Morgunblaðið - 30.10.1959, Qupperneq 3
ingar“, og hann er dansaður
án nokkurs undirleiks. Þó kem
ur gagnrýnendum saman um
að þetta sé stórkostlegur og
Þegar flokkurinn „Ballett:
U.'S.A.“, var stofnaður, voru
meðlimir hans úr hópi mörg
hundruð annarra dansara. —
Skilyrði fyrir inntöku voru að
þeir væru ungir, gætu dansað
„sóló“ engu síður en í hóp,
hefðu þjálfun í klassískum
ballettdansi og einnig nútíma
Föstudaerur 30 oVf 1<Í59
MORCTlWfíLAÐIÐ
STAKSTE1NAR
Lista-
maðurinn
09 dans
meyjan
Vorið 1958 tók hinn þekkti
ballettmeistari Jerome Robb-
ins saman flokk af ungum
ballettdönsurum, til að fara
með til Spoleto á Ítalíu á Men-
otti-hátíð og seinna á heims
sýninguna í Bruxelles. Eftir
sex vikna æfingu hélt flokk-
urinn af stað. Hann vakti svo
mikla hrifningu, að heim-
boðin streymdu víðs vegar að
frá Evrópu. Þegar heim kom
var sýningum hans betur tek-
ið en nokkrum ballettsýning-
um um árabil. í sumar hefur
flokkurinn verið á sýningar-
ferð í Evrópu, þar sem Jerome
Robbins voru m. a. veitt verð-
laun fyrir sýningar hans í
Alþjóðaleikhúsinu.Nú er þessi
ballettflokkur hingað kominn,
á leið heim, og gefst okkur
tækifæri á að sjá hann á fjór-
um sýningum í Þjóðleikhúsinu
frá 1. til 4 .okt.
Þekktur ballettmeistari
Jerome Robbins á að sjálf-
sögðu allan heiður af því að
skapa þennan einstæða ballett
flokk. Hann er 41 árs gamall
Bandaríkjamaður frá New
York, var sjálfur þekktur ball
ettmeistari og hefur í meira
en 15 ár sett á svið og skapaö
ballettverk og dansa. Má t. d.
nefna „The King and I“, 1951,
„Peter Pan“ 1954, og nú síð-
ast „West Side Story" 1957
og Gypsy 1959, en allar þessar
sýningar hafa gengið óralengi
í New York, við mikla hrifn-
ingu.
Þau eru meira ástfangin af sjálfum sér í spegli en hvort af öðru.
jass-tækni í dansi á valdi
"'nu.
Evrópskum gagnrýnendum
kemur saman um að dans
bandaríska flokksins gæti
ekki verið upprunninn annars
staðar en í Bandaríkjunum,
þó alls ekki sé ætlun hans
að kynna bandaríska dansa
eða þjóðdansa. En andinn er
há-amerískur.
Fjórir dansar á efnisskránni
Ballettflokkurinn hefur
fjóra dansa á efnisskrá sinm.
Fyrsti dansinn heitir „Hreyf-
ákaflega músikalskur ballett-
dans.
Þá er gamli ballettinn, sem
Nijniski dansaði á sínum tíma
„Síðdegi skógarpúkans", við
músík eftir Debussy,
en í útgáfu Robbins. Hjá hon-
um er skógarpúkinn orðinn
að ungum ballettdansara, og
dísin ung dansmey. Og þau
eru meira ástfangin af sálf-
um sér í spegli en hvoru öðru.
Þriðji dansinn heitir „Y. Y.
Export, op. jass“, reglulegur
bandarískur dans, í stíl við
„show“-dansinn, sem Robbins
varð svo þekktur fyrir í „West
Side Story".
Og loks er á skránni gam-
andans: „Tónleikarnir", eða
„Hættuspil hvers manns“. Það
er ný útgáfa af ballett við
tónlist eftir Chopin, sem sýn-
ir á skemmtilegan hátt ein-
leikara og áhorfendur hans.
Þar er dreymna unga stúlkan,
háalvarlegri tónlistarsérfræð-
ingurinn, kerlingarnar með
sælgætispokana o. s. frv.
