Morgunblaðið - 30.10.1959, Page 10

Morgunblaðið - 30.10.1959, Page 10
10 MORGUNTtLÁfíirj. Föstuclagur 30. okt. 1959 Útg.: H.l. Arvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FRAMTÍÐ MILLILANDAFLUGS I^KKERT hefur átt jafn- | mikinn þátt í að rjúfa einangrun Islands og ílugsamgöngurnar, sem nú er haldið uppi til allra nágranna- landanna. Eins hefur innanlands- flug haft hér mjög mikla þýð- ingu. Flugáhuginn lýsir sér í því, hversu snemma innanlands- flug hófst hér við hinar verstu aðstæður. Á heimsstyrjaldarárunum voru hyggðir miklir flugvéllir hér á landi, sem lögðu grundvöllinn undir öra þróun flugmálanna, og auðvelduðu starf þeirra, sem áð- ur höfðu byrjað við mjög örðug skilyrði. Margir dugmiklir at- hafnamenn voru fljótir að færa sér í nyt hinar breyttu aðstæð- ur og á fáum árum urðu ís- lendingar mikil flugþjóð. Þetta kostaði eðlilega mikið átak, sem vert er að minnast. Má í þessu sambandi benda á, að ekki hefur sams konar aðstaða orðið öllum hvatning til framkvæmda. Þann- ig stofnuðu Nýfundnalandsmenn ekkert flugfélag, þó að í landi þeirra hefði verið byggður einn stærsti flugvöllur heims og að- stæður þar að ýmsu öðru leyti svipaðar og hér. Einnig mó benda á þá sér- stöðu íslenzku flugfélaganna, að þau hafa getað haldið uppi starf- semi sinni styrkjalaust, á sama tíma, sem flest flugfélög hafa verið styrkt meira eða minna af opinberu fé. Þrátt fyrir það hefur allur almenningur getað notað sér þjónustu flugfélaganna, eða kannske er þátttaka almenn- ings einmitt ástæðan fyrir því, að hægt hefur verið að halda uppi svo þróttmiklum rekstri á þessu sviði. ★ Nú eru enn einu sinni tíma- mót í hinni öru þróunarsögu flugsins, þar sem stóru flugfé- lögin eru að taka þotur í þjón- ustu sína. Þetta getur haft veru- leg áhrif á framtíð íslenzka millilandaflugsins. Flugfélag íslands, sem heldur uppi áætlunarflugi til Yestur- Evrópu, er að vísu ekki nema að takmörkuðu leyti í sam- keppni við erlend flugfélög, þó að það hafi haldið uppi nokkr- j um farþegaflutningum milli í borga erlendis. Ný samkeppni j við Flugfélagið getur birzt í því, I ef Pan American flugfélagið fer að láta þotur fljúga um Kefla- vík til Kaupmannahafnar, en varla mun það hafa mikil áhrif. Millilandaflug Flugfélags Is- lands hefur að verulegu leyti byggzt á ferðalögum íslendinga sjálfra og er líklegt að svo verði áfram. Veruleg aukning á starf- semi þess mundi verða, ef tæk- ist að auka ferðamannastraum- inn hingað frá Evrópu. 1 þessu efni er til mikils að vinna og mun forráðamönnum Flugfé- lags Islands það fullkomlega Ijóst. En öðrum þarf einnig að skiljast, að aukinn ferðamanna- straumur er ekkert einkamál þeirra, sem vinna að flugmál- um, heldur er þarna um alhliða, gjaldeyrisaflandi atvinnuveg að ræða, sem ótrúlega margir gætu haft lífsframfæri sitt af og hagn- azt á. 