ákveða.
Sannleikurinn er sá, að allur þorri manna hefur engin
skilyrði til að meta, hvort útreikningar skattstofunnar séu
réttir. Menn spyrja t. d., hvernig vera megi, að Vilhjálmur
Þór borgi engan tekjuskatt og Steingrímur Hermannsson
einungis 246,00 krónur.
Hins vegar er upplýst, að niðurjöfnunarnefnd breytti
frá útsvarsstiganum í álagningu 6000—7000 gjaldenda strax
í upphafi. Síðan hefur hún að sögn Tímans í gær tekið til
endurmats, að fengnum nýjum upplýsingum í kærum fram-
töl „þúsunda annarra manna“, að því er Tíminn sagði i
gær. Á meðal þeirra, sem þá fengu lækkun voru Einar Ol-
geirsson, Eysteinn Jónsson og Jóhannes Elíasson. Tíminn
tók þá í gær til samanburðar við aðra, en gat ekki um breyt-
inguna, sem búið var að gera eftir kæru þeirra. Útsvar Ey-
steins var t. d. lækkað um 5.400,00 kr.
Samanburður Tímans á nöfnum einstakra manna er þess
vegna út í bláinn, og því fer fjarri, að það sé allsherjarregla,
að tekjuskattur sé hærri en útsvar.
Engir bera meiri ábyrgð á núgildandi skattakerfi en
Framsóknarmenn. Vegna ofurvalds Framsóknar hefur ekki
verið komandi við að gera breytingar á því. Eysteinn Jóns-
son hefur hins vegar sett reglur um framkvæmd skattálagn-
ingar og valið sína menn til að framkvæma hana af full-
komnu handahófi.
Tíminn tréystir því, að í öllu því myrkviði, sem Eysteinn
skildi við, sé hægt að hylja það hneyksli, að stærsta atvinnu-
fyrirtæki landsins, SÍS, skuli vera útsvarsfrjálst. Sú tilraun
mun áreiðanlega ekki takast.
h\íerzJundrs"téttin mnir af hendi
þjónustu við þjócJarheildin'a, sem
er alveq h/ífctæð siarfi þeirra
stétta, sem venju/eqa eru 'A
kenndar vici framleidcluna *
, Jherzía ska! foýð é að yera
verzlunma sem hagstadbarta
neytendum oy -fram leiéendum.
1 þeccu skym ska/ sam -
vmnuhreyfingunnt tryqqcf
naucísynlecj -'aéstaéa."
Onnur tilvitunin á myndinni er úr ræðu, sem Gylfi Þ. Gíslason hélt á nýafstöðnum aðalfundi
Verzlunarráðs Islands. Hin er úr „Stefnuskrá umbótaflokkanna“, Alþýðuflokksins og Framsóknar,
frá kosningunum 1956. — Það er undir úrslitum kosninganna komið hvorri tilvitnuninni verður
haldið til haga hjá Alþýðuflokknum.
Verkfalli fresfaö
VERKFALLI því sem boðað
hafði verið meðal yfirmanna á
togaraflotanum, hefur verið
frestað.
Síðdegis í gær höfðu aðilar að
deilunni Fél. ísl. botnvörpuskipa-
eigenda og Farmanna- og fiski-
mannasambandið orðið sammála
um það, að fresta frekari samn-
STEFNIR, félag ungra Sjálfstæð-
ismanna í Hafnarfirði, heldur út-
breiðslufund kl.' 4 á sunnudag.
Þar munu 10 ungir Sjálfstæðis-
menn halda ræður. Eru Hafnfirð-
ingar hvattir til að fjölmenna á
fundinn.
Sjálfstæðisfélögin 1 Hafnar-
firði boða til almenns kjósenda-
fundar á mánudagskvöld kl. 8.30
í Hafnarfjarðarbíói. Fimm efstu
menn D-listans í Reykjaneskjör-
dæmi tala á fundinum. Fundar-
stóri verður Stefán Jónsson, for-
maður fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
félaganna í Hafnarfirði.
Hafnfirðingar, fjölmennið á
kjósendafund D-listans.
★
Stjórnmálaumræðunum á 'Sel-
fossi kl. 8.30 í kvöld verður út-
varpað á 213 m.
ingsumleitunum um óákveðinn
tima, og var þá jafnframt ákveð-
ið að fresta skyldi um óákveð-
inn tíma verkfalli því sem boðað
hafði verið næstkomandi þriðju-
dag. Af þeim sökum mun ekki
koma til stöðvunar togaranna að
sinni.