Dansar þessir háfc vakið
gífurlega athygli í meðferð
dansflokksins og einróma lof
gagnrýnenda í löndum, par
sem er gömul balletthefð. Það
er því mikill fengur fyrir okk
ur að fá tækifæri til að sjá
þessar merku sýningar.
„Átta hugsanlegar
leiðir“
Alþýðublaðið gerir í gær að
umræðuefni, hvað framundan sé
í stjórnmálunum og segir:
„Fyrir þá, sem vilja þegar í
þessu stigi málsins atliuga mögu-
leika á myndun meirihlutastjórn
ar, má benda á, að slíkir mögu-
leikar virðast, fræðilega talað,
vera átta.
1) Sálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur munu hafa 41 at-
kvæði gegn 19 á þingi.
2) Sjáfstæðisflokkur og Al-
þýðubandalag mundu hafa 34
gegn 26 atkv. á þingi.
3) Sjálfstæðisflokkur og Al-
þýðuflokkur mundu hafa 33 gegn
27 atkv. á þingi.
4) Sjálfstæðisflokkur, Fram-
sóknarflokkur og Alþýðubanda-
lag mundu hafa 51 gegn 9 atkv.
á þingi.
5) Sjálfstæðisflokkur, Fram-
sóknarflokkur og Alþýðuflokkur
mundu hafa 50 gegn 10 atkvæð-
um á þingi.
6) Sjálfstæðisfiokkur, Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur
mundu hafa 43 gegn 17 atkv. á
þingi.
7) Framsóknarflokkur, Alþýðu
bandalag og Alþýðuflokkur
mundnu hafa 36 atkv. gegn 24
á þingi.
8) Þjóðstjórn allra flokka
mundi að sjálfsögðu hafa öll 60
atkvæði þingsins.
Hér hafa stærri flokkar jafnan
verið taldir fyrst, en hugsanlegt
er, að einhverjar þessarar sam-
steypustjórna væru myndaðar af
ráðamönnum minni flokkanna,
eins og fyrir hefur komið hér á
landi. Ljóst er, að Sjálfstæðis-
flokkurinn einn getur myndað
tvegga flokka stjórn með hverj-
um hinna flokkanna sem er. —
Reynist ekki unnt að mynda
neina stjórn, sem hér hefur ver-
ið talin, virðast ekki aðrir mögu
leikar en einhver minnihluta-
stjórn eða embættismannastjórn“.
Ekki er að sjá, að Alþýðublað-
ið geri á nokkurn hátt upp á milli
þessara möguleika.
„Tengdir spillingu
og fjármálabraski“
Ekki leynir sér, hver hugsun
Þjóðviljans sé, þótt hann tali var
lega á þessu stigi. Hann skamm-
ar Sjálfstæðisflokkinn óspart og
víkur einnig köldu að hinum
flokkunum. Telur úrslitin „van-
traust á leiðtoga Framsóknar“,
og segir þá „tengda spillingu og
fjármálabraski og afturhalds-
stefnu. Nú reynir á hvort flokk-
urinn lærir af reynslunni — eða
hvort Eysteinn og félagar hans
velja á ný íhaldssamvinnuna“.
Það stendur sem sé ekki á kom
múnistum, ef Framsókn vill með
henni vinna!
Þá býður Þjóðviljinn Alþýðu-
flokknum í forystugrein sinni
einnig upp á samstarf og segir:
„Alþýðuflokkurinn á nú um
tvær leiðir að velja. Hann getur
haldið áfram á þeirri braut sem
hann nú er á, aðliyllzt hægri-
stefnu, rekið afturhaldspólitík,
ástundað faðmlög við Sjálfstæð-
isflokkinn. En hann gæti einnig
snúizt til vinstri stefnu og rekið
alþýðupólitík, en sú stefna hlyti
fyrr eða síðar að leiða til náinnar
samvinnu við Sósíalistaflokkinn
og Alþýðubandalagið. En að ætla
að vera hvort tveggja í senn,
„ilðsauki" Sjálfstæðisflokksins
og verkalýðsflokkur það er Al-
þýðuflokknum og hverjum öðr-
um flokki um megn“.
Tíminn þegir alveg um fram-
tíðina og segist ekki koma út í