'Aðstaða Loftleiða er að miklu leyti önnur, þar sem starfsemi félagsins er að langmestu leyti fólgin í farþegaflutningum milli Evrópu og Ameríku. En einmitt á þessari leið er samkeppni milli flugfélaganna hörðust. ★ Loftleiðir hafa byggt starf- semi sína á lágum farþegagjöld- um, enda notað eldri flugvéla- gerð en aðrir á þessari leið. Ár- angurinn hefur orðið sífellt auk- in starfsemi, en jafnframt hefur félagið eignazt erlenda öfundar- menn. Einkum eru þetta norræn- ir frændur okkar hjá SAS, fyrst og fremst sænski hluti þeirra, og hafa þeir reynt að gera Loftleið- um eins erfitt fyrir og þeir hafa megnað. Benda síðustu fregnir til að þeir séu síður en svo af baki dottnir í þeirri viðleitni. Viðbúið er og að bráðlega hefj- ist mikið kapphlaup milli stóru flugfélaganna um lækkun far- gjalda, til þess að þau geti full- nýtt þotur sínar. Getur þetta reynzt Loftleiðum erfitt, þó að félagið ætli einnig að taka full- komnari flugvélar í sína þj ón- ustu en áður. Félagið hefur áður boðið miklum erfiðleikum birg- inn og er engin ástæða til að ef- ast um, að því mun enn vel farn- ast. Er það von allra lands- manna, að íslenzku flugfélögin eigi eftir að eflast og verða enn mikilvægari atvinnufyrirtæki en þau nú eru. AFMÆLI ALÞÝÐUBLAÐSINS ALÞÝÐUBLAÐIÐ minntist í gær með veglegu há- tíðablaði 40 ára afmælis síns. Morgunblaðið er, hefur ver- ið og verður vafalaust á öndverð- um meið við Alþýðublaðið um margt. Engu að síður er Morgun- blaðinu ánægja að því að viður- kenna þýðingu Alþýðublaðsins í íslenzkum stjórnmálum á undan- förnum áratugum og sendir því heillaóskir vegna þessara tíma- móta. Skoðanamunur er sjálfsagður á meðal frjálsra manna. Engir tveir menn líta hlutina sömu augum, né hafa að öllu leyti sömu hugmyndir. Lýðræði bygg- ist á því, að hinar ólíku skoðanir fái að koma fram og séu túlkað- ar af talsmönnum þeirra. Ólafur Friðriksson var fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins. Hann var mikill baráttumaður. Hug- sjónaeld hans og hugkvæmni við urkenna nú allir. En einnig þeir, sem hart hafa við hann deilt, meta góðvild hans og telja hann með eftirminnilegustu og merk- ustu mönnum sinnar samtíðar. Um leið og Morgunblaðið við- urkennir Alþýðublaðið sem at- kvæðamikinn andstæðing óskar það þess, að öll íslenzk blöð megi verða starfi sínu vaxin. Hollust- an við ákveðinn málsstað má aldrei verða til þess, að hvikað sé frá virðingu fyrir staðreynd- um. ★ Sönn fréttaþjónusta er undir- staða heilbrigðrar skoðanamynd- i unneur. UTAN UR HEIMI Pire. Góðir vinir: — Tveir af mestu mannvinum aldarinnar Albert Schweitzer og faðir | VILL SÁ FRIÐARINS ORÐI | ☆ — og stækka heim hjartans ☆ H IN U M fræga, belgíska Dominikanapresti og Nóbels- verðlaunahafa, föður Georges Pire, var fyrir skömmu boðið til Danmerkur af Landssam- bandi andspyrnuhreyfingar- innar dönsku. Hinn 22. októ- ber hélt hann fyrirlestur í Faðir Pire skýrir frá 10 ára starfsáætlun. Maxkmiðið: að byggja brýr til dýpri skiloings og friðar í mannheimi ráðhúsi Kaupmannahafnar, þar sem hann gerði grein fyr- ir stórhuga starfsáætlun, sem hann hefir gert fyrir næstu tíu ár. — Pire, sem hefir komið á fót sex „Evrópu- þorpum“ fyrir flóttamenn, hina ríkisfangslausu, mun nú ekki aðeins halda áfram því uppbyggingarstarfi, heldur einnig byggja brýr — brýr yfir gjár þær, sem kynþátta-, trúarbragða- og