Ga/lar á þýzku log-
skipunum kannabir
AKUREYRI, 16. okt. — Þrír
austur-þýzkir togbátar, sem
keyptir voru til Norðurlandsins
fyrir síðustu áramót og á þessu
ári, liggja hér í höfninni. Það er
Margrét frá Siglufirði, Sigurður
Bjarnasón frá Akureyri og Björg-
vin frá Dalvík. Hafa komið fram
gallar á þeim öllum, einkum lest-
um þeirra, eða steypan í lestar-
botni, hefir reynzt meyr og óþétt,
og hefir orðið að mölva hana upp
og steypa í að nýju með betra
efni. Einnig er illa gengið frá
aluminiumfóðri í lestinni. Loks
reynist önnur ljósavélin illa, en
hún er austur-þýzk. Fleiri gallar
hafa komið í ljós á bátum þess-
um.
menn frá skipasmíða-
sem framleiddi þessa
Fimm
stöðinni
báta fyrir íslendinga, komu hing-
að og athuguðu þá og kynna sér
kvartanir eigenda ásamt 6 mönn-
um frá Reykjavík, þ. á. m. skipa-
skoðunarstjóra. — vig.
Fanney fann síld
w
SÍLDARLEITARSKIPIÐ Fanney
fann í fyrrinótt allstóra síldar
torfu á 30 faðma dýpi um 12 mil-
ur V-SV af Eldey. Að undan-
förnu hefur verið heldur óhag-
stætt veður á þessum slóðum til
leitarinnar. Skipið hefur einnig
fundið nokkrar smátorfur i
Grindavíkurdjúpi og austur undir
Selvogi.
Fréttaritari blaðsins á Akranesi
símaði í gær, að fjórir bátar það-
an væru búnir að taka reknetin
um borð, til að verða fljótari til,
ef frekari síldarfréttir skyldu ber
ast, og einn þessara báta væri far
inn á veiðar.
Sjálfboöaliðar
HEIMDSiLLINGAR og aðrir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins
eru minntir á, að undirbúningurinn fyrir kosningarnar er nú senn
að ná hámarki. Þeir eru því eindregið hvattir til að koma í Sjálf-
stæðishúsið í dag til aðstoðar við skriftir og önnur nauðsynleg störf.
IIEIMDALLUR, F.U.S.
Dr. Björn
Sigurösson
DR. BJORN Sigurðsson læknir,
forstöðumaður tilraunastöðvarinn
ar á Keldum, lézt í gær í Land-
spítalanum eftir mikla vanheilsu
á siðasta ári. Hann var sonur
Sigurðar Björnssonar frá Veðra-
móti og Sigurbjargar Guðmunds-
dóttur. Dr. Björn var 46 ára að
aldri, er hann lézt. Hann hafði
veitt forstöðu tilraunastöðinni í
meinafræði á Keldum frá því hún
var sett á stofn árið 1947. Hann
var kvæntur Unu Jóhannsdóttur
og lætur eftir sig 3 börn. Hans
verður getið nánar hér í blaðinu
síðar.
Lougarneshverfi
Fundur umdæmafulltrúa Laug
arneshverfis verður í kosninga-
skrifstofu hverfisins — Sigtúni
23 laugardaginn 17. þ. m. kl. 5.30.
Hverfisstjórnin.
í gær voru opnaðir tveir nýir barnagæzluvellir í Reykjavík, við L jósheima og Kamsveg. Strax í gærmorgun streymdu mæðurnar að
með börnin sin til að koma þeim í örugga gæzlu og krakkarnir undu sér vel í nýju leiktækjunum. 150 börn voru á Ljósheimavellin-
um og um 70 á Kambsvegarvellinum. — Sjá blaðsíðu 2.
Orðsending fró
fjóiöflnnarnefnd
FJÁRÖFLUNARNEFND Sjá«
stæðisflokksins hefur nú geng-
izt fyrir fjársöfnun vegna
væntanlegra Alþingiskosninga
og er það von nefndarinnar
að allir leggi eitthvert fé af
mörkum í þessu skyni.
Þeir, sem fengið hafa söfn-
unarlista og merki flokksins,
eru hvattir til að vinna vel
og ötullega að söfnuninni og
gera skil svo fljótt, sem auðið
er. —
Einnig er tekið á móti fjár-
framlögum í kosningasjóðinn
á skrifstofu fjáröflunarnefnd-
arinnar, sem er í Morgunblaðs-
húsinu á II. hæð, símar 24059
og 10179.
Sölu-
börn
SOLUBORN óskast til þ^ >., að
selja „Kjósendahandbók Sjálf-
stæðismanna". Bókin vtrður af-
greidd í Valhöll við Suðurgötu
daglega frá kl. 3.
Góð sölulaun.
HEIMDALLUR, F.U.S.