hugsjónamis- munur hefir víða myndað í mannlegu samfélagi. — ☆ — í ræðu sinni varpaði Pire m.a. fram eftirfarandi spurningum: — Hvernig getum við þjónað meðbræðrum okkar og komið þeim til hjálpar — og þá sér í lagi þeim, sem þjást og líða skort? Hvernig getum við sam- einað mannfólkið — bundið það böndum bróðurkærleikans? — Það eru slíkar hugsanir, sem hafa sífellt leitað á mig síðan í desember 1958, þegar ég veitti friðarverðlaunum Nóbels við- töku. Ég skal nú reyna að skýra fyrir yður, hvað ég og hjálpar- menn mínir hyggjumst gera á næstu tíu árum: Með aðstoð velviljaðra lyfjaframleiðenda, sem eiga birgðir lömunarveiki- bóluefnis, og með hjálp lækna og læknastúdenta hyggjumst við freista þess að létta nokkuð böl barnalömunarinnar á tveim svæðum í Evrópu og tveim ríkj- um í Afríku. ♦ • ♦ Allir menn eru jafnir — allir eru bræður, og eng- in landamæri og ekkert „járntjald" getur í raun og veru skipt bræðralagsheimili mann- anna. Á sama hátt eiga allir menn rétt til þess að fá að lifa í friði — og sá, sem hlotið hefir friðarverðlaun, er skuldbundinn til að berjast fyrir þeim friði, sem öllum ber. Við munum því, eftir því sem mögulegt er, leggja okkur fram við að koma til liðs við bræður vora, sem búa að baki „járntjaldinu“. ♦ • ♦ Stjórnin í Pakistan hefir snúið sér til mín með beiðni um, að ég reyni að gera eitthvað fyrir þær tíu milljónir flóttamanna, sem lifa við harðan kost þar í landi. Hér stöndum við annars vegar gagn- vart heimilisleysi og sárri fá- svarar 50 dönskum krónum. Af því sjáum við, að milljónir með- bræðra okkar eru langt undir því marki — hafa sem sagt sama sem ekkert til þess að lifa af. ♦ • ♦ Við ætlum að koma á samskiptum (bréf, tímarit, heimsóknir o. s. frv.) milli ungs fólks af báðum kynjum í Afríku og hvítra manna. Ef til vill gætu slík samskipti flýtt þeirri þróun, sem hinir afrísku bræður okkar verða að ganga í gegnum, áður en þeir geta náð þeim mannsæmandi lífsskilyrð- um, sem við vonum, að þeir hljóti sem fyrst. ♦ • ♦ Þótt mig og ýmsa fleiri á minum aldri dreymi um „heim hjartans", þá er það fyrst og fremst unga fólksins að skapa hann. Hlutur þess í starfi okkar verður því að vera stór. Hundruð ungra karla og kvenna hafa líka boðið fram starfskrafta sína. Við höfum gert ýmsar áætl- anir í þessum efnum, sem við vonum að geta komið í fram- kvæmd þegar á næsta ári. Það var létt yfir föður Pire í boð- inu hjá belgíska sendiherranum. Þar sáu menn hann — aldrei þessu vant — í venjulegum dökkum jakka- fötum; annars þekkja flestir hann í hinni hvítu kápu, sem hann klæðist alla jafna. tækt ,en á hinn bóginn höfum við möguleika til að reyna að opna hjörtu og vekja samvizku þeirra, sem betur mega sín í Pakistan — og hér í Evrópu. — Ég vil benda yður á í þessu sam- bandi, að meðalárstekjur hvers íbúa Pakistans nema aðeins sem Til þess að freista þess að auka andleg samskipti fólks af ólíkum stofni höf- umvið hugsað okkur að gefa út tímarit, ásamt dálitlu fræðslu- blaði — og halda mót og fundi. Við munum reyna að fá ýmsa